Dagblaðið - 22.12.1976, Side 21

Dagblaðið - 22.12.1976, Side 21
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976. 21 NILFISK HÁTÚN 6A IvlllA SÍMI24420 Raftækjaúrval — Næg bílastæði sterka rvksusan... # ei. þessar plötur teknar upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Þá er einnig komin út platan Mannlíf með Jóhanni G. Jóhannssyni tónlistarmanni og listmálara. Útgefandi Mannlífs er Sólspil hf. í Kópavogi, en Júdasarútgáfan annast dreif- ingu plötunnar. A Mannlífi flytur Jóhann tíu lög og texta eftir sjálfan sig. Auk hans koma fram sautján tónlistarmenn og -konur. Tvö ár eru nú liðin síðan síðasta plata Jóhanns, Langspil, kom út- —AT— Afborgunarskilmálar Þrjár í jóla- pakkann frá Júdasi og Sólspili + ■—■ „Tekið í blökkina”: Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlátasta ryksugan. PLATA MEÐ SALTBRAGÐI Ný keilu-slanga: 20% meira sogafl, stíflast síður. Síðustu tvær plöturnar, sem hljómplötuútgáfan Júdas hf. sendir frá sér á þessu herrans ári, 1976, eru komnar á mark- aðinn. Hér er um að ræða plöt- urnar Eins og fætur toga með hljómsveitinni Júdasi og söngva úr leikritinu Sauma- stofunni eftir Kjartan Ragnarsson. Á fyrrnefndu plötunni eru tíu lög eftir meðlimi Júdasar, — að Vigni Bergmann undan- skildum, — og Ingva Stein Sigtryggsson. Mikill fjöldi hljóðfæraleikara er þeim félögum til aðstoðar. Textar á plötunni eru hver úr sinni átt- inni, en þar af eru fimm þeirra eftir þjóðskáld Keflvíkinga, Þorstein Eggertsson. Á saumastofuplötunni eru tíu lög og textar eftir Kjartan Ragnarsson leikara. Þar koma fram átta leikarar frá Leik- félagi Reykjavíkur. Platan er nokkurs konar ,,soundtrack“ úr leikritinu, sem sýnt hefur verið við miklar vinsældir í Iðnó undanfarin tvö ár. Báðar ... AluíöK WEf'N ; ÞRJÚ Á PALLI: Tokið í blókkina. ÚTGEFANDl: SG-hljómplötur (SG-099) UPPTAKA: Tóntækni hf. TÆKNIM AÐUR: Sigurður Árnason. HLJÓÐBLÖNDUN: Sigurður Árnason, Jón Sigurðsson og Trools Bendtsen. Eins og nafn plötunnar bendir til, þá eru Þrjú á palli að þessu sinni með plötu tengda sjómennskunni. Þetta er fimmta plata tríósins, og sú þriðja, sem er eingöngu með textum eftir Jónas Árnason alþingismann. Osjálfrátt fær maður það á tilfinninguna, að Jónas sé að yrkja um gamla kunningja sína, ýmist lífs eða liðna. Fjall- að er um Bíldudals-Kötu, Hríseyjar-Mörtu, Mettu mittis- nettu og fleiri. Jónas tileinkar lika kveðskapinn öllum vin- um sínum í sjómannastétt. Þar getur hann sérstaklega Jóngeirs Davíðssonar Eyrbekk. Um hann er fjallað í lengsta lagi plötunnar, „Þegar þeir jörðuðu Jóngeir1'. Að venju velur Jónas Árna- son írsk og ensk þjóðlög til að gera texta sína við. Hins vegar sýnast mér lögin á þessari plötu vera með nokkuð rólegra yfirbragði en venjulega. Það á sérstaklega um lögin „Hríseyjar-Marta" og „Þegar þeir jörðuðu Jóngeir". Þessi lög fjalla reyndar bæði um dauðann og hefði það verið í hæsta máta óviðeigandi að nota einhverja hressilega sveiflu við slík yrkisefni. Þrjú á palli eru að mestu leyti hætt að koma fram, nema á plötum og sem fulltrúar Islendinga á erlendum tón- listarhátíðum. Söngur tríósins er nú orðinn mjög fágaður og bitnar það nokkuð á hröðu lög- -unum á „Tekið í blökkina". Einhvern veginn finnst manni að þau lög eigi að vera hálf- frumstæð og með kráaryfir- bragði. Mér finnst fágunin helzt vera til lýta í bragnum pm Binna í Gröf. Það var Jón Sigurðsson bassaleikari, sem sá um útsetn- ingar á „Tekið í blökkina". Hann leikur auk þess á bassa og nýtur einnig aðstoðar nokkurra hljóðfæraleikara. Eg minnist sérstaklega á Sigurð Rúnar Jónsson fiðluleikara og Gretti Björnsson, sem auka seltubragðið af plötunni með sinu framlagi. Hljómburður á „Tekið í blökkina" mætti vera talsvert betri en raun ber vitni. Ég hygg, að það myndi bæta tals- vert, ef hljómburðurinn í Tón- tækni yrði „balanseraður", eins og það er kallað. Hins vegar hlýtur þess alltaf að gæta, þegar plötur eru unnar í átta rása stúdíóum frekar en þeim, sem stærri eru. Á „Tekið í blökkina" tel ég að lagið „Tekið í blökkina" sé einna bezt. Þar er textinn gerð- ur af tilfinningu og lagið vel sungið af Halldóri Kristins- syni. Á plötuumslaginu er mál- verk eftir Jónas Guðmundsson stýrimann. Það er vel við hæfi miðað við yrkisefni plötunnar. —AT— Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega ogsparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, stóra, ódýra í pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til aó vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tiikostnaði Varanleg: til lengdar ódvrust. Traust þjónusta HINGAÐ TIL Platan er tekin upp á 24 rásir með mjög fullkomnum tækjum, og bestu fáanlegu hljóðfæraleikurum á Englandi Meðal þeirra er Barry Morgan, trommur Hann hefur leikið inn á plötur með Elton John og Harry Nilson Gítarleikarínn Hugley Burns sem hefur spilað með Joe Cocker. Bassaleikarinn Herbie Flowers sem spilað hefur með Lou Reed og David Bowie. Þar fyrir utan er 1 2 manna strengjasveit til aðstoðar ÖH lög og textar fylgja með, samdir af Magnúsi sjálfum, nema 5 texta, sem hann gerði i samvinnu við aðra Upptökustjórn og hljópblöndun: Magnús Thor og Terry Davies. K HLUSTIÐ Á PLÖTUNA — EIGNIST PLÖTUNA FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.