Dagblaðið - 20.12.1976, Síða 12

Dagblaðið - 20.12.1976, Síða 12
12 WBIAÐW frfálst, áháð datfblað Útgefandi Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýösdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60{)kr. eintakiö. Ritstjórn Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Þverholti-2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Grjótkast á Paradísareyju Einstaklega skrítinn maður er þessi Kristján Pétursson, sem sífellt er að kasta grjóti í spegil- slétt vötn þessarar Paradísareyj- ar, sem við búum á. Slíkur maður, sem kann ekki einu sinni að verja frítíma sínum, getur varla verið með sjálfum sér. Hvernig væri nú, að Kristján færi að verja frítíma sínum til lesturs fagurra bókmennta um einstakt manngildi landans og framúrskarandi lýðræðishefðir réttarríkis okk- ar? Og hvernig væri nú, að hann færi að læra utanað ljóð og ferskeytlur höfuðskáldanna til að verða viðræðuhæfur í leynifélögum fram- sóknarmanna úr öllum flokkum. í slíkum félögum gæti Kristján lært góða siði í umgengni við dómara, bankastjóra, þjóðar- leiðtoga og aðra riddara fálkaorðunnar. Það væri ólíkt fegurri iðja en að sitja fyrir heiðurs- mönnum suður með sjó, bara til þess að komast á prent hjá gróðafíknum og öfugsnúnum sorp- blaðamönnum Dagblaðsins. í framhaldi af slíkri siðvæðingu mætti leyfa honum að taka þátt í fínasta spili þjóðarinnar, gjöfum verðbólgunnar, með siðprúðum stjórn- málamönnum, heiðursmönnum og banka- stjórum. Stundum eru gjafir verðbólgunnar spilaðar á þann hátt, að þú kaupir fjárskuldbindingar með afföllum og selur þær síðan lánastofnun á nafnvirði. Stundum eru þær svo spilaðar á þann hátt, að þú færð lán í banka til að kaupa steypu og endurgreiðir svo lánið löngu síðar með litlum og verðbólgurýrðum krónum. Slíkir leikir eru löglegir og stuðla mjög að andlegu jafnvægi og traustum fjárhag beztu sona þjóðarinnar. Þeir gera stjórnmálaflokkum kleift að einbeita kröftunum að uppbyggingu göfugs * menningarþjóðfélags á Paradísar- eyjunni. Þeir stuðla líka mjög að gagnkvæmum skilningi, friði og vináttu þeirra, sem axlað hafa hina þungu byrði stjórnmálanna. Um síðir gæti Kristján ef til vill orðið vara- formaður í bankaráði og lánað húseigendum milljónir í þakklætisskyni fyrir lága húsaleigu og enga fyrirframgreiöslu. Það er alltaf gott fyrir sálina aö geta gert' eitt góðverk á dag og kannski tvö kraftaverk á dag. Þannig gæti Kristján lyft sér upp á hærra menningarstig og hætt að kúra í hraunum í kulda og trekki í bið eftir leigubílum og með lágkúrulegar handtökuheimildir í vasanum., Það er enginn furða þótt framsóknardómarar úr öllum flokkum grípi fram fyrir hendurnar á slíkum mönnum. Kristján þarf að læra, að á Paradísareyjunni er ekki til siðs að ónáða heiðursmenn. Á slíkri eyju þarf hann ekki að grafa eftir sorpi, því að það er alls ekki til í fyrirmyndarríki lýðræðis- hefðar. Þetta er sko ekkert lögregluríki! HACBI.AÐIÐ, MÁNIIIlAOIIR 20. DESRMBER 1970. Boris Bannov, fréttaskýrandi, ræðir hér stuttlega um landhelgismál Sovétmanna: „Sovétmenn færa út í 200mftur að gefnu fordæmi annarra þjóða" Fiskitorfa á flótta undan tog- ara getur forðaö sér ef hún er stödd innan tvö hundruð sjómílna frá sovéskri strönd. Nýjustu lögin sem nú eru geng- in í gildi i Sovétríkjunum um 200 sjómílna landhelgina haf-a í för með sér ýmis óþægindi fyrir sjómenn. Þeir geta fengið allt upp í 100.000 rúblna sekt, eiga á hættu að afli og veiðarfæri verði gerð upptæk. Allt þetta getur gerst ef menn brjóta í bága við samþykkt sovésku ríkisstjórnarinnar um „tíma- bundnar ráðstafanir til verndar fiskistofnum og til eftirlits með fiskveiðum í hafinu meðfram ströndum Sovétríkjanna." Einn af sérfræðingum soveska utanríkisráðuneytisins, sem tók þátt í gerð laganna, sagði að erlendir sjómenn þyrftu ekkert að óttast ef þeir hefðu gert samning eða komist að samkomulagi við hlutaðeig- andi sovésk yfirvöld. Nýju lög- unum er ekki beint gegn fisk- veiðum. Þau eru ætluð til að hindra ofveiði. Þriðja hafréttarráðstefna SÞ vinnur nú að gerð samnings, sem á að leysa vandamál yfir- ráða yfir hafinu á þann hátt, að nái til allra landa. Hvers vegna hafa þá sovétmenn tekið sig til nú og lögleitt 200 mílna land- helgi? Þessi ráðstöfun er svar við aðgerðum annarra ríkja. Þeim ríkjum fer sífellt fjölgandi sem taka sér 200 mílna efnahags- eða fisk- veiðilögsögu án þess að bíða eftir niðurstöðum alþjóðlegu hafréttarráðstefnunnar. Þetta hafa Bandaríkjamenn gert. og einnig mörg þróunarríki i Rómönsku Ameríku. Asíu og Peningarnir og hjartalagið Það er heldur óskemmtilegt að setja sig niður og svara skrif- um á borð við kjallaragrein Jóns Aðalsteins Jónassonar í Dagblaðinu 13. desember og þjónar raunar engum tilgangi i þá átt að reyna að halda uppi alvarlegri umræðu á málefna- legum grundvelli um stöðu æskulýðsmála í Reykjavik. En þungamiðjan í grein Jóns Aðalsteins beinist að því að læða inn lúmskum grun um það í huga samborgaranna, að starfslið Æskulýðsráðs Reykja- víkur taki til sín greiðslur úr borgarsjóði langt umfrant ákvæði launasamninga. Þetta er aðferð í málflutningi, sem hel'tir svo sem sést áður en ein- hv.ern veginn hélt ég nú að for- maður Víkings væri yfir hana hafinn. 1 viðtalinu, sem haft var við Jón Aðalstein í Dagblað- inu í tilefni af opnun Bústaða, hélt hann þvi fram, að hjá Æskuiýðsráði væru 10—12 fast- ráðnir starfsmenn. Ég sagði honum, að þeir væru 7. Núna upplýsir hann, að „mannfjöld- inn" á skrifstofu ráðsins að Frí- kirkjuvegi 11 sé 6—7 manns, og að þeir skipti á milli sín rúmum 20 millj. króna i laun. Eg ætla ekki að leiða getum að þvi. á hvern hátt Jón Aðalsteinn kemst að sínum niðurstöðum. bendi honunt aðeins á. að í greinagerð með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarsjóðs Reykjavíkur árið 1977 er að finná upplýsingar unt öll

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.