Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977. HMEBIAÐIÐ frjálst, áháð dagblað Utgefandi DagblaAiA hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jórt Sævar Baldvinsson. Handrit: Asgrímur Pálsson. BlaAamenn! Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur SigurAsson, Hallur Hellsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrin Pálsdóttir, Kristín LýAs dóttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, HörAur Vilhjálmsson, $veinn ÞormóAsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. 'iaUdórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuAi innanlands. i lausasölu 60 kr. eintakiA. Ritstjóm SíAumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiAsla Þverholti 2, simi 27022. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerA: Hilmir hf., SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Öumflýjanleg endalok Samtök frjálslyndra og vinstri manna neita að við- urkenna endalok sín. Talað er um framboð um allt land í næstu kosningum. Reynt er að blása lífi í hina framliðnu fram- kvæmdastjórn með því að setja nýja nefnd við hlið hennar. Vafalaust geta Samtökin að nafninu til haldið uppi flokks- deildum. Einnig á Vestfjörðum finnast menn, sem ekki vilja gefast upp með flokkinn. En í rauninni er þetta vonlaust strit, sem greinilega sést, þegar litið er á fylgi flokksins í síðustu kosningum. Karvel Pálmason, eini kjördæmakjörni þing- maður flokksins, lýsti því yfir á fundi hans, að hann mundi ekki fara í framboð fyrir flokkinn að nýju. Helztu foringjar flokksins í Vestfjarða- kjördæmi hafa stefnt að framboði með Alþýðuflokknum með Karvel og Jón Baldvin Hannibalsson í broddi fylkingar. Vitað er, að fylgi flokksins á Vestfjörðum var ekki fylgi við stefnu Magnúsar Torfa Ólafssonar, heldur réói gamalt persónufylgi Hannibals Valdimars- sonar, sem yfirfærðist á son hans og krónprins Hannibals, Karvel. Samtökin eiga enga von í þingmanni á Vestfjörðum, þegar þessa nýtur ekki. Mestu skiptir þó, að Samtökin hafa eng- an tilgang lengur. Þeim hefur mistekizt hið mikla ætlunarverk sitt. Þau gegna engu sér- stöku hlutverki í stjórnmálum. Listi Samtakanna i Reykjavík fékk í síðustu alþingiskosningum aðeins 1650 atkvæði og eng- an mann kjörinn. Þetta voru aðeins 3,4 prósent atkvæða. Miklu munaði, að efsti maður listans í Réykjavík, Magnús Torfi Ólafsson, yrði kjördæmakjörinn. 12. þingmaður Reykjavíkur, Albert Guðmundsson, fékk 3432 atkvæði, þegar honum er reiknaður sjöundi hluti af atkvæða- magni Sjálfstæðisflokksins. Magnús Torfa vantaði því 1782 atkvæði til að ná kosningu. Samtökin hefðu orðið að gera betur en að tvöfalda fylgi sitt í borginni til að fá mann kjörinn. Jafnvel Karvel var tæpur. Hefði hann fengið 112 atkvæðum færra, hefði hann fallið fyrir þriðja manni á lista Sjálfstæðisflokksins. Samtökin voru í síðustu kosningum hnígandi flokkur. Verkalýðssveitin í flokknum, sem var ein meginstoð hans, var á leið út úr honum. Á síðasta Álþýðusambandsþingi voru Samtaka- menn taldir með Alþýðuflokksmönnum í þeim flokkspólitísku átökum og hrossakaupum, sem þar stóðu. Eftir stendur í flokknum nokkuð sundurleitur hópur og menntamenn umhverfis Magnús Torfa Ólafsson. Fráhvarf Bjarna Guðnasonar og ötulla fylgismanna hans var mikið áfall fyrir Reykjavíkurdeildina. Því fer fjarri, að deildin í borginni hafi rétt úr kútn- um. Þvert á móti hefur brotthlaup manna þaðan haldið áfram. Flokkurinn, sem ætlaði að sameina jafnaðar- og samvinnumenn og vinna á flokksræði og samtryggingu, hefur sjálfur dottið upp fyrir vegna óeiningar. Málsvarar sameiningarinnar, Hannibal og Björn Jónsson, eru burtu, og einnig málsvari baráttunnar gegn sam- tryggingunni, Bjarni Guðnason. Því er þaö rétt stefna hjá Karvel Pálmasyni að viðurkenna strax endalok Samtakanna. Að biðjast af- sökunar áa orða Vestur-þýzki kjarneðlisfræðingurinn Klaus Traube fær uppreisn æru—var grunaður um að ætla að selja hryðjuverkamönnum var Traube sagt upp stöðu sinni semyfirmanni kjarnorkuvers. Der Spiegel kemur til sögunnar Nú lá málið í láginni í all- langan tíma, eða þar til í byrjun marz. Þá kom vestur-þýzkt tímarit — Der Spiegel að sjálf- sögðu — með söguna í heild sinni og setti allt á annan end- ann. Engum úr stjórninni eða leyniþjónustunni dugði samt að þræta. Der Spiegel hafði aflað sér leyniskjala þar sem sagan var skráð svört á hvítu. Þegar í stað tóku að heyrast raddir um að innanríkisráð- herrann ætti að segja af sér. Stranglega er bannað sam- kvæmt stjórnarskrá landsins að hlera heimili manna og beita hlerunum yfirleitt. Þá eru Þjóðverjar ávallt sérlega við- kvæmir fyrir öllum lögregluað- gerðum sem minna á starfsað- ferðir Gestapó. Ofan á allt þetta bættist síðan að Maihofer inn- anríkjsráðherra er lögfræðing- ur að mennt og lögfræðingar, sem leika sér að því að brjóta stjórnarskrána, eiga ekki að gegna valdaembættum. Traube hótaði að höfða mól Traube sjálfur hafði tekið brottvikningu sinni úr starfi létt eftir atvikum, eða að minnsta kosti ekki gert neitt veður út af henni. Nú kom hann fram í sjónvarpi og krafð- ist þess að fá gömlu vinnuna sína aftur. Til viðbótar fór hann fram á að innanríkisráð- herrann bæði sig afsökunar! Að öðrum kosti myndi hann höfða mál á hendur ráðherranum fyrir stjórnarskrdrbrot. Werner Maihofer og ríkis- stjórnin svöruðu fyrir sig. Sagt var að maður i jafnviðkvæmri stöðu og Klaus Traube væri umsvifalaust tortryggður ef hann væri í kunningskap við verkamönnum hlutdeild í kjarnorkuleyndarmálum Vest- ur-Þýzkalands, — og að honum væri velkomið að taka við fyrri stöðu sinni. Um hvað snýst annars mál Klaus Traube, 49 ára gamals kjarneðlisfræðings, sem fær ráðherra til að tilkynna í þing- sal að sé sýkn allra saka? Laumuðu hljóðnema ó skrifborð Traubes Hverfum aftur til gamlárs- dags 1975. Þá brutust vestur- þýzkir leyniþjónustumenn inn i hús Traubes og komu fyrir hljóðnemum i skrifborði hans. Nokkrum dögum áður hafði einn af kunningjum Traubes, Hans-Joachim Klein, átt þátt í vopnaðri árás á aðalstöðvar samtaka olíuflutningsríkja, OPEC, í Vín. Þar létu þrir lífið. Vestur-þýzku leyniþjónust- unni var kunnugt um að Klaus Traube átti vafasama vini og að Klein hafði eitt sinn eytt heilli helgi á heimili hans. Þá var ekki síður tortryggilegt sam- band hans við konu að nafni Inge Hornischer sem hins veg- ar var kunnug Andreas Baader. Með þetta í huga fyrirskipaði innanríkisráðherrann, Werner Maihofer, að hlera heimili Traubes. Hlerunaráætlun þessi hlaut nafngiftina „áætlun sorp". Hleranirnar bóru engan órangur „Aætlun sorp" bar engan WERNER MAIHOFER innanrikisráðherra: Honum leiðst að þver- brjóta vestur-þýzku stjórnarskrána. kjarnorkusprengju Vestur-þýzka kjarnorkuvís- indamanninum Klaus Traube var á miðvikudaginn veitt upp- reisn æru. Þá stóð innanríkis- ráðherra landsins, Werner Maihofer, upp í neðri deild þingsins og sagði Traube hrein- an af grun um að hafa ætlað að veita alþjóðlegum hermdar- árangur. Klaus Traube sagði ekkert og aðhafðist ekkert sem bent gæti til þess að hann hyggðist Iáta hermdarverka- mönnum í té uppskriftir að kjarnorkusprengjum eða jafn- vel stela plútóníum, eins og ráð- herran sagði sfðar að hann hefði óttazt mest. Engu að síður KLAUS TRAUBE: Hann endurheimti æruna og fékk þar með heila ríkisstjórn til að beygja sig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.