Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977. k Hvafa straumar? Nú rekur hver leiksýningin aöra hér í höfuðborginni og ekki eru þær aldeilis ómerkilegar. I Þjóöleikhúsi eru sýndir stór- meistarar sigildra leikbókmennta og hinna nýrri bókmennta, þeir Shakespeare og Beckett, og í Iðnó er einnig á ferðinni viðburður fyrir okkur íslendinga, endurvak- ið leikrit eftir Halldór Laxness. Straumrof mun hafa verið skrifað árið 1933 í hléum við sköpun Bjarts í Sumarhúsum. Var það sýnt'í Iðnó árið 1934 og vakti þá mikla- athygli og umtal, — var m.a. bapnaö börnum, en ekki var hneykslun nóg til að halda leikriti gangand^ á þeim tima og urðu sýningar aldrei nema fimm. Vís- ast er að t^epitungulaus meðferð höfundar á feimnismálum eins og framhjáhalai og óbeisluðum ástríðum héfur hrist upp í ein- hverjum á þeim tima, — ekki síst í þriðja þætti þar sem frúin og gesturinn elskast meðan húsbónd- inn liggur nár I næsta herbergi. Um uppvakninga I hvert sinn sem bókmennta- verk eru endurvakin verður maður að spyrja sjálfan sig þeirr- ar samviskuspurningar hvort uppvakningin hafi verið þess virði, hvort verkið 'hafi staðist tímans tönn og sé, eins .og útgáfan vill hafa það, „heimsbókmennta- viðburður“. Hvað hið fyrra snert- ir verðum við að svara „já, en...“ en hinu síðara verðum við að ég held að visa frá okkur. Straumrof er umfram allt vel uppbyggt leikrit, kannski einum of nákvæmlega útreiknað og ber keim af náttúrustefnu þeirra Ib- sens og Strindbergs sem höfund- ur hafði athugað vendilega á þeim tíma og er þvi ansi langt frá hinum síðari „ævintýraleikjum" Laxness eins og Dúfnaveislunni og Prjónastofunni. Höfuðpersón- an er, eins og oft i Ibsen og Strindberg, konan frú Gæa Kald- an. I fyrsta þætti er ýjað að tvf- skinnungi hennar og dufl hennar við Má Yman býr okkur undir fangbrögðin við Dag Vestan í slð- asta þætti. I miðþættinum eru sið- an bæði straumhvörf og straum- rof, dauði húsbónda og flótti hús- freyju I fang gestsins, sem jafn- framt er kærasti dótturinnar, og í þriðja þætti eru svo raktar sálar- kvalir þeirra sem geta vart endað nema á einn veg. Gegn efnishyggju Halldór Laxness hefur ein- hvers staðar sagt að hann hafi skrifað leikrit þetta sem eins kon- ar afþreyingu og andstæðu við það sem var að gerast i sögunni af Bjarti í Sumarhúsum. Rétt er að þessi tvö verk virðast sem and- stæðir pólar í fyrstu, en þó er í Straumrofi þungur undirtónn þess andófs gegn efnishyggju sem er svo snar þáttur af Sjálfstæðu fólki. Kaldanhjónin lifa í vellyst- ingum praktuglega en húsbóndi hefur aldrei tima til að njóta þæirra og húsfreyja kemst i lokin £ví að lúxusinn hefur verið henm sem grafhvelfing. Bæði býsriaát þau einnig yfir þvi að útvarpíð »kuli þurfa að segja frá hörmungunv og ódæðum úti í heimi, Það komi þeini ekkert við. Hér er sgm sagt boðskapur, þrátt fyrir það að hijfundur segist i Loftur Kaldan (Jón Sigurbjörnsson) Gæa Kaldan (Margrét Helga Jóhannsdóttir) og Dagur Vestan (Arnar Jónsson). CASITA VERÐUR ÞAÐ ÍÁR Casita hjólhýsið er FELLI- HÝSI. Það er reist á aðeins 30 sekúndum. Þetta er hið glæsi- legasta hjólhýsi sem þér getið valið um í dag. Sem sagt, Casita er framtíðin, því það veldur engri mótstöðu í akstri og bíllinn þinn dregur það hvar sem er. Þetta er undravagn, sannkölluð töfrakerra, allt einangrað og loft bólstrað. Pantið því strax í dag þvi afgreiðslufrestur er stuttur. Munið að aftan í franskan bíl passar aðeins franskt fellihýsi og þó auðvitað Casita. Casita fer sigurför um allan hinn stóra heim. Casita heillar alla, einnig þig. Hallbjörn J.Hjartarson hf. Skagaströnd. Sími 95-4629. Leiklist leikskrá ekki vei“á að boða neina hugsjónastefnu, — og hann er varla tímabundinri. Líklegast er það hin tilfinnirtgalega hlið leik- ritsins sem hefur látið á sjá. Ofur- vald móður yfir dóttur og gagn- kvæm afbrýðisemi þeirra virðist heyra til þröngskorðaðra samfé- lagi en nú er til staðar og sama má kannski segja um sálarfræðina, — „á úrslitastundum ráðum við engu sjálfir",— hún virðist úr tisku. Alltént virðast rithöfundar ekki lengur finna hjá sér þörf til að fjalla um hana. Ofurvald og afbrýðisemi Ofurvald og afbrýðisemi móð- urinnar er hinn rauði þráður verksins og tengist sögunni af kvendraugnum sem drepið hafði dóttur sina á þeim stað þar sem veiði- skáli þeirra Kaldanhjória stendur. En að því sögðu er það ljóst að höfundur hefur yfirstigið allar takmarkanir í sjálfri persónu Gæu Kaldan, sem í meðförum Margrétar Helgu Jóhannsdóttur varð ein eftirminnilegasta kven- persóna sem sést hefur á fjölum hér í langan tíma. Sjálfselska hennar og afbrýðisemi snýst I tak- markalausa örvæntingu í síðasta þætti þegar hún sér f ram á að hún hefur misst bæði eiginmann og elskhuga og örþrifaráð hennar er þvi í eðlilegu samhengi við til- finningar hennar. Hún er því ótvírætt aðalpersóna leiksins og eiginmaður, dóttir og Már Yman eru aðeins óljósar úrklippur til að fylla upp í myndina. Dagur Vest- an er hins vegar sá sem umturnar lífi hennar til fulls en vill svo draga 1 land og var ánægjulegt að sjá Arnar Jónsson aftur I Iðnó leika það hlutverk af sínum þekkta þokka og nærfærni. Jón Sigurbjörnsson var traustur sem endranær í hlutverki föðurins og Ragnheiður Steindórsdóttir náði að gæða fyrirferðarlítið hlutverk ótrúlega mörgum blæbrigðum. Hjalti Rögnvaldsson var sannfær- andi sem hinn pempíulegi Már með móðurkomplexana og Ásta Helga Ragnarsdóttir skilaði sinu i hlutverki þjónustunnar. Ekki má heldur gleyma ágætri leikmynd Steinþórs Sigurðssonar og bún- ingum Andreu Oddsteinsdóttur sem hvortveggja var í takt við eðli verksins sem leikstjórinn, Brynja Benediktsdóttir, hefur augljós- lega skilið til fulls. Alda (Ragnheiður Steindórsdóttir) og Dagur Vestan (Arnar Jóns- son). LAUGAVEGI73 - SÍMIÍS755 Vorum að fá mikið iírval af ferðatöskum og innkaupatöskum Töskuhúsið, Laugavegi 73

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.