Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 25
DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 22. DKSEMBER 1976. 25 Sumir verða að vinna — þótt aðrir fara í jólafrí * i * Kristín Jóhannesdóttir. fædd í Skáleyjum í Breiðafirði, 28. marz 1906, er látin. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson og María Gísladóttir. Prófi frá Kennara- skóla íslands lauk hún 1929 og hóf kennslu i Múlasveit í Austur- Barðastrandarsýslu haustið eftir. Siðan kenndi hún mjög víða, svo sem í Flatey. Látrum í Aðalvík, Skutulsfirði og síðan áð lokum við barnaskóla ísafjarðar eða allt til ársins 1973. Sara Ólafsdóttir frá Akranesi lézt 18. desember sl. Sigurlaug A. Sigurðardóttir. Samtúni 12, lézt 20. des. sl. Þorbjörg Guðmundsdóttir. Krókahrauni 8. Hafnarfirði, er látin. Jacob Hansen. Hveragerði, verður jarðsunginn frá Kot- strandarkirkju, 23. desember nk. kl. 14. Hinn 17. des. sl. lézt Einar Jóns- son Leó. Sólbakka Mosfellssveit. Einar var fæddur 27. apríl 1893 og var lengi yfirverkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur. Einar verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu 23. des. kl. 10.30. Jólupottar -,ía. ég hef nú ekki farið í jólafrí síðan Ögri kom til lands- ins. en það var í jólavikunni árið 1972. Að vísu komum við það seint að við komumst ekki út fyrr en á annan í jólum þá. Og í fyrra má kannski segja að við höfum verið heima á gamlárskvöld, því að við kom- um að kl. 4 um daginn og fórum ekki út fyrr en 2 um nóttina. Þetta hafði Einar Jónsson stýrimaður á Ögra að segja um sin jól undanfarin ár. Hann er stundum skipstjóri og verður það í þessari ferð þar sem skip- stjórinn, Brynjólfur Halldórs- son, er í fríi. Þeir fóru að kvöldi þess 21. des. á veiðar. Hann sagði að vitanlega gerðu þeir sér dagamun um borð hvað mat snerti og borð- uðu jólamat eins og hangikjöt. Oftast væru kjúklingar eða hamborgari á aðfangadag, en annars væri maturinn raunar alltaf góður um borð. Það fer lítið fyrir jólaskreyt- ingum um borð. Menn gera það helzt að setja mislitan pappír kringum ljósin í borðsalnum. Obbinn af áhöfninni í þess- um jólatúr er nýir menn, strák- ar úr Stýrimannaskólanum og Vélstjóraskólanum sem gjarn- an vilja drýgja eilítið tekjur sínar. Brynjólfur skipstjóri sagði okkur að flestir stóru togararn- ir okkar væru úti um jólin og nýárið. Kæmi það til dæmis til, að góð sala er í Þýzkalandi og Bretlandi eftir nýár, þar sem sjómenn þessara Ianda hefðu verið i fríi og ménn væri farið að lengja eftir fiskmeti eftir allt kjötátið yfir hátíðarnar. Flestir minni togarar og bátar eru ekki á sjó yfir jólin, en flutningaskip verða vitan- lega að vera í ferðum sam- kvæmt áætlun. Fleiri eru það en sjómenn sem ekki eru heima hjá sér um jólin eða nýárið. Þó er þannig t.d. með flúgáhafnir að reynt er að skipta því þannig niður að sé fólk að fljúga yfir jólin, þá er það heima hjá sér um nýárið. Hjá slökkviliðinu fengum við þær upplýsingar hjá aðalvarð- stjóra Óla Karlo Ölsen að D- vaktin færi einna verst út úr fríum yfir hátiðarnar hjá þeim. Vaktin er á dagvakt 7.30—19.30 á aðfangadag og jóladag og síðan byrjar næturvakt kl. 19.30 á jóladag og til 7.30 næsta morgun. Sömuleiðis á annan dag jóla. Hins vegar hafa þeir svo frí þangað til 7.30 á nýárs- dag. Þá er það ekki óalgengt að menn sem eru á næturvakt á nýársnótt standi eitthvað áfram, svona til þess að menn geti sofið út. Þetta er verra hjá lögregl- unni að sögn Páls Eiríkssonar aðalvarðstjóra. Þá stendur A- vaktin næturvaktir kl. 20—6 bæði á Þorláksmessu og aðfangadag og fer síðan á dag- vakt 12.30—20.00 á jóladag og á annan. Ekki er til setunnar boðið hjá vaktinni á gamlárs- dag því að þá mætir hún aftur kl. 20.00 á næturvakt. Páll sagði að svona hefði þetta verið hjá B-vaktinni hjá lögreglunni 1 fyrra. Svo mikil mannfæð er hjá lögreglunni að ekki er hægur vandi að koma þessu öðruvísi fyrir. „Ég man ekki eftir því í mörg ár að ég hafi ekki verið á vakt eða á aukavakt á gamlárs- kvöld,“ sagði Páll. Við kynntum okkur einnig hvernig þetta væri hjá hjúkrunarkonum, sjúkraliðum og nemum á sjúkrahúsum. Hjá þeim er reynt að haga því þann- ig til að annaðhvort sé frl um jólin eða nýárið. Oftast er þá reynt að koma því svo fyrir, að þær sem eiga börn geti verið heima á aðfangadag og sem mest um jólin, en hinar eru þá heldur í fríi á gamlárskvöld. Já, þótt margir fari í frí og gleðjist með slnum fjölskyldum á þessari stórhátíð eru samt ekki svo fáir, sem verða að vinna til þess að hjól atvinnu- lífsins snúist. Hér er aðeins minnzt á örfáar stéttir. EVI Hjúlprœðishersins Jófapottar Hjálpræðishersins eru enn einu sinni komnir á fornar slóðir. en hver króna sem í þá kemur fer til að gleðja og hjálpa hrjáðum og hrelldum. eins og segir í pistlt' Hjálpræðishersins af þessu tilefni. Munið jólusöfnun Mœðrustyrksnefndar MæðrastvrksneTnd heldurnúhina árlegujóla- söfnun sina að Njálsgötu 3. Er skrifstofan opín alla virka daga frá kl. 12-18. Sími 14349. Kvenfélag Kópavogs heldur jólatrésskemmtun i felagsheimilinu 27 t|eseml.»er kl 3 e.h Aðgöngumiðar seldir við inngaiiginn sama dag eftir hátlegi Öll höi n i Kupavugi velknmin Skemmtinefntlin Laugarnesprestakall: Jón Dalbú Hróbjartssorf sóknarprestur hefur viðtalstíma í Laugarnes- kirkju þriðjudaga — föstudaga frá kl. 16-17 og eftir samkomulagi. Simi i kirkjunni er 34516. heimasími 71900. Kaffistofa og bókasafn Norrœna hússins: Lokað um jólin og áramótin sem hér segir: Aðfangadag. jóla. jóladag og annan jóladag. gamlárstlag t>g nýársdag. Kaffistofan verður lokuð 3. og 4. janúar 1977 vegna viðgerðar en siðan opin* olla virka daga frá kl. 9—19. sunnudaga frá kl 12—19. Bókasafnið verðui opið alla daga kl. 14—19 eftir áramót. Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld. miðvikudag kl 8 Enn kaupa menn áfengi fyrir unglinga „Þaö hefur verió talsvert um það undanfarió, að menn hafi verið að kaupa áfengi fyrir unglinga, meira en áður hefur verið,“ sagði Páll Eiríksson, aðalvarðstjóri lög- reglunnar, í viðtali við DB. Ef menn verða uppvísir að því að kaupa áfengi fyrir fólk undir tvítugu fá menn allt- að tuttugu þúsund króna sekt. Lögreglan hefur fasta vakt, á föstudögum, við vínbúðirnar við Lindargötu og Laugarásveg, og einnig er fylgzt með búðinni á Snorra- brautinni. -A.Bj. Litlu jólatrén ekki búin Varðandi frétt um jólatréssölu sem birtist í blaðinu i gær er rétt- að taka fram. að helzt hefði mátt skilja á henni. áð mikið væri upp- selt af jólatrjám hjá verzlunun- um. Svo er ekki. t.d. selja þeir hjá Alaska i Breiðholti litla sendingu al' eðaljólalrjám. sem þeir fengu i gær. I'ram að jólum Þurl'a þeir. sem seinir eru, þvi ekki að óttasl. að ekkert sé eftir handa þeim. -III* Þiikkum innilega sámúð og vinarhug vió andlát og útför mannsins míns Þorleifs Sigurðssonar, Einholti 9. Sigriður Benjamínstlóllir. börn.tengdabörn og harnahörn. KJÓLAR 5200 til 86Q0 Vesturgötu 17 Sími 12284 Glæsilegt úrval af tízkufatnaði kvenna BLUSSUR 1800 til 3900 Ný sending frá Prjónastofu Önnu Þórðardóttur PILS löng, stutt og buxnapils 4200 til 5600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.