Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 5
DACiBl.AÐIÐ. ÞRIÐJUDAC.UR 2S. DKSKMBKR 1976.
iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Kerlingin (Guðrún Stephensen) með sálina hans Jóns sins i skjóðunni. DB-m.vndir Bjarnleifur.
Guðrún Stephensen, Jón Gunnarsson og Kristbjörg Kjcld í hlutverk-
um sinum.
Leiklist
Jón bóndi (Helgi Skúlason) að sálast i fleti sínu og kerlingin (Guðrún
Stephensen).
Prestar og postulón
Fjöldi minni hlutverka kemur
við söguna eins og leikhúsgestir
muna. og ástæðulaust að fara að
telja það allt. En ekki fannst mér
mikið verða úr syndaselum, forn-
um félögum Jóns bónda, þar sem
þeir hrapa niður á leið til vítis í
öðrum þættinum. Þá var betra lag
á fornum sveitungum á himnum
þar sem í verunni er svo ósköp
leiðinlegt, en hræsnin drýpur af
þeim sem betur una sér, presti og
postulónum. Þar auka þær líka
leikinn miklum yndisþokka,
Steinunn Jóhannesdóttir: Helga
vinkona kerlingar, og Helga Jóns-
dóttir: sjálf María mey, og Egill
Ölafsson fór smekklega með hlut-
vérk fiðlungs.
Allt á litið var þetta líklega
ekkert slæm jólasýning — úr þvl
Gullna hliðið verður að vera, en
samt má ekki láta reyna á það upp
á nýtt, til hvers það dugi annars
en þess sem áður hefur verið gert.
einlægni og náttúrulegu hlýju
sem er og verður aðal kerlingar.
Hvað sem óskum manns liður
um nývirki á leik og sýningu held
ég að aðalhlutverk leiksins, kerl-
ing, Jón og óvinur, séu fast mótað-
ar mannlýsingar frá höfundarins
hendi og mundi varla bre.vtast til
neinna muna með nýstárlegri
meðförum leiksins. Helgi Skúla-
son lýsti Jóni karlinum líka
grandgæfilega í viðteknum stíl og
anda, öllum hans stráksskap og
gorgeir og óbilandi trausti á for-
sjá kerlingar. Óvinurinn er að
sínu leyti blendnast þessara
þriggja hlutverka, dálítið skrýtin
mixtúra úr íslenskum þjóðlegum
kölska og einhvers konar róman-
tískum uppreisnar-engli með
skáldlegu málskrúði. Erlingur
Gíslason fannst mér reyna að fara
bil beggja með hlutverkið, en
væri kannski betra, eftir anda
sýningarinnar, að leggja meir upp
úr ..þjóðlegu línunni" í meðförum
og ekki síst gervi skratta.
Bingóspjöld
Bingóspjöld fyrirliggjandi í takmörkuöu upplagi,
heildsölubirgöir.
Rolf Johansen og co. s™í 86700
sleppa Jóni karlinum alfarið úr
skjóðunni og sýna hann f.vrir opn-
um tjöldum leikinn út i gegn.
Væri það ekki hægt? Það má
vera: Því verða leikarar og leik-
húsmenn að svara. En sé það
hægt', er hitt augljóst mál, að bæði
hlutverkið í höndum nógu mikil-
hæfs leikara, og leikurinn í heild,
ættu til mikils að vinna.
Minningar og
góðar óskir
En nývirki af þessu eða neinu
öðru tagj voru sem sé ekki reynd í
þetta sinn. Við svo búið er varla
annað að gera en reyna að una
sýningunni eins og hún er, og
verður að vísu fróðlegt að sjá
hvort fornar vinsældir Gullna
hliðsins endast til að vekja áhuga
á og aðsókn að sýningunni og
langan gang í leikhúsinu. Fyrir
minn smekk verð ég að segja, þótt
ég eins og margir aðrir eigi ýmsar.
góðar bernskuminningar um
Gullna hliðið og efni þess, að
þetta sýningarlag nægir ekki til
að kveikja upp í mér áhuga á eða
ánægju af sýningunni. Þetta er
sjálfsagt mín sök, aðrir hafa ef-
laust meira gaman af óbreyttu
Gullna hliðinu eina ferðina enn,
og vera má að það höfði með
óbreyttum hætti frá fyrri sýning-
um til ungra og nýrra áhorfenda.
En þessi reynsla mín er sem sé
ástæða fyrir öllum ofanskráðum
óskum um nýja stefnu og nývirki
í meðförum leiksins.
Að gefnum forsendum og að-
ferð sýningarinnar hygg ég að
vísu að margt megi segja loflegt
um hana. Ef mig rekur rétt minni
til hinnar fyrri sýningar Þjóðleik-
hússins. fyrir tíu árum, hefur
þessi heppnast betur. Þannig held
ég að ekki leiki á tveimur tungum
að Guðrún Stephensen er allra
leikkvenna best til þess fallin um
þessar mundir að leika kerling-
una, enda gerir Guðrún henni
fjarska farsæl skil, hlutverkið
nýtur ríkulega þess mannlegleiks.
Auglýsingastörf
Óskum að ráða sem fyrst starfsfólk a
auglýsingaskrifstofu.
Góð íslenzku- og vélritunarkunnátta
nauðsynleg.
Umsóknum með upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf skal
skilað á afgreiðslu Dagblaðsins, Þver-
holti 2.
Utanáskrift ,,38435“.
MIÐSTÖÐ BENZ-
VIÐSKIPTANNA
22ja manna Benz-rútubHI óskast
Höfum kaupendur að 22ja manna
Mercedes Benz bílum eða
sambærilegum rútum. Æskilegur
aldur 2-3 ár. Upplýsingar á Markaðs-
torginu, Einholti 8, Reykiavík, sími
28590.