Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 10
10 l)A(iHI.AÐH). MH)VIKl'DAíilJK 8. DKSPiMBER 1976 !' ‘ÉBUWB frfálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðið hf. Framkvænulastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjansson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingolfsdottir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Johanna Birgisdóttir, Katrín Palsdottir, Kristin Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Svoinn Þormóðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Siðumula 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, simi 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Nýir menn á gömlum grunni Þrátt fyrir fjölda nýrra and- lita í miðstjórn Alþýðusam- bands íslands, er sennilegt, að stefna sambandsins verði svip- uð því, sem verið hefur. Að grunni til hélt velli hin fyrri skipan mála, þótt ýmsar til- færslur værugerðar til samkomulags við óánægð öfl á þingi sambandsins. Kröfurnar um fleiri fulltrúa láglaunafólks í miðstjórn báru nokkurn árangur. í hinni nýju miðstjórn eru heldur fleiri fulltrúar verka- manna, vezlunarmanna og iðnverkafólks en voru í hinni fyrri og um leið færri fulltrúar hinna iðnlærðu manna, sem yfirleitt njóta mun betri kjara. Hugsanlegt er, að óeölilega mikið vægi fulltrúa byggingariðnaðarins í miðstjórn Alþýðusambandsins hafi haft áhrif á kjara baráttu síðasta áratugs. Á þessum tíma hafa hátekjumenn í sambandinu treyst stöðu sína, sumpart á kostnað láglaunafólks. Horfur eru á, að hin nýja miðstjórn breyti þessu og gæti hagsmuna láglaunafólks tiltölulega betur en gert hefur verið oft áður. Lítill árangur náðist í baráttunni gegn því kerfi þjóöstjórnar, sem ríkt hefur í miðstjórn Alþýðusambandsins. Stuðningsmenn allra flokka komust í miðstjórn. Alþýðubandalags- menn unnu þó eitt sæti af sjálfstæðismönnum. Má líta á þessa breytingu sem tilraun til að sætta hina svokölluðu ,,órólegu deild“ Alþýðubandalagsins við hina umdeildu sátta- stefnu stjórnmálaskoöana í miðstjórninni. Atkvæðagreiðslan um miðstjórnarmenn sýndi, að meirihluti fulltrúa var trúr sátta- stefnunni. Sjálfstæðismenn hlutu setu í miðstjórn á töluvert meira en helmingi at- kvæða, þótt þeir væru ekki taldir vera nema um fjóröungur fulltrúa. Þeir hafa því farió inn á atkvæðum fulltrúa, sem styðja aðra stjórn- málaflokka. Alþýðusambandinu er mikill styrkur að því aö geta haldið þjóðstjórnarstefnunni, þótt í nokkuð breyttum hlutföllum sé. Alltaf er hættulegt, ef þarna myndast flokkspólitískar stjórnir, sem taka flokkspólitíska afstöðu til ríkisstjórnar og kjaramála. Fagleg einnig er til þess fallin að styrkja stöðu sambandsins gagn- vart ríkinu og viðsemjendum launþega. Að sjálfsögðu þarf að sætta ýmis ólík sjónar- mið í þjóðstjórn. En ekki verður betur séð en það hafi lánazt sæmilega í miðstjórn Alþýðusambandsins á undanförnum árum og eigi að geta lánazt sæmilega hér eftir, þegar ýfingar sambandsþingsins hafa fallið í skugg- ann. Það tekur sinn tíma að koma í ljós, hvort þessi bjartsýni á rétt á sér. Meira en helmingur miðstjórnarmanna er nýr á þeim vettvangi, þótt topparnir séu hinir sömu og áður. Þetta er mikil endurnýjun á aðeins einu þingi og getur að sjálfsögðu haft í för með sér breytingar, sem erfitt er að spá um núna, þótt stjórnkerfió hvíli í stórum dráttum á fyrra grunni. Menn munu fylgjast spenntir með fyrstu skrefum hinnar nýkjörnu miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands, enda er þar um að ræða eina af valdamestu stofnunum þjóðfélagsins. STYRJALDIR OG VEÐURFAR — sovézkur vísindamaður, E. Fjodorof, sem sætí á í sovézku vísindaakademíunni, hefur tekið þátt í störfum alþjóðlegrar nefndar, er kannar áhrif styrjalda á veðurfar. Hér er útdráttur úr grein, sem hann hefur nýverið skrifað. Alkunna er að ýmislegt það sem maðurinn aðhefst hefur neikvæð áhrif á umhverfið og hindrar skynsamlega nýtingu auðlinda. Þetta á t.d. við um styr.jaldir og allt sem þeim fylgir. Vígbúnaðarkapphlaupið og annar stríðsundirbúningur gleypir óheyrilegar fjárupp- hæðir, náttúruauðæfi og þar að auki tíma og orku rúmlega 20 milljóna manna, sem stunda herþjónustu í heiminum og annarra 100 milljóna, sem starfa að hergagnaframleiðslu. A.m.k. helmingurinn af starfi vísindamanna í öllum löndum er fólginn í rannsóknum sem miða að lausn á hernaðarlegum vandamálum. Jafnvel undirbúningur styrj- alda hefur mjög neikvæð áhrif á umhverfið. Styrjaldarmengun Margir vísindamenn og stjórnmálamenn á Vesturlönd- um veita stöðuga ath.vgli þeirri. mengun umhverfisins sem stafar af iðnaði, en meirihluti þeirra gefur ekki gaum sem skyldi þeirri mengun sem st.vrj- aldir, stríðsundirbúningur, her- gagnaiðnaður og vígbúnaðar kapphlaup valda. Engu að siður er hér um mikilvægt mál að ræða. Allir þekkja afleiðingarnar af tilraunum með kjarnorku- vopn. Vitað er einnig, að notkun kjarnorkuvopna i heimsstyrjöld myndi leiða til róttækra og sennilega varan- legra breytinga á ástandi um- hverfisins, ekki aðeins í þeim löndum sem taka þátt í stríð- inu, heldur að öllum líkindum á jörðinni allri. Stríð Bandaríkjamanna í Víet nam leiddi í ljós að jafnvel án notkunar kjarnorkuvopna hafa hernaðaraðgerðir vistfræði-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.