Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 17
16 DA(iBLAÐliJ. MIDVIKUDAdUK 22. DESKMBER 1976. ísland kafsiglt eftir ágætan fyrri hálfleik Tennessee sigraði íslenzka landsliðið með 26 stigum - eftir 36-35 í leikhléi íslcn/ka landsliðió í ktirfuknaltlcik mátti þola stórt tap gegn bandaríska háskólalið- inu frá Tcnncsscc í gærkviild — 58-84. Þctta cru stórar ttilur — og nánast ótrúlcgar cftir f.vrri hálf- lcik því staðan í lcikhlci var 36-85 f.vrir Bandarikjamcnnina og fátt bcnti til stórsigurs. ísland leiddi lengst af í fyrri hálfleik — og lék liðið skínandi vel. Samvinna góð — og Einar Bollason drjúgur — skoraði hvorki fleiri né færri en 16 stig í hálfleiknum. Já, íslendingar leiddu lengst af — þannig mátti sjá tölur eins og 18-13, tslandi i vil. 25-22, 30-26 en i kjölfarið fylgi slæmur kafli — Bandaríkjamennirnir náðu að komst yfir fyrirleikhlé — 36-35. Þegar i upphafi síðari hálfleiks juku Bandarík jamennirnir forustu sína — 10 stig skildu. Þa fóru þeir Jón Sigurðsson og Kristinn Jörundsson útaf — í)g islen/ka liðið var beinlínis kafsiglt. Attu islenzku leik- mennirnir í mestu vandræðum með að komast frarn yfir eigin miðju— svo þung var pressa Tennessee. Mest skildu 31 stig — 81-50. en ísland náði aðeins að klóra í bakkann í lokin. Rétt eins og í fyrri leikjum, þá þarf ekki séríræðing til að sjá muninn á íslenzkum og banda- rískum körfubolta. Bókstaflega allt er betra — og Tennessee er einungis miðlungslið á banda- ríska háskólavísu. Hittnin er til ntikilla muna betrj — megin- hlutinn af fráköstum hirtur og algeng sjón að sjá bandarísku leikmennina gnæfa yfir íslenzku leikmennina í fráköstum. Leikni með knöttinn og leikskipulag — allt er í öðrum gæðaflokki. Eins háir það íslenzka lands- liðinu mjög að allt of lítil breidd er innan körfuknattleiksins. Ahugi íslenzkra leikmanna virðist ekki allt of mikill fyrir landslidinu en auðvitað ber þess að geta að KKKI er fjárvana sam- band og getur ekkert koniið til móts við Ieikmenn. Margir körfu- knattleiksmenn standa i íbúðar- byggingu og því erfitt urn vik. Því má segja að körfuknatt- leikurinn á íslandi sé eins og sakir standa í vítahring — penirigá skortir og þeir koma ekki nema með áhorfendum, sem svo aftur láta ekki sjá sig. Eini staðurinn sem virðist hafa náð til fólksins að rnarki er Njarðvík — og þróun körfuknattleiks er fyrir margra hluta sakir forvitnilega á islandi. -h. halls. Samið um sjónvarps- réttinn frá Moskvu Hætt við að senda landsliðið utan Ktirfuknaltleikssamband Is '.ands hcfur scnl Dtinum brcf þar sciii pciin ci lilkynnl að ísland gcli ckki scnl landslið til Kanp- mannahafnar f.vrslu vikuna í janúar cins og ráðgcrl hafði vcrið. Island álti að taka þált í fjiigurra landa kcppni — I)an- mtirk. Island. írland og England. Asla-ðan IiI þcss að KKI harilir við þátlliiku cr fjárskorlur. islcn/ku landsliðsmcnnirnir hafa hvcr á l'ælur iiðruni hoðað for- fiill frá islcnzka landsliðinu hafa annaðhvorl ckki áhuga cða aðrar aðsla'ður hcinlínis lcyfa það ckki. KKÍ hcfnr ckkcrl gctað komið I i I móls við landsliðs- mcnnina — og nú vcrður að horfasli augti við að island gclur ckki icfll fram landsliðið í kcppni við aðrar þjóðir vcgna áhugalcysis og fjárskorls. Framkvæmdancfnd Olympíu- lcikanna. scm háðir vérða í Moskvu 1980. hcfur samþykkt að sclja sjönvarpsrctt frá lcikunum til Amcríku t i I f.vrirlækisins Satra. Þaö hcfur scrhæfl sig í viöskiptum viö auslurblokkina. Lokaákvtirðun í málinu cr þó háö samþvkki alþjóða- ol.vmpíuncfndarinnar. Ekki cr vitaö um stiluvcrð á sjónvarps- rcttinum. cn hc.vr/l hcfur. að sovczkir hafi farið frani á 100 milljónir dollara hæst. Sanining- urinn við Salra var.óvæntiir og kom í kjiilfar þcss. að þrjú slóru sjónvarpsfyrirtækin bandarísku ABC.CBS og NBC drógu.sig lil haka í síðuslu viku. Bayern-liðið heimsmeistari! — Hélt jöfnu viö Cruzeiro í Brazilíu Þeir eru seigir. Icikmcnn Bavern Munchen. Evrópumeistarar þrjú síðustu árin. í nótt eftir íslcnzkum tíma tryggðu þeir sér heimsmeistaratitil félagsliða í knattspyrnunni. þegar þeir gerðu jafn- tefli við meistara Suður-Ameríku. Cruzeiro. 0-0 i Brazilíu. Bavern sigraði í hcimalcik sínum 2-0. Ahorfendur í Belo Horizonte voru 114 þúsund og tekjur af leiknum námu 100 milljónum króna. sem er met á þessu sviði. Leikmenn Bayern komu til Belo Horizonte i gærmorgun eftir 24 klukkustunda ferð frá Þýzkalandi. þar sem þeir þurftu meðal annars aó bíða þrjá tíma á flugvellinum í Rio. t f.vrstu var rætt um að fresta leiknum þar til í dag svo leikmenn Bavern gætu hvílzt. en þjálfari liðsins. Dettmar Cramer. sagði strax á flugvellinum að leikið yrði um kvöldið. Brazilíska liðið með hinn fræga Jairzinho sem miðherja reyndi mjög að brjóta vörn Ba.vern á bak aftur. Tókst það ekki of vel — en þegar það skeði var Sepp Maier hreint frábær í marki Bavern. Einn af hans stóru leikjum. Ba.vern-liðið var hættulegt í skyndisókn- um, en í fyrri hálfleik fóru Rummenigge og Conny Torstensson illa með góð tækifæri. Hinir fjölmörgu áhorfendur urðu æstari og æstari eftir því er lengra leið á leikinn án þess hetjum þeírra tækist að skora. Flugeldur barst niður á völlinn og lenti á útherjanum þýzka, Kapellmann. Hann slasaðist ekki og gat haldið áfrarn leiknum. Vafasamt var í gær hvort fyrirliði Bayern, Franz keisari Beckenbauer, gæti leikið — svo og Ule Hoeness. Ekki var þess getið í fréttaskeyti Reuters hvort þeir léku. Sigurganga Bayern Munchen hefur verið einstök síðustu árin og í nótt bættist enn ein fjöður í litríkan hatt liðsins — og margir leik- manna liðsins urðu einnig heimsmeist- arar 1974. Skuldir ensku deilda- liðanna á 5. milljarð Skuldir Chelsea mestar eða um einn milljarður króna Mikil fjárhagsvandræði varpa dökk- um skuggum á framtíð knattspyrnunnar á Englandi — þessa mesta „skemmtiiðn- aðar“ landsins. Af 92 deildaliðum voru 87 skuldug. þegar nýjustu skýrslur voru lagðar fram í Companies House í Lundúnum í síðustu viku. Skýrslurnar sýndu, að heildarskuldir deildafélaganna námu fjórum milljörð- um og 200 milljónum íslenzkra króna, og lítillar bjartsýni gætti í það átt, að þeim tölum yrði breytt í náinni framtið. Aðeins fimm félög í deildunum fjór- um eru skuldlaus. Öll í 1. deild, Arsenal, Leeds, Liverpool, Manch. City og Manch. Utd. Framkvæmdastjóri Tlie Football League (sambandi deildaliðanna) Alan Hardaker, álítur horfurnar mjög slæm- ar. Hann sagði á skrifstofu sinni í Companies House. —Ég kem ekki auga á nokkra lausn hjá félögunum á þessu mikla vandamáli. Peningar verða að koma frá öðrum fyrir- tækjum svo sem getraunafyrirtækjun- um, sjónvarpsstöðvum, auk þess, sem framiag hins opinbera verður að stór- aukast. Framlag þess er ótrúlega lágt, þegar tillit er tekið til þess hve mikið við spörum fyrir ríkið á félagsmálasviðinu. Önnur breyting verður að eiga sér stað og það er að forráðamenn hinna 92 deildafélaga skilji, að það verður að reka félögin á ,,hörðum“ viðskiptalegum grunni, þar sem reynt er að afla peninga á öllum sviðum. Ég óttast hið versta ef fjármálaráðherrann Dennis Healey veit- ir ekki aðstoð strax, sagði Alan Hardaker. —Það félagið, sem mest skuldar, er Chelsea og það kemur ekki á óvart éftir stórframkvæmdirnar á Stamford Bridge, leikvelli félagsins í Lundúnum. Félagið skuldar einn milljarð króna. Næst kem- ur Crystal Palace, annað félag 1 suður- hluta heimsborgarinnar. Skuld Palace nemur 360 milljónum króna. Övænt er vesturbæjarlið Lundúna, Queens Park Rangers, í þriðja sæti með skuld upp á 165 milljónir króna — en það er bjart framundan hjá félaginu. Það er enn í UEFA-keppninni. Formaður stjórnar QPR, milljóna- mæringurinn Jim Gregory, benti á nokkrar staðreyndir. —Það er engin ástæða til örvæntingar hjá félaginu. Við erum með um 300 milljónir króna fjárfestar á ýmsum stöð- um. Síðasta keppnistímabil, þegar við urðum í öðru sæti á eftir .Liverpool, var mjög gott fjárhagslega svo nýuppgefnar tölur eru ekki beint raunhæfar, sagði Gregory. Samkvæmt skýrslunum, sem lagðar voru fram í Companies House, eru eftir- talin félög með mestan skuldabagga. Chelsea einn milljarður. Crystal Paláce 360 milljónir. QPR 165 milljónir kr. Luton 150 milljónir króna. Birmingham 145 milljónir. Coventry 145 milljónir kr. Leicester 120 milljónir. Brighton 110 milljónir. Cardiff 105 milljónir kr. Sheff. Wed. lOOmillj.kr. Fra leik Arsenal og Manch. Utd. á Highbury sl. laugardag. Stuart Pearson, miðherji Unitcd. réttir upp hendurnar eftir að O’Leary hcfur skallað frá. Til hægrker Peter Simpson. Arsenal og Manch. Utd. eru tvti af fimm skuldlausum dcildafélögum á Englandi — og bæði eiga mannvirki og aðrar eignir upp á milljarða króna. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976. 17 Iþróttir þróttir Iþróttir Iþróttir Anna-María hlaut ekki $ Uisa-María Morerod, Sviss, þegar hún sigraði í svigkeppni heims- bikarsins í Cortína. Þórir Jónsson þjálfari FH Landsliðsmaðurinn kunni í knattsp.vrnunni hér áður fyrr. Þórir Jónsson. sem lengstum lék með Val. tékur við þjálfun FH- liðsins strax eftir áramótin, Þórir mun einnig leika með liðinu og verða fyrirliði þess á leikvelli í 1. deildar-keppninni næsta sumar. Þórir Jónsson lék með FH- liðinu 1975 eftir litríkan feril með Val árin á undan og þá lék hann í íslenzka landsliðinu. Hann byrjaði með FH sl. vor en gerðist síðan þjálfari á Austfjörðum. Akaflega leikinn og lipur knatt- spyrnumaður. Leikmenn FH munu koma saman á fund í Víðistaðaskóla með hinum nýja þjálfara sínum á sunnudaginn 2. janúar en í jan.—febrúar eru fyr- irhugaðar þrjár æfingar á viku. inni og úti. FH-ingar byggja á því. að þeir fái aðstöðu fyrir knatt- spyrnumenn sína í nýja Hauka- húsinu. H4LLUR UiMONARSON stig nýja frúin efst Sú nýgifta — Brigitta Habersatter. áður Totschig — gerði sér lítið fyrir og sigraði á ný í brunkeppni heimsbikarsins í gær. 'Pað'var á heTmavTgstöðvum i Austurríki — Zell am See og Brigitta keyrði brautina á 1:30.51 mín. Hún var vel á undan Maríu- Theresu, Sviss, sem varð í öðru sæti. Nicola Spiess, Austurríki þriðja, en Cindy Nelson, USA. fjórða, sem er bezti árangur bandarísku stúlkunnar nú í keppninni. Brigitta Habersatter sigraði i báðum brunmótunum í Austurríki — fyrst á mánudag — og náði í gær forustu í stiga- keppninni frá hinni frægu löndu sinni, Önnu-Mariu Moser-Pröll. Anna-Maria brást aidrei þessu vant í sviginu í gær — hlaut ekki stig. Keppni karla, sem átti að vera í Júgóslavíu í dag — reyndar áftu þar að vera þrjú svigmót — hefur verið frestað vegna snjóleysis i Júgóslavíu. Staða efstu í keppni kvenna er nú þannig. 1. Habersatter, Aust. 93 2. Anna-María Moser 89 3. Morerod, Sviss 70 4. H.Wenzel, Lichtenst. 55 5. N.Spiess, Aust. 46 6. Cindy Nelson, USA 41 7. C.Giordani, Ítalíu, 34 8. Elena Matous, tran, 32 9. B.Kerscher, Aust. 25 10. M.T.Nadig, Sviss. 24 A þremur brunmótum heims- bikars kvenna hefur Habersatter hlotið 65 stig, Nicola Spiess 46, Anna-Maria Moser 45 stig og íranska stúlkan Elena Matous er þafc fjórða með 32 stig. í stiga- keppninni þjóðanna — bæði karla og kvenna — hefur Austurríki mikla forustu. Samtals 474 stig, Sviss er í öðru sæti með 186 stig, Ítalía þriðja með 176 stig, Banda- ríkin í fjórða sæti með 104 stig, og smáríkið Lichtenstein í fimmta sæti með 67 stig. íran í sjötta sæti með 36 stig á undan stórveldum eins og Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, .Kanada. Bolton í öðru sæti Bolton Wanderers skauzt upp i annað sætið i 2. deildinni ensku í gær, þegar liðið vann Luton 2—1 á heimavelli. Bolton hefur nú 25 stig. Chelsea er efst með 28 stig, en Wolves, Nottm. Forest og Blackpool hafa 24 stig. Öll eftir 19 leiki nema Chelsca. sem leikið hefur 20 leiki. I FA-bikarnum sigraði Shrews- bury Town Bury 2—1 og leikur við QPR í Lundúnum í 3. umferð. Walsall sigraði Chesterfield 1—0 í Derby og á útileik í Sunderland í 3ju umferð. Þá vann Swindon Iiitchin 3—1 eftir framlengingu og leikur við Fulham í Lundún- um í 3. umferð. Rotherham sigraði York 2—1 eftir framleng- ingu. Leikur gegn Úlfunum i Woiverhampton í 3. umferð. %eA auglýsir SILFUR- hringir, armbönd, hálsfestar, hálsmen, hjörtu, krossar, rakvélablöð Skartgripir í miklu úrvaii í fallegum gjafakössum Handsnyrtisett fyrir dömur Rakáhaldatöskur fyrir herra meö eða án handsnyrtisetts Verzlunin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.