Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 12
12 éT DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976. Þorbergur ÞórAarson: OLÍKAR PERSÓNUR Fyrstu ritvork í óbundnu mali 1 912—191 6 Ljoöhus, Reykjavík 1976 Skyldi mörgum . vera það brýnt áhugamál hvernig og hvenær Þórbergur Þórðarson, ungur að árum, hafi komist upp á lag með að skrifa eins vel og hann gerði í Bréfi til Láru? Ungur að aldri? Þórbergur var ekki bráðungur lengur, 35 ára gamall, þegar Bréf til Láru kom út. En þar á undan hafði harla lítið birst eftir hann í lausu máli, helst af því tagi greinin Ljós úr austri, um hið nýja guðspjall guðspekinnar, sem kom i Eimreiðinni árið 1919. En hvenær lærði hann þá að skriía, hvernig og hvar? Þessum spurningum er nú að nokkru svarað, með þessari bók. Og af áhuga manna á svör- unum við þeim ráðast væntan- lega undirtektir sem hin nýja Frá alvörugefni til alvöruleysis bók Þórbergs hlýtur nú í haust og með henni hið nýja forlag, Ljóðhús, sem bókina gefur út. Útgefandi bókarinnar, Sigfús Daðason, hefur á undanförnum árum annast um heildarútgáfu Peningamenn! Viljið þér ávaxta peninga yðar á arðvænlegan hátt? Verðbréfasalan Laugavegi 32, sími 28150 HJÁLPARSJOÐUR SKATA Nýársfagnaður að Hótel Borg á nýársdag. Miðar hjá Ferðaskrifstofunni Úrval á milli jóla og nýárs. H.S.S. Fallegir dömuskór Fjölmargar gerðir Verð f rá kr. 5.950. Laugavegi 69 timi16BbU Miðbæjarmarkaði — simí 19494 af ritum Þórbergs Þórðarsonar sem nú er vel á veg komin hjá Máli og menningu. En ekki fylgir sögu hvers vegna æskurit Þórbergs ekki eru birt í ritsafn- inu úr því að ástæða þótti til að gefa þau út. Efnið í Olíkum persónum er af tvennu tagi. Annars vegar eru nokkrar ritgerðir eftir Þór- berg frá æskuárum hans, hann er þá 23ja—27 ára gamall, samdar til „hálf-opinberrar“ birtingar i skrifuðu félagsblaði Ungmennafélags Reykjavíkur, Skinfaxa, sem lesið var í heyr- anda hljóði á fundum þess. Þá er því svarað: rætur Þórbergs er að rekja aftur i hinni sögu- frægu ungmennafélagshreyf- ingu, ekki heima i Suðursveit, heldur á blómaskeiði hennar í Reykjavík. En því ber að vísu jafnharðan að bæta við að allar helstu greinarnar auðkennast af hálfkæringslegri andstöðu við eða uppreisn gegn ríkjandi félagsanda, siðalögmálum og ræðustíl sem hreyfing þessi aðhylltist. í skopstíl Þórbergs, háði, eftirhermu, útúrsnúningum á þessum mótunarárum hans, er líklega einkum að leita upp- hafsins á höfundi Bréfs til Láru. En hann er enn spölkorn undan þegar þessari bók slepp- ir, árið 1916, þótt frásagnarstíll- inn sé orðinn fjörugur, fjöl- skrúðugur og fjarska skemmti- legur á yngstu og stærstu rit- gerðinni í bókinni, ofvöxnum palladómi um Ársæl Arnason. Þá voru enn átta ár til Bréfs til Láru. Og líklegt er að eitthvað hafi Þórbergur skrifað allan þann tíma annað en fyrrnefnda grein í Eimreiðina. Hins vegar eru í bókinni fjór- ar þýðingar úr ensku frá árun- um 1914—16, þrjár sögur eftir Edgar Allan Poe og ein eftir A. Conan Doyle. Ættu aðrir í hlut en Þórbergur þætti væntanlega hirðusemi í meira lagi að halda þýðingum þessum til haga eftir sextíu ár, þótt þær séu prýði- lega stílaðar á íslensku. En að vísu varða sögur Poes stílsögu Þórbergs, eins og sjá má í Bréfi Dúason og Arreboe Clausen. Þetta hefur verið vinsælt grein- arform um þessar mundir. En í greininni um Ársæl Árnason eru allar leikreglur þess þver- brotnar, og skemmtun lesand- ans af greininni stafar einmitt af þvi hvernig höfundur lætur gamminn geisa út og suður, frjálsum leik im.vndunar með mm ÓLAFUR JÓNSSON Bók menntir til Láru. Og það má eins til sanns vegar færa um frum- samda eínið í bókinni, að það vekur tæplega áhuga sjálfs sín vegna, ef svo má segja, frásagn- ar- og fróðleiksefna sem þar sé að finna, eða vegna alvörugef- inna skoðana sem þar megi lesa, heldur vegna þess höfund- ar sem Þórbergur siðar varð og maður leitar að upphafi hans í þessum greinum. Þær eru, að smu leyti eins og þýðingarnar, fyrst og fremst heimildir um stílsögu og þar með tilkomu og þróun hugmynda. I þessu efni er eins og fyrr segir langmest vert um hina ýtarlegu grein um Ársæl Arnason, félaga höfundarins og forvigismann i ungmennafélag- inu. Hún er að stofni og form- inu til gamansöm mannlýsing. palladómur. eins cig einnig þrjár aðrar greinar í bókinni. um Þorleif Gunnarsson, Jón venjubundinn efnivið mann- lýsingar og ævisögu. En skémmti- og skoplist höfundar- ins eru að svo kornnu ekki sett föst mið skoðunar eða boðunar af neinu tagi, þótt sjálfsagt megi bæði i þessari grein og öðrum í bókinni finna ýmsa for- boða um seinni skoðanir og boð- un Þórbergs, og kannski þá einkum óbeint, i andúð höfundar á hversdagsleika, meðalmennsku. öllu því slétta og fellda í samtíð sinni og dags- daglegu umhverfi í eða utan ungmennafélags. Og í þessari grein má líka sjá þess gleggri dæmi en annars staðar hve nákomip fyrirmynd Benedikts Uröndals er Þórbergi. og hefur hann áreiðanlega numið fleira af Gröndal en stílbrögð. glens og grín úr Heljarslóðarorrustu. 1 formáia tyrir bókinni segir Sigfús Daðason að hvað sem Þórbergur Þórðarson liafi hert í ungmennafélaginu verði af þessum æskuritum hans ekki annað ráðið en hann „hafi raunar fengið náðargáfu stíls- ins í vöggugjöf'. Þetta er sjálf- sagt rétt, þannig séð að einnig elstu greinarnar eru ljómandi vel stílaðar. Vel má vera að í elstu greininni í bókinni, um drauma, megi sjá forboða um' síðari áhuga Þórbergs á og ástundun þjóðlegs fróðleiks, jafnvel líka á spíritisma og öðrum slíkum andlegum vísind- um. Eiginlega er samt þessi grein, einlægnisleg frásögn hennar af merkum draumi sem konu dre.vmdi í Eyjafirði óg viðvörun sem í honum kannski felist um váleg tiðindi sem brátt kunni að ske i Danmörku. eiginlega er hún engu líkari en útspekúleruðu háði um íslenzka hjátrú og hindurvitna eins og hún gerist enn i dag. Þetta er þá ósjálfráð paróaia: engin ástæða til að efast að höfundur skrifi grein sína í ein- lægni. Og alvara virðist honum líka vera í hinni grátbólgnu grein um flækinginn Jón Strandfjeld, eða Jón bassa. og rómantískum mannskilningi sem þar er lýst. í greininni um Arreboe Clausen aftur á móti er gert úr hinum sama mann- skilningi g.vs og spé, en greinin hefst á dáralegu glensi um víg- orð og þar með hugsjóntr ung mennafélagshreyfingarinnar. Hún er frá árinu 1914. Ari eldri er fyrsti palladómur Þórbergs, um Þorleif Gunnarsson, og hann er ofur-venjuleg, vel stíluð ritsmið af sinu tagi. En á þessum árum. þeim hvörfum alvörugefni og alvöruleysis sem greiriar þessar lýsa. er rithöf- undurinn Þórbergur Þórðarson sem sé að verða til.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.