Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 10
10 miBUBIB fijálsi'áháð dagblað Utgofandi Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Holgason. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Stoinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrjn Pálsdóttir, Krístín Lýösdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamloifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskríftargjald 1100 kr. á mánuÖi innanlands. í lausasölu 60i)kr. eintakiö. Ritstjóm Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Þvorholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugorö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 19. Taktískur sigur Máttur almenningsálitsins og frjálsrar blaöamennsku kemur vel í ljós í síðustu atburðum í landhelgismálinu. Gundelach, forystumaður samn- ingamanna Efnahagsbandalagsins í viðræðunum við Islendinga, gaf í skyn á blaðamannafundi í Briissel, að íslendingar virt- ust hafa skipt um skoðun varðandi veiði- heimildir til handa bandalaginu. Hann svaraði þó neitandi spurningu um, hvort íslenzkir ráð- herrar hefðu gengið á bak orða sinna við hann. Af öllum viðbrögðum Gundelachs má vera ljóst, að hann varð fyrir miklum vonbrigð- um, þegar ekkert tilboð barst frá íslenzku fulltrúunum, eftir að bandalagið hafði lagt fram sitt tilboð. Nú kastaði þessi forystumaður EBE grímunni og fór að hóta, að bandalagið kynni að beita íslendinga viðskiptaþvingunum, ef þeir létu ekki segjast. Nú skal engum getum að því leitt, að íslenzkir ráðherrar hafi verið búnir að gefa Gundelach einhver vilyrði fyrir því, að Bretar fengju að koma aftur inn fyrir 200 mílna mörkin um áramótin. En hitt virðist ljóst, að þannig hafði þessi sendimaður Efnahagsbanda- lagsins metið stöðuna eftir viðræður við full- trúa íslenzku ríkisstjórnarinnar, að hann hafði allt að því fullyrt, að hér fengju tólf brezkir togarar að veiða eftir áramót. Hann hafði lýst yfir að hans mati rökstuddum vonum sínum þess efnis, að bráðabirgðasamkomulag yrði gert eða yfirlýsingar gefnar, sem tryggðu Bret- um þessi hlunnindi. Ekki hefur þessi bjartsýni Gundelachs, sem endurspeglaðist í yfirlýsingum brezkra ráðherra, verið með öllu út í hött. Nú geta þeir sem hafa veitt íslenzkum stjórnvöldum aðhald í þessu máli og lagt kapp á að gera lýðnum ljóst, að við megum ekki veita útlendingum að nýju veiðiheimildir innan 200 mílna landhelgi okkar fagnað taktískum sigri. Greinilega hefur komið* fram hjá starfs- mönnum Efnahagsbandalagsins, að þeir álíta, að pólitískur þrýstingur á íslenzku ríkis- stjórnina síðustu vikur hafi komið í veg fyrir, að íslendingar gerðu tilboð eða gæfu yfirlýsing- ar, sem hleyptu Bretum aftur inn fyrir land- helgismörkin. Að þessu hafa margir staðið, og Dagblaðið hefur haft talsverða forgöngu um að veita ríkis- stjórninni aðhald og vara við hættunum. Þá eru mjög mikilvægar yfirlýsingar ýmissa aðila svo sem Fiskiþings, Alþýðusambandsþings og Landssambands íslenzkra útvegsmanna um, að ekki megi veita útlendingum veiðiheimildir. Við höfum nóg handa okkur og Efnahagsbanda- lagið getur ekki boðið okkur nein hlunnindi, sem eru þess virði, að við semjum um veiði- heimildir handa bandalaginu. Nú er að fylgja eftir þessum sigri og sjá til þess, að Bretar séu endanlega burtreknir úr íslenzku landhelginni. Síðan ber okkur að losna við fiskiskip ann- arra útlendinga við allra fyrsta tækifæri. Ríkisstjórninni veitir ekki af aðhaldi. Það hefur sem betur fer verið veitt. _______________DACRI.AÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR22; pESEMBER 1976, Bandarískir uppgjafahermenn úr Víetnam-stríðinu: SÆKJA UM „VINNU” í RÓDESÍU Þeir koma úr öllum lands- hlutum Bandaríkjanna, og eiga allir eitt sameiginlegt: Þeir eru allir fyrrum hermenn, sem barizt hafa í Víetjtamstríðinu, í leit að nýjum bíóðsúthelling- um. Þetta eru Bandaríkjamenn í her Ródesíumanna, sem IRódesíumenn nefna nú gjarna ,,hin samböndin við Banda- ríkin“ og er orðinn þýðingar- mikill þáttur i þeirri viðleitni [Ródesíumanna að stemma stigu við frekari framrás skæruliða í styrjöldinni i landinu, sem nú hefur staðið í fjögur ár. Samtals eru þeir um 400 og liðsforingjarnir stæra sig af því að sífellt berist fleiri og fleiri fyrirspurnir frá áhugasöm- um hermönnum. Ródesíumenn hafa nú ekki fleiri hvítum mönnum á að skipa til þessaóstjórnasvörtum hermönnum í baráttunni gegn skæruliðum. Allir hvítir, kyn- blendingar og menn af Asíuuppruna hafa verið kvaddir til herþjónustu og svarta menn má helzt ekki nota. Hernaðaryfirvöld hafa því farið út í að auka æ við skrán- ingu þeirra sem þeir nefna „er- lenda sjálfboðaliða“, — stund- um nefndir málaliðar, —til þess að reyna að stöðva sókn skæruliða frá stöðvum þeirra handan landamæranna í Mosambique og Zambíu. Alls eru um eitt þúsund er- lendir hermenn í liði Ródesíu- manna. Þeir eru frá Þýzka- landi, Kanada, Grikklandi, Hol- l'andi, Ástralíu, Portúgal, Frakklandi, Nýja Sjálandi, Englandi, Svíþjóð og svo frá Bandaríkjunum. Gamalreyndir Þeir beztu' eru frá Banda- ríkjunum, vel þjálfaðir gamal- reyndir hermenn, sem barizt hafa i Víetnam.og eins og einn skráningarliðsforinginn, Nick Lambert, segir, „bera innilega ósk í brjósti um að berjast gegn kommúnisma. Þeir vilja ekki láta atburðina í Víetnam endur- taka sig“. Flestir Bandaríkjamannanna hafa komið til landsins síðast- liðna átta mánuði, þrátt fyrir að sigið Kafi á ógæfuhliðina fyrir stjórnarhernum í styrjöldinni, þrátt fyrir að bandarísk lög segi svo til um,að menn missi ríkis- borgararétt sinn fyrir að berj- ast í erlendum" hersveitum og þrátt fyrir að utanríkisráðu- neytið hafi margsinnis lýst því yfir, að það geti ekki verndað líf þeirra, verði þeir teknir til fanga. Ástæðurnar fyrir þátttöku í styrjöldinni eru margar: „Ég kom til Ródesíu fyrir sex mánuðum, vegna þess að það er skoðun mín að stefna okkar Bandaríkjamanna í málinu sé alröng,“ segir þrítugur kapteinn frá Alabama, sem seg- ir sjálfur, að hann sé íhalds- samur heimsvaldasinni. „Þetta land er þýðingarmikið fyrir okkur og er eitt af fáum ríkjum í Afríku, sem er okkur vinveitt. Samt gerum við allt, sem í okkar valdi stendur til þess að eyðileggja það samband.“ En það eru ekki allir komnir til leiks vegna stjórnmála- skoðana. Eftir að Matthew Lamb féll í bardaga I- síðasta mánuði, kom íljós.aðfortíðhans sæmdi ekki alveg hermanni 1 Ródesíuher: Áður en nann gekk til liðs við Ródesíumenn hafði hann dvalizt sex ár á geðveikrahæli þar sem honum var lýst sem glæpsamlega sjúk- um með tilhneigingu til að líkjast hlutverkum John Wayne í hvívetna. r Ibúðaverðið v Þorvaldur Mawby, símvirki, ritar grein í Dagblaðið 24. nóv. sl. undir fyrirsögninni „Hagnaður byggingaraðila er gífurlegur“. Ýmislegt sem þar kemur fram er þess eðlis, að ástæða er til að gera við það nokkrar athugasemdir, þó jafn- framt beri að fagna því, að Byggung hafi byggt jafn ódýrar íbúðir og fram kemur í greininni. Snemma í greininni fjallar Þorvaldur um ósveigjanleika byggingaryfirvalda í garð Bygg- ung, en Þorvaldur mun vera formaður þess félags. Ekki skal rifjaður upp aðdragandi og úthlutun lóðar við Hagamel 51- 53, til félagsins, en ýmsum þótti þá sem Byggung ætti síst undir högg að sækja í samskiptum við borgina, þar sem félagið er nýtt, en lóðir liggja yfirleitt ekki á lausu fyrir nýstofnað byggingarfyrirtæki, síst í vesturborginni. Þorvaldur segir í grein sinni: „Sú spurning hlýtur að vakna hvort skipulag og skipulagsann- markar séu ekki farnir að valda óeðlilega háum byggingar- kostnaði." Og Þorvaldur heldur áfram og ræðir urn vandamál byggingafélagsins Einhamars sf„ sem hefur ávallt þurft að eiga í stríði við skipulags- og bvggingaryfirvöld vegna óska félagsins um að fá að byggja ódýrar íbúðir. Hér er sennilega kontið nærri kjarna málsins, en því miður tekst Þorvaldi ekki að koma auga á hann. Hann gengur þess í stað hreint til verks og byrjar að hrósa Byggung og þá væntanlega sjálfum sér af lágum bygging- arkostnaði. Nú er mikið af spurningum í grein Þorvalds og fyrirgefst því vonandi þó nokkrum spurning- um sé beint til hans sjálfs. I fyrsta lagi má spyrja hvort hann hafi kynnt sér þær skipulagskvaðir sem settar voru varðandi þær fram- kvæmdir á Eiðsgranda og í Hólahverfi áem hann tekur mið af? Talað er um „óeðlilegar skipulagskvaðir’* sem valdi því að íbúðir Byggung séu dýrari en annars staðar en spyrja má hvað hefði gerst ef félagið hefði verið neytt til að hafa þök eins og I Seljahverfi sem minnst er á, eða taka inn í bygginguna hluta af gatnakerfinu með gangstíga inni í byggingunni. Hvernig treystir Þorvaldur sér til að bera saman verð á íbúðum byggðum á mismun-. andi tíma eftir mismunandi teikningum. með sameign 'ýmist fullfrágenginni (Eiðsgranda) eða ,,að mestu frágenginni" (í Breiðholti og hjá Byggung á Hagamel)? Hvers vegna ber hann ekki saman verð á íbúðum Byggung annars vegar og íbúða frá Einhamri sf„ Smára hf„ á Akureyri (sjá Dagblaðið 1. des. sl.) og íbúðir að Flúðaseli 65-67 (sjá Tímann 26. nóv. sl.) svo nokkur dæmi séu nefnd? Er Þorvaldur e.t.v. að auglýsa sjálfan sig með því að leita eftir dýrustu íbúðum sem hann getur fundið, en sleppir þeim dæmum, sem fyllilega stand- ast verðsamanburð við íbúðir Byggung? Ef vilji hefði verið fyrir raunhæfum samanburði á íbúðaverði hefði þurft að taka enn fleiri atriði inn í myndina Má þar nefna stærð verkefna þ.e. fjöldi íbúða í byggingar- áfanga, sem auk hönnunarinnar skiptir sköpum um notkun staðlaðra móta og önnur tæknileg atriði, s.s. notk- un byggingakrana. Hver er fjöldi 2„ 3. og 4. herberggja íbúða í umræddum bygging- um? Hvernig er fjármögnun framkvæmda háttað? Á Bygg- ung t.d. greiðari aðgang að fjár- ‘magni hjá lánastofnunum en aðrir byggingaraðilar? . Hér er spurt en ekki fullyrt, en lóðaúthlutanir til félagsins gefa nokkurt tilefni til slíkra spurninga. Og enn má spyrja: Hvernig er eigin vinna félagsmanna í byggingarsamvinnufélaginu metin? Er búið að reikna med launatengdum gjöldum, ef slík vinna hefur verið unnin? Hvað með stærð og fragang

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.