Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 22. DESP'MBER 1976 LOÐNUVEIÐARNAR AÐ VERDA ARDVÆNLEGRI EN ÞORSKVEIÐARNAR r — mun færri loðnubátar munu væntanlega fara á þorskveiðar á næsta ári en í ár Loónuveiðarnar hér eru orónar arðvænlegri en þorsk- veiðarnar skv. lauslegri könn- un er DB gerði, og má búast við að það hafi þau áhrif að heldur dragi úr sókninni í þorskinn. Þá sérstaklega á þann hátt að þeir loðnubátar er meira og minna fóru á þorskveiðar, utan loðnuvertíðar á vetrum, munu væntanlega í auknum mæli snúa sér að loðnuveiðum nær allt árið, eins og nokkrir loðnu- bátar hafa nú þegar gert í sum- ar og haust og eru enn að. Utkoma loðnubátanna, sem stundað hafa loðnuveiðar frá því í surnar, er með þeim ágæt- um að reiknað er með að stór- aukinn fjöldi báta fari á sumar- loðnu næsta sumar. Nú urðu þeir flestir 25, en alls eru til á annað hundrað loðnuskip í landinu. Sigurður RE hefur t.d. feng- ið um 10 þús. tonn af loðnu þá þrjá mánuði sem skipið var við veiðar eftir loðnuvertíðina og mun verðmæti þess afla upp úr sjó vera eitthvað um 80 milljón- ir króna. Skv. fenginni reynslu virðist sem hægt sé að stunda loðnuveiðar hér allt árið utan þriggja mánaða að vori. Miðað við níu mánaða úthald §r ekki út í hött að þrefalda aflaverðmætið og væri það þá, miðað við Sigurð orðið um 250 milljónir k’róna. Þess má geta að nokkrir sumarloðnubátanna eru komnir með tæp 10 þús. tonn, þannig að Sigurður er ekkert einsdæmi. Það mun láta nærri að loðnu- skip geti með þessum veiðihátt- um veitt um 30 þús. tonn á ári, en verðmæti þess aflamagns er nokkuð sambærilegt við verð- mæti um 3 þús. tonna af fyrsta- flokks stórþorski. Nú þykir gott að þorskur sé 70 til 80% togara- afla, en aðrar fisktegundir og smáþorskur eru allt að helm- ingi verðminni en stórþorskur- inn. Góður meðalafli smærri skuttogara er á milli 3500 og 4000 tonn á ári miðað við 12 mánaða úthald. Er þá átt við heildarafla. Af þessu er ljóst að aflaverð- mæti skuttogaranna og loðnu- skipanna er svipað, ef til vill heldur meira hjá togurunum, en á móti kemur að loðnuskipin eru ódýrari skip. Auk þess eyða þau að jafnaði minni olíu. Þá eru færri í áhöfn loðnuskip- anna og miðað við þetta dæmi liggja þau bundin þrjá vormán- uði á ári, sem sparar trygginga- iðgjöld, laun til skipshafna og1 fleiri atriði. Skv. heimild blaðs- ins mun það láta nærri aó spara 25% af útgerðarkostnaði yfir árið. Aflinn í ár, utan hins hefð- bundna loðnuveiðitíma upp úr áramótunum, er nú orðinn um 110 þús. tonn, en þjóðhags- stofnun gerir hins vegar ekki ráð fyrir að hann verði nema 120 þús. tonn á næsta ári þrátt fyrir stóraukinn áhuga á þess- V FÁST HJÁ 0KKUR ASTÞOR Bankastrætí 8 — Sími 17650 FÖTIN SKÍÐAGALLAR, BUXUR, VESTI, KJÓLAR, KÁPUR. um veiðum. Er blaðinu kunn- ekki til réttra aðila, er hún var ugt um að stofnunin leitaði að finna út þessa tölu. —G.S. Framundir það siðasta hafa svona myndir tilheyrt vetrinum einum. en nú í sumar mátti sjá senur sem þessa og ef að líkum lætur verða þær mun algengari næsta sumar. - Laus staða Lektorsstaða i bókasafnsfræði við félagsvisindadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1977. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um rit- smíöar og rannsóknir svo og námsferll og störf og skulu þær sendar menntamálaráðuneytinu. Hverfisgötu 6. Reykjavík. Menntamálaráðuneytið 20. desember 1976. Gránufélagsgöiu 4 • Ráðhústorgl 3 AUGLYSINGADCILD TIMANB

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.