Dagblaðið - 20.12.1976, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 20.12.1976, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1976. íþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Island vann orustu, en Danir styrjöldina! Danir sigruðu íslendinga í þriðja leik landanna 23-22 í gærkvöld og sigruðu því j tveimur leikjum Danskurinn er háll eins og áll í samskiptumviðislandinga á hand- knattleikssviðinu. Enn einu sinni runnu þeir úr greipum íslenzka landsliðsins í Laugardalshöll í gáerkvöld og sigruðu með eins marks mun, 23-22, — mun, sem svo auðvclt hefði átt að vera að komast hjá og breyta ísl. liðinu í hag. Leikurinn var æsi- spennandi —og stemmning gífur- leg i troðfullri höllinni, það svo, að þar lék allt á reiðiskjálfi lang- tímum saman. Það vantaði ekki stuðning áhorfenda — en það vantaði á köflum yfirvegun. ró. í leik islenzka liðsins. Yfirvegun til að ná sigri. sem var fyrir hendi — kunna að sigra. Það var margt, sem betur mátti fara í leik íslenzka liðsins. Hroðalegt fum og fat lokakafla f.h., þar sem hver skyndisóknin eftir aðra rann út í sandinn, en Danir gengu á lagið og skoruðu. Staðan breyttist síðustu 12. mín. hálfleiksins úr tveggja marka forustu 9-7, í tveggja marka forustu Dana, þegar að leikhléinu kom, 15-13. Þar lögðu Danir grunn að sigri sínum. Vörn ís- lenzka liðsins var oft slök — og þeir menn, sem pólski landsliðs- þjálfarinn segir eina kunna að Íeika vörn íslenzkra handknatt- leiksmanna, Þórarinn Ragnarsson og Þorbjörn Guðmundsson voru veikustu hlekkirnir. Meiri hluti marka Dana voru skoruð yfir þá á miðjunni, þar sem Ölafi Ben. markverði, var fyrirmunað að sjá knöttinn — framhjá þeim á miðj- unni, eða af línu á miðjunni. Skrítið að þar skyldi aldrei gerð breyting á varnarleiknum, eins og hann brást þar svo hroðalega — en frammistaða Þorbjörns er; skiljanleg. Hálffingurbrotinn; eftir sovétreisu. 1 öðrum tilfellum réðu íslenzku leikmennirnir ekki gangi mála—í tilfellum er sköpum skiptu. Geir Hallsteinsson skoraði tvö skínandi falleg mörk um miðjan síðari hálfleikinn, þar sem tauga- veiklaðir pólskir dómarar, flautuðu of fljótt. í fyrra tilfellinu var dæmt vítakast á Dani í stað marks Geirs —og Jón Karlsson brást í vítakastinu. Dæmigert, þegar dómara hafa orðið á hroðaleg mistök. í síðara tilfellinu aðeins dæmt aukakast á Dani. Hamingjudísin hlýtur að vera dönsk í viðureign tslands og Danmerkur. Inn á milli þessara atvika átti Jón stangarskot, Agúst brást í dauðafæri — og í stað þess að jafna skoruðu Danir. Héldu þar sínum þriggja marka mun. En það er ekki skömm að tapa fyrir þessu ágæta, danska liði. Síður en svo. Danir haía jöfnu liði á að skipa. Leika mun betri varnarleik en við — eiga fleiri góða skotmenn, og hafa meiri snerpu. Leika hraðar. En mér er sama hvað allir danskir blaða- menn segja — Danir eiga ekki leikmenn í sama gæðaflokki og þeir Björgvin Björgvinsson og (!eir Hallsteinsson eru. Þáltur Björgvins var frábær í f.h. og naut góðrar aðstoðar Ölafs Einarssonar. Björgvin skoraði þá þr jú mörk af línu eftir sendingar Ölafs. — P'iskaði þrjú víti, sem öll voru nýtt, og lék vörn Dana oft sundur og saman — já, þá sterku viirn. I síðari hálfleiknum, þegar Ölafur lék lítið sem ekkert með, skoraði Björgvin ekki mark af linu — fékk úr litlu að vinna — aðeins eitt mark úr hraðaupp- hlaupi. Geir sýndi frábæra leikni á kiiflum — leikni, sem enginn annar gat sýnt í leiknum. Ellefta mark fslands, sem Geir skoraði (sjá mynd) var gimsteinn. En pólsku dómararnir tóku af honum tvö stórfalleg mörk. Það skipti sköpum. Hamingjudísin er dönsk... Gangur leiksins Danir skoruðu fyrsta mark leiksins, Heine Sörensen eftir 3 mín. Ölafur Einarsson jafnaði og Jón Karlsson kom fslandi yfir 2—1, úr vítakasti (Björgvin). Danir jöfnuðu og allar jafnteflis- tölur mátti sjá upp í 6—6. Þá skoraði Island tvö mörk. Björgvin eftir línusendingu Ölafs — síðan Jón úr víti, sem Björgvin fiskaði. 8—6. Danir minnkuðu Tnuninn í 8—7. en Geir náði aftur tveggja marka forustu, 9—7. Danir jöfn- uðu í 9—9. Síðan var jafnt 10—10 og 11-11 og tslendingar á undan að skora. Danir komust yfir í ann- að sinn í leiknum, 12—13 á 23. min., en Björgvin jafnaði af línu. Danir komust yfir eftir að upp- lagt tækifæri íslands hafði verið misnotað. Ágúst jafnaði og síðan kom hvert tækifærið af öðru hjá íslenzku leikmönnunum. Misnot- uð og Danir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Þessi mistök í lokin voru dýr — og það eftir, að nær allar sóknarlotur íslands höfðu gengið upp áður. Svipað hjá Dönum eins og 28 mörk í hálfleiknum bera með sér. Það var varla varið skot — og það átti jafnt við um Ölaf Benediktssön sem Gunnar Einarsson (hann lék smákafla) og dönsku markverð- ina. Danir skoruðu tvö fyrstu mörk- in í síóari hálfleik. Komust fjór- um mörkum yfir, 17—13. Virtust stefna i góðan sigur. En með seiglu fóru íslenzku leikmennirn- ir smásaman að vinna upp mun- inn. Staðan var 16—18, þegar pólsku dómurunum urðu á mikil mistök. Geir skoraði tvívegis — en of fljótt flautað. Danir komust í 19—17. Geir skoraði, og Ölafur varði glæsilega úr hraðaupp- hlaupi Dana. Ölafur varði oft snilldarlega í síðari hálfleik. CELTIC Á TOPPN- UM í SKOTLANDI Celtic náði forustu í úrvals- deildinni skozku á laugardag. þegar liðið sigraði Ayr 3-0 á Park- head. Öll mörkin voru skoruð á fyrstu 17 mín. leiksins. Fyrst Doyle, síðan Paul Wilson og Kenny Dalglish skoraði þriðja markið. Lið Celtic var þannig skipað. Latchford, Lynch, McGrain, MacDonald, Stanton, Dalglish, Aitken, Glavin. Wilson, Doyle og Craig. Johnny Gibson, nýr leikmaður, kom inn sem vara- maður. Kilmarnock, neðsta liðið, vann Dundee Utd. mjög óvænt 1-0. Ian Fallis skoraði markið á 75. mín. Urslit urðu annars þessi: Celtic—Ayr 3-0 1 Hearts—Motherwell 2-1 Kilmarnock—Dundee 1-0 Partick—Hibernian 1-1 Leik Aberdeen og Rangers var frestað. Shaw skoraði fyrra mark Hearts, en Stefens jafnaði fyrir Hearts áður en hann skoraði sjálfsmark, Sigurmark Edinborg; arliðsins. Fyfe, fyrrum Rangers- leikmaður, skoraði mark Hibernian beint úr aukaspyrnu á 63. mín. en Duch Sommer jafnaði fyrir Partick. Staðan er nú þann- ig: Celtic Aberdeen Dundee Rangers Motherw. Hearts Partick Hibernian Ayr Kilmarn. Það hreif, Geir og Björgvin skor- uðu og ísland hafði unnið upp fjögurra (tvívegis, 17—13, 18— 14) marka forskot Dana. 19— 19 og tíu mínútur til Ieiks- loka. Laugardalshöllin nötraði af hrópum áhorfenda Hvílík stemmning — hvílík spenna. Danir skoruðu, ísland jafnaði, 20— 20. Síðan komust Danir tveimur mörkum yfir 21—23. Þrjár mínútur eftir. Jón Karlsson minnkaði muninn í 22—23 og ,þó Þórarni (öðru sinni) væri visað af leikvelli náðu íslending- ar knettinum. 17 sekúndur eftir og brunað upp. En þeir pólsku flautuðu. Dæmdu skref á Geir og tækifærið til að jafna rann út í sandinn. Danskur sigur 23-22. Is- land hafði unniðfyrstu orustunaí pessum viðureignum við Dani um helgina — en tapaði styrjöldinn'. Mörk Islands í leiknum skoruðu Jón Karlsson 8 (5 víti), Björgvin og Geir fjögur hvor, Við- ar 3 (eitt víti), Ágúst Svavarsson 2 og Ólafur Einarsson 1. Fyrir Dani skoruðu Michael Berg 7 (4 víti), Sören Andersen 5, Anders Nielsen 4 (eitt víti), Heine Sörensen 4, Jesper Petersen 2 og Henrik Jacobsgaard eitt. Þremur íslendingum var vísað af velli í 8 mín. Þórarni tvívegis, Þorbirni og Geir. Fjórum Dönum í 8 min. Andersen, Sörensen, Avngaard og Kay Jörgensen, markverði. -hsím. 13 8 3 2 29-13 19 13 8 3 2 24-12 19 14 9 1 5 28-20 19 13 5 5 3 26-13 15 14 5 3 6 24-25 13 15 3 7 5 22-25 13 13 4 4 5 14-20 12 14 1 9 4 13-17 11 15 3 3 9 18-36 9 14 2 4 8 18-29 8 Páll má ekki leika með Víking í vetur Það hefur komið i ljós, að Páll Björgvinsson. landsliðsmaðurinn í handknattleiknum.sem þjálfaói Akurnesinga í haust og fram eftir vetri. má ekki leika með Víking á þessu leiktímabili. þar sem hann skipti ekki um búsetu, þegar hann hóf að þjálfa Akurnesinga. Verðum að fá Ólaf H. til að þétta vörnina á miðjunni! — sagði Jón Karlsson eftir landsleikinn í gær —Ég er ekki ánægður með vörn íslenzka liðsins. Það er nauðsyn- legt fyrir okkur að fá Ólaf H. Jónsson á miðjuna til að þétta vörnina — það er maðurinn, sem okkur vantar, sagði Jón Karlsson. fyrirliói íslands, eftir landsleik- inn við Dani í gærkvöld. Úthaldið er að koma hjá okkur og sóknarleikurinn er oft góður, en það vantar meiri snerpu — betri fótavinnu — í vörnina. Danska liðið leikur betri varnar- leik en við — og leikmenn þess hafa meiri snerpu. Þetta danska lið verður mjög gott — og það vantaði aðeins herzlumuninn að okkur tækist að sigra það aftur í kvöld. Það er sennilega meiri þreyta i leikmönnum Isl. liðsins eftir ákaflega strangt prógramm að undanförnu — og erfið ferða- lög sitja í mörgum leikmönnum, sagði Jón ennfremur. —Mér finnst ailt í lagi, að skipta tveimur mönnum inn á í vörn og sókn, en það þarf áð gerast með meiri hraða, einkum með síðari manninn. Þórarinn Ragnarsson?, jú, hann fer stund- um ekki nógu fljótt út af, þegar Island er í sókn, sagði Jón, þegar hann var spurður um það atriði. Oft virðast skiptingarnar lengi að fara fram vegna þess atriðis. —Vörnin er ekki nógu góð, en ísl. liðið nær mörgum góðum hraðaupphlaupum. En á ntilli dettur leikurinn niður. Það vant- ar meiri keyrslu — vantar að láta b'oltann ganga. Eg er tiltölulega ánægður með sóknina, sagði Janusz Czerwinski, landsliðsþjálf- ari eftir leikinn. Dómararnir? — Þeir voru' taugaóstyrkir og ég er sérstaklega óánægður með tvennt hjá þeim. Það voru dýr mistök. Fyrst þegar Geir skoraði — en dæmt var viti í stað marksins. Og-svo þegar Þor- bergur komst í gott færi. Það var illa brotið á honum, en ekkert dæmt. Nýja leikmenn? —Nei, það held ég ekki. Bara Axel og Olaf frá Dankersen, og svo kemur Árni Indriðason ef til vill í liðið, sagði Janusz. Janusz var spurður hvers vegna Ölafur Einarsson hefði verið sama og ekkert notaður í s.h. og svaraði því til. að hann hefði ekki látið boltann þá ganga nógu vel — og aðspurður um hlut Þórarins Ragnarssonar í sóknar- leiknum svaraði hann. að Þórar- inn ætti að halda áfram ef tæki- færi gæfist á hraðaupphlaupum. Hann vill greinilega vera meira með í sókninni og kemur því ekki nógu fljótt útaf. Það kostaði misskilning i gær. íslendingar voru einurn of margir inn á smátíma í s.h. og það kostaði mikla vonzku í herbúðum Daná. íþróttir HALLUR HALLSSON Stórsigur Dankersen — gegn efsta liðinu Þetta er bezti leikur okkar á heimavelli síðan við sigruðum Nettelsted í 1. umferðinni. Ég var eiginlega hissa hvað leikmenn Rheinhausen voru slakir. Dankersen vann yfirburðasigur 22—14 og er þar með í efsta sæti í norðurdeildinni með 20 stig. Rheinhausen hefur 18. Nettelsted 10 og Gummersbach 14, sagði Olafur H. Jónsson, þegar við ræddum við hann í gærkvöld. Leikurinn var jafn framan af — allar jafnteflistölur í 5—5, en síðan komst Dankersen i 9—5. Staðan í hálfleik var 12—6. Dankersen tapaði útileik sínum í Rheinhausen 20—18 og þá hafði Rheinhausen yfir 12—6 í hálfleik. Við vorum ákaflega ánægðir með sigurinn nú á Rheinhausen, sem byggðist mjög á því hve jafnt lið okkar er. Mörkin dreifðust mjög. Margir voru með þetta 2—3 mörk. Busch náði sínum bezta leik — skoraði 5 mörk. Tvö víti. Við Axel Axelsson skoruðum tvö mörk hvor. Waltke var með 3. Það gekk flest upp í leiknum. Við Axel höf- um ekki rætt við þjálfara okkur um Evrópuleikinn vjð Mai. Hann gæti farið fram 22. janúar — i Dankersen, eða rétt fyrir lands- leiki tslands við Pólland. Eg veit ekki enn hvort ég get tekið þátt í landsleikjum tslands og B- keppninni sagði Ólafur ennfrem- ur. Önnur úrslit í norðurdeild um helgina urðu þau, að Gummersbach vann Wellinghofen 22—14, Nettelsted vann Derschlag 15—12 og Grambke vann Kiel 21—17. Allt heimasigrar. „Iþróttafólk Jf arsms Á laugardag var tilkvnnt hverjir hlutu titilinn „íþrótta- maður ársins" í hinum einstöku iþróttagreinum hér á landi í hinni árlegu úthlutun Íþróttablaðsins og ÍSÍ. Niðurstað- an varð þessi: Körfuknattleikur: Jón Sigurðs- son. Armanni. Knattsp.vrna: Jón Pétursson. Fram. Handknattleikur: Pálmi Pálmason, Fram. Frjálsar íþróttir: Hreinn Hall- dórsson. KR. Sund: Siguróur Ólafsson. Ægi. L.vftingar: Guðmundur Sigurðs- son Ármanni. Judó: Viðar Guðjohnsen. Ar- manni. Skíði: Sigurður Jónsson. Ísafirði. Siglingar: Rúnar Steinsen. Badminton: Sigurður Haraldsson. TBR. Borðtennis: Hjálmtýr Hafsteins- son. KR. Blak: Guðmundur Pálsson. Þrótti. Fimlcikar: Sigurður Sigurðsson. KR. Golf: Þorbjörn Kja'rbo. GS. Glíma: Yngvi Ingason, HSÞ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.