Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUK 18. MARZ 1977. persónur eins og lnge Horn- ischer. sem er lögfræöingur aö mennt, og skæruliðann Hans- Joachim Klain. Með þetta í huga sögöu yfir- völdin aö þau hefðu orðiö aö grípa í taumana. Engar sannan- ir h^fðu verið fyrir því að Traube sætti f.járkúgun af ein- hverju tagi en sú fjárkúgun hefði ekki verið i formi peninga heldur ríkisleyndarmála. „Skoðun okkar var sú,“ sagði einn af ráðgjöfum innanríkis- ráðherrans í síðustu viku, „að Traube væri stórhættulegur maður. Hann var í þeirri að- stöðu að láta kúga út úr sér ríkisleyndarmál og slíkt er al- varlegur hlutur.“ Maihofer dregur í land — Traube fœr vinnuna Að lokum virtist svo sem al- menningur í Vestur-Þýzkalandi þreyttist á málinu og færi að trúa stjórninni. Maihofer lofaði í síðustu viku að skýra síðar í þessum mánuði frá hlutdeild sinni í innbroti leyniþjónust- unnar í hús Traubes. Það gerði hann síðan á miðvikudaginn. Hann lýsti því yfir að Traube væri hafinn yfir allan grun og gæti tekið við starfi sínu aftur. Hins vegar fylgdi engin afsök- unarbeiðni tilkynningunni. Er Þýzkalandi stjórnað eins og ó Hitlerstímanum? Þó að þessu „sorp- áætlunarmáli" sé nú lokið er almenningu í Vestur- Þýzkalandi ekki búinn að gleyma því. Er landinu ef til vill ekki hótinu betur stjórnað en á Hitlerstímanum? Iðkar leyniþjónustan það í stórum stíl að brjótast inn á heimili hinna almennu borgara og koma þar fyrir hlustunartækjum? Helzti stjórnarandstöðu- flokkurinn á vestur-þýzka þing- inu, Kristilegir demókratar, ásökuðu innanríkisráðherrann fyrir að hafa brotið stjórnar- skrána þegar Der Spiegel birti upplýsingar sinar og stjórnin gat ekki borið ásakanirnar á hendur sér til baka. Friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa í Vestur-Þýzkalandi án þess að almenningsheill eða mannslíf séu í veði. í tilkynningu til fjölmiðla, sem lögfræðingur Klaus Traube sendi frá sér, sagði meðal annars að útskýringar Werners Maihofers í þinginu hefðu verið tilkomnar vegna samkomulags sem þeir Traube hefðu náð til að leysa málið farsællega. Þar sagði jafnframt að Traube hefði átt fjórtán klukkustunda langan fund með háttsettum embættismönnum innan ríkisstjórnarinnar og að dr. Traube hefði tekizt „að bera af sér allar ásakanir sem born- ar hefðu verið upp gegn hon- um,“ eins og komizt er að orði í tilkynningunni. Afsökunarbeiðnin Þá sagði lögfræðingurinn jafnframt að innanríkisráð- herrann hefði fallizt á að rita tvö bref þar sem bornar séu til baka ákærurnar á hendur skjól- stæðingi hans. Þar segi meðal annars að rangt hafi reynzl að dr. Traube hafi haft tækifæri til að kenna nokkrum að búa til kjarnorkusprengju, hvað þá að stela slíkri eða hlutum af henni. Ennfremur er borið til baka að kunningjar Traubes séu úr hópi hryðjuverkamanna. Ef þetta er ekki afsökunar- beióni án þess að segja setning- una með berum orðum, þá veit ég ekki hvað afsökun er. 11 Ofsóknir á hendurHauki? Haukur Guðmundsson, rann- sóknarlögregiumaður í Kefla- vík, hafði um nokkurt skeið verið bákninu erfiður. Hann hafði farið í taugarnar á kerf- inu, spurt forboðinna spurn- inga. Jafnvel rannsakað for- boðin mál. Og nú eru liðnir heilir þrír mánuðir sfðan kunnur fjárafla- maður, Guðbjartur Pálsson, var handtekinn suður með sjó. Eftir forkostulega málsmeð- ferð, þar sem mál Guðbjarts voru send milli embætta dóms- kerfisins, voru mál Guðbjarts send til Sakadóms í Reykjavík, þrátt fyrir hávær mótmæli yfir- manns í þeirri stofnun. Sfðan hefur lítið frétzt af málum þeim þaðan, en hins vegar fær almenningur þær gleðifréttir að mál Friðriks Jörgensen eigi nú tíu ára afmæli hjá embætt- inu. Svo ekki sé minnzt á öll hin málin. Hins vegar var ekki tvfnónað á öðrum vettvangi. Jón Eysteinsson, bæjarfógeti f Keflavík, sem fylgzt hafði með rannsókn á málum Guðbjarts, rak Hauk Guðmundsson úr starfi, fyrir ósannaðar sakir. Hér er ekki lagður dómur á sekt eð? sýknu Hauks Guð- mundssonar, enda er það ann- arra aðila að ákvarða svo. Auk þess er það svo, að þeir sem gerzt hafa nokkurs konar and- ófsmenn f spilltu dómskerfi, hafa farið sér hægt 1 því að rfsa Hauki til varnar. Auðvitað er það svo að það eiga um það bil að gilda sömu leikreglur um alla þegna samfélagsins og ef einhver mismunun á að vera þá eiga að gilda heldur strangari reglur um lögreglumenn. Þeir eiga ekki og mega ekki brjóta lög landsins. En hvað láta íslands þegnar erta sig lengi? Það getur stundum þjónað skynsamlegum tilgangi að velta því fyrir sér, hvað hugsað verði um samtím- ann að hundrað árum liðnum, árið 2077. Og ætli það sé fjarri lagi að álykta, að hvað sem öðru líður þá verði þá með einhverj- um ráðum búið að leysa það sem kallað hefur verið mesti bölvaldur samtímans, verðbólg- una. Það er kunnara en frá þurfi að segja hvernig verð- bólgan og braskið, óheiðarleg viðskipti, sem fýlgja henni, daprar allt siðskyn og gerir þegnana sljóa. Og það, hversu seinþreyttur fslenzkur almenn- ingur er til vandræða, ekki aðeins í máli Hauks heldur fjöl- mörgum öðrum málum af því tagi, megi einmitt rekja til verðbólgunnar? Þegnar í óða- verðbólgnu þjóðfélagi láta bjóða sér ýmislegt, sem þeir myndu ekki gera að öðru jöfnu. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt þetta. Og þetta er að gerast hér. Hvaða kröfur ó að gera? Mál Hauks Guðmundssonar er hér tekið sem dæmi. Endur- tekin skal sú almenna skoðun að lögreglumenn verða að fara að lögum. En gangur þessara mála er engu að síður orðinn svo kostulegur, að lengur verður vart þagað. Eftir að Guð- bjartur Pálsson hafði verið handtekinn vöknuðu grun- semdir ráðamanna f dómskerfi, að ekki hefði verið löglega staðið að handtöku hans, og var hún raunar kærð. Sérstakur rannsóknardómari var skipaður og ekkert til sparað. Lögreglumaður var hafður f því að leita uppi málavexti. Hefur farið fram eins ftarleg rann- sokn og frekast er kostur, og rannsóknin einkum beinzt að leit að tveimur stúlkum sem áttu að hafa tekið þátt f þvf að fá Guðbjart og félaga hans suður með sjó. Leitin að þessum stúlkum hefur verið ítarleg, en ekki borið árangur. Sakbendingar hafa farið fram, allt fyrir luktum dyrum. Hafa þátttak- endur lýst þvf sem kostulegum athöfnum. Sakbendingar hafa farið fram bæði f Keflavík og Reykjavfk, og þangað kallaðar ekki einasta konur kunnugar Hauki Guðmundssyni, heldur og Kristjáni Péturssyni, toll- verði! Einhverja átti að hanka en ekkert gekk. Rannsóknar- dómarinn gaf þegar í stað yfir- lýsingar f blöð, þar sem hann gaf fastlega f skyn að hann væri að eltast við seka menn, það væri timaspursmál, hvenær slfkt sannaðist. Þar með var hann raunar orðinn aðili að málinu. Siðan eru liðnir þrfr mánuðir, og lögreglumaðurinn er rekinn og hefur ennþá að minnsta kosti ekki átt aftur- kvæmt til starfs. Þá birtir rann- sóknardómari yfirlýsingu um gang mála, sem raunar er ekki dómsskjal, heldur blaðagrein. Þar getur hann um atriði, sem vissulega eru tortryggileg án þess þó að sanna neitt. En þegar Haukur hafði svarað varð augljóst, að rannsóknardómar- inn hefur sleppt öðru sem aug- ljóslega var lögreglumanninum til málsbóta, án þess þó það hefði sannað neitt eða af- sannað. Og hvað er nú að taka við? Annar þriggja mánaða leikur hjá saksóknara? Mál þetta svffur því ennþá alfarið f lausu lofti. Samt gæti það þjónað öðrum og miður göfugum tilgangi. Það gæti þjónað þeim tilgangi að segja öðrum lögreglumönnum eða opinberum starfsmönnum, að svona fari fyrir þeim, sem and- æfi bákninu. Og það er aug- ljóst, hverjir fagna. Guðbjartur Pálsson og hirð hans getur enn um sinn hrósað sigri. Svona fer fyrir óvinum þeirra. Dagblaðið Tfminn getur fagnað. Hauki Guðmundssyni hefur æ ofan f æ verið lýst sem ótfndum skúrki á sfðum þess blaðs. Kjallari á föstudegi Vilmundur Gylfason Haukur og róðamenn Hér skal enn undirstrikað að hér er ekki verið að æskja eftir skrflslegri og óupplýstri vörn fyrir Hauk Guðmundsson og gerðir hans. Hér er ekki verið að æskja eftir þvi að um leið og Haukur Guðmundsson lendir f málum sem kunna að orka tvf- mælis (þar hefur ekkert verið sannað eða afsannað) þá risi félagar hans, þeir sem áður hafa verið honum sammála eða almenningur allur upp til skrílslegrar varnar honum til handa, án þess að virða fyrir sér málavexti. Þannig haga sér- strúarsöfnuðir sér, þannig hefur dagblaðið Tíminn hagaé sér, en slfkt er óleikur við sam- félagið. En nú liggur að minnsa kosti hluti málavaxta fyrir, og enn er Haukur utan starfs. Og öðruvfsi má lfta á þessi mál. Það er almennt séð skynsam- leg leikregla áð heldur strangari leikreglur eigi að gilda um lögreglumenn en aðra borgara, að því er varðar ávirðingar f starfi. Það er ein trygging réttarríkis, ein vörn borgaranna. En það eiga einnig að gilda heldur strang- ari leikreglur um ^ðra, af ná- kvæmlega sömu ástæðum. Það eiga að gilda heldur strangari leikreglur um æðstu ráða- menn, til þess að veita valdinu og hugsanlegri misbeitingu þess aðhald. Þegar verið er að finrta að því að Hauki Guð- mundssyni hafi verið vikið úr starfi, er það ekki sú gjörð f sjálfu sér, sé rétt og heiðarlega að rannsókn á hugsanlegum ávirðingum hans staðið. En það er — eða ætti að vera — gersamlega óþolandi, að svona sé gengið að opinberum starfs- manni, sem farið hefur í taugarnar á bákninu, þegar allt aðrar leikreglur gilda um ráðamenn í samfélaginu, sem staðnir hafa verið að tortryggi- legum gerðum, eða beinlfnis misgjörðum. Margrakin afskipti Ólafs Jóhannessonar af málefnum aðstandenda veitingahússins Klúbburinn í Reykjavfk voru með þeim hætti, að komu af- brotamönnum vel, en réttvfs- inni illa, og enda mótmæltu ‘ arsvarsmenn dómskerfis. Auk pess fjárgreiðslur sem annars staðar hétu einfaldlega mútur. Ef samræmis væri gætt, hefði ekki verið rétt að láta ráðherr- ann vfkja, að minnsta kosti meðan rannsókn fór fram? — Fjárreiður Kröfluvirkjunar, ákvarðanir, túrbfnukaup og Japansferðir voru með þeim hætti, að hlaut að vekja tor- tryggilegar spurningar. Hefði ekki verið rétt að láta formann Kröflunefndar vikja, meðan rannsókn færi fram, og væri þá auðvitað hraðað eftir föngum, kerfinu til styrktar og öðrum til viðvörunar? — Fréttir um hringingar ráð- herra vegna afplánunarmála afbrotamanna. Eigum við að kyngja því að þetta hafi verið einsdæmi sem aldrei verði gert aftur eða hafi aldrei verið gert áður? Engin rann- sókn og allir f embætti. — Upplýsingar um leynisjóði f fjármálaráðuneyti og lán úr þeim sem með óbeinum hætti renna f flokkssjóð. Tortryggi- leg húsakaup sama ráðherra. Ekkert rannsakað og enginn víkur úr embætti. — Og eru þá aðeins fáein mál talin, sem mjög orka tvímælis svo ekki sé meira sagt. Það má segja, að f sjálfu sér sé ekkert við það að athuga að lögreglumaður sé látinn vfkja úr starfi vegna gruns um ávirðingar. Það verður auð- vitað að gera þá kröfu að rann- sóknardómari sé ekki að taka þátt f valdaleik valdabáknsins, hann á að flýta sér, og ef honum tekst ekki að sanna sekt lögreglumanns, þá er hans hlutverki lokið, og lög- reglumaðurinn fer á ný f embætti sitt. En sömu kröfur hlýtur að verða að gera til æðstu- ráðamanna. Hagi þeir sér tortryggilega, þannig að stjórnkerfinu og virðingu þess stafi ógn af, þá getur varla verið annað en réttmætt og sjálfsagt að krefjast þess að sömu reglur gildi um þá eins og lögreglumenn: Þeir víki úr embætti meðan mál þeirra eru rannsökuð af hlutlausum emb- ættum, hraðað sem mest og kveðið á um sekt þeirra eða sýknu. Hvers eiga aðrir að gjalda? Getur það verið ósvffið, frekt eða ósanngjarnt að fara fram á það, að sömu leikreglur gildi um Hauk Guðmundsson annars vegar, og Ölaf Jóhann- esson, Jón G. Sólnes, Halldór E. Sigurðsson, Einar Ágústs- son hins vegar — og eru þessi nöfn þó einasta vafin af handa- hófi? Er það ekki einmitt lág- markskrafa þegnanna, að ef mjög strangar reglur gilda um lögreglumann — sem er sjálf- sagt — þá gildi einnig slfkar reglur um æðstu ráðamenn samfélagsins? Til þess að veita aðhald, vernda þegnana og styrkja stjórnkerfið. Annað er raunar óþolandi. En í óðaverðbólgusamfélagi og fyrirgreiðslusamfélagi láta þegnarnir bjóða sér ýmislegt, sem vera má að og vonandi næstu kynslóð á eftir að þykja kynlegt. Menn skyldu samt leiða hugann að þvf að sagan kennir okkur að hrokafullt og aðhaldslaust valdakerfi, sem fer silkihönzkum um svindlara og gerir hagsmuni þeirra að sínum, og breytir um leik- reglur þegar menn, sem fara f taugarnar á því eiga f hlut, það valdakerfi getur fyrr en varir snúizt gegn flejrum en Hauki Guðmundssyni. Næst getur það orðið þú, lesari góður, ef þú ekki heldur þig á mottunni!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.