Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 11
I> \*.I; 1 \t)lt> \l lt)\’ 1Kl'!).\(:l'K S. DKSKMBKK 1 «7« U'«ar at'loirtiiiKar scni oru sam- Uærilo.uar virt afli'irtinnar s.jálfra ln'rnaOarartut'nfanna. Kn hufímyndir um hornaðar- lt'na notkun á ofnum som hafa áhrif á umhvorfið. ()fi j)á oinkum á voðrið. komu fram miklu fyrr. Gerviúrkoma A árunum 1946-1947 birtust i visindaritum sefnum út i Bandaríkjunum fyrstu upp- lýsinfiar um fróðlegar ofj áranfiursríkar tiraunir tueð íterviúrkomu. í Sovétríkjunum of> Þýzkalandi höfðu slíkar til- raunir verið gerðar þefjar fyrir seinni heimsstyrjöldina, en árangur þeirra varð ekki annar en sá að sýna fram á tæknileg- an möguleika þess að hafa áhrif á skýin á þennan hátt. Banda- rísku vísindamennirnir notuðu árangursrík meðul til að örva kristallamyndun kaldra skýja, efni eins og fasta kolsýru og joðsilfur, og tókst þeim að fá fram áþreifanlegan snjó og rigningu á svæðum sem náðu vfir hundruð ferkm. Þessi árangur var ánægju- legur og mikilvægur, þótt enn væri málið á byrjunarstigi. en upp úr þessu hófst mikið rann- sóknarstarf í mörgum löndum. En sumum aðilum í Bandaríkj- unum þótti sem endanleg lausn væri fundin á þessu máli. Fvrir- tæki sem tóku að sér að fram- leiða rigningu á ákveðnum svæðum spruttu upp eins og gorkúlur. Annars konar hug myndir sáu einnig dagsins ljós. Þannig gerði prófessor Wider við Cornell-háskóla það að , tillögu sinni árið 1950, að sérstök tæki yrðu sett upp á skipum á Atlantshafi sem hindruðu úrkomu í kommún- istalöndunum". Hann lagði til að úrkoman í Evrópu og Asíu vrði minnkuð um 50% og þannig komið á þurrkum. A fundi sovézkra og banda- rískra vísindamanna, viðskipta- manna og stjórnmálamanna i Dartmouth i desember 1972 höfðu bandarísku vísindamenn- irnir frumkvæði aó því að tekin vrði til umræðu gerð alþjóðlegs samkomulags um bann við notkun á efnutn sem hafa áhrif á umhverfið í hernaðarlegum tilgangi. Sovézkir þátttakendur fundarins tóku undir þessa til- lögu. í febrúar 1973 samþykkti Öldungadeild Bandaríkjaþings áskorun til ríkisstjórnarinnar um að gera tillögu um slíkt alþjóðlegt samkomulag. En við þeirri áskorun varð stjórnin ekki fvrr en í febrúar 1974. Dœmið um „Ho Chi Minh-stíginn“ Ástæðan fyrir þessari töf var ætlun Pentagons að nota slík meðul í stríði. Og Pentagon lét ekki sitja við orðin tóm. Hernaðarsérfræðingar hafa staðfest að bandaríski herinn stundaði tilraunastarfsemi með gerviúrkomu í sex ár í stríðinu í Indókína, og eyddi í þessa starf- semi tugum milljóna dollara. Markmið tilraunanna var að lengja flóðatímann á moldar- vegunum sem þekktir voru undir nafninu „Ho Chi Minh- stígurinn". Fulltrúar hersins töldu aó með þessum aðgerðum hefði tekizt að auka rigninguna. Vafa samt er að þessar tilraunir hafi getað valdið þýðingarmiklum breytingum á veðurfarinu, svo sem eins og 20—30% aukningu á úrkomu á stórum svæðum. En telja verður mögulcgt að tekizt hafi að auka úrkomuna um 10—15%) á tiltölulega litlu svæði (nokkur þúsund ferkm). Vísindin notuð í þógu hernaðar Erfitt er að gera sér í hugarlund alla þá nýju mögu- leika, sem tækni- og vísindaþró- unin opnar okkur án afláts. En dapurleg reynsla sýnir okkur að í fortíðinni hafa vísindaupp- ^ötvanir næstum alltaf verið notaðar til hernaðar, og hafa reyndar oft verið gerðar meðan unnið var að lausn hernaðar- legra verkefna. Á þetta verður að binda enda, ef við á annað borð viljum komast hjá alvar- legri kreppu eða jafnvel hruni siðmenningar nútímans. r ii \ Island Hvers vegna er láglaunaland? Menn ræða nú oft um þann mikla mun sem er á launum á íslandi og ýmsum V- Evrópulöndum Oft er tnlað um að kaup sé tvö- þrefalt hærra þar. Margir eru vantrú- aðir á þetta eða halda að vöru- verð og/eða skattar vegi þann mun upp að meira eða minna leyti. Eftir að hafa hlustað á þáttinn um vöruverð í Englandi á dögunum er mönnum ljóst að verðlag erlendis breikkar enn það bil, sem er á lífskjörum þar og hér á landi. Nú eru þjóðar- tekjur á mann hér á landi taldar einhverjar þær hæstu í heimi, aðeins örfáar þjóðir hafa hærri meðaltekjur á mann. Þarna er þverstæða, sem aldrei hefur fengizt viðhlitandi skýring á. Meginástæðan er einfaldlega sú að íslenzkt þjóðfélag er frá- munalega illa rekið. Ber þar margt til. Hin hrikalega verð- bólga hefur skekkt allt mat á raunverulegum verðmætum og hvaða hlutir séu arðbærir og hverjir ekki. Almenningur reynir að verjast rýrnun pen- inganna með því að fjárfesta í húsnæði, það skapar svo falska eftirspurn eftir húsnæði og æ meiri gæðum á íbúðarhúsnæði. Atvinnurekendur fjárfesta gáleysislega í lítt arðbærum framkvæmdum, sem verða arð- bærar með hjálp ódýrs fjár- V magns. Við þetta bætist hrika- leg pólitísk spilling, sem er nú síðustu árin orðinn hreinn hrunadans. Uppbygging lands- byggðarinnar er orðin eins konar allsherjar dulnefni og af- sökun á ótrúlegri ævintýra- mennsku í opinberum fram- kvæmdum. Ofan á þetta allt er velferðar- þjóðfélagið alveg að sliga þjóðina. Skólakerfið og heil- brigðisþjónustan er eins og púkinn á fjósbitanum, sem óx því meir sem fleiri blótsyrði féllu. Burtséð frá nauðsyn þess- ara þátta er einskis aðhalds gætt og er það sannfæring min að þar mætti spara ótaldar upp- hæðir jafnframt því sem þjón- ustuna og skipulagninguna mætti stórbæta og gera virkari. Síðast en ekki sízt er ríkis- báknið að ríða þjóðinni á slig og virðist ekkert lát á vexti þess. Það flögrar stundum að manni, hvort ekki sé samband á milli fjölgunar kandidata i mörgum fögum og aukins mannafla hjá ríkisbákninu. Enn má nefna skipulagsleysi í flestum atvinnugreinum og mætti skrifa þar um langt mál. Er þar bæði um rekstur eldri fyrirtækja, val á nýjum og upp- bygging þeirra. Ýmis ævintýra- pólitík hefur gert vart við sig bæði í sambandi við nýstofnuð fyrirtæki og þau sem eru í upp- Kjallarinn Haraldur Ellingsen siglingu. Mikið hefur verið rætt um íslenzkan landbúnað að undanförnu og þá miklu styrkjapólitik, sem þar hefur verið rekin og virðast flestir sammála að þar mætti flest færa til b’etri vegar en ekki hefur bólað á efndum. Ekki má gleyma garminum honum Katli, en það er upp- bygging raforkumála. Spakur maður sagði um árið, þegar Búrfellsvirkjun tók til staría, að það virtist ætla að veröa svo. að rafmagnið yrði þuim mun dýrara sem meira yrði virk.jað af hagkvæmum virkjunum. Þetta er nú að verða blákaldur veruleiki, því miður. Öll þjöðin verður brátt að taka á sig af- leiðingar Kröfluævintýrisins. Bara að hún standist það áfall ofan á allt sem á undan var gengið. Að lokum má nefna verzlun- ina. Nú er orðið ljóst að inn- flytjendur skammta sér álagn- inguna sjálfir hvað sem öllum verðlagsákvæðum líður, virðist enn í fullu gildi það sem Lax- ness skrifaði forðum daga um þá ágætu stétt og margir sem það lásu héldu að væri hót- iyndni. íjmásalar og flestir aðrir atvinnurekendur, smáir og stórir, virðast geta sloppið vel frá skattheimtu og þar með haft hærri tekjur til ráðstöf- unar en ella. Þar með leggjast skattarnir með heljarþunga á launafólk. I stuttu máli er þjóðfélagið frámunalega illa rekið. í hvert sinn, sem ráðizt er í fram- kvæmdir, sem ekki eru þjóð- hagslega hagkvæmar, er verið að svipta þjóðina tekjumögu- leikum í bráð og lengd. Þetta er ástæðan íyrir því að launafólk fær aðeins helminginn af þeim tekjum, sem það gæti og ætti að hafa. En ekki má gleyma því að í löndum þar sem velmegun er meiri eru gerðar meiri kröfur til launafólks bæði hvað varðar afköst og stundvísi, svo þar er einnig verk að vinna fyrir ís- lenzka launþega. Ilaraldur Ellingsen viðskiptafræðingur. Auðlindaskattur á sjávarútveg Veiðileyfi til handa hverjum sjómanni á kr. 1-2 milljónir \ Allir aðrir en þeir, sem til þess eru kjörnir, hafa ráð undir hverju rifi. til þess að leysa íslensk efnahagsvandamál. Meðal þess nýjasta í þessum efnum er að skatta islenskan sjávarútveg um 5-10 milljarða á ári með sölu veiðileyfa þ.e. ein til tvær milljónir á hvern sjómann í landinu. Fénu skal varið til uppb.vggingar íslensks iðnaðar. Ætli einhverjum lax- veiðimanni hafi dottið þetta snjallræði í hug, þegar hann var að borga bónda veiðileyfi í einhverri ánni? Mér kæmi ekki á óvart að óbreyttu, þó þróun þessara mála yrði sú, með vanmati á störfum sjómanna, að sá timi gæti komið að borga þyrfti af almannafé hverjum sjómanni aukalega milljón á ári ef hann fengist til að draga fisk úr sjó, en ekki öfugt. Eg er hissa á því að enginn útvegsmaður eða sjómaður, skuli hafa gagnrýnt þessa hugmynd um auðlindaskatt, en kannski er það vegna þess, hversu fáránlog hún or. og menn hafi tekiöþotlasem hvert annað grin, sem þao reyndar er. Postuli þessarar hugmyndar mun vera Kristján Friðriksson, og var hann lengi einn um þotta.. En nú viröist þessi kenning vera farin að bera ávöxt, samanber forustugrein i Dag- blaðinu 25. nóv. þ.á. eftir Jónas Kristjánsson. með yfirskrift „Tvii góð ráð ódýr". Að skora bændur við trog olnahagsloga og láta s.jómonn greiöa 5 til 10 milljarða á ári fyrir voiðilo.vfi. „Þossar tvær aðgorðir valda okki aðoins l.ogri sköttuin og luerri tokjuin almennings. Þær gera atvinnulífið straum- línulagðara og hæfara til að standa undir hátekjuþjóð- félagi hér á landi." Þannig lýkur ritstjórinn forustugrein sinni. Hvað yrði svo um skatt- pening þennan? Jú, fénu yrði safnað saman til Reykjavíkur. Það, sem ekki færi í kostnað við að telja aurana og gefa út leyfis bréfin, deildist til þeirra, sem stofna vildu til sælgætisverk- smiðju eða því um líkt. og þá fyrst og fremst í Reykjavík. Nú væri freistandi fyrir þessa auðlindaskatts kenni- menn að koma hugsjón sinni í framkvæmd með því að fá ríkis- stjórnina til þess að slá Seðla- bankann um nokkur hundruð milljónir til bráðabirgða, sem svo greiddust með innheimtum auðlindaskatti síðar, og koma til móts við fólkið á Bíldudal og Ölafsvík, sem er nú í nokkrum vanda, en sér ekkert nema sjófang sér til bjargar. Reynandi væri að koma upp sokkaverksmiðju á Bíldudal og glerverksmiðju á Ólafsvík, og sjá hvort ekki tækist að venja þetta fólk af því að þykja fisklyktin góð og minna á peninga. Þeir vísu menn ætla að leysa allan vanda með nýjum og endurbættum iðnaði. En þeir gleyma því, að á meðan Sjálfs- stæðisílokkurinn ræður ríkjum í landinu með sjónarmið stór- kaupmanna að leiðarljósi innan flokksins, verður enginn veru- legur iðnaður á íslandi. Innlondur iðnaður og iðja er andstætt hagsmunum stórkaup- manna. hvcrnig sem á málið ér liiið. Moðal annars og vegna valda kaupmann í landinu, gongur Kjallarinn Ólafur Á. Kristjánsson iðnþróun svo hægt, sem raun er á, t.d. þegar iðnrekendur létu fleka sig til að samþykkja, að fsland gengi í EFTA. Iðnaður mundi vart þrífast hér á landi að nokkru gagni. nema með tollvernd eða höftum, að minnsta kosti fyrstu árin. Ef íslenskt iðnf.vrirtæki selur úr landi fyrir nokkrar krónur. er það blásið út i fjölmiðlum með hávaða og gauragangi. En smáfiskiþorp úti á lands- b.vggðinni eins og Raufarhöfn flytur út fiskafurðir fvrir meira en eina milljón á hvert mannsbarn í þorpinu. Það er sama og Reykjavík flytti út á ári fyrir 100 milljarða. ef höfuðtala er notuð i viðmiðun. Þö islenskur sjávarútvegur hafi komist í nokkra kegð und- anfarin ár. vegna rányrkju út- lendinga hér við land rofar nú til i þeim efmnn. Það veJtur þó á þvi. að vald- hafar landsins þekki sinn vitjunartíma, og glopri ekki úr höndum sér því, sem þegar hefir áunnizt, fyrst og fremst fyrir þrýsting frá almenningi, að Islendingar fái einir að njóta þeirra auðlinda, sem í sjónum felast í kringum land- ið. Ef svo verður, eru bjartir tímar íramundan á íslandi. Nú þegar gefur síldin af sér 2 milljarða með þvi að dýfa nokkrum netum í sjó skamman tímá. Utlit er fyrir að loðnuveiði verði framvegis stlinduð áralangt með góðum árangri. Trúlega verður kol- munni veiddur í stórum stíl á næstu árum og mar-gt fleira kemur til greina. Allt þeta bætist við hefðbundnar veiðar á öðrum fiskitegundum, sem aukast munu ár frá ári, þegar við erum lausir við útlendingana. og markaður er óþrjótandi fvrir fiskafurðir. Jafnhliða kemur að því fyrr eða síðar. að fiskafurðir verði nýttar sem hráefni til iðnaðar og aukins verðmætis. Sjávarþorp í kringum landið verða að blómlegum bæ.jum. samanber Köl'n i Hornafirði. Auðlindaskattsinnheimtu- menn sk.vldu snúa sér ann- að on til sjömannanna með 'tollheiutu sina. t.d. kaupmanna og annarra. som fást við „viðskipti". því eftir höllum þeirra heima og heiman að dæma. virðast þeir hafa úr nokkru að spila. og mundi litið muna um að borga eina til tvær milljónir á ári í auölindaskatt (Auðlind fyrir þá er almenn- ingur). Knda virðast þeir fara vel út úr annarri skattheimtu. Olafur .V. Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.