Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977.
9
\
Seðlabankastjórn setur dráttar-
vaxtavaxtaákvæði í reglugerðir sínar
—en aðeins má beita þeim ári eftir að skuld er gjaldfallin
Bankastjórn Seðlabankans hefur nú sett dráttar-
vaxtavaxtaákvæði í reglur sínar til innlánsstofnana.
Er DB var að kanna lögmæti dráttarvaxtavaxta fyrir
skömmu, vegna þess að sum sveitaffélög höfðu þann
háttinn á við vaxtaútreikninga, kom í ljós að lögfræð-
ingur Seðlabankans, inhheimtustjórar í Reykjavík,
Hafnarfirði og víðar, auk fleiri lögfróðra manna, töldu
óheimilt að réikna dráttarvaxtavexti.
Þetta langa nafn skýrist þannig að ef skuld gjald-
fellur eru reiknaðir á hana dráttarvextir fyrir hvern
byrjaðan mánuð. Hins vegar hafði a.m.k. eitt sveitar-
fél., sem DB er kunnugt um, þann háttinn á að leggja
saman höfuðstól skuldarinnar frá fyrra mánuði og
dráttarvexti þess mánaðar og leggja nýja dráttarvexti
ofan á þær upphæðir saman. Þessi háttur eykur
skuldina hraðar en þegar alltaf eru reiknaðir dráttar-
vextir á sömu upphæð.
Sumir töldu þetta heimilt en aðrir töldu það ekki.
Enginn gat sagt blaðinu með vissu neitt ákveðið. Er
seðlabankastjórnin ákvað að höfðu samráði við banka-
ráðið nokkrar breytingar á vaxtareglunum í fyrradag
var tekin ákvörðun í þessu máli svo túlkanir manna
væru ekki lengur á reiki.
Ákvörðun bankastjórnarinnar var á þann veg að
leggja mætti saman höfuðstól og dráttarvexti og leggja
síðan dráttarvexti á upphæðina samanlagða fyrst ári
eftir að viðkomandi upphæð er gjaldfallin, alls ekki
mánaðarlega né hálfsárslega, svo dæmi séu nefnd.
Að mati bankastjórnarinnar þurfti að taka ein-
hverja ákvörðun í málinu og féllust menn á að þetta
væri sanngjörn lausn, óalgengt væri að skuld væri i
vanskilum í meira en ár. -G.S.
30-40metra árekstraslóð á
Lækjartorgi
A staurnum lauk árekstrasúpunni. Þrír bílar voru stórskemmdir eftir.
Mjög óvenjulegur árekstur og
slys varð á Lækjartorgi á þriðja
tímanum í gær. Upphafið var að
Toyotu-bifreið með X-númeri var
ekið suður Lækjargötu. Taldi
ökumaður sig vera á aðalbraut og
ætlaði suður yfir mót Hafnar-
strætis án þess að hægja ferð.
í sömu mund kom Sunbeam-
bifreið með K-númeri austur
Hafnarstræti og lentu bílarnir
saman. Var höggið mikið enda
hemlaði hvorugur. K-bíllinn kast-
aði X-bilnum á staura sem festir
hafa verið í götuna til umferðar-
merkinga. Við höggið skemmdist
X-bíllinn mikið og valt við það að
kastast á götustaurana.
Nú kom fát á ökumann K-
bílsins. Hélt hann áfram för og
fór öfugu megin við umferðar-
eyju suður eftir Lækjargötu. Þar
á gatnamótum rakst hann á
Volvobíl með R-númeri og stór-
skemmdi hann. Beið Volvobillinn
þarna kyrrstæður eftir færi að
komast áfram norður Lækjar-
götu.
För K-bílsins hélt enn áfram og
lauk ekki fyrr en á ljósastaur
fyrir framan Stjórnarráðið. Frá
fyrsta árekstri og að staurnum,
sem K-bíllinn stöðvaðist á, eru
30-40 metrar.
Fjórir sem í K-bílnum voru og
ökumaður Toyota-bílsins sem valt
voru fluttir í slysadeild. Meiðsli
munu þó ekki hafa verið alvarleg.
Lögreglumenn áttu í miklum
erfiðleikum við rannsókn slyssins
vegna fólksskara sem að þyrptist
og vildi ekki átakalaust gefa lög-
reglunni vinnufrið til að kanna
för og fleira. Muna lögreglumenn
vart annan eins ágang. Virtist það
ekki skipta máli þó bensín seytl-
aði úr bílnum sem valt. Menn
reyktu og veltu óhappinu fyrir
sér án þess að hugleiða þá hættu
sem af gæti stafað.
-ASt.
Leikstarfsemi íGrindavík:
Leitað athvarf s í
gömlu kvenfélagshúsi
Gasljós eftir Patric
Hamilton er annað verkefni
hins dugmikla Leikfélags
Grindavíkur á þessu leikári og
verður frumsýnt I kvöld. Nú
hefur leikfélagið skipt um að-
seturstað. Þótt Festi sé stórt og
glæsilegt, er erfitt að koma þar
fyrir sjónleikjum. Þess vegna
hefur leikfélagið leitað at-
hvarfs í gamla kvenfélagshús-
inu í Grindavík. Það er lítið,
tekur 125 manns, en er notalegt
og leikhúslegt og sviðið er gott.
Leikfélagið hefur mikinn
hug á að gera húsið að föstum
aðseturstað. Þar gæti það
geymt hina ýmsu muni sína og
æft hindrunarlítið en í húsinu
er einnig rekinn tónlistarskóli.
Fyrirhugað er að byggja álmu
við Festi, meðal annars til,
leikstarfsemi.
Leikritið Gasljós er í þýðingu
Ingu Laxness. Með aðalhlut-
verk fara: Manningham: Lúð-
vík Jóelsson, Bella kona hans:
Erna Jóhannsdóttir, Rough
leynilögreglumaður: Gunnar
Tómasson, Elfsabet eldabuska
og ráðskona: Guðveig Sigurðar-
dóttir • og Nancy þjónustu-
stúlka: Kristín Pálsdóttir. Leik-
stjóri er Magnús Jónsson en
leiktjöld gerði með mikilli
prýði Evelyn Adólfsdóttir.
Það er mikil gróska í leiklist-
arlífi Suðurnesja. Litla leikfé-
lagið I Garðinum hefur sýnt
Koppalogn Jónasar Árnasonar
og jafnframt kynnt Jónas á 6
sýningum fyrir fullu húsi, 1 í
Garði, 4 i Kefiavík og 1 í Félags-
garði f Kjós. Leikfélag Kefla-
víkur mun f aprflbyrjun frum-
sýna Er á meðan er f Stapa.
EVI/emm
Að saklausir fái leið-
réttingu mála sinna
Dagblaðinu barst í gær
yfirlýsing frá mönnunum
tveimur sem báru út dreifibréf
í Hafnarfirði á þriðjudaginn og
skýrt var að nokkru frá í gær.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
„Við undirritaðir lýsum yfir
því, að enginn af prestum þeim,
sem bjóða sig fram við prests-
kosningar f Hafnarfirði nk.
sunnudag, né neinn þeim
tengdur á nokkurn hátt, stend-
ur á bak við dreifibréf það, sem
borið var út í Hafnarfirði sl.
þriðjudag. Við væntum þess,
að allir sýni drengskap f máli
þvf, sem dreifibréfið fjallar
um, og að saklausir fái leiðrétt-
ingu mála sinna, eins og reynt
hefur verið margftrekað við
rétt yfirvöld og viðkomandi
aðila í 16 mánuði og nú síðast
dagana 10.-15. þ.m.“
Yfirlýsingin er undirrituð af
þeim Carli J. Eiríkssyni og
Halldóri Þ. Briem.
Carl Eirfksson bað blaðið að
leiðrétta að hann hefði verið
stöðvaður við dreifingu bréfs-
ins. Hann hefði óáreittur dreift
bréfinu og mætt seint um kvöld
til yfirheyrslunnar.
Háteigskirkja á sunnudaginn:
Kdrinn og orgelið predika
Sú tilbreyting verður við
guðsþjónustuhald f Háteigs-
kirkju á sunnudaginn að f stað
predikunar prestsins verður
hugleiðing í tónlist sem kirkju-
kórinn og orgelið flytja undir
stjórn organistans, Martins H.
Friðrikssonar.
Auk þessarar hugleiðingar f
tónlist mun kórinn flytja föstu-
tónlist, lesnir verða þættir úr
píslarsögunni og sr. Tómas
Sveinsson mun flytja bæn.
Guðsþjónustan hefst kl. 5. -G.S.
oyota-bfllinn snerist við og hvolfdi við fyrsta höggið.
DB-myndir Sveinn Þormóðsson
Ekki beðið eftir reglugerð
Rafmagnshitunarkerfin
í Þoriákshöfn athuguð
„Þvf miður þarf oft eitthvað
að ske áður en nokkuð er gert.
Við höfum nú fengið pfpulagn-
ingamann og annan mann hon-
um til aðstoðar til þesS að yfir-
fara kerfin,“ sagði Svanur
Kristjánsson sveitarstjóri
Ölfushrepps er við spurðum
hvort hreppurinn hefði haft
forgang um að hafa eftirlit með
rafmagnshitunarkerfunum í
Þorlákshöfn. Svo sem kunnugt
er varð ketilsprenging f slfku
kerfi í Þorlákshöfn sl. föstudag.
Var mesta mildi að ekki skyldi
hljótast dauðaslys af er milli-
veggur hrundi yfir borðkrók í
eldhúsi rétt fyrir hádegi.
Svanur sagði að árlega færi
fram eldvarnaeftirlit og tengdu
þeir þessi tvö atriði saman, eld-
varna— og hitunarkerfiseftir-
litið.
„Þetta er allt of alvarlegt til
þess að hægt sé að bfða eftir
reglugerð um eftirlit rafmagns-
hitunarkerfanna." sagði Svan-
ur og bætti við að þvf miður
væri það aðeins einn og einn
eigandi húsa með svona kerfi
sem tæki það upp hjá sjálfum
sér að láta athuga þau hjá sér.
„Mér þykir trúlegt að einnig
verði farið f að athuga kerfin í
sveitinni," sagði hann. „Það
liggur í augum uppi að það er
rökrétt."
Við ræddum við Friðgeir
Grfmsson . öryggismálafulltrúa
rikisins og sagðist hann vænta
tillagna frá þeim mönnum sem
að reglugerðinni vinna innan
skamms tíma.
EVI