Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 IL 5. bókin í ritsafni Jóhanns Magnúsar Bjamasonar: í Raudár- dalnum Uf (ir komin hjá Bókaútgáfunni Eddú á Akurevri bðk oftir vestur- íslenzka rithöfundinn Jóhann Magnús Bjarnason. Elestir íslend- ingar þekkja bækur hans, Brazilíufarana. Eirik Hansson. Vornætur á Elgsheiðum og Haust- kvöld vió hafið. Nú hefur fimmta bókin bætzl í ritsafn hans, sem ber öll einkenni fyrri bóka þessa höfundar. Þessi saga var lesin í útvarpið sumarið 1975. •KP Forn frægðar- setur Síra Agúst Sigurðsson hefur sent frá sér bók sem hann nefnir Forn frægðarsetur. í bókinni er að finna niu þætti af fornum og merkum hefðarsetrum og kirkju- stöðum víða um land. T.d. Möðru- dalur á Efra Fjalli. Vallanes á Völlum, Klyppstaður í Loðmund- arfirði. Breiðavíkurþing á Snæ- fellsnesi, Breiðabólstaður á Skóg-! arströnd, Mælifell i Skagafirði o.fl. Rakin er saga staðanna, ábú- enda og kirkjuhaldara, sem mest kvað að f.vrr á öldum og allt fram til vorra daga. Útgefandi er Bóka- miðstöðin. -KP Poseidon-slysið: Gleðskapur breytist í ægilegan harmleik „Eitt stærsta skip veraldar er á siglingu um heimshöfin með fjölda farþega. Jólin eru i nánd og gleðskapur mikill um borð. Skyndilega breytist allt i hrika- legan harmleik. Skipið verður f.vrir flóðbylgju og hvolfir á svip- stundu. Riiigulreiðin er ólýsan- lcg. 15 farþegar ákveða sameigin- lega að reyna að bjarga lífi sinu.“ Þetta má m.a. lesa á bókarkápu nýútkominnar bókar hjá Ægisút- gáfunni. sem nefnist Poseidon slysið. Höfundurinn er Paul Gallico, en þýðandi er Bárður Jakobsson. -KP BÓK SEM LESIN ER í EINNI LOTU Hörpuútgáfan hefur gefið út bókina Teflt á tæpasta vað eftir Gavin Lyall í þýðingu Björns Jónssonar. Á bókarkápu segir m.a. „Keith Carr er 36 ára f.vrr- verandi orrustuflugmaður í Kóreustríðinu. Hann stundar leiguflug i Karabiska hafinu — þar sem allir flugmenn eru bendl- aðir við vopna- og eiturlyfja- smygl. — Þetta er snilldarlega skrifuð bók, sem verður lesin í einni lotu.“ -KP Þorsteinn Matthíasson: íslendingar í Vesturheimi, land og fólk „su staoreyna, að lítið þjóðar- brot norðan frá Dumbshafi skuli í milljóna-hafinu hafa haldið eðl sínu og tungu í heila öld, vekur í senn stolt og furðu. Vissulega er okkur skylt að minnast afmælis- 'ins og þessi bók er lítið framlag í þá veru,“ segir um bók, sem Ægis- útgáfan hefur gefið út og nefnist Islendingar í Vesturheimi — land og fólk. Höfundur er Þorsteinn Matthíasson. -KP Laugavegi 69 iími 168SU. Miðbæjarmarkaði — simi 19494 ftimi 168 bO ^ i — ftimi 19494 URVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓnU/TA uiur A'allteitthvað gott í matinn EKTA LEÐUR <SDUdúr^ STIGAHLÍÐ 45^47 SÍMI 35645 Kr. 5660 Gott vinil brúnt svart Kr. 8420 Fallegt Kr. 8850 Isadóra — berorð frásögn ungrar konu „Isadora Wing er einhver skemmtilegasta og viðkvæmasta arid-hetja, sem fram hefur komið í nýrri skáldsögu. Hún hefur ekki stjórn á dagdraumum sínum. Isa- dora segir frá ævintýrum sínum og skakkaföllum með þeirri al- geru hreinskilni, sem um aldir hefur aðeins karlmönnum leyfzt." Þetta má m.a. lesa á bókarkápu nýútkominnar bókar frá Ægisút- gáfunni, sem nefnist Isadora. Bókin er eftir Erica Jong. Þýð- andi er Öli Hermanns. Trúlega mun mörgum lesendum finnast þessi bók berorðari um kynlífsat- hafnir en aðrar þær bækur, sem til þessa hafa verið þýddar á ís- lenzku. -KP Hrói höttur og kappar hans Hrói höttur og kappar hans nefnist nýútkomin bók frá Nes- prenti. Það eru 12 myndasögur af Hróa hetti og köppum hans. Þetta' er önnur útgáfa bókarinnar og hefur verió bætt við nokkrum sögum, sem ekki voru í fyrri út- gáfunni. I bókinni eru 252 heil- síðumyndir. -KP Mörg eru geð guma Mörg eru geð guma er nýút- komin bók hjá Ægisútgáfunni. „Höfundurinn Ágúst Vigfússon er þegar landsþekktur af útvarps- erindum sinum og fjölda frásagna, sem birzt hafa eftir hann. Hann er þeirrar náttúru, að fólk leggu*- við hlustir þegar hann flytur mál sitt og les það sem hann skrifar. Hér hefur verið safnað í bók nokkru því sem hann átti í fórum sínum,“ segir'm.a. á bókarkápu. -KP Bók sem McLean mælir með „Þetta er bezta ævintýraskáld- saga sem ég hef lesið um árabil,“ sagði Alistair MacLean um North Cape, fyrstu skáldsögu Joe Poyer. Önnur bók þessa höfundar, Með báli og brandi, er nú komin út hjá Bókaútgáfunni Örn og Örlygur. Bókin heitir á frummálinu ,,The Balkan Assignement“.Björn Jóns- son þýddi. -KP Gjafir Jóhannesar Helga „Gjafir eru yður gefnar" nefn- ist bók sem skáldsagnahöfundur- inn Jóhannes Helgi hefur sent frá sér. Bókin hefur að geyma rit- gerðir Jóhannesar um ýmisieg efni. Á bókarkápu segir m.a. „Yfirleitt er stíll Jóhannesar á ritgerðunum mælt mál, hann tal- ar ýmist beint til andstæðingsins eða lesandans af hita og tiifinn- ingu, svo að það er aldrei pappírs- bragð að máli hans.“Útgefandi er Almenna bókafélagið. -KP Allar myndir á einum stað í myndaalbúm frá Holson Forðið gömlum og nvjum myndum frá glötun og skemmdum. Með viðbótarblöðum má stækka Holson-albúm nær endalaust. Framtíðargjöf til f jölskyIdunnar. Hoison-albúm fást i Ijósmyndavörubúðum. Útsölustaðir: Filmur & Vélar Skólavörðustíg 41. Amatörverzlunin. Laugavegi 55. Gevafoto Austurstræti 6 Fótóhiisið. Bankustræti Penninn. Hallarmúla Vörumarkaðurinn. Árnuila 1.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.