Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 23
DACiBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977. i Utvarp 23 Sjónvarp Dana Andrcw og Henry Fonda ásamteinum af meðleikurum sínum i bfómynd kvöldslns. Sjónvarp íkvöld kl. 22.10: Fínn vestri á skjánum Vestraunnendur geta vel við unað um þessar mundir því í kvöld er ágætis vestri á skjánum, — annar á skömmum tíma. Kl. 22.10 í kvöld er mynd- in Atvikið við Uxaklafa, The Ox-Bow Incident, á dagskrá sjónvarpsins. Þetta er banda- rísk mynd frá árinu 1943 og fara Henry Fonda og Dana Andrews með aðalhlutverkin. Mynd þessi fær fjórar stjörnur í kvikmyndahandbók- inni og þar segir ennfremur að þótt ekki sé mikið borið í þessa mynd sé hún alveg prýðileg. Efni myndarinnar komist svo vel til skila að áhorfendur sitji næstum lamaðir eftir! Myndin gerist árið 1885 í Villta vestrinu. Lögreglustjóri lítils bæjar er fjarverandi þegar fréttir berast um að bóndi I grenndinni hafi verið myrtur. Bæjarbúar hafa engin umsvif en vilja leita morðingj- ann uppi og taka hann af lífi án dóms og laga. Sýningartimi myndarinnar er ein klukkustund og fimmtán mínútur. Þýðandi er Dóra Haf- steinsdóttir. A.Bj. Útvarp í kvöld kl. 20.45: Myndlistarþátturinn Hver er starf saðstaða og framtíðarmöguleikar Myndlista- og handíðaskólans og nemenda hans? Myndlistarþátturinn er á dag- skrá útvarpsins í kvöld kl. 20.45. Þóra Kristjánsdóttir sér um þátt- inn. Fjallað verður um Myndlista- og handíðaskólann, rætt við skóla- stjórann Hildi Hákonardóttur og, tvo kennara skólans, Björn Th. Björnsson og Magnúts Pálsson. Einnig verður rætt við nokkra nemendur um skólann, starfs- aðstöðuna þar og framtíðarmögu- leika. Nemendur úr skólanum voru með basar í Bernhöftstorfunni um síðustu helgi og vildu með honum afla fjár til námsferðar til útlanda sem fyrirhuguð er innan skamms. A.Bj. Q Útvarp Föstudagur 18. marz 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Viðvinnuna: Tónleikar. 14.30 MiAdogisMgan: „Bon Húr", saga frá Krísts dögum eftir Lewis Wallaca. Sigurbjörn Einarsson þýddi. Ástráð- ur Sigursteindórsson les (3). 15.00 MiAdegistónleikar. Fílharmoníu- sveitin i Vín leikur Slavneska dansa op. 46 nr. 1. 3 og 8 eftir Dvorák; Fritz Reiner stjórnar. Erika Köth, Rudolf Schock og fleiri syngja með kór og hljómsveit þætti úr „Meyjaskemm- unni‘‘ eftir Schubert; Frank Fox stjórnar. 15.45 Lasin dagskrá nasstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. Vignir Sveinsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga bamanna: „Systumar í SunnuhllA" eftir Jóhönnu Guðmunds- dóttur. Ingunn Jensdóttir leikkona les (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mngsjé. Umsjón Nanna Olfsdóttir. 20.00 Pianókonsert nr. 2 í B-dúr op. 83 eftir Brahms. Richard Goode, sigurveg- ari 1 Klöru Haskil pianókeppninni 1973, leikur með Suisse Romande hljómsveitinni; Jean Marie Auberson stjórnar. — Frá svissneska útvarpinu. 20.45 Myndlistarþéttur f umsjá Þóru Kristjánsdóttur. 21.15 Kórsöngur. Sænski útvarpskórinn syngur ungversk þjóðlög. Söngstjóri: Eric Ericson. 21.30 ÚtvarpsMgan: „Blúndubörn" eftir Kirsten Thorup. Nfna Björk Arnadóttir les þýðingu sfna (15). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusélma (35). 22.25 LjóAaþéttur. Umsjónarmaður: Njörður P. Njarðvfk. 22.45 Afangar. Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.35 Fréttir. Einvígi Horts og Spasskýs. Jón Þ.Þór lýsir lokum 9. skákar. Dag- skrárlok kl. 23.55. Laugardagur 19. marz 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 8.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbsen kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00. Gyða Ragnarsdóttir heldur áfram að lesa söguna „Siggu Viggu og börnin I bænum" eftir Betty McDonald (3). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristfn Sveinbjörnsdóttir kynnir. Bamatími kl. 11.10: Inga Birna Jónsdóttir stjórnar tfma með fyrir- sögninni: Þetta arum viA aA gera. Rætt við fermingarbörn hjá sr. Ama Páls- syni f Kópavogi og kvikmyndagerð I Alftamýrarskóla. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. Sjónvarp ii Föstudagur 18. mars 20.00 Fréttír og veAur 20.25 Auglýsingar og dagskré. 20.30 SkákeinvígiA 20.45 PrúAu leikaramir. Gestur leik- brúðanna í þessum þætti er söng- konan Iæna Horne. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Litur. 21.10 Kastljós. Þáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður Omar Ragnars- son. 22.10 AtvikiA viA Uxaklafa (The Ox-Bow Incident) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1943. Aðalhlutverk Henry Fonda og Dana Andrews. Myndin gerist í „villtra vestrinu" árið 1885. Þær fréttir berast til smábæjar, að bóndi úr nágrenninu hafi verið myrtur. Þar sem lögreglustjórinn er fjarverandi, vilja allmargir bæjarbúar leita morðingjann uppi og taka hann af lífi án dóms og laga. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.25 Degskréríok. Sjönvarp íkvöld kl. Prúðu leikararnir einna beztir að margra dómi í kvöld eru prúðu leikararnir á dagskrá sjónvarpsins kl. 20.45. Þeir fá söngkonuna Lenu Horn I heimsókn. Hún er nú komin nokkuð til ára sinna en var mjög fræg á sínum tfma. M.a. var hún fræg fyrir nauæra meðferð lagsins Stormy weather. Prúðu leikararnir eru einn af fáum sjónvarpsþáttum sem sendir eru út í lit. Að margra dómi er þetta einhver skemmtileg asti „skemmtiþáttur“ sem sjón- varpið hefur tekið til sýninga og er það ekki sízt fyrir frábæra þýð- ingu Þrándar Thoroddsen. A.Bj. B r- ! I IH CZ í j _______________________________! iiijg y-i.i, u Lj H Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 éft ^s\eös V*#1. wett' ’iauw'líi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.