Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 24
Áhrif vaxtabreytingarinnar á útf lutning sjávaraf urða Eykur kostnaðinn um 130 -150milljónir i erfiðri stöðu ÍJtflutningsfyrirtæki á sjávarafurðum verða að þola 130—150 milljóna aukningu kostnaðar vegna nýju vaxta- reglnanna sem nú takagildi. Þetta var mat Eyjólfs Isfelds Eyjólfssonar, framkvæmda- stjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, þegar DB ræddi við hann í morgun. Um helmingurinn af þessari hækkun lendir á frystingunni. „Þar má ekkert tæpara standa,“ sagði Eyjólfur Isfeld um stöðu frystingarinnar. Hann kvaðst ekki sjá að staðan hefði í raun og veru breytzt neitt til batnaðar síðan fisk- verðið var ákveðið um áramót. Staðan væri þó mjög misjöfn eftir landshlutum. Mikilvægasta breyting á vaxtaákvæðum nú er að vextir á svonefndum viðbótarlánum viðskiptabankanna út á útflutn- ingsafurðir hækka úr ellefu prósentum í venjulega víxil- vexti, sextán og þrjá fjórðu af hundraði. Ennfremur hækka vextir á svokölluðum útgerðarlánum úr ellefu í þrettán prósent en í staðinn verður fjárhæð þeirra lána hækkuð um fjórðung og Seðlabankinn veitir viðskipta- bönkunum sérstaka fyrir- greiðslu til að mæta því. -HH sama ham, því að skýjað er við Breiðafjöro og á Vestfjörðum, dálitil él á Norðurlandi og þoku- loft og lítils háttar slydduél á Austurlandi. Við vitum ekki hvaðan á okkur stendur veðrið. Svo undrandi erum við Sunnlendingar yfir veðurbliðunni i vetur. Eiginlega getum við varla talað um nokkurn einasta vetur. Og enn getum við verið ánægð því í dag verður bjart við Faxaflóann og á suðurströndinni með 5-7 stiga hita. Áttin er norðaustlæg. Ekki eru veðurguðirnir alls staðar í — og enn meirí söl Nýju Seðlabanka- reglumar umgjald- daga skuldabréfa: 15daga frestur óyggjandi — óheimilt að reikna dráttarvexti eða gjaldfella fyrr Nú er úr sögunni að hægt sé að gjaldfella skuldabréf í heild þegar eftir einhvern afborg- unargjalddagann, án þess að greiðsla hafi borizt í tæka tíð, eins og nokkur þrögð hafa verið að. Skv. nýju vaxtaregl- um Seðlabankans er nú 15 daga óyggjandi gjaldfrestur framyfir gjalddaga, til að gera greiðsluna upp. Þá kveða regl- urnar einnig á um að óheimilt sé að reikna dráttarvexti af hipni gjaldföllnu upphæð fyrr en að 15 dögum liðnum. Bankarnir hafa að vlsu haft þennan háttinn á, en allur gangur hefur verið á þessu í viðskiptum manna á milli. Þar sem Seðlabankinn á að setja reglur fyrir bankana og láns- viðskipti utan þeirra, verða einstaklingar að taka tillit til þessara reglna i framtiðinni. -G.S. frýálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977. Dreifbýlis- menn bregða á leik í þéttbýlinu Tveir dreifbýlismenn brugðu á leik í þéttbýlinu í gærkvöldi. Voru það Grind- víkingur og Selfyssingur sm hugðust eyða kvöldstund við skemmtan og ölteiti í veitinga- húsinu Óðali. Ekki tókst þó betur til en svo að þeir gátu ekki orðið á eitt sáttir um kvennamál og slógust heiftarlega vegna kvenmanns, sem báðir vildu eiga vingott við. Ekki var þó orðið áliðið kvölds, þvi klukkan var ekki nema rétt um hálf níu, þegar slagurinn var. I hamaganginum brotnaði rúða í veitingastaðnum og skarst Grindvíkingurinn á glerbrotum. Var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans, þar sem gert var að sárum hans. -A.Bj. Útilegu- maður í Breið- holtinu I morgun er Ibúar í Hóla- hverfi fóru á kreik kom í ljós að maður nokkur lá, að því er virtist sofandi, í urð fyrir utan veginn. Var kallað á lögreglu sem kannaði málið. I ljós kom að maðurinn var að sofa úr sér ölvímu og var orðinn nokkuð kaldur. Var hann rispaður og skrámaður eins og honum hefði orðið fóta- skotur í urðinni. Var maðurinn fluttur á slysadeild þar sem hlúð var að honum. Maður þessi virtist vera um fertugt, en var ekki með skilríki á sér. A.Bj. Ákært í Geirfinns málinu: Eiga yfir höfði sér allt að 24 ára dóm —16 ár fyrir manndráp — 8 fyrir rangar sakargiftir Ákæra I Geirfinnsmálinu hefur verið gefin út. Eru Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson, Guðjón Skarp- héðinsson og Erla Bolladóttir ákærð fyrir manndráp og rangar sakargiftir. Eiga þau hvert um sig yfir höfði sér allt að 24 ára fangelsisdóm nema Guðjón allt að 16 ára fangelsi. I ákæruskjali ríkissaksókn- ara frá í fyrradag kemur fram, að Erla Bolladóttir hélt þvi fram allt þar til i september sl., að þeir Einar Bollason og Valdi- mar Ólsen hefðu verið við- staddir í Dráttarbrautinni i Keflavík að kvöldi 19. nóvem- ber. Þeir Sævar og Kristján Viðar höfðu þá ekki gefið falskar skýrslur aðlútandí aðild fjórmenninganna, sem hvað lengst sátu i gæzluvarðhaldi, síðan áður en þeir voru látnir lausir 9. maí sl. vor. Það kemur einnig fram í ákærunni, að Sævar Marinó varð fyrstur sakborninganna til að bera um meinta þátttöku þeirra Einars, Valdimars, Sigurbjörns Eiríkssonar og Magnúsar Leópoldssonar. Var það með skýrslu fyrir rann- sóknarlögreglu 22. janúar 1976. Daginn eftir tóku þau Erla og Kristján Viðar við sér og þremur dögum eftir það, eða 26. janúar, voru þeir Magnús, Valdimar og Einar hnepptir í gæzluvarðhald. Sigurbjörn var handtekinn nokkru síðar. Sævari, Kristjáni og Guðjóni er gefið að sök að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í Dráttarbrautinni i Keflavik aðfaranótt 20. nóvember 1974 og siðan um nóttina flutt llk hans heim til Kristjáns í Reykjavik. Tveimur dögum síðar fluttu þeir Kristján og Sævar ásamt Erlu lík Geirfinns út fyrir borgina og greftruðu og brenndu. Þykir Erla þannig einnig sek um brot á mann- drápsgrein hegningarlaganna, enda aðstoðaði hún við að afmá ummerki brotsins. Kristjáni Viðari er einnig gefið að sök að hafa rænt lík Geirfinns seðlaveski, pening- um, skilrikjum og teikniblý- anti. Kristjáni, Sævari og Erlu er jafnframt gefið að sök að haf á siðasta ári gerzt sek um rangar sakargiftir i skýrslum fyrir rannsóknarlögreglunni í Reykjavik og á dómþingi Saka- dóms Reykjavíkur. Segir í ákæruskjali ríkissaksóknára, að það hafi verið „samantekin ráð þeirra að bera I skýrslum þessum þær röngu sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigur- björn Eiriksson og Valdimar Ólsen, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum. Leiddu þessar sakargiftir til þess, að fyrr- greindum mönnum var gert að sæta langvinnu gæziuvarðhaldi i þágu rannsóknar þessara sakarefna." Þess er krafizt, að Sævar, Kristján, Guðjón og Erla verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt á dómurinn — sem skipaður verður sakadómurun- um Haraldi Henryssyni, Ármanni Kristinssyni og Gunn- laugi Briem, dómsforseta — að dæma um fjárkrotur, sem uppi kunna að vera hafðar í málinu. Er þar visað til yfirvofandi skaðabótakrafa þeirra fjögurra manna, sem sátu saklausir i gæzluvarðhaldi i 90 og 105 daga. Má búast við að þar verði dæmt um miklar fjárhæðir. -ov

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.