Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 6
Leikföng, gjafavörur, fatnaður, snyrtivörur basarinn Laufásvegi 58 (horn Laufás- vegar og Njarðargötu) Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976. JÓLABOD HJÁ KENNEDY Ethi'l Konnc'dv asaml máni sinum. þinnmanninum Edward Krnned.v. skautar á ísnum ásamt bdrnum frá Bcdford-Stuyvesant hverfinu í Brooklvn i New York. Arlega undanfarin ellefu ár hefur Kennedy-f.jii Iskyldan haldirt slík ...jólabocV á skautum" fyrir börn þessa hverfis í minningu eiginmanns Elhel. Roberts Kcnnedys. Með mynda vélina íbúðir HELDUR TVEIMUR MÖNNUM í GÍSUNGU UM BORD í FLUG- VÉL Á SAN FRANCISCOVELLI Starfsmaður flugfélags í San Francisco, heldur tveimur mönnum í gislingu á flug- vellinum þar um borð í tómri DC-8 þotu. Hefur hann krafizt þess, að afgreitt verði bensín á hana og að sér verði fengin áhöfn til umráða. Talsmaður United-flug- félgsins, sem á þotuna-, Segir að alrikislögreglumenn. dulbúnir sem flugvallarstarfs- menn hafi umkringt flugvélina. Hleypt hefur verið af skoti um borð í vélinni en ekki er vitað til að nokkur hafi særzt. Verið er að reyna að semja við manninn, sem sagður er vera starfsmaður flugfélagsins og heita Palm Hinnant. Hann hefur ekki sagt hvert hann vil ji halda. Óstaðfestar fregnir herma að manninum sem verið hafði í veikindafríi, hafi verið vikið úr starfi hjá flugfélaginu, og hann gripið til þessara ráða. Sögðu starfsmenn flug- félagsins að búið væri að setja eldsneyti á flugvélina, en ekki væri búið að sjá fyrir áhöfn á hana. Haft er samband við mannræningjann um_talstöð. Talsmaður flugfélagins sagði að Hinnant hefði komið inn á stjórnstöð flugfélagsins þar á flugvellinum, vopnaður skammbyssu.og tekið tvo menn sem gísla. Hefur hann krafizt þess, að fá afhenta áhöfn á vélina.mat og koníak. Þegar síðast var vitað, var allt við það sama á flugvellin- um og bíða menn átekta. Alltaf þegar Henry Evans fór í búðir tók hann með sér stóran bréfpoka. í pokanúm var myndavél, sem Henry notaði til að taka með myndir upp undir pils kvennanna í búðinni. Henry Evans er 49 ára gamall. Hann var handtekinn eftir að verzlunarstjóri einn horfði á hann leggja pokann nærri fótleggjum konu nokkurrar ‘ og þrýsta síðan á eitthvað í pokanum. Þegar húsrannsókn var gerð heima hjá Henry fundust 144 Ijósmyndir, teknar upp undir pils kvenna frá gólfi. í gær var Henry Evans leiddur fyrir dómara. Hann játaði að hafa sýnt dónaskap, sem hæglega hefði getað rask- að ró manna. Nú eiga sálfræðingar að kynnast Henry Evans og skrifa um hann skýrslu. Gladiator nútímans? Berst við tígur unz yfir lýkur A leikurinn að fara fram í stóru búri á knattspyrnuvelli í Port au Prince á Haiti, annað- hvort 29. janúar eða 5. febrúar. Yamamoto, sem er 38 ára, er sagður vera einn fremsti sér- fræðingur í karate-íþróttinni í Japan og sögur ganga um að hann hafi lagt mannýgan tarf að velli með spörkum og hand- arjaðarshöggum. Yamamoto mun ekki nota nein vopn í viðureign sinni við villidýrið, en aðstoðarmenn múnu rétta honum stálfleyga, ef eitthvað fer úrskeiðis. Sagt er að yfirvöld á Haiti hafi fyrir sitt le.vti samþykkt viðureign ina, „enda er það sennilega eina landið i heiminum sem myndi leyfa slíkt." Yamamoto mun sennilega fá allt að 400 þúsund dollurum fyrir sinn snúð, en að meðtöldum greiðslum fyrir sjónvarpsréttindi er talið að þóknun hans muni nema allt að einni milljón dollara. Kynnið ykkur okkar ótrúlega lága verð Nýr jólabasar Jólasveinninn Gáttaþefur verður hjá okkur frá kl. 1 1 Tilkynnt hefur verið í New York, að búið sé að ganga frá flestum formsatriðum um „bar- daga upp á líf og dauða" milli karatesérfræðingsins Mamoru Yamamotu frá Japan og villts tígrisdýrs frá Bengal . Bengalskt tígrisdýr. Verðandi sigurvegari? Erlendar fréttir REUTER BREZKUR RAÐHERRA SEGIR SIG ÚR STJÓRN -vegna „vinstrivilluff í Verkamannafl. Einn ráðherra brezku stjórnarinnar. Reginald Prentice, sagði sig úr henni í gær og hvatti síðan eindregið til baráttu gegn „vinstrisinnuðum öfgamönnum" í Verkamannaflokknum. Prentice fór meö ráðuneyti erlendrar þróunar. „Mín skoðun er sú,“ sagði hann fréttamönnum í gær þegar hann kom af fundi Callaghans forsætis- ráðherra. „að Verkamanna- flokkurinn verði að komast undir algjöra stjórn hófsamari afla — sem ég tel mig vera hluta af — eða þá að til kemur klofningur í flokknum og. einhvers konar endurskipulagning á brezkum stjórnmálum. Prentice, sem er 53 ára, hefur lengi verið ómyrkur í máli í garð vinstra arms Verkamanna- flokksins. Hann er dugmikill baráttumaður að sögn og hefur enga dul dregið á vilja sinn til að ræða við hvern sem er og hvenær sem er um einhvers konar sam- starf á sviði stjórnmála. Afsögn hans kom ekki á óvart, enda sagði Callaghan forsætis- ráðherra er hann veitti uppsgnar- bréfi Prentices viðtöku, að þetta væri eðlilegt í ljósi þess að undan- farið hefði sífellt dregið meira í sundur með Prentice og verka- lýðshreyfingunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.