Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977. 3 ív Styðjum unga fólkið — íbaráttu þess gegn tóbakinu Spurning dagsins Áhvaðtrúirþú? S.G. skrifar: Á síöustu missirum hafa læknavísindin sannað svo ekki veröur um villzt að reykingar valda mörgum lífshættulegum sjúkdómum og stytta ævi fjöl- margra reykingamanna um mörg ár. Þessar ógnvekjandi staðreyndir hafa að sjálfsögðu vakið ýmsa til umræðna og að- gerða. Öflugri mótmælaöldu gegn reykingum sem Krabbameins- félag Reykjavíkur, undir stjórn framkvæmdastjóra síns, hefur nú vakið meðal skólaæskunnar um land allt hefur því verið vel fagnað af öllu hugsandi fólki. Má vissulega binda miklar vonir við að baráttan gegn tóbakinu beri árangur þegar unga fólkið sjálft tekur höndum saman um að leysa vandann. Haidið áfram, unga fólk, þið sem innan skamms takið við stjórnartaumum okkar hinna eldri og kveðið að fullu niður skaðvaldinn mikia, tóbakið, undir kjörorði vkkar REYKLAUST LAND. Ýmsir úr hópi hinna eldri hafa tekið vel og drengilega undir við unga fólkið og lagt því lið með ýmsum hætti. Þyngstar á metum hafa þar verið ákveðnar yfirlýsingar frá Læknafélagi íslands um skað- semi tóbaks ásamt hvatningu til stjórnvalda um að hefja nú þegar undirbúning að setningu heildarlöggjafar um ráðstaf- anir til að draga úr tóbaks- neyzlu. Ég vil, sem einn úr hópi áhugamanna, taka eindregið undir þessa áskorun Lækna- félagsins til stjórnvalda og jafn- framt minna á að stjórnvöld ýmissa grannþjóða okkar hafa þegar hafizt handa gegn tóbaks- hættunni með róttækum aðgerðum. Minni ég í því sam- bandi aðeins á Norðmenn og Finna. Báðar þær þjóðir hafa samþykkt mjög ákveðin lög gegn tóbaksreykingum og fylgja þeim fast eftir. Norðmenn eru nánir frændur okkar og um margt til fyrirmyndar svo sem kunnugt er. Islenzk stjórnvöld ættu strax að taka þá norsku til fyrir- myndar varðandi aðgerðir gegn reykingum. Það eru þegar 6 ár síðan Stór- þingið norska samþykkti ein- róma að koma á fót stofnun sem hlaut nafnið Statens Tobakk- skaderad, — Tóbaksvarnaráð ríkisins. Ráðið tók þegar til starfa undir stjórn ungs og bráðduglegs manns, Arne Hauknes, og hefur náð feiki- miklum árangri á þessu árabili. Skal í því sambandi aðeins nefnt að ráðið hefur nú átta starfsmenrt í þjónustu sinni og fastan erindrekstur í öllum fylkjum landsins hluta úr ár- inu. Ég hef haft persónuleg kynni af þessum ágæta framkvæmda- stjóra, hef heimsótt hann á skrifstofu ráðsins og notið leið- sagnar hans og ég dáist mjög að hinu þaulskipulagða varnar- starfi Norðmanna gegn reyk- ingahættunni. Hér verður ekki nánar frá því greint að þessu sinni. Ég bendi aðeins á að tæpast mun hægt að leita betri fyrirmyndar og aðstoðar í bar- áttu þessari en hjá frændum okkar, Norðmönnum. Reykingar og hundamál eru ofarlega á baugi þessa dagana. Raddir lesenda Umsjón: JFM Hringiðísíma 83322 kl. 13-15 eða skrifið Athugasemd frá Matthíasi áTeigi Matthías á Teigi bað um að það kæmi fram að bréf hans um loðnuskip o.fl. var ritað og sent löngu áður en Loðnunefnd skilaði áliti sínu. Þetta stafar af því að yfirleitt eru raddir les- enda unnar tvo daga fram í tímann. Seljast göðar barnabækur ekki? Helga Einarsdóttir skrifar: Fyrir nokkrum árum byrjaði að koma út á íslenzku bóka- flokkur eftir norsku skáldkon- una Anne-Cath. Vestly um Aróru í blokk X. Eg fór að kaupa þessar Bækur handa börnum mínum, enda er hér um mjög skemmtilegar og vandaðar bækur að ræða. Nú um daginn hringdi ég í bókaforlagið Iðunni sem gaf út bækurnar og spurðist fyrir um það hvers vegna Iiðin væru heil þrjú ár frá því að sfðasta bók kom út, en ég vissi að síðan hafa komið þrjár Árórubækur á norsku. Ég fékk það svar að forlagið hefði neyðzt til að hætta útgáfu á bókaflokknum því að hann hefði selzt svo illa. Enn væri mikill hluti upplag- anna eftir. Anne-Cath. Vestly er meðal þekktustu barnabókahöfunda á Norðurlöndum. t nýrri norskri bókmenntasögu segir um hana: (þýðing mín) „Anne-Cath. Vestly víll bæta þjóðfélagið. í bókum sínum gagnrýnir hún lífsgæðakapphlaup neyzluþjóð- félagsins, en lofar vináttu, sam- heldni og vellíðan fjölskyld- unnar. í Árórubókunum rikir samheldni og vinátta en þar snýr höfundurinn öllum við- teknum kynhlutverkum við. Pabbi er heima og sinnir heimilisstörfum, ásamt því að vinna að doktorsritgerð, en mamma vinnur úti allan daginn og kemur heim með launaum- slagið um mánaðamót. Hún er góður bílstjóri en pabbi er klaufi að aka og hjálparvana í öllu sem snertir vélar. En hann er Áróru og Sókratesi bróður hennar afbragðsfaðir.“ Jafnvel nú, þegar Árórubæk- urnar eru orðnar afar ódýrar, seljast þær illa. Hver getur orsökin verið? Er okkur alveg sama hvað börnin okkar lesa? Gleypum við bara við hvaða rusli sem er, ef það er nógu litskrúðugt og vel auglýst? En ,hver sem orsökin er, er það sorglegt að fallegar og skemmtilegar barnabækur hætti að koma út. Ur þvi þarf að bæta. 28644 rW.HfJll 28645 AFDREP Fasteignasalan sem er íyðar þjónustu. Ath. Efþér felið okkur einum að annast sölu á eign yðar, bjóðum viðyður lækkun á söluþóknun. Hrounbœr Höfum til sölu eftirtaldar íbúðir: 3ja herb. 90 ferm íbúð á 1. hæð, teppi á gólfum, gott skáparými, flísalagt bað, mikil og góð sameign. Verð 8 til 8,5 millj. 4ra herb. 110 ferm íbúð á 1. hæð, 3 svefnherb., stofa, teppi á gólfum, gott skáparými, mikil og snyrtileg sameign. Eignaskipti Bragagata 3ja herb. 80 ferm íbúð á annarri hæð, íbúðin er öll nýstandsett. Skipti óskast á stærri íbúð, helzt í gamla bænum eða Hlíðunum. Þó kemur margt annað til grcina. Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá. w— Seltjarnarnes Járnklætt timburhús, einbýli, á 1000 ferm eignárlóð. Húsið er kjallari, hæð og ris, mikið endurnýjað. Skipti á 5 herb. íbúð i Langholtshverfi eða Heimahverfi. Opið á laugardag frá kl. 10 til 3, sunnudag frá kl. 1 til 5. ð£drC]l fasteignasala Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 Solumaður Fmnur Karlsson heimasimi 4 34 70 Valgardur Sigurdsson logfr Indriði Indriðason ættfræðingur: Ég er kristinnar trúar og trúi á Guð. Ingveldur Stefánsdóttir hús- freyja: Það segi ég engum. Þó tilheyri ég engum sértrúarsöfn- uði. Þór Magnússon 7 ára: Eg trúi á Dagblaðið. Stundum sel ég það líka og einu sinni týndi ég pening- unum. Stanley Rosenberg leiklistar- kennari: Ætli maöur trúi ekki bara á sjálfan sig, hið æðra í sjálfum sér, það sem sumir kalla guð. Hjörleifur Diðriksson starfs- maður hjá Garðari Gfslasyni hf.: Nú, það er þessi sama, gamla kristni sem maður var fermdur upp á í Þjóðkirkjunni. Orjan Sandelli fiskvinnslumaður frá Sviþjóð: Það er ekki gott að segja. Allavega ekki Múhameð Það er eitt að trúa og annað að lifa samkvæmt trúnni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.