Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 8
DA(iBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976. \ Hvernig mundu nýju skattreglurnar verka? VIÐBOTARMILUONIN YRÐIBÝSNA DÝR — barnlaus hjón með 2 milljónir greiddu lítið í tekjuskatt en barnlaus hjón með 3 milljónir miklu meira Hvaða áhrif hefur skatta- breytingin? Þessi spurning er rædd vfir kaffibollum um allt landið. Dagblaðið hafði samráð við skattfróöan mann um upp- setningu dæma, sem sýna, að barnlaus hjón með tvær milljónir i tekjur mundu greiða nær engjan tekiuskatt sam- kvæmt hinum væntanlegu regl- um, en barnlaus hjón með þrjár milljönir greiða háan tekju- skatt. Þetta ætti að geta komið mönnum nokkuð á sporið i um- ræðunum um skattana. Dæmi: Barnlaus hjón með 2 milljónir í tekjur. Tekjum .þeirra yrði skipt í tvennt, og kæmi 1 milljón á hvort. Af fyrstu 900 þúsundum greiðast 20 prósent eða samtals 180 þúsund. Af 100 þúsundunum, sem þá eru eftir. greiðast 40 prósent eða 40 þúsund. Samtals 220 þúsund, en frá dragast eftirtaldir noir. Persönuafsláttur upp á 115 þúsund fyrir hvort. Heimilisafsláttur, miðað við.i að bæði vinni úti allt árið, verð- ur 30 þúsund á hvort. Launaafsláttur 2 prósent, gerir 20 þúsund. Vaxtaafsláttur, miðað við, að þau greiði 200 þúsund í vexti, sem engum þykir mikið, gerir 25 þúsund f.vrir hvort. Viðhaldsvinnuafsláttur 5 þúsund fyrir hvort. Afsláttur samtals 195 þúsund f.vrir hvort, svo að tekjuskattur- inn verður 25 þúsund, samtals 50 þúsund fyrir bæði. Ótsvarið þeirra samtals yrði 220 þúsund. Skattar samtals: 270 þúsund. Dæmi: Barnlaus hjón með 3 milljónir í tekjur. 1,5 milljónir kæmu á hvort hjóna. Af fyrstu 900 þúsundum greiðist 20%, sem gerir 180 þúsund. Af 600 þúsundunum, sem eft- ir eru, greiðast 40%, sem gerir 240 þúsund. Samtals 420 þúsund. En frá þeirri tölu dragast: Persónuafsláttur 115 þúsund á hvor' hjóna. Heimilisafsláttur, miðað við sama og í fyrra dæmi, gerir 30 þúsund á hvort. Launaafsláttur 30 þúsund á hvort. Vaxtaafsláttur, miðað við sama og í fyrra dæmi, 25 þús- und'á hvort. Viðhaldsvinnuafsláttur 5 þúsund. Samtals verður afslátturinn þá 205 þúsund og tekjuskattur- inn 215 þúsund á hvort eða 430 þúsund á bæði samtals. Utsvar, 11%, yrði 330 þús- und. Skattar yrðu samtals 760 þús- und. Skattarnir yrðu því 490 þús- undum meiri en fyrir hjóninj sem höfðu tvær milljónir i tekjur. Viðbótarmilljónin væri býsna dýr. HH Klassískir leöurfóöraöir Leðursóli Leðursóli Póstsendum Kaffiverð alltaf á uppleið í heiminum „Kaffiverð breytist 100 sinnum á dag, ef ég fengi kaffiverð kl. 11 að morgni fengi ég strax annað eftir hádegi og alltaf er verðið á uppleið,“ sagði Ólafur John- son hjá O. Johnson & Kaaber í viðtali við Dagblaðið. Hann sagði ástæðuna vera skort á hrákaffi í heiminum, sem yrði áfram þangað til um mitt ár 1978. Vegna frosthörku í Brasilíu í júní ’75 eyðilögðust margar kaffiplöntur og það tekur nokkur ár að rækta þær upp aftur. I Afríkuríkjunum Uganda og Angola hefur verið mikil kaffirækt en vegna ástandsins í löndunum hefur ræktun þar verið minni. -EVI Verzlað í sumarveðri, — og aðeins betra þó! SÝND VEIÐI - EN EKKIGEFIN Þáð virðist fátt benda til hvítra jóla þetta árið, — og þó, ekkert skvldu menn útiloka, þegar ís- lenzkt veðurfar er annars vegar. Síðustu dagana hefur veðrið bók- stafíega ekki verið eðlilegt, það hefur verið betra við menn á suð- vesturhorninu a.m.k. heldur en það var sl. suniar, enda var það sumar hraksmánarlega lélegt. i jólainnkaupunum hafa menn not- ið þess að arka urn verzlunargötur borgarinnar og skoða vöruúrval- ið, sem þar er að íinna innan dvra í búðunum. Sýnd veiði en ekki gefin. segja menn e.t.v.. vöruverð hefur hækk- að óðfluga síðustu mánuðina. en pyngjan er að sama skapi ekki þung. Kaupmenn við Laugaveg- inn tjáðu t.d. Dagblaðinu í gær. að ösin innandyra þýddi ekki endi- lega mikil viðskipt*r:„Fólk er enn að skoða og gera samanburð á verði í öðrum búðum, en kaupir lítið." (DB-mvnd Arni Páll). VERÐBÓLGUNEFNDIN FUNDAR REGLULEGA „Nefndin hefur hitzt nokkuð reglulega," sagði Jón Sigurðs- son, formaður „verðbólgu- nefndarinnar", þegar blaðið spurði um líðan nefndarinnar. sent skipuö var í haust að til- lögu forsætisráðherra með aöild stjörnmálaflokka og hags- munasamtaka. „Starfið hefur hingað til að sjálfsögðu verið fólgið í því, að menn kæmu sér niður á, hvaða fanga þeir vildu leita. Ymis gögn hafa verið dregin í það' form. sem nefndin vill hafa, og það slarf verið unnið i Þjóð- hagsstofnun og Hagstofu. Skoð- unin hefur beinzl að, hvaða borfur eru. Seti hefur verið fiam i dæmum, hvað fram und- an kynni að vera. svipað og l'ram kom i riti Þjóöhagsstofn- unar fyrir skömmu. Jafnframt hefur verið dregið að heilmikið efni um verðlagsþróun undan- farinna ára og könnuð atriði. sem gætu haft áhrif á verðlags- þróun. svo sem ytri skilyrði, viðskiptatekjur og útflutnings- tekjur. verðmyndunarkerfið, launam.vndunarkerfið. laun og launahlutfall. peningamálin og f jármál hins opinbera. Lika hefur verið athuguð með praktiskara hætti samsetn- ing verðs, hvað helzt hefur hæ'kkað og slíkt. Þá hef.ur verið f.vlgzt með þeint ákvörðunum. sem verið er að taka í fjármál- utn og lánsfjármálum." sagði Jón. /'Etlunin er. að nefndin skili áliti í febrúar. Rannsóknardómarinn tók ákvörðunina — ekki Hæstiréttur í fyrirsögn í DB í gær segir svo: „Hæstiréttur levsti Guðbjart Páls- son úr gæzluvarðhaldi." Rétt er, að það komi fram, að Hæstiréttur ómerkti varðhaldsúrskurðinn. Að svo komnu rnáli var það rann- sóknardómara májsins að taka ákvörðun um það. hvort gæzlu- varðhaldsfanginn skyldi látinn laus eða. eftir atvikum. að kveða upp ný.jan varðhaldsúrskurö. Rannsóknardömarinn ákvað. að gæzluvarðhaldsfanginn skyldi 1 át- inn laus. BS -IIII

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.