Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 20
20 DA(iRLAt)It). MIt)VIKUI)A(;UR 22. DKSKMBKK 1976. Still Photographs: VÖnduð vara Páls húmor Gíslasonar MUCiMU •nfejr •$*****&**& tffajfocf: Jbtrx* GÍSLI RÚNAR JÓNSSON: Dagur í lífi stráks (Algjör sveppur). ÚTGEFANDI: SG hljomplotur (SG-101) UPPTAKA: Tóntœkni hf. TÆKNIMAÐUR: Siguöur Árnason. ÚTSETNINGAR: Siguröur Rúnar Jónsson. HLJÓÐBLÖNDUN: Siguröur Árnason og Siguröur Rúnar Jónsson. Þrátt fyrir góðan texta Gísla Rúnars Jónssonar á þessari plötu og oft á tíðum skemmti- lega framsetningu, þá er hann á dálítið hættulegri braut. Talsverður hluti laganna, sem hann syngur, eru svo ógreini- legur vegnahraðmælgi, að börn eiga mjög erfitt með að heyra, hvað Gísli er að syngja. Annars er platan yfirleitt bráðfyndin og jafnt börnum sem fullorðnum til ánægju, — alveg eins og Sjónvarps-Páll Vilhjálmsson var á meðan Gísli RUnar sá um hann. HUmorinn hjá Gísla er déttur og þegar honum finnst hann hafa sært einhvern eða gengið <>f langt, þá lætur hann Palla draga Ur öllu saman. Eg segi Palli, því að óneitanlega er hann aíltaf í huga manns, þeg- ar hlustað er á plötuna. Upptaka Sveppsins er all- misjiifn. Stundum er hUn þurr og einhæf, en breytist svo skyndilega og fær allgóða fyll- ingu. Þá eru upptökuhljóðin, sem skeytt er inn í, ekki nógu vel gerð og tæplega á færi neins stUdíós hér á landi að koma þeim til skila svo að full- komið megi teljast. Það er Sigurður RUnar Jóns- son, tónlistarmaður í Vest- mannaeyjum, sem á heiðurinn af öllum Utsetningum á Svepp- inum. Hann skilar hlutverki sínu með sóma og undirstrikar oft áherzlur í textanum með smellnum hljóðfæraleik. Það er synd og skömm að Sigurður skuli eyða meirihluta ársins fjarri upptökustUdíóum þar sem þeir salir hæfa starfs- kröftum hans mjög vel. (Það kemur þó Vestmannaeyingum að sjálfsögðu til góða að hafa hann í byggðarlagi sínu). Skemmtilegustu lögin á Degi í lífi stráks eru að mfnu mati Vorið er komið (stæling á Hallbjörgu Bjarnadóttur) og Afa- og ömmubæn. Ég get ekki stillt mig um að láta þá bæn fylgja með, því að hUn lýsir hUmor Gísla RUnars mjög vel: Margar góðar sögur amma sagði mér sem afi minn var löngu bUinn að segja mér. Alltaf hélt hUn aram'Un væri ofsa fær en afi sagð'Un væri elliær. Af textanum sem Gísli flyt- ur er langömmu- og langafarugl ið á eftir söngr.itm um afa og ömtitu einna smellnast. Þar tel ég Gísla ná einna bezt vangaveltum barns á þeim aldri, sem Palli á að vera á. —AT— Það þarf ekki að hafa mörg orð um hljómplötu MagnUsar Sigmundssonar, Still Photo- graphs. HUn er að mínu mati það vandaðasta, sem íslenzkur hljómlistarmaður hefur gert til þessa! A plötunni má heyra allt frá einföldum melodíum til laga með þungum strengja- sveitarUtsetningum, en það er sama, hvar borið er niður. Alls staðar situr vandvirknin og leitin að fullkomnun í fyrir- rUmi. Still Photographs var tekin upp á ótrUlega skömmum tíma miðað við, hve vönduð hUn er. Hægri hönd MagnUsar við upp- tökuna var Terry Davis, ungur maður, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur verið falið að sjá' um allar Utsetningar á lögum, sem Chappels-fyrirtækið send- ir frá sér. Auk Terrys og MagnUsar vinna að plötunni nokkrir virtir tóniistarmenn, sem hafa unnið sér það til frægðar að starfa með stór- stjörnum, svo sem Elton John, Joe Cocker, David Bowie og Lou Reed. MagnUs Þór og félagar hans flyt.ja á Still Photographs tíu lög eftir MagnUs. k’Iest eru lög- in með mjög rólegu og afslapp- andi yfirbragði. Einungis lögin Blue Jean Queen og The Party Is Over geta kallazt hröð, þótt þau séu alls ekki neinir rokk- arar. Lögin eru sjálfstæð hvert um sig, en þó er fótógrafían gegnumgangandi á plötunni. Stíll Photographs er önnur platan, sém MagnUs Sigmunds- son sendir frá sér á árinu. Með þessum tveimur plötum hefur hann sýnt og sannað, að hann vinnur plötUr sínar ekki með peningahljóð klingjandi í eyr- um, heldur er hann að full- nægja þrá sinni og sannra tón- listaraðdáenda eftir vandaðri vöru. Ef ég ætti að nefna einhver lög á Still Photographs, sem ég mæli sérstaklega með, þá myndi ég nefna Blue Jean Queen, The Party Is Over og titillagið, Still Photographs. Slík meðmæli eru þó óþörf, — platan í heild mælir með sér sjálf. —AT— „Fyrst á röngunni...”: MINNINGARPLATA UM MERKILEGA HUÓMSVEIT HAUKAR: Fyrst á röngunni... ÚTGEFANDI: Gunnlaugur MelstoA & Birgir ViAar Halldorsson (GB—001) UPPTAKA. HljóAriti. UPPTÖKUMAÐUR: Jonas R. Jónsson. UPPTÖKUSTJÓRN: Gunnlaugur MelsteA og Magnús Kjartansson. Fyrir rUmu einu ári kom Ut tveggja laga hljómplata með hljómsveitinni Haukum. Þá kölluðu þeir félagarnir hana vísi að annarri og stærri plötu. NU er sU stóra loksins komin, fimmföld að stærð miðað við vtsinn. Væntanlega er þetta jafnframt síðasta plata Hauk- anna og því minnisvarði um þessa merkilegu og jafnframt dálítið furðulegu hljómsveit. Mikill fjöldi Islendinga á léttara skeiðinu á fjölda minn- inga frá dansleikjum með Haukunum og flestar eru þær vafalaust skemmtilegar. Hljómsveitin ferðaðist mikið um landið og um árabil var hUn nokkurs konar hUshijóm- sveit í VeitingahUsinu KlUbbn- um á fimmtudögum og sunnu- dögum. í framtíðinni verða Haukaaðdáendur nU að ylja sér við minningarnar um hljómsveitina um leið og þeir spila af plötunni Jón á röltinu, Ave Maria og hin átta lögin af plötunni. Á þeim árum, sem Haukarn- ir störfuðu, léku með þeim tug- ir tónlistarmanna. Átta þeirra koma fram á plötunni, en hefðu gjarnan mátt vera miklu fleiri. Hæst ber að sjálfsögðu hæsta manninn í hljórrisveit- inni, Gunnlaug Melsteð, en hlutur Sven Arve Hovland gítarleikara er litlu minni. Þó leikur hann aðeins í einu lagi, — Ave Maria, — sem var lengi síðasta lag hljómsveitarinnar á dansleikjum. Að mínum dómi er Fyrst á röngunni... ágætis minningar- plata um Haukana. Þó hefði þar mátt vera meira af göml- um lögum í svipuðum dUr og gamla Presleylagið Don't Be Cruel, sem á íslenzku hefur hlotið nafnið Komdu Ur. Þessi gömlu lög frá síðari hluta sjötta áratugsins voru ávallt vinsælust á dansleikja- prógrammi Haukanna. Ég nenni ekki að fara að telja upp gallana á Fyrst á röngunni... þó að vafalaust megi finna þá nokkra. Plöt- unni var örugglega ekki ætlað að verða tónlistarleg fullkomn- un fremur en hljómsveitinni sjálfri. Þar má hins vegar finna ýmis aukahljóð, svo sem nefsog Ur nefi Gunnlaugs Melsteð, sem gerir plötuna bara trUverðugri og einlægari fyrir bragðið. Blessuð sé minning Hauk- anna. Megi nafnið hvíla í friði. —at— JAKOB MAGIMUSSON: Með honum leikur fjöldi erlendra og innlendra tónlistarmanna á plötunni. Hljómplata Jakobs Magnússonar: Fjallar um lífiö eftír dauéann Jakob MagnUsson tónlistar- maður hefur nýlega sent frá sér sína fyrstu sólóplötu og ber hUn nafnið Horft í roðann. Jakob kom víða við, er hann tók upp þessa plötu, því að samkvæmt upplýsingum, sem fylgja plötunni er hUn hljóðrit- uð í Hljóðrita í Hafnarfirði, Record Plants Studios í Hollywood og Ramport og Islands Studios í London. Útgefandi plötunnar er Stein- ar hf. Sjálfur sér Jakob um allan hljómborðaundirleik á plötu sinni og syngur allar aðalradd- ir utan þess að Helga Möller syngur eitt lag, Hann lifir í draumi, og svo kemur fram GUrU nokkur galop, sem syng- ur lagið Eg vil bara hrísgrjón. Mikill fjöldi tónlistarmanna, erlendra jafnt sem innlendra, leikur á Horft í roðann. Umslag plötunnar er sérlega vandað og við hæfi efniviðar hennar, lífi eftir þetta líf. Myndir á umslagið tók enskur ljósmyndari, John Thomton að nafni. Jakob kemur víða við í tón- listarsköpun sinni. A plötunni má heyra lög i rokkstíl. sálma- stíl. eitt minnir mjög á suður- evrópska tónlist og loks er eitt lag undir indverskum áhrif- um. —AT—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.