Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 28
Landskunnur leigubflstjórl handtekinn í Vogunum
Handtekinn fyrír
smygl og kærður
fyrír víxlamiðlun
Telur sig hafa verið leiddan í gildru — Margar kærur hafa borizt
Nafnkunnur „leigubílstjóri",
Guðbjartur Pálsson, stundum
kallaður „Batti rauði“ var í
fyrrakvöld handtekinn í
Vogum á Vatnsleysuströnd og
þá gefið að sök að hafa í fórum
sínum ótollaðan varning, áfengi
og bjór o.fl. Var Guðbjartur
ásamt ökumanni sínum í fanga-
geymslu í Keflavík í fyrrinótt
og beið yfirheyrslu fógetafull-
trúa. Sú yfirheyrsla fór fram í
gærmorgun og var íljótlega
snúið nær eingöngu að allt
öðrum hlutum, en ótolluðum
vörum. Var mest fjallað um
víxlamál Guðbjarts og tiltekins
kaupmanns í Keflavík. Úrslit
urðu að Guðbjartur var úr-
skurðaður i 20 daga varðhald og
situr nú i fangageymslum í
Keflavík.
Aðdragandinn var sá
samkvæmt framburði „leigubíl-
stjórans", að tvær- stúlkur
höfðu samband við hann og
föluðust eftir gjaldeyri vegna
utanferðar. Kvaðst hann engan
gjaldeyri eiga en benti þeim á
að helzt væri að fá hann á
Keflavíkurflugvelli. Stúlk-
unnar fengu Guðbjart, að hans
sögn, til að slást í för suður
eftir þá um kvöldið. Að venju
fékk Guðbjartur ser
ökumann i þessa för.
Stúlkurnar sátu í aftursæti og
höfðu þar með sér stóra tösku,
að sögn Guðbjarts.
Er komið var suður að
Vogunum báðu stúlkurnar um
að þeir gerðu lykkju á leið sina
vegna smáerinda er þær ættu í
Vogum. Var ekið um Voga og
komið þar að er hindrum varð á
veginum vegna einhverra fram-
kvæmda. Er nuntið var staðar,
stukku stúlkurnar út úr bílnum
en að honum spruttu tveir lög-
reglumenn, varðstjóri í Kefla-
víkurlögreglunni og nýliði í
rannsóknarlögreglunni þar.
Fylgir sögunni að skammt
undan hafi sézt tíl ferða nafn-
kunns rannsóknarlögreglu-
manns í Keflavík og tollvarðar
á Keflavíkurflugvelli.
Smyglið í töskunni varð til
þess að mennirnir í bílnum
voru færðir á lögreglustöð. Var.
að sögn Guðbjarts ekki hlustað
á þann framburð að stúlkurnar
hafi átt töskuna og innihald
hennar og engin tilraun gerð til
að leita stúlknanna sem Guð-
bjartur segir að hafi horfið út í
myrkrið í Vogum. Samkvæmt
heimildum DB hafa þær ekkert
komið við sögu málsins síðan.
Viðar Olsen, fulltrúi sýslu-
manns, tók ntál Guðbjarts fyrir
í gærmorgun. Sagði Viðar í
viðtali við DB, að handtaskan
hafi verið í sambandi við smygl-
varning, en síðan hefðu verið
teknar fyrir ýmsar kærur á
Guðbjart er fyrir lágu um
meint fjármálamisferli hans.
Taldi hann þau geta reynzt all
umfangsmikil, en færðist
undan að ræða málið frekar á
því byrjunarstigi, sem það
væri. Guðbjartur var úrskurð-
aður í 20 daga varðhald og
verður rannsókn málsins haldið
áfram af fullum krafti, að sögn
Viðars O'.sen.
Vestmannaeyjar:
Níu stiga frost og
átta vindstig
í nótt og snemma í morgun var
9 stiga frost í Vestmannaeyjum og
svona eins og í kaupbæti fylgdi 8
vindstiga norðanátt. Norðan-
áttin er versta áttin í Eyjum, því
þá er bærinn opinn fyrir vind-
áttinni. En Vestmannaeyingar
eru ýmsum gusti vanir og létu
þetta kuldakast lítt á sig fá.
-ASt.
frjálst, úháð daghlað
MIÐVIKUDAGUR 8. DES; 1976 '
Utanríkisráðherra:
„Gagnkvæmir
samningar
ólíklegir"
Einar Ágústsson utanríkis-
ráðherra sagði í sjónvarpsþætti í
gærkvöldi, að hann teldi ólíklegt,
að gagnkvæmir samningar um
veiðiheimildir yrðu gerðir við
Efnahagsbandalagið.
Utanrikisráðherra sagðist
búast við, að ástand fiskistofna
bæði í okkar landhelgi og land-
helgi Efnahagsbandalagsins væri
með þeim hætti, að ekki mundi
reynast grundvöllur fyrir gagn-
kvæmum samningum.
Hann og Matthías Bjarnason
sjávarútvegsráðherra lögðu samt
áherzlu á, að rætt yrði áfram við
fulltrúa Efnahagsbandalagsins.
Fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar, Lúðvík Jósefsson (AB)
og Benedikt Gröndal (A) vildu,
að ráðherrarnir tækju nú þegar
fram skýlaust, að Islendingar
vildu ekki semja við aðrar þjóðir
um veiðiheimildir þeim til handa
í íslenzkri landhelgi. Ráðherr-
arnir vildu ekki lýsa þessu yfir
ótvírætt.
Næsti viðræðufundur islend-
inga og EBE-manna er talinn
munu verða í Brtissel fyrir jól.
HH.
Fimbulkuldi í morgun:
Samsvarar 30
gráða frosti
Klukkan sex í morgun var
frostið í Reykjavík 9 stig og
vindhraðinn milli 5 og 6 vind-
stig. Samkvæmt útreikningum
veðurfræðinga Bandaríkja-
manna í Thule á Grænlandi
gerir slíkt veður sama sem tæp-
lega 30 kuldagráður, þ.e. sama
kulda og væri í kyrru veðri og
30 stiga frosti. Ekki að undra
þótt einhverjum hafi verið kalt
á leið til vinnu í höfuðborginni
í morgun.
u
I þvíliku frosti, sem hér er i
dag, er eins gott að dúða sig
vel. (DB-mynd Árni Páll)
ÖRYRKJAR VINNA AÐ VANDASAMRI
FRAMLEIÐSLU Á VIÐ ALHEILBRIGÐ A
Öryrkjabandalagið tekur við framleiðslu gjaldmæla
úr höndum Iðntækni sem á í greiðsluerfiðleikum
Öryrkjabandalagið hefur nú
yfirtekið framleiðsu gjaldmæla
í leigubila er Iðntækni byrjaði
á hér á landi. 1 fyrra er Iðn-
tækni hóf íramleiðslu slíkra
gjaldmæla leitaði fyrirtækið
eftir samvinnu við Öryrkja-
bandalagið um vinnukraft til
framleiðslunnar. Fékkst þegar
af þessu góð reynsla á báða
bóga. Iðntækni hefur um skeið
átl i miklum fjárhagserfiðleik-
um og 2. nóvember tók
Öryrkjabandalagið formlega
við þeirri framleiðslu, sem Iðn-
tækni rak áður. Starfa nú þeir
tæknimenn er áður unnu hjá
Iðntækni hjá Öryrkjabandalag-
inu og bandalagið rekur fram-
leiðslustöðvarnar sem eru í
húsi bandalagsins við Hátún.
„t vinnusal Öryrkjabanda-
lagsins er nú unnið að smíði 300
gjaldmæla í bíla,“ sagði Guð-
mundur Löwe framkvæmda-
stjóri bandalagsins í viðtali við
Dagblaðið „Efnið i þessa mæla
sem flytja verður inn, var að
öllu leyti pantað og flutt inn á
vegum bandalagsins. Vegna
greiðsluerfiðleika Iðntækni
leystum við einnig út úr tolli
hluta af gamalli pöntun Iðn-
tækni til annarrar
framleiðslu, sem hér er einnig
unnin."
Guðmundur sagði að í
þessum viðskiptum bandalags-
ins og Iðntækni'hefði rikt gagn-
kvæmur skilningur. Öryrkj-
arnir gætu ekki framleitt þessa
hluti án aðstoðar tæknimann-
anna og vegna greiðsluerfið-
leika Iðntækni hefði orðið að
ráði að bandalagið tæki foryst-
una og tæknimennirnir yrðu
starfsmenn þess.
Auk gjaldmælanna er unnið
að framleiðslu vélgæzlukerfa
fyrir skip og verksmiðjur og
einnig að gerð sjálfvirkra lend-
ingarljósa fyrir Keflavikurflug-
völl.
„Átta öryrkjar hafa unnið að
framleiðslunni með tækni-
mönnunum og sá níundi bættist
í starfshópinn í gær,“ sagði
Guðmundur. „Hugmyndin er að
rúm verði fyrir 25—30 manns
við framleiðslustörfin, þegar
allt er komið í fullan gang. Og
þar sem hluti öryrkjanna hefur
ekki starfsorku til heils dags
vinnu, munu alls um 40 öryrkj-
ar vinna að framleiðslunni. Til
starfanna eru valdir þeir sem
handstyrkir eru. Vinnan krefst
mikillar nákvæmni. Þeir
öryrkjar sem að framleiðslunni
hafa starfað segja vinnuná
skemmtilega og hún er létt. En
það þarf næmar hendur og
skýra hugsun við hana. Öryrkj-
arnir eru samt ánægðastir að
finna að með þessum störfum
sinum eru þeir komnir út í at-
vinnulífið á ný og eru að vinna
nauðsynleg störf og skapandi."
Tæknimennirnir segja að gott
sé að vinna með öryrkjunum og
afköst þeirra séu sízt minni en
alheilbrigðra.
Hver gjaldmælir í bifreið
kostar bílstjórann um 165
þúsund krónur og er þá gert
ráð fyrir greiðslu á víxlum að
einhverju leyti. Þeir hlutar og
það efni sem flytja verður inn
til mælaframleiðslunnar kostar
um 65 þúsund kr. i hvern mæli.
Reiknað er með að' þegar alit
verður komið í fullan gang
verði framleiddir þrír og hálfur
mælir að meðaltali á dag.
Öryrkjarnir hafa frá upphafi
fengið kaup eftir töxtum Iðju.
Framleiðslan fer fram í
vinnusal á 5. hæð húss öryrkja
við Hátún 10 en ísetning gjald-
mælanna i húsi Sjálfsbjargar
að Hátúni 12. -ASt.