Dagblaðið - 18.03.1977, Page 22
22
1
STJÖRNUBÍÓ
8
Islenzk kvikmynd í litum on á
breiðtjaldi.
Aðalhlutverk:
(iuðrún Asmundsdóttir,
Steindór Hjörleifsson,
Þóra Sigurþórsdóttir.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Hækkað verð.
Miðasala frá kl. 5.
1
GAMIA BIO
8
Rúmstokkurinn
er þarfaþing
Ný, djörf, dönsk gamanmynd og'
tvímælalaust skemmtilegasta
„rúmstokksmyndin" til þessa.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
LAUGARÁSBÍÓ
8
frumsýnir
Jónatan mófur
The Hall Bartlett Film
Jonathan
Livingston
Seagull
hom Iht book br Richard Bach
(öl<n» PanavisionS Color by Deluxe^
A Paramount Pictures Release
Ný bandarisk kvikmynd, einhver
sérstæðasta kvikmynd seinni ára.
gerð eftir metsölubók Richard
Back.
Leikstjóri: Hall Bartlett.
Mynd þessi hefur verið sýnd í
Danmörku, Belgíu og í Suður-
Ameríku við frábæra aðsókn og
miklar vinsældir.
Sýnd kl, 5, 7, 9 og 11.
tslenzkur texti.
1
HAFNARBÍO
8
Konungsdraumur
Frábær bandarísk litmynd með
Antony Quinn og Irene Papas.
íslenzkur texti.
Endursýnd kl, 7, 9 og 11.15.
Skotglaðar stúlkur
Spennandi litmynd. Bönnuð
innan 16 ára.
Endursýnd kl. 1, 3 og 5.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977.
NÝJA BIO
8
Royal Flash
Ný bandarísk litmynd um
ævintýramanninn Flashman,
gerð eftir einni af sögum G. Mac-
Donald Fraser um Flashman, sem
náð hafa miklum vinsældum er-
lendis. Aðalhlutverk: Malcolm
McDowelí, Alan Bates og Oliver
Reed.
Bönnuð innan 12 ára.
Vegna fjölda áskorana verður
myndin sýnd aftur í nokkra daga.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
HÁSKÓLABÍO
8
Landið, sem gleymdist
(The land that time forgot)
Mjög athyglisverð mynd, tekin í
litum og cinemascope, gerð eftir
skáldsögu Edgar Rice Burrough,
höfundar Tarzanbókanna.
Furðulegir hlutir, furðulegt land
og furðudýr.
tslenzkur texti.
Aðalhlutverk:
Dough McClure,
John McEnery.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl, 5, 7 og 9.
I
AUSTURBÆJARBÍÓ
8
tSLENZKUR TEXTI
Lögregla með lausa skrúfu
(Freebie and the Bean)
Hörkuleg og mjög hlægileg ný,
bandarísk kvikmynd I litum og
Panavision.
Aðalhlutverk: Alan Arkin, James
Caan.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
TÓNABÍÓ
8
Horfinn á 60 sekúndum
(Gone in 60 seconds)
Það tók 7 mánuði að kvikmynda
hinn 40 minútna langa bíla-
eltingaleik í myndinni, 93 bílar
voru gjöreyðilagðir fyrir sem
svarar 1.000.000 dollara.
Einn mesti áreksturinn í
myndinni var raunverulegur og
þar voru tveir aðalleikarar mynd-
arinnar aðeins hársbreidd frá
dauðanum.
Aðalhlutverk: H.B. Halicki, Mari-
on Busia.
Leikstjóri: H.B. Halicki.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
1
BÆJARBÍÓ
Frumsýning:
K\ ikim ii<l Itc> nis ()<ldssoiiar
8
Morðsaga.
. * JN
mt
Islcnzk kvikmynd í litum oc
á brciði lahli
Vðalhlutvcrk:
<luðrún Asmúiidsdótlir.
Slciiidói' lijörleifsson
Þóra Sigúrþórsdóllir.
Sýnd kl. 9
lia'kknð vcrð.
Miðasalii l’rá kl. 8.
Itöniiiið börnum innan lliára.
Laus staða
Dósentsstaða i efnafræði í verkfræði- og
raunvísindadeild Háskóla tslands er laus til umsókn-
ar. Starf dósentsins verður einkum á sviði matvæla-
efnafræði.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um rit-
smíöar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu
hafa borist Merintamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, fyrir 1. maí nk.
Menntamólaráðuneytið
8. mars 1977.
Útvarp
Sjónvarp
Útvarpið ídag kl. 17.30: Útvarpssaga bamanna
Systurnar íSunnuhlíð
Sveitafólkið fer á mölina
borgarfólkið í sveitina
„Ég gerði það að gamni mínu
í barnaskóla að skrifa sögur.
Síðan hætti ég að kenna árið
1969 vegna lasleika. Þá hafði ég
kennt í 33 ár, í Ausurbæjarskól-
anum og Vogaskólanum, og
byrjaði aftur að skrifa,“ sagði
Jóhanna Guðmundsdóttir sem
samið hefur útvarpssögu barn-
anna Systurnar í Sunnuhlíð.
Hún hefur samið aðra sögu
sem líka var lesin í útvarp, Lísa
og Diddi, og þýtt aðra úr
dönsku, Njagwe. Fiðrildið hún
Pella er ekki enn komin á fram-
færi.
„Þessa hugmynd að Systrun-
um í Sunnuhlíð fékk ég vegna
þess hve vænt'mér þykir um
sveitina og á erfitt með að
hugsa mér að jarðir fari i eyði.
Það er slæm þróun þegar slíkt
gerist með góðar jarðir," sagði
Jóhanna sem sjálf er ættuð frá
Lómatjörn, Höfðahverfi við
Eyjafjörð. „Þess vegna fékk ég
þá hugmynd að reyna að skrifa
sögu um þetta efni. Það fer þó
ekki þannig að Sunnuhlið
leggist í eyði heldur flytja
Reykvíkingar sem langar að
hefja búskap á bæinn en sveita-
fólkið fær hús þeirra í borg-
inni.
Ég hef afar gaman af því að
skrifa, annars væri ég auðvitað
ekki að því. Eg bý ein í íbúð og'
hef góðan tíma. Byrja oft á
morgnana. Nú er ég langt
komin með kaupstaðardreng-
inn Öttar Gestsson sem ég sagði
ranglega í útvarpinu að væri
sveitadrengur.
Það er mikils virði að hafa
eitthvert verkefni þegar maður
gerist svolítið aldraður. Það er
ómetanlegt, annars getur fólk
alveg fallið saman.“
Lengra varð samtalið ekki.
því að Jóhanna er önnum kafin,
ætlar að leggja land undir fót
bráðlega og heimsækja frænda
sinn í Amerlku. Hver
næsta saga hennar
Ameríku?
veit nema
gerist 1
EVI
Jóhanna Guðmundsdóttir getur ekki hugsað sér að góðar jarðir fari
í eyði. DB-mynd Hörður.
Sjónvarp íkvöld kl. 21.10: Kastljós
Skipulag björgunarmála,
tómstundastörf reykvískra
unglinga og öryggi í husahit-
unarkerfum á dagskránni
Þrjú mál verða tekin fyrir í
þættinum Kastljósi sem er á
dagskrá sjónvarpsins I kvöld kl.
21.10. Umsjónarmaður er Ómar
Ragnarsson.
Fyrst verður fjallað um
skipulag björgunarmála og rætt
við Gunnar Friðriksson, forseta
Slysavarnafélags Islands.
Einnig verður rætt við Guðjón
Petcrsen fulltrúa Almanna-
varna ríkisins.
Þá verður svipazt um á
nokkrum stöðum þar sem
reykvískir unglingar dveljast
við tómstundastörf og loks
sýnir Friðgeir Grímsson
öryggismálastjóri öryggiút-
búnað í húsahitunarkerfum.
Nýlega varð sprenging í
hitunarkerfi húss í Þorláks-
höfn og hin mesta mildi að ekki
varð slys á fólki. íbúar í Þor-
lákshöfn, sem hafa sams konar
húsahitun, hafa verið felmtri
slegnir og vilja að vonum gera
það sem í þeirra valdi stendur
til þess að öryggisbúnaóur sé í
sem fullkomnustu lagi. Fyrr í
vetur sprakk húsið að Vestur-
götu 32, á Akranesi vegna
bilunar í rafmagnshitabúnaði
hússins og minnstu munaði að
mæðgur tvær, sem í húsinu
voru hlytu af bráðan bana.
Eftir þá sprengingu kom í
ljós að nánast engin opinber
stofnun bar ábyrgð á að full-
komið öryggi sllkra hitunar-
tækja væri tryggt, en skriður
mun hafa komizt á þau mál
eftir þá sprengingu. Ekki eru
þau þó alveg komin í gott lag,
því annars hefði mátt koma I
veg fyrir sprenginguna I Þor-
lákshöfn.
-A.Bj.
Útvarp íkvöld kl. 22.45: Áfangar
Óvenjulegur þáttur sem er
helgaður göldrum
Þátturinn Áfangar er á
dagskrá útvarpsins í kvöld kl.
22.45. Umsjónarmenn eru
Guðni Rúnar Agnarsson og
Asmundur Jónsson.
Þetta verður dálitið
óvenjulegur þáttur,. sagði
Guðni Rúnar í viðtali við DB.
Þátturinn verður helgaður
galdri og fyrstur I röð nokkurra
þátta, sem koma í framtíðinni
og verða einskonar tónlistar-
dulspeki. Verður töluvert lesið
upp í kvöld, en einnig leikin
tónlist.
Fjallað verður um Alister
Crowley en ' hánn var
alþekktur galdramaður og
hneykslunarhella Breta á sín-
um tíma. Ritverk hans um
galduf og ljóðabækur hans hafa
haft gífurleg áhrif frá því hann
lézt árið 1947. Alfreð Flóki
telur Crowley vera sinn lífs-
innblástur. Þá verður leikin
tónlist samin og flutt af saxófón-
og hljómborðssveitinni Graham
Bond. Verkið á að hafa stór-
galdrandi áhrif og skapa eins
konar andlegan verndarvegg.
Bond taldi sig vera launson
Crowleys, en var alla tið of-
sóttur af illum anda og batt
enda á líf sitt með því að kasta
sér fyrir neðanjarðarlest.
Einnig verður leikið lag með
hljómsveitinni Chakra, er
kallast Scarlet Woman.
-A.Bj.