Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 32
Stjórnmálaflokkarnir og dagblöðin þeirra: Skaminui sci enn rrflegar úr vösum skattborgara Rikisstyrkurinn til blaðaútgáfu stjórnmála- flokkanna hefur nú verið hækkaður úr kr. 27.550.000 upp í kr. 40 milljónir á ári eða um kr. 12.450.000. Dagblaðið hefur aldrei þegið þennan ríkisstyrk, l ' enda ekki háð neinum stjórn- málaflokki. Við fjárlaga- umræðu á Alþingi sl. mánudag kom fram tillaga um framangreinda hækkun. Var hún borin upp af þeim Bene- dikt Gröndal, Þórarni Þórarins- syni, Ragnari Arnalds og Magnúsi Torfa Ölafssyni. Tillagan um hækkaðan blaðastyrk til stjórnmála- flokkanna var samþykkt með 33 atkvæðum gegn .19, 5 greiddu ekki atkvæði en 3 þing- menn voru fjarverandi. Mótat-, kvæðin voru greidd af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir 5 þingmenn, sem hjá sátu voru einnig sjálfstæðismenn. Sem fyrr segir, hefur Dag- blaðið aldrei þegið ríkisstyrk. Alvarleg meiðsli í bílslysi Þrjár konur lentu í bif- reiðaslysum i gær og hlutu meiri og minni meiðsli af. Alvarlegasta slysið var á mótum Miklubrautar og Reykjahlíðar i gærmorgun. Sextíu og átta ára gömul kona varð fyrir fólksbifreið er hún hugðist ganga yfir Miklu- brautina. Hlaut hún mikið höfuð- högg og rifbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli. Á Akureyri varð 73 ára gömul kona fyrir bíl á mótum Glerár- götu og Þórunnarstrætis. Meiðsli hennar voru ekki talin alvarleg. í gær rakst stúlka utan í bíl á Nesvegi og var talið að hún hefði brotnað um olnboga. -ASt. Drukkin við eyðileggingu jólatrésins Sextán ára stúlka og sextán ára piltur, bæði úr Garðabæ, hafa ásamt 18 ára pilti úr Hafnarfirði játað að hafa eyðilagt jólatréð sem sett hafði verið upp í Garða- bæ. Jólatréð var 175 þúsund króna virði. Slitu þau festingar trésins og drógu það út á Hafnar- fjarðarveg í veg fyrir umferðina. Stúlkan og Hafnfirðingurinn hafa svo einnig á samvizkunni innbrot í biðskýlið við Ásgarð þar sem þau stálu tveimur lengjum af vindlingum. Þau voru ölvuð en það er vani að þau safnast við skýlið til drykkju, en drykkjar- föng fá þau róna til að kaupa fyrir sopa. Rannsóknarlögreglan i Hafnar- firði hefur einnig upplýst mörg smáhnupl ungra drengja úr verzlunum. -ASt. Fyrri kæra á Kristján og Hauk: „Sérstakar ástæður” hamla yfirheyrslum „Af sérstökum ástæðum" mun ekki vinnast tími til þess fyrr en eftir nýár að yfirheyra þá Kristján Pétursson og Hauk Guðmundsson um sakaratriði kæru, sem lögð var fram á hendur þeim sl. vor fyrir meinta ólöglega haiidtöku tveggja Bandaríkjamanna. Sigurberg Guðjónsson, sem skipaður var setudómari í málinu á sínum tíma, vildi í gær ekki útskýra nánar við hvað væri átt með „sérstökum ástæðum“. Að sögn hans hafa miklar annir valdið því, að ekki hefur verið hægt að ljúka rannsókn málsins. Lokið hefur verið yfirheyrslum yfir öllum aðilum nema sakborningunum sjálfum, Hauki og Kristjáni. Það var fyrir „meinta ólöglega handtöku" Karls Guð- mundssonar, sem var öku- maður og samferðamaður Guð- bjarts Pálssonar til Keflavíkur 6. þessa mánaðar, að Hauki Guðmundssyni var vikið frá störfum við rannsóknarlögregl- una í Keflavík um stundar- sakir, enda hafði komið fram að handtakan var gerð undir stjórn Hauks, eins og sagði í uppsagnarbréfi bæjarfógetans í Keflavík. -ÓV Allt dettur þessum jólasveinum í hug og það nýjasta er að bera út blöð. I morgun voru þeir að bera út Vikuna og tók Sveinn Þormóðsson þessa mynd af þeim í verzluninni Dalmúla, þar sem þeir voru þá staddir, en þeir munu væntanlega fara um allan bæinn i dag. MIÐVIKUDAGUR 22. DES. 1976 Engar appel- sínur til lög- reglunnar í ár „Mér finnst það skyggja örlítið á hátíðina að á þessum 33 árum sem ég hef verið í lögreglunni höfum við alltaf fengið epli og appelsínur, tvo sígarettupakka og vindlapakka. Það var ákveðið nú að þessi siður yrði afnuminn.“ Þetta sagði Páll Eiríksson aðal- varðstjóri í viðtali við Dagblaðið í gær. Hann sagði ennfremur að þetta hefði verið hugsað sem smá- jólaglaðningur fyrir þá sem væru á vakt. Og vissulega hefði orðið jólalegra á stöðinni við að finna eplailminn um húsið. Síðustu ár hefðu í pokanum verið 8 epli og 8 appelsínur. „Auðvitað getum við tekið þátt í sparnaði ríkisins,' ert heldur þykir mér þetta súrt,“ sagði Páll og bætti vió að sennilega hefði einhver rekið augun i skrýtinn reikning á lög- reglustöðina, epli, appelsínur, sígarettur og vindlar. Það gæti þó ekki verið neitt sem lögreglan þyrfti á að halda. Kannski svona, reikningur hafi líka fundizt á öðrum ríkisstofnunum. -EVI Taska með hundruð þúsunda verðmætl tapaðist Ung kona, Ellen Ingvadóttir, fyrrum sunddrottning, varð fyrir miklum skaða í gærkvöldi. Hafði hún farið í heimsókn til ættingja í, Breiðholti og seint í gærkvöldi er hún hugðist halda heim, lagði hún tösku sína upp á þak bíls sins meðan hún opnaði hurðarlásinn. Taskan gleymdist siðan á þakinu. Tap töskunnar uppgötvaðist fljótt, en þrátt fyrir nákvæma leit rétt eftir óhappið fannst taskan hvergi. I töskunni eru mikil verðmæti, nokkur hundruð þúsund króna virði í skartgripum og peningum, auk allra skilrlkja. Er það von konunnar að skilvfs finnandi skili töskunni annað- hvort beint samkvæmt skilríkjum í töskunni eða til lögreglunnar. -ASt. „Eins og hnefahögg í andlitið” — segja slysavarnamenn í Sandgerði um ummæli Péturs Sigurðssonar um SVFÍ „Okkur finnst þetta eins og hnefahögg i andlit þess fólks sem búið er að starfa að slysa- varnamálum i tæp 50 ár, þegar yfirmaður björgunarmála á Islandi, Pétur Sigurðsson, læt- ur hafa slíkt eftir sér sem hann gerði í Tímanum á föstudaginn, „sagði Kristinn Lárusson for- maður björgunardeildarinnar Sigurvonar í Sandgerði, við fréttamann DB. Ummæli Péturs voru á þá leið að Slysavarnafélag íslands ætti fullan rétt á sér þar sem það ætti við, i mannfáum héruðum úti á landi og við þau störf sent við í þéttbýlinu myndum kalla minni háttar,- „Líklega þarf að bjóða Pétri að vera viðstaddur fleiri setn- ingar landsþinga SVFÍ til að skilja uppbyggingu deilda á þessum fámennu stöðuni, sem hann talar uln að SVFl eigi einungis að starfa á," sagði Krisiinn emilrcmur. Vmsar spuruingar hafa vakn- að hjá björgunarsveitarmönn- unt vegna ummæla Péturs, eins og þær hvernig hann getur talað um SVFÍ sem einkafyrir- tæki, sem byggt er upp af 30—40 þúsund manns? Og er það liklegt þegar litið er í fjár- hagsáætlun landhelgisgæzlunn- ar, þá hit, að tilkynninga- skyldan verði ríkinu léttari baggi þar en í höndum SVFI? „Pétur segir gæzluna ávallt fyrsta og bezt búna til að bjarga skipum úr sjávarháska, en hvað um áhafnir skipanna? Okkur telst svo til að ekki muni þau færri mannslífin sem björgun- arsveitir SVFI hafa bjargað en Lattdhelgisgæzlan. Er það kannski aðalatriðið hjá Pétri að bjarga skipsskrokknum þegar SVFt-sveitirnar eru búnar að bjarga áhöfnunum? Þá fullyrð- ingu Péturs að varðskip séu ávallt til staðar á fjölförnustu siglingarleiðunum afsanna mörg dæmi hér við Reykjanes- ið. Varðskip hafa verið víðs fjarri þegar hjálp hefur þurft, en björgunarsveitirnar hins vegar verið tilbúnar og getað veitt aðstoð." Sumarliði, svo og Sigurður Guðjónsson formaður björgun- arsveitarinnar og Olafur Jónas- son varaformaður sögðu álit Péturs um verkefnaskort SVFI ,. hugarfóstur manns sem ræð- ir um málefni sem hann virðist ekkert vit hafa á. Einnig má benda á að SVFÍ hefur aldrei sötzt eftir að reka „skylduna" heldur var þvi falið það með reglugerð, vegna þess að gæzl- an hafnaði beiðni þar að lút- andi. Nú sýnist sem Pétur sjái sér fært að láta gæzluna annast þessa þjónustu, sem nýtur mik- illa vinsælda meðal alrnenn- ings, sem oft þarf að leita til hennar." emm

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.