Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 18
18 DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 8. DESEMBER 1976 BILDUDALUR - FRAMHALD ciikt Antonssyni frá Fram- kvæmdastofnun ríkisins, Helga Bachmann frá Landsbanka íslands os Karli B.jarnasyni frá Fiskveiðasjóði íslands. Endur- skoðunarskrifstofa var fengin til að annast uppgjörið og var því verki jokið að fullu 11. júlí 1975. I niðurstöðum uppgjörsnefndar segir: „Samkvæmt framansögðu er l.jóst, að Boði hf., Bíldudal, er gjaldþrota og skuldir umfram eignir eru líklega um 20 millj. kr." Þegar þetta uppgjör lá fyrir lækkaói Fiskveiðasjóður nokkuð reikning sinn til Boða og tók til greina endurbætur samkvæmt matsgjörð Matsnefndar sjóðsins. Reikningurinn lækkaði um 2.4 millj. og hljóðaði nú upp á 3.946.268,00. Skömmu fyrir áramót 1975 sendi Fiskveiðasjóður bréf til stjórnarformanns Boða, Péturs Bjarnasonar, og skoraði á hann að ganga þegar i stað frá málum félagsins við sjóðinn, „eða í allra siðasta lagi fyrir 31. janúar 1976." Boói mótmælti þessu nokkrum dögum síðar — og þar við situr. Benedikt Antonsson, fulltrúi Framkvæmdastofnunar ríkisins í uppgjörsnefnd Boða, hefði flutt sér, þess efnis að rekstri frysti- hússins yrði haldið áfram á nieðan gengið væri frá uppgjöri Boða hf. Boði hafi síðan fallizt á aö halda rekstrinum áfram með samþykki Fiskveiðasjóðs og tryggingu Byggðas.jóðs fyrir greiðslu á hráefni og vinnu. Aður hafði það gerzt i stjórn Boða að á aðalfundi 1. desember 1974 var „samþykkt að fela næstu stjórn að skrifa bréf til Fiskveiða- sjóðs, þar sem skýrt kæmi fram að félagið sé tilbúið að leggja niður rekstur sinn sé þess óskað, og aðrir aðilar séu tilbúnir að taka við hlutverki þess hér, og óskað sé eftir að tekin verði eindregin af- staða til þessa máls sem fyrst." Eyjólfur hafði einnig boðizt til að segja af sér, ef það gæti orðið til framdráttar. með sér bréf frá stjórn Boða til Byggðasjóðs. Óskað var eftir óafturkræfu þriggja milljón króna framlagi úr Byggðasjóði „sem varið verður til þess að tryggja rekstur hraðfrystihússins hér á meðan uppgjör og mat á eignum Boða hf. fer fram, sem áætlað er að taki tvo mánuði.„.framangreind fjárhæð er ætluð til greiðslu á hráefni og vinnulaunum og samþykkjr Boði hf. að lúta eftirliti sjóðsins með því að það verði gert.“ I þessu bréfi er einnig vikið að „tilmælum" Framkvæmdastofn- unar um að rekstri yrði haldið áfram. Þetta framlag vildi Byggða- s.jóður ekki veita, heldur var tekin sú ákvörðun að Byggða- sjóður sjálfur tæki að sér rekstur- inn á meðan uppgjör Boða færi fram. viö þá fyrir sunnan“, svo notuð séu hans eigin orð Theódór segir einnig að lauslegt uppgjör sitt og Jens Valdimarssonar hafi sýnt að reksturinn í þessa )>r(á mánuði hafi verið hallalaus, slaðið á núlli. Hverju tapaði Byggðasjóður? Eyjólfur Þorkelsson heldur því fram að Byggðasjóður hafi á þess- um þremur mánuðum tapað 10-12 milljónum eða allt að helmingi meira en Boói á þremur árum. Framkvæmdastofnunin (sem Byggðasjóður er hluti af) vísar þessari fullyrðingu á bug. Staðfestar tölur um afkomuna þessa þrjá mánuði hefur DB þó ekki tekizt að fá, en væntanlega eru þær i skýrslunni, sem verið er að leggja fram. Ekkert fer á milli mála, að verulega var farið að þrengja að Boða hf. um það leyti sem þetta var allt að gerast. Og meira að segja Sparisjóður Arnfirðinga, Matvælaiðjan gamla. Bændur í nágrannasveitum eru nú að kaupa þetta hús fyrir 7 milljónir og ætla að nota það f.vrir sláturhús. Kaupfélagið á annað á staðnum. , ;-v " . >. Fiskimjölsverksmiðjan á Bíldudal. Heldur orðin hrörleg og úr sér gengin. (DB-myndir: ÓV.) Karl rekinn! Víkur nú aftur sögunni að uppbyggingu frystihússins, sem sveitarstjórinn, Theódór Bjarna- son og Jens Valdimarsson, verk- stjóri í frystihúsinu. önnuðust umsjón með i nánu samráði við „þá fyrir sunnan“, eins og þeir orða það. Sem fyrr segir sást Karl ekki oft á Bíldudal og þótti heima- mönnum — m.a. stjórnarmönnum i Fiskvinnslunni — að lítið væri hlustað á þá. Meira að segja stjórnarsamþykktir væru hunzað og hafðar að engu af Karli Bjarnas. og Sigurði Uuðmunds- syni. póstmeistara á Bildudal, sem átti mikinn þátt í undir- búningi stofnunár Fiskvinnslunn- ar. Dag einn i júlí í sumar höfðu Jakob Kristinsson og fleiri stjórnarmenn í Fiskvinnslunni símasamband við Karl Bjarnason sem þá var á Vestfjörðum. Hann lofaði að hitta þá um kvöldið eftir, kl. átta, heima hjá Jakob Þeir biðu í klukkutíma, sagði Jakob fréttamanni blaðsins, og fóru þá í Flókalund þar sem Karl hafði verið. Stúlkan í afgreiðslunni horfði hissa á þá og sagði svo: „Karl? Já, hann fór héðan í morgun." Bílddælingar fóru iieim og ráku Karl umsvifalaust. 21. júli skrifuðu þeir honum bréf þar sem þeir tilkynntu að þeir hefðu afturkallað prókúruumboðið fyrir félagið og látið loka hlaupa- reikningi nr. 11228 í Lands- bankanum í Reykjavík. Var einnig óskað eftir því að Karl skilaði þegar I stað þeim pening um, sem hann kynni að hafa und- ir höndum frá íélaginu. Karl róðinn aftur, segir upp — og fœr neitun! Svar barst ekki frá Karli, heldur Framkvæmdastofnun ríkisins í skeyti 3. ágúst. Mynd af þvi birtist hér með, en Jakob Kristinsson, Theódór Bjarnason og fleiri fullyrða að það hafi aldrei verið gert að skilyrði af hálfu sjóðanna að Karli Bjarna- syni yrði falin umsjá uppbygging- ar frystihússins. Stjórn Fiskvinnslunnar hf. lét þegar i stað undan, enda átti hún ekki margra kosta völ. Rúmri viku síðar kom Karl á Bildudal og lét það verða sitt fyrsta verk að óska eftir því við Jakob að stjórn félagsins samþykkti að hann hætti. Stjórnin neitaði! Karl hætti þó skömmu síðar. „Tilmœli“ að sunnan I lok april 1975 var Boði að hætta rekstri frystihússins og hafði sagt upp hinum umdeilda „leigusamningi" við Fiskveiða- sjóð frá og með 1. maí. Ilvað gerðisl el'tir 1. maí er ekki endan- lega víst, að þvi er DB hefur komizt næsl. Eyjólfur Þorkelsson segist hafa lengið „tilmæli" sem Viku síðar var hætt við að skrifa bréfið, en framkvæmda- stjóranum og Uunnari Ölafssyni (sem jaínframt var stjórnarfor- maður Sóknar hf.) falið að reka erindi Boða við Fiskveiðasjóð og aðra aðila, bæði munnlega og bréflega eftir ástæðum." Sú ákvörðun, að hætta við bréfaskriftirnar, á sinn þátt í að ekki hefur tekizt að fá botn í hvað raunverulega gerðist. Boði biður um 3 millj- ónir —óafturkrœft Benedikt Antonsson segir það ekki rétt að þess hafi verið óskað að Eyjólfur og Boði. hf. héldu áfram rekstri frystihússins. Því síður hefði hann sjálfur flutt nokkur „tilmæli" þar að lútandi; sin afskipti af málefnum Bíldu- dals hefðu hafizt síðar. 1. júnf 1975 fór Benedikt Antonsson frá Bíldudal og hafði „Velvild“ Fram- kvœmdastofnunar Eyjólfur telur sig hafa fengið loforð fyrir því að tryggðar yrðu nefndar greiðslur á hráefni og vinnulaunum. Beneikt Antonsson seglst hafa sagt á Bíldudal að litið yrði með „velvild" á að sjóðurinn læki að sér greiö.slur þessar. Síðan hafi Framkvæmdastofnun ríkisins óskað eftir því að Boði hf. yrði lýstur gjaldþrota. Því hafi ekki verið sinnt (sbr. stjórnar- samþykkt Boða frá 11/9/75, innsk. blm.) og þar með hefði verið útilokað að sjóðurinn fengi eitthvað af sínum peningum aftur við afurðasöluna, enda hefði farið svo að Landsbanki tslands fékk allt saman. Byggðasjóður tók formlega við fr.vstihúsinu og eignum Fisk- veiðasjóðs á Bíldudal 7. júní 1975. Theódór Bjarnason sveitarstjöri var ráðinn framkvæmdastjöri og stjórnaði vinnslu i húsinu i þrjá mánuði „í mjög nánum tengsium sem Eyjólfur var sparisjóðsstjóri fyrir, var farinn að ókyrrast vegna stöðu Boða. Á stjórnarfundi 10. maí var bókað: „Sparisjóður Arnfirðinga hefur nú um alllangan tima óskað eftir því að settar yrðu frekari tryggingar fyrir yfirdrætti á hlaupareikningi 113, sem nú stendur í rúmum 2 millj. Samþykkt að óska heimildar stjórnar Sóknar til að veðsetja hlutabcéf Boða í Sókn hf/f, 14 bréf á samtals 700.000,00 kr.“ Á þessum stjórnarfundi var einnig samþykkt að veðsetja ,;;reikninga þá, sem Boði h/f hefur gert Fiskveiðasjóðj fyrir endurbætur og viðhald", einnig í því skyni að tryggja yfirdráttinn. Áður en langt um leið sendi Seðlabankinn mann til Bíldudals. Það Ieiddi til þess að Lands- bankinn yfirtók Sparisjóðinn, sem þá sýndi raunhalla upp á sjö milljónir. Sú saga verður þó að v,era ósögð í bili. Hjól taka að snúast Síðan tók við uppbygging frystihússins, sem rakin hefur verið hér að frama. Byggðasjóður hefur nú samþykkt, að sögn Bene- dikts Antonssonar að tryggja áð hægt sé að hefja róðra og fisk- vinnslu frá Bildudal. í peningum þýðir það að sjóðurinn borgar þær 9.5 milljónir, sem uppbyggingin dregur á eftir sér og eru umfram kostnaðaráætlun, ef til vill þær sömu meintu tíu milljónir sem stjórnleysið við uppbygginguna er sagt hafa kost- að. Líka verður Fiskvinnslunni hf„ „óskabarni Framkvæmda- stofnunarinnar“ tryggð greiðsla á viðgerðarkostn. mb. Hafrúnar, sem keypt var frá Bolungarvík og verið hefur í Reykjavík undan- farnar vikur — eða mánuði. Þetta ástand hefur leitt til þess að fremur er dapurlegt á Bíldudal þessa dagana. Atvinnuleysið — hvort sem það er jafnalvarlegt og af er látið eða ekki — er þrúg- andi. Félagslíf er í lágmarki og meira að segja í Leikfélagi Bíldudals, sem rekið var af mikl- um myndarskap og krafti fyrir nokkrum árum, er hálfgert áhugaleysi. Vítur ó Karl Bílddælingar tóku samt hressi- lega við sér einn laugardagseftir- miðdag fyrir skemmstu og fjöl- menntu á borgarafund. Var þar margt skrafað og spjallað og sam- þykkt ályktun, þar sem vítt voru „þau vinnubrögð við uppbyggingu hraðfrystihússins að framkvæmdastjóri við uppbygginguna (Karl Bjarnason) hafi skilið við uppbygginguna þannig að enn séu ógreiddar kr. 9-10 milljónir, setn valda því að ekki sé hægt að hefja vinnslu í húsinu og beinir þeim eindrengu tilmælum til stjórnar Byggðasjóðs að ráða fram úr þeim vanda sam- kvæmt gefnum loforðum, með til- liti til þess neyðarástands, sem nú ríkir í atvinnumálum staðarins, og þess að hægt verði að hefja vinnu nú þegar.“ Sundurlyndið út ó sextugt djúp Framkvæmdastofnunin brást við — eftir hálfan mánuð — og sendi frá sér athugasemd. Þar sagði meðal annars: ,, Malefnalegar umrœður eru vissulega góöra gjalda veröar. ööru máli gegnir þegar verk stofnunarinnar og starfsmanna hennar eru storlega afflutt eins og gerzt hefir í málefnum Bíldudals. Á þotta alveg sórstaklega viö um þann starfsmann Framkvœmdastofnunarinnar, Karl Bjarnason, sem mest og bezt hefir unniö aö uppbyggingarmalum Bildudals aö undanförnu. Hans verk og hagsýni eiga veigamikinn þátt i aö ný og fullkomin fiskvinnslustöð hefir veríö byggö á Bíldudal. Framkvœmdastofnunin telur mikils viröi aö hafa i störfum mann meö hœfni og reynslu, sem Kart Bjarnason hefir, enda nýtur hann fytlsta trausts stofnunarínnar. Von manna er, aö nú megi Bilddaslingar horfa fram til bjartari tima í atvinnumálum og upp- byggingu allrí. Og um leiö og þeir fá nú í hendur ný tæki aö starfa meö og skip aö sækja sjó. þá ættu þeir aö senda á sextugt djúp sunduriyndis- fjandann." Þessi samantekt er orðin ærið löng. Ekki dylst heldur, að ýmsum spurningum er ósvarað. Menn hafa varpað fram þeirri hugmynd að opinber rannsóknar- nefnd taki þá sögu, sem reynt hefur verið að segja I þessum greinum, til meðferðar. Líklega er óhætt að taka undir þá hug- mynd. -ÓV. Takið eftir! Rýmingarsala hjá Hofi vegna flutnings. Mikill afsláttur af öllum vörum. ^ Þingholtsstræti 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.