Dagblaðið - 20.12.1976, Síða 11

Dagblaðið - 20.12.1976, Síða 11
DACiBl.AÐIÐ. M ANUDACUH 20. DESEMBER 1976. Bukovsky og Corvalan njóta nýfengins frelsis: ÞJÓÐHÖFÐINGJAMÓTTÖKUR FYRIR CORVALAN í MOSKVU — Bukovsky hyggst fara á skóla í Hollandi sovézkum f'angelsum,, þrælkun- arbúðum og geðsjúkrahúsum. Chileanski kommúnistinn Luis Corvalan mun í dag í fyrsta sinn korna fram opinber- lega eftir að stjórnir Sovétríkjanna og Chile skiptust á pólitískum föngum fvrir helgina. í stað Corvalans létu Rússar lausan andófs- manninn Vladimir Bukovsk.v, sem verið hefur fangelsaður um nokkurra ára skeið. Corvalan, sem er sextugur, fyrrum blaðamaður og kennari fór flugleiðis til Sovétríkjanna frá Zúrich á laugardaginn, raunar með sömu flugvél og1 hafði flutt Bukovsky til Sviss frá Sovétríkjunum. Bukovsky er 33 ára. Haft er eftir Chileönskum heimildarmönnum i Moskvu, að Corvalan verði fagnað eins og þjóðhetju þegar hann kemur á fyrirmannaflugvöllinn í Moskvu Þar tekur Leonid Bréznev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins á móti honum. Chileönsku heimildar- mennirnir gera sér góðar vonir um að þúsundir manna muni verða á götum úti er Corvalan ekur inn i horgina, eða svipaðar móttökur og hafðar eru við þjóðhöfðingja og þjóðhetjur. Frá Zúrich berast þær fréttir, að Vladimir Bukovksy hyggist dveljast í Sviss í a.rn.k vikutíma, en síðan hefja nám í Hollandi, þar sem mannréttindasamtök börðust hatrammri baráttu fyrir þvi að hann yrði látinn laus. Bukovsky reynir nú að venjast frelsinu eftir ellefu ár í Hann hefur verið við nám í líffræði og hyggst halda því á- fram á Vesturlöndum. Viðbrögð við þessum fanga- skiptum hafa verið nokkuð mis- jöfn, sýnist sumum hættulegt fordæmi að verzla með fólk, en öðrum að um sé að ræða raunsætt mat á stöðunni sem blasir við. Afmælisrnynd af Breznev sjötugum ásamt barnabarni sinu Aðstoðum við val á jólagjöf konunnar. Komið og fáið góða þjónustu. Verzlunin MADAM Glæsibæ - Sími 83210 Mikið um dýrðir hjá Brezhnev á sjötugsafmælinu — Corvalan einn heiðursgestanna Leonid Brezhnev flokks- leiðtogi hélt upp á sjötugsaf- mæli sitt í Moskvu í gær og að sögn fréttamanna, hefur ekki verið svo mikið um dýrðir við svipuð tækifæri síðan Stalín leið. Fjöldi frarnmámanna kommúnistaflokka um allan heim, var viðstaddur hátíða- höldin, allir þjóðarleiðtogar Varsjárbandalagsríkja, auk Kúbu og Mongolíu og færðu honum dýrar gjafir og kveðjur þjóða sinna. Þá var Luis Corcalan, for- maður kommúnistaflokks Chile einn heiðursgesta, en hann kom til Moskvu seint á laugardags- kvöldið, eftir að hafa verið látinn laus í skiptum fyrir sovézka andófsmanninn Vladimir Bukovsk.v á föstu- daginn. Bið Gilmores hefst á ný — hótar enn sjálfsmorði Erlendar fréttir Hinn dauðadæmdi morðingi Cary Gilmore hefur verið fluttur af sjúkrahúsi i borginni Salt Lake City í Utah-fylki, til fangelsis þar sem hann verður látinn dúsa, unz hann verður tekinn af lífi 17. janúar n.k. REUTER Gilmore var fluttur í skyndi á Sjúkrahús nú fvrir helgina, eftir að hann hafði reynt að fremja sjálfsmorð í annað sinn. Að sögn talsmanna fangelsisins er ekki hægt að útiloka þann mögulcika að Gilmore takist að komast yfir l.vf til þess að reyna sjálfsmorð í þriðja sinn, því erfitt sé að hafa gætur á honum allan sólarhringinn. Auk þess, njóti málstaður hans samúðar meðal samfanga hans og starfsfólks fang- elsisins. Saumavélin sem gerir alla saumavinnu einfalda er NECCHILYDIA 3 erfullkomin sjálfvirk saumavélmeðfríum armi. NECCHIL YDIA 3 er sérlega auðveld í notkun. Með aðeins einum takka má velja um 17 mismunandi sporgerðir. ss NECCHILYDIA 3mánotaviðaðsauma, falda, þrceða, festaátölur, gerahnappagötogskrautsaum auk sauma sem henta öllum nýtízku teygjuefnum. NECCHI LYDIA 3 vegur aðeins um 11 kg með tösktt og fylgihlutum, og er því einkar meðfarileg í geymslu og flutningi. NECCHI L YDIA 3 fylgir fullkominn íslenzkur leiðarvísir. 40 ára reynsla NECCHI á íslenzkum markaði tryggir góða varahluta- og viðgerðaþjónustu. Góð greiðslukjör - hal/lr' Fást einnig víða um land. NECCHIL YDIA 3 kostar aðeins kr. 55.875, - /kvf(l(ing /feynsla ÞjOnuStr Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.