Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 1
2. AR(i. — MIÐVIKUI)A(iUR 22. DKS'. 1976 — 289. TBI- RITSTJORN SIÐUMULA 12, SlMI 83322. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SlMl 27022 Handtökumál Guðbjarts Pálssonar: „Vafalftið að gildra var lögð” „Það er nokkuð vafalítið, að gildra var lcigð fyrir Guðbjart Pálsson og ökumann hans, þegar þeir voru handteknir," sagði Steingrímur Gautur Kristjánsson, setudómari í handtökumálinu, í samtali við fréttamann blaðsins í morgun. Steingrímur sagði að það væri hins vegar ekki ljóst hver hefði lagt þessa gildru og ekki sannað að það hefði verið Haukur Guðmundsson. Rannsókninni er nú að mestu lokið. „Samfelldar yfirheyrslur éru búnar og búið að yfirheyra svo gott sem öll vitni, svo og þá sem stóðu að handtökunni," sagði Steingrímur. Hann vildi ekki ,,á þessu stigi" segja til um hvort stúlkur þær, sem Guðbjartur og ökumaður hans Karl Guðmundsson, segja hafa óskað eftir að farið væri til Kefiavíkur, hefðu fundizt. Yfirheyrslur stóðu langt fram eftir kvöldi i Keflavík i gær og var Haukur Guðmunds- son t.d. yfirheyrður í sex tima samfleytt, en lengur má ekki yfirheyra menn í einni lotu. Setudómarinn vildi ekki tjá sig um hvort fram hefði komið að leitað hefði verið til fleiri — eða annarra — aðila í því skyni að ná Guðbjarti til Keflavíkur. Dagblaðið hefur aftur á móti aflað sér upplýsinga um að fyrir liggi vitnisburður um að tveimur dögum áður en Guðbjartur var handtekinn hafi Haukur Guðmundsson komið á heimili Hallgríms Jóhannessonar ( sem lagt hefur fram eina af þremur kærum á hendur Guðbjarti) og beðið eiginkonu hans urn að hafa samband við Guðbjart og fá hann til að koma tii Keflavíkur. Eiginkonan neitaði og kváðst engan þátt vilja eiga i slíku. Haukur lagði hart að henni að hafa samband við Guðbjart og lagði til, að hún hefði „peninga- leysi" að yfirskyni. Daginn eftir kom Haukur aftur til konunnar, sömu erinda. Enn neitaði hún, og skildi Haukur þá eftir miða með nafni og simanúmeri Kristjáns Péturssonar, og skyldi hún hafa samband við hann, ef henni snerist hugur. -ÓV Jóla- kossinn Ekki eru allir landsmenn svo heppnir að mega njóta jólanna heima hjá fjölskyldum sínum. Talsverður hópur fólks mun um jólin verða fjarri ástvinum sínum við ýmis skyldustörf, ýmist úti á fiskimiðunum, i erlendum borgum, eða við skyldustörf einhvers staðar nær heimilum sínum. í gærkvöldi lagði togarinn Ögri af stað á miðin. Sjómenn- irnir sögðu okkur að ýmislegt vrði gert til hátíðabrigða um borð um hátíðarnar. — Sjá bls. 25. Einar Jónsson skipstjóri á Ögra kveður konu sína með jólakossi (DB-m.vnd R.Th.Sig.) Heimsmeistaramót unglinga í skák: Yngsti þátttak- andinn 14 ára gömul stúlka — Margeir Pétursson á biðskák Margeir Pétursson á biðskák við Sedat frá Tyrklandi í fyrstu umferð heimsmeistaramóts unglinga, sem hófst í gær í Groningen í Hollandi. Þátttak- endur eru allir undir tvítugu en yngsti þátttakandinn er 14 ára gömul stúlka frá Japan, Mikka Nakano. Hún er jafnframt eina konan sem tekur þátt í mótinu. 26 skákir voru tefldar í fyrstu umferðinni, og er skák Margeirs og Sedats ein átta skáka, sem fóru í.bið. HVERNIG VERKA NÝJU SKATTAREGLURNAR? - Barnlaus hjón með 2 milljónir greiða 270 þúsund en bamlaus hjón með 3 milljónir 760 þús. VIÐBÓT ARMILUÓNIN KOSTAÐI490WJSUND — Siá frétt á bls. 8 Jólaget- raunin -munið að skila ekki síðar en kl. 22 í kvöld. Vinningar: Fimm VIDEOMASTER- sjónvarpsleikr tæki frá Nesco „Kristján verður ao standa við sínar fullyrð- ingar” - - — segir Erla Jóns- dóttir fulltrúi Sakadóms — bls. 9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.