Dagblaðið - 28.12.1976, Side 1

Dagblaðið - 28.12.1976, Side 1
2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 197«. — 292. TBL. RIXSTJÖSN SIÐUMULA T2, SÍMI 83322. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SlMIÍíOí í r - : — : Víðtæk fjármálarannsókn skattrannsóknarstjóra: Húsleit gerð hjá fasteignasala \ Bókhald allra viðkomandi byggingameistara skoðað jafnhliða - Embætti skattrannsóknar- stjóra er nú að skoða bókhald eins fasteignasalans i Reykja- vík, sem vart er í frásögur fær- andi, en hinsvegar mun það fá- titt að húsrannsókn sé fram- kvæmd við svona athuganir og ennfremur er óvenjulegt að farið sé í bankahólf viðkomandi. eins og heimild blaðsins hermir að gert hafi verið í þessu tilviki. Þá mun rannsóknin ekki miðast við viðskipti fram til síðustu áramóta heldur fram til þess dags í ár að rannsóknin hófst. 1 framhaldi af rannsókninni hefur bókhald allra byggingameistara sem fasteignasalinn hefur selt fyrir verið tekið til rannsóknar, sem bendir til að verið sé að gera víðtækan samanburð. Fasteignasali þessi hefur verið orðaður við 'einhver ibúðaviðskipti á Spáni, en íslendingum er óheimilt að flytja gjaldeyri út til íbúða- kaupa þar. Er blaðinu.kunnugt um að gjaldeyriseftirlit Seðla- bankans hafi verið að spyrjast fyrir um þennan mann á Spáni. Er blaðið bar fyrri h.elming þessarar frásagnar undir skatt- rannsóknarstjóra í morgun vildi hann hvorki játa henni né neita, en sagði að embættið væri bundið algerri þagnar- skyldu varðandi þá aðila sem. það væri að rannsaka. Forstoðumaður gjald- eyriseftirlitsins staðfesti í morgun að reynt hafi verið að rannsaka viðskipti þessa manns á Spáni, eins og reyndar nokk- urra fleiri, en án árangurs enn. Um það hvort rannsókn skatt- rannsóknarstjóra hafi leitt eitt- hvað nýtt i ljós í þessu sambandi, sagði hann að sér1 hafi ekki borizt nein gögn þaðan þar að lútandi Sagði hann að menn geymdu skjöl um þessi viðskipti ekki á glámbekk. -G.S. k’ormaður jólagleðinefndar Menntaskólans í Reykjavík fær heldur betur útrás við að mála þetta stórfengilega en óskirða listaverk. Það á að skreyta Sigtún, þar sem jólagleðin verður haldin hinn 29. des., ásamt mörgum öðrum frumleg- um verkum. Að þeim standa einir 15 menntskælingar sem hafa unnið baki brotnu við sköpunina í Casa Nova. Eitt listaverkið er að minnsta kosti skírt og ber nafnið ,,Sköpun heimsins" Að vanda verður mikið um dýrðir á jólagleðinni og verða það Stuðmenn sem koma öllum í stuð. EVl -DB-mynd Arni Páll. Nei, þetta er ekki sköpun heimsins ■ ■ Upp- sprengdur „slátur- kostnaður” keyrir kjöt- verðið upp - sjá bls. 8 Beckenbauer kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu — sjá íþrottir í opnu • Eíginkona Charles Dickens gengur þar Ijóslifandi — erlendar fréttir bls. 6-7 7 Innflutningur l'rtsjónvarpstækja gefinn frjáls á næsta ári ? Dagblaðið hefur frétt að sterklega komi til greina að innflutningur litsjónvarps- tækja verði gefinn frjáls á næsta ári, kannski ekki í byrjun árs en þegar á árið líður. Blaðið sneri sér til Björgvins (’.uðmundssonar, skrifstofu- stjóra í viðskiptaráðuneytinu, í morgun. Hann sagði að ákvörðun hefði ekki verið tekin enn í þessu máli en það yrði væntanlegy gert fljótlega eftir áramótin. Þá verður einnig ákveðið hve mikið skuli leyft að flytja inn af þeim vörum, sem háðar hafa verið innflutningskvótum. Þarna er helzt um að ræða sælgæti, brauð- og kexvörur, bursta, brennt kaffi í smásölu- umbúðum og raunar fleiri vörur. Eins og kunnugt er hefur verið mikil eftirspurn eftir lit- sjónvarpstækjum og yrðu víst margir glaðir ef innflutningur þeirra vrði gefinn frjáls. -HH. ■\ Stjórnvöld kunna að hafa fengiA nóg af hörkunni. Hér sjast nokkur litajónvarps teakjanna, sem „frusu inni” þegar bann var1 sett viA innflutningi.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.