Dagblaðið - 20.12.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 20.12.1976, Blaðsíða 2
DAC.BLAÐIÐ. MANIIDAGUR 20. DESEMBER 1976. Tillitsleysi vegfarenda til háborinnar skammar — réttu ekki slasaðri konu litlafingur til hjálpar Ólafur Ólafsson skrifar: „Nú fyrir skömmu las ég srein í blaði þar sem sagt var frá könnun nemenda eins menntasKoians á viðbrögoum al- mennings, þegar fólk í miðbæ Reykjavíkur verður fyrir: áreitni einhvers óþjóðalýðs. 1 K0I INI IR cc A Ljóst leður Kr. 8450 Ljóst leður Kr. 8450 Það sem þar Kom fram bar þess glögg merki að ekki er nú land- anum annt um náunga sína. Þó þessi grein hafi ekki haft mikil áhrif á mig, þá rifjaðist þetta upp fyrir mér þegar at- vik, sem átti sér stað fyrir skömmu, snerti mig persónu- lega. Mig langar til að lýsa þessu atviki, en vil jafnframt geta þess, að þessi skrif eru alls ekki ádeila né árás á neinn einstak- an aðila. Þann 30. nóvember sl. tóku kona mín og dóttir, sem er á þriðja ári.sér far með strætis- vagni, einu sinni sem oftar. Ferðinni var heitið á Lands- spítalann í heimsókn. Mjög ■ margt fólk var í vagninum þeg- ar þær komu inn í hann, en laust sæti fremst og settust þær þar. Þegar kemur að þeirri bið- stöð sem mæðgurnar ætluðu úr, biður konan vagnstjórann að hleypa þeim út að framan. Var það auðsótt og opnaði hann strax framhurðina. Konan tekur barnið upp og ætlar út. •Vill þá svo illa til að hún féll við og skiptir það engum togum að hún fellur út úr vagninum með barnið í fanginu og hafna þær á freðinni jörðinni. Konan kenndi þá strax mikils sársauka' í fæti og annarri hendi og gat ekki staðið upp strax. Nú hefði margur ætlað að t.d. vagn- stjórinn, sem horfði á þær detta eða jafnvel einhver far- þeganna, en þeir voru margir í vagninum eins og áður er getið, hefði nú farið út og boðið aðstoð og þá kannski ekki sízt vegna þess að konan er barns- hafandi og dylst það engum sem sér hana. En það var ekki svo gott. ENGINN , ekki nokk- ur sála. bauðst til að aðstoða konuna. Vagnstjórinn virti þær fyrir sér liggjandi á jörðinni, barnið að sjálfsögðu hágrát- andi, og ók siðan af stað. Kona ein stóð við biðstöðina, sennilega að bíða eftir öðrum vagni. Hún rétt gaut augunum 'að mæðgunum.en skipti sér síðan ekkert af þeim, hefur lík- lega hugsað sem svo, að þetta kæmi henni nú ekki mikið við. Eftir góða stund tókst konunni að komast á fætur og komst hún upp á Landsspítala þar sem saumaður var saman allstór skurður á fæti hennar. Sér mikið á fæti hennar frá hné og niður að ökkla. Önnur hendin var mikið marin og hafði blætt inn á vöðva. Föt konunnar voru mjög mikið skemmd. Telpan hefur ekki fengizt til að stíga upp í strætisvagn síðan þetta gerðist. En sem sagt — ung barnshaf- andi kona með annað barn í fanginu lá slösuð fyrir utan strætisvagn fullan af fólki og engin rétti svo mikið sem liya- fingur til hjálpar. Þetta er heldur mikið af því góða, eða hitt þó heldur. Ef hugsunar- hátturinn er svona.þá er ekki von að vel fari. BÓKA- 0G RITFANGAVERZLUN ARNARVAL ARNARBAKKA 2 — BREIÐHOLTI Það er ekkert sældarbrauð að stunda sjúkraflug á íslandi Bjarni Jónasson, Vestmanna- eyjum skrifar: Ég get ekki stillt mig um að leggja orð í belg vegna skrifa konu að norðan í DB 10. des. sl. Ég get tekið uncLir orðJEinars Helgasonar hjá F.í. Það er vel sloppið að borga fjórfalt sætagjald fyrir að flytja sjúkra- körfu, en hitt er svo annað má) að það er fyrir neðan allar hellur að flytja fólk í vörulest, enda tekur Einar Helgason fram í svari sínu að F.í. annisl að jafnaði ekki sjúkraflug. Hvers vegna var sjúkling- urinn þá fluttur með F.I. en ekki með þeim flugvélum sero keyptar hafa verið og ert reknar i beim tilgangi að flytja sjúka menn og slasaða? Það get ég sagt konunni að norðan, Það er gert í sparnaðarskyni, Jiyurl- sem aðstandendur eða lækrrir hins sjúka hafa ráðié þyi. Sjúkraflug t.d. milli Akureyrar og Reykjavíkur, kostar nefnilega 40-60 þúsund kr. en sjúkrasamlög borga yfir- leitt 75%. Það hefur ekki farið fram hjá mér að reynt hefur verið að sneiða hjá þeira aðilum, sem annast sjúkraflug með því að læða sjúklingnum í vörulest hjá F.í. eða að sníkj; flutninginn hjá varnarliðinu oj láta ameríska skattborgar; blæða. Það hefur vakið undrur mína að varnarliðið og Slysa varnarfélag tslands virðast bóka öll sjúkraflug sem björgun mannslífa eða nánai tiltekið 116 á fimm árum eða 2,6 á mánuði. Þó að flugvélar mínar hafi farið í tæplega 100 sjúkraflug síðan í maí 1973 treysti ég mér ekki til að fullyrða að mannslífum hafi verið bjargað. Það má ekki taka orð mín svo að ég se' að gera lítið úr björgunarstörfum varnarliðsins hér á landi, t.d. mun mér seiru gleymast þegar björgunars’ eitin, með hinum góða búraði sínum og vel- þjálfaða liði, bjargaði flug- manni iir sjónum við Viðey eftir að hann hafði nauðlent flugvél sinni þar, eða þegar sveitin náði þremur félögum úr Hjálparsveit skáta í Vest- mannae.vjum upp úr jökul- sprungu. Nú langar mig að skýra konu að norðan frá við- skiptum mínum við Sjúkrasam- lag Revkjavíkur. 19. febr. 1975 var roskinn maður, sem ekki hefur haft Bækur — Ritföng — Leikföng — Ljósmyndavörur — Jóiaskraut <OLi.irJ—1jy~ í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.