Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKIJDAGUH 8. DESEMBER 1976 Matthías talaði um „þrýstihóp” Sjálfstæðismenn deila um geðdeild Nokkuð haróar deilur urðu á Alþingi í gær milli flokkssyst- kinanna Ragnhildar Helgadóttur (S) og Matthíasar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra. Ragnhildur og stjórnarand- stæðingar gagnrýndu seinagang framkvæmda við geðdeild Land- spítalans. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi á að verja 125 milljónum til geðdeildar. Sjúkra- rúm komast líklega ekki í gagnið í þessari deild á næsta ári. litRóm MÚSGÖGN Grensásvegi 7, Reykjavik Pontunarsimar 86511 - 83360 Sendum gegn póstkrofu Veljið húsgögnin tímanlega fyrir jól. Mikið af fallegum áklæðum Ráðherra sagðist telja, að 750-800 milljónir þyrfti til að ljúka geð-' deildinni. Verja þyrfti um 200 milljónum á ári næstu fjögur ár til þess. Hann mundi ekki taka geðdeildina fram yfir aðrar mikilvægar framkvæmdir í heil- brigðismálum. Hann sagði að sumir einblíndu á ákveðin mál og væru þrýstihópar. Ragnhildur sagði að illa væri komið í stærsta stjórnmálaflokki, þegar ráðherra hans sakaði þá, sem bæru upp málefni geðsjúkra, um að vera þrýstihópur. -HH Ófærð og mjólkurleysi á Eskifirði „Við höfum ekki fengið neina mjólk síðan á laugardag," sagði Regina Thorarensen fréttaritari DB á Eskifirði. „Það er allt á kafi í snjó og mikil ófærð á Egilsstöðum og í Fagradal. Það hefur ekki verið viðlit fyrir Vegagerðinaað moka vegna öskuþreifandi byls. Vonazt var til að mjólkin kæmi til Eskifjarðar í dag með hjálp Vegagerðarinnar. Það hafa engin blöð komið hingað síðan á laugardag, en við huggum okkur við að rafmagnið hefur verið i góðu lagi,“ sagði Regína. -A.BJ. LAUGAVEG 73 - SIMI 15755 ^ i) 4.. A s Finnsku refa- og minka- skinnshúfurnar komnar. Verð kr. 10.440,- ■ Mokkahúfur og mokkalúffur í miklu úrvali Töskuúrvalið aldrei meira Z 325 Electrolux ryksugan hefur ★ 850 vatta mótor, ★ snúruvindu. ★ rykstilli o.fl. o.fl. kosti. Verð aðeins kr. 55.400,- N husg.deild s. 86-112, matvörudeild s. 86-111, vefnaðarvörud. s. 86-113, heimilistœkjadeild s. 86-117. J Kópavogsbúar Leitið ekki langt yfir skammt. Allar nýlenduvörur með 10% lægri álagningu en heimilt er. Mjög ódýr egg, kr. 380,- kg Við erum í leiðinni að heiman og heim. Opið til kl.10 föstudaga VERZLUNIN KÓPAVOGUR Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640 Tillaga stjórnarandstæðinga: „ Veiðiheimildir útlendinga koma ekki tilgreina — útvarpsumræður um málið „Vegna þeirrar vitneskju, sem fyrir liggur um veika stöðu helztu fiskstofna við landið, lýs- ir Alþingi yfir því, að nýir samningar um veiðiheimildir útlendinga í fiskveiðilandhelgi Islands komi ekki til greina." Svo segir í tillögu forystu- manna stjórnarandstöðuflokk- anna um landhelgismál. Út- varpsumræður verða um tillög- una að kröfu flutningsmanna. Flutningsmennirnir eru Lúð- vík Jósefsson (AB), Benedikt Gröndal (A) og Karvel Pálma- son (Samtökunum). Þeir benda á, að svonefndar könnunarviðræður hafi átt sér stað að undanförnu milli full-‘ trúa ríkisstjórnarinnar og full- trúa Efnahagsbandalags Evrópu. Tilkynnt hafi verið, að umræðum verði haldið áfram fyrir jól og stefnt að samning- um um fiskverndar- og fisk- stjórnunarmál en jafnframt fjallað um hugsanlegan gagn- kvæman rétt til fiskveiða. Af þeim ástæðum leggja flutnings- menn áherzlu á, að tillagan fái fullnaðarafgreiðslu á Alþingi, áður en umræddar samninga- viðræður fari fram, svo að af- staða Alþingis til hugsanlegra samninga um nýjar veiðiheim- ildir útlendinga liggi skýrt fyr- ir. -HH SKÖTUHJÚ SEM VEKIA ATHYGU Ein sérstæðasta glugga- skreytingin, sem má sjá í glugg- um verzlana fyrir jólin, er tví- mælalaust líkanið af Grýlu og Leppalúða, sem er í glugga raf- tækjaverzlunarinnar Ljóss og orku við Suðurlandsbraut. Svo rammt kveður að vinsældum hjúanna alræmdu, að foreldrar verða oft á tíðum að leggja sér- staklega leið sína að verzlun- inni til að sýna börnum sínum skötuhjúin. Þau Grýla og Leppalúði komu í glugga verzlunarinnar fyrir nokkrum dögum. Daglega má sjá hóp af börnum fyrir utan verzlunina, þar sem þau stara hugfangin á fígúrurnar. — Þetta er svo sannarlega skreyting, sem þjónar sínum tilgangi. -AT/DB-mynd: Sveinn Þor- móðsson. Tillaga þingmanna úr fjórum flokkum: „SMÁMÁUN fái ÓDÝRARIAFGREIÐSLU Þingmenn úr fjórum l'lokkum leggja til, að minniháttar mál fái fljótvirkari og ódýrari meðferð f.vrir héraðsdómstólunum. Dómari geti meðal annars ákveðið að mál sem höfðuð eru af viðskiptavini verzlunar eða þjón- ustufyrirtækis vegna viðskipta við fyrirtækið, hljóti skjótari og ódýrari afgreiðslu en nú tíðkast. Þessari meðferð megi beita við minniháttar mál, sem varða allt að 100 þúsund krónum. „I neyzluþjóðfélagi eins og' þvi íslenzka fer ekki hjá því, að upp komi fleiri eða færri deilumál, meðal annars milli neytenda og þeirra, sem selja þeim vörur og þjónustu," segir i greinargerð til- lögunnar. „Mörg þessara mála varða hvert um sig ef til vill ekki mikilli upphæð, og veröur þaó óhjákvæmilega til þess, að neyt- andanum þykir ekki borga sig að eyða tíma og fé fyrir dómstólun- um. A þennan hátt fer forgörðum heilbrigt aðhald, sem verzlunar- stéttunum er nauðsynlegt." Til að. skapa þetta aðhald er lagt til, að slíkri þjónustu, sem tillagan gerir ráð fyrir verði komið á fót.Flutn- ingsmenn segja, að slík meðferð smámála eigi uppruna sinn i Bandaríkjunum. Þar hafi hún verið reynd um árabil. Þessi með- ferð mála hafi re.vnzt ve) sums staðar i Bandarikjunum. Slíkri meðferð smámála hafi verið kom- ið á fót i Bretlandi 1974. að banda- rískri fyrirmynd. Sviar hafi einn- ig gert það eða séu kotnnir vel á veg með undirbúning. Flutningsmenn eru Bragi Sig- urjónsson (A), Tómas Arnason (F), Eðvarð Sigurðsson (AB) og Magnús T. Olafsson (Samtökun- um). -HH Bjöm stakk upp á Guðmundi Björn Bjarnason. formaður Landssambands iðnverkafólks. kom að máli við blaðið og óskaði að fram kæmi, að hann bar fram tillögu um Guðmund Þ. Jónsson í miðstjórnarkjöri á Alþýðusam- bandsþinginu. Björn sagðist hafa gert þetta, af því að Iðjumann hefði vantað í miðstjórnina. Til- lagan um Guðmund hefði því alls ekki komið frá svokölluðum „þriðja hópi" á þinginu. -HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.