Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 12
 DAGBLAÐIÐ .FQSTUDAGUR 18...MARZ-4ft7-7- Íþróttír Iþróttir Iþróttir Iþróttir Stefán Halldórsson — annar frá hægri — skorar annað mark Royale línion um sfðustu helgi. Þrumufleygur efst í markhom Malines! — Sennilega eitt fallegasta mark, sem ég hef skorað á æfinni, segir Ásgeir Liege 14. marz 1977. 25. umferðin í belgísku 1. deildarkeppninni hafði ekki miklar breytingar í för með sér á stöðu efstu og neðstu liða. Þrjú efstu liðin unnu öii sina leiki á meðan þrjú neðstu töpuðu sínum. Einu óvæntu úrslit helgarinnar voru tap Lokeren 0-2 fyrir Antwerpen á heimavelii. Lið Nowak hafði ekki tapað stigi í síðustu sjö leikjum í röð. FC Brugge lék heima á laugar- dagskvöld við Winterslag. Leikur liðsins var ekki nógu sannfærandi og svo fór að þeir máttu þakka fyrir að hljóta bæði stigin. Belg- íski landsliðsmaðurinn Julien Cools, sem er í frábæru formi þessa dagana, skoraði eina mark FC Brugge í byrjun síóari hálf- leiks eftir sendingu frá Dananum Le Fevre. Le Fevre, sem mun ljúka við samning sinn hjá FC Brugge þetta keppnistímabil, hefur gefið út þá yfirlýsingu, að hann muni láta staðar numið sem atvinnuknattspyrnumaður og halda heim til Danmerkur. Le Fevre er fæddur 25. júní 1946 og verður því 31 árs í júní. Þrír aðrir leikir voru leiknir d laugardagskvöldið. Anderlecht lék heima á Park Astrid og átti í erfiðleikum með Courtrai. Ludo Coek skoraði fyrra markið á 23. mín. með skalla og þannig var staðan í hálfleik. Cour- trai sótti öllu meira í leiknum og voru mjög óheppnir að skora ekki mark eða mörk. Vörn Anderlecht er orðin alvar- legur höfuðverkur fyrir Raymond Gothals þjálfara eftir að Van den Daele meiddist fyrir nokkrum vikum. Þetta gæti haft alvarleg áhrif á úrslitin í leik Anderlecht við Southampton í Evrópukeppni bikarhafa. (Southampton vann 2- 1, en Anderlecht komst áfram). Rensenbrink skoraði svo seinna markið seint í síðari hálfleik með góðu skoti. Beerschot og Beringen náðu aðeins jafntefli á heimavöllum sínum þrátt fyrir töluverða yfir- burði. Beerschot lék við CS Brugge 1-1 og Beringen 0-0 við Charleroi. Standard vann mjög svo sann- færandi sigur á FC Malinés 4-0 og hefði sá sigur auðveldlega getað orðið helmingi stærri. Undirritaður skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mín. eftir horn- spyrnu Helmut Graf. Graf sendi fasta spyrnu á stöngina nær, þar sem mér tókst að skalla í netið. Annað markið kom lika eftir hornspyrnu tekna af Gorez. Gorez sendi snúningsbolta á stöngina fjær þar sem Thaeter skallaði framhjá Wer Belen, markmanni Malines. Þriðja markið skoraði undir- ritaður með þrumuskoti af um 30 m færi, sem hafnaði efst í mark- horninu hægra megin án þess að markmaður Malines fengi tima til að hreyfa sig. Þetta er sennilega eitt fallegasta mark, sem ég hef skorað á æfinni. Þannig var staðan í hálfleik. t síðari hálfleik bætti Gorez fjórða markinu við og sigurinn því inn- siglaður. RWDM heimsótti A.S. Ostende og sigraði verðskuldað 3-2 eftir að hafa komizt í 3-0 stuttu eftir hálf- leik. Nielsen var bezti maður RWDM í þessum leik og skoraði tvö mörk. 2. deild Royal Union vann sannfærandi sigur á neðsta liðinu Eupen 4-1. De Bolle skoraði fyrsta markið á 21. mín. og Stefán Halldórsson skoraði annað á 38. mín. með skalla. í þeim seinni skoraði Paul Philippe, fyrrum leikmaður Standard, þriðja markið beint úr aukaspyrnu. Lehaigt bætti fjórða markinu við á 62. mín. Bæði Boom og Eisden töpuðu sitt hvoru stiginu og nálgast Union þau lið nú óðum aftur. Kveðja Asgeir Sigurvinsson. KNATTSPYRNAN í BELGÍU Sigurvinsson KR varð sigurvegari í meistaramóti Reykjavikur í sundknattleik. Sigraði Armann í úrslitaleik mótsins 6-5 í hörkuskemmtilegum leik nú i vikunni. Ólafur Gunnlaugsson skoraði öll mörk KR, en Stefán Ingólfsson 2, Pétur Pétursson 2 og Birgir Viðar Haildórsson fyrir Armann. A myndinni að ofan eru meistarar KR. Frá vinstri Þorsteinn Hjálmarsson, þjálfari, Þórður Ingason, Guðmundur Guðmundsson, Hafþór Guðmundsson, Sigursteinn Guðmundsson, Stefán Andrésson, Sigmar Björnsson, og Erlingur Jóhannsson. A myndina vantar Ólaf Gunnlaugsson, sem skoraði flest mörk KR í mótinu. DB-mynd Bjarnleifur. ÞJALFARA DERS VISAÐ UR H0LI —og liðið hefur kært leik sinn við I Minden 14. marz 1977. Núna um heigina fór fram 17. og næstsíðasta umferðin í þýzku Bundesligunni. Síðasta umferðin verður svo leikin þann 26. marz. Fyrir þá umferð hefur ýmislegt skýrzt. í norðurdeild fara Dankersen og Rheimhausen áfram og leika í úrslitakeppninni. Essen og Berlin eru þegar fallin, en baráttan um hin tvö sætin stendur á milli þriggja liða Derschlag, Wellinghofen og Grambke. Grambke stendur verst að vígi, er einu stigi á eftir hinum tveim og á eftir að leika við Nettelstedt. Derschlag og Wellinghofen berjast innbyrðis í síðustu umferð. I suðurdeild hefur Grosswallstadt tryggt sér sigur í deildinni og leikur þvi í úrslitakeppninni. Um annað sætið berjast Hofweier og Hutten- berg. Þessi lið hafa 22 stig og eiga bæði frekar auðvelda heimaleiki eftir. Ef svo fer að bæði vinna, þá fer fram úrslitaleikur þeirra á milli, þar sem markatalan er ekki látin ráða að átján leikjum loknum. Lið Rintheim, Leutershausen, Wiesbaden og Ossweil eru þegar fall- Norðurdeild Engin óvænt úrslit áttu sér stað um þessa helgi. Dankersen heimsótti Phönix Essen og vann 23-15. Staðan í hálfleik var 10-9 Dankersen í vil. í byrjun seinni hálfleiks náði Danker- sen afgerandi forustu og vann auð- veldlega. Rheinhausen tók á móti Derschlag. Derschlag barðist af miklum krafti og lagði allt í sölurnar til að næla sér í stig, sem kæmi sér vel í fallbarátt- unni. Reynsla og góður stuðningur hinna 3000 áhorfenda gerði þó út- slagið á sigur Rheinhausen, 25-22. Derschlag hefur nú sent inn kæru vegna heimaleiks síns gegn Gummersbach. Þann leik vann Gummersbach, en Derschlag kærir á þeirri forsendu að einn af leik- mönnum Gummersbach, Karl Heinz Nolde, hafi ekki átt rétt á þátttöku í leiknum. Nolde er þjálfari 6. deildar- liðs og var vísað út úr íþróttahöll, þar sem lið hans lék. Þar með hafi hann átt að fara sjálfkrafa í leikbann. Þá hefur Derschlag einnig kært leik sinn við Dankersen. í þeim leik var þjálfara Derschlag vísað út úr Ólafur H. Jónsson Handboltapunkta frá V>Þýzkaland in úr deildinni. Þá staðreynd ' að átta lið falli úr hundeslígunni eiga margir erfitt með að sætta sig við. Segja má með nokkurri vissu að forráðamenn allra liða séu nú and- vígir sameinaðri bundeslígu. Þeir menn, sem á sínum tíma greiddu at- kvæði með þessari tillögu Vlado Stenzels landsliðsþjálfara, eru nú orðnir andstæðingar hennar. Þó eflaust sé hægt að gera handknatt- leikinn enn athyglisverðari og skemmtilegri með þessari breytingu, þá er ekki hægt að líta framhjá þeim geysimikla kostnaði, sem félögin þurfa að leggja út i. Til dæmis þarf lið Kiel að greiða rúmar 800 þúsund krónur í ferðakostnað, þegar liðið leikur í Miinchen. Fyrir stuttu samþykkti þýzka hand- knattleikssambandið þá breytingu að lengja skyldi tímann fyrir leikmenn, sem skipta um félag þar til þeir geta hafið leik með nýja félaginu. Áður var reglan sú að leikmenn þurftu að bíða í tvo mánuði. Nú hefur biðtím- inn lengzt í sex mánuði. Gildir þetta um leikmenn 1. og 2. deildar. Nú þegar komin er hreyfing á leikmenn. Til dæmis hefur markvörðurinn Martin Karcher yfirgefið Dankersen og landsliðsmaðurinn Boczkowaski yfirgaf Grambke. Sennilega munu báðir leika f.vrir Nettelstedt á kom- andi timabili. Vafalaust eiga fleiri breytingar eftir að eiga sér stað á næstunni. Foreman tapaði Jimmy Young kom mjög á óvart i gær í San Juan á Puerto Rico og sigraði George Foreman á stigum í 12 lotu keppni i þungavigt i hnefa- leikum. Fyrir leikinn stóðu veðmálin Foreman 3-1 i hag. höllinni, -óréttilega að sögn Derschlagsmanna. SVo gæti farið að sá leikur verði endurtekinn. Kiel lék gegn Wellinghofen og vann 9-8. Hér var um hörkuleik að ræða, þar sem hinir 7000 áhorfendur í Ostseehalle voru vel með. Með þessum sigri tryggði Kiel veru sína í deildinni. Grambke sótti Gummers- bach heirn og varð að þola tap 22-19. Nettelstedt vann Fuchse frá Berlin létt 21-11. Byrjun leiksins var nokkuð góð, en eftir að Nettelstedt hafði náð afgerandi forustu varð leikurinn hálfleiðinlegur fyrir 1400 áhorfendur í Lubbecke. Suðurdeild. Eins og áður sagði, hefur Gross- wallstadt tryggt sér sigur í deildinni. Liðið lék í Dietzenbach og gerði jafn- tefli 10-10 í miklum baráttuleik. Hofweier og Huttenberg léku bæði á útivelli og unnu. Hofweier í Leutershausen 18-11 og Huttenberg í Rintheim 14-9. Göppingen, lið Gunnars Einarssonar, lék gegn botnliðinu Ossweil og náði sigri 21-18. Þar með tókst Göppingen að tryggja áframhaldandi bundeslígunni. Staðan er nú þannig: Norðurdeild veru sína í Dankersen 17 15 0 2 337-262 30 Rheinh. 17 14 0 3 305-260 28 Gummersb. 17 11 0 6 333-268 22 Nettelstedt 17 10 1 6 324-265 21 THW Kiel 17 8 1 8 261-264 17 Derschlag 17 7 0 10 282-277 14 Wellingh. 17 6 2 9 239-255 14 Grambke 17 6 1 10 276-304 13 Rein. Ftichse 17 3 0 14 243-326 6 Ph. Essen Suðurdeild 17 2 1 14 261-380 5 Grosswallst. 17 11 3 - 3 240-207 25 Húttenberg 17 10 2 5 259-231 22 Hofweier 17 10 2 5 277-259 22 Göppingen 17 10 1 6 271-249 21 Dietzenb. 17 8 4 5 263-251 20 Milbertsh. 17 8 3 6 222-229 19 Rintheim 17 5 2 10 250-248 12 Wiesbaden 17 3 5 9 242-288 11 Litla bikarkeppnin á Litla bikarkeppnin í knatt- spyrnu hefst á morgun, laugar- dag, og þá verða leiknir tveir leikir. 1 Kópavogi leika UBK <ig IBK, en á Akranesi IA og FII. Auk þessara fjögurra liða taka Haukar þátt í keppninni. Alls verða 10 leikir í Litlu bikar-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.