Dagblaðið - 25.03.1977, Síða 2
*)
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977.
r
r
Hreinn Halldórsson Evrópu-
meistari i kúiuvarpi innanhúss
1977.
Eftirfarandi vísa barst frá
Skúla Þóröar Grunnvíkings,
Sundstræti 13, ísafirði:
Eiturlyf ja eignumst krá,
opnar standi dyrnar.
Þar yrði fögur sjón að sjá
Sólnes bjórvambirnar.
Leiðrétting
Ég vil tjá yður mínar beztu
þakkir fyrir að birta grein mína
þ. 15. marz um hvíldardaginn.
En ég ætla nú að biðja yður um
að leiðrétta þá villu sem slæðst
hefur í greinina á þremur
stöðum. Þar hefur verið vikið
frá mínum orðum og er það að
vísu ekkert undarlegt. Þegar
annað boðorðið var strikað út,
færðist röð boðorðanna til. En
samkvæmt Biblíunni er
hvíldardagsboðorðið hið fjórða
í röðinni. 1 stuttu máli: Þetta er
fjórða boðorðið. Verið svo
góður að leiðrétta þetta.
Virðingarfyllst.
Friðbjörn F. Hólm
„Aðeins vanir menn koma til greina.'
„Aðeins vatnir menn
koma til greina"
—um hinn almenna vinnumarkað
Spurull skrifar:
Ef hlýtt er á útvarp eða dag-
’olöð lesin verður maður fljótt
var við auglýsingar þar sem
óskað er eftir „starfskrafti“
(fólki) í hin og þessi störf —
helzt vönum, og stundum er
auglýst: aðeins vanir menn
koma til greina.
Hvar er sú stofnun sem
þjálfar fólk til hinna ýmsu
starfa svo að það komi til
greina á hinum almenna vinnu
markaði? Komið hefur fyrir að
kona (maður) um fimmtugt
hefur viljað skipta um starf —
breyta til. Fyrirtæki er heim-
sótt og beðið um vinnu. Svar
forstjóra er: „Við tökum ekki
fólk í vinnu sem komið er yfir
fimmtugt!"
Hvað skyldu vera margir
starfsmenn t.d. hjá hinu opin-
bera sem sitja óánægðir í starfi
fram að 67 ára aldri af ótta við
að fá hvergi annað starf?
Hvort er betra þjóðhagslega
séð að starfsfólk sé ánægt í
sinni vinnu eða óánægt?
Við höfum lengt skölaskyldu
í 9 ár og síðan reiknum við með
framhaldsnámi í nokkur ár með
tilheyrandi kostnaði. Hefur
ekki þjóðarbúið þörf fyrir að
nýta starfsorku þegna sinna,
þeirra sem vilja vinna hvað svo
COMET P122 DUAL
NÝJA SÝNINGARVÉLIN ÞÍN —
er mjög fullkomin og í stað þess að sýsla með vanda-
samar stillingar getur þú reglulega notiö myndarinn-
ar.
Það er sjálfvirk filmuþræðing og sterk ZOOMLINSA
(18/30 mm) gefur hárnákvæma mynd.
Þúgetur sýnt á mismunandi hraða, (18—24 m/sekog
6—8 m/sek) og einnig sýnt eina mynd í einu einsog
skyggnu, eða jafnvel afturábak til frekari skemmtun-
ar.
Óvenju sterkur myndlampi (12V/100W TUNGSTEN
HALOGEN) gefur kost á geysistórri mynd og hægt er
að sýna í einu allt að 120 mtr. (ca. 30 mín.) samfellda
filmu jafnt SUPER 8 og STANDARD 8.
'Pádtáaufi
COMET 22 AUTOZOOM SUPER 8
NÝJA KVIKMYNDAVÉLIN ÞÍN —
er vandaður gripur og næstum alsjálfvirk, en jafn
einföld í notkun og venjuleg Ijósmyndavél,
Innbyggt CdS rafmagnsauga stillir Ijósopið sjálfkrafa
og gefur merki ef birta er ónóg til myndatöku.
Sterk rafstýrð ZOOMLINSA (f/1.8—13/27 mm) gefur
þér kost á að taka fjarlæg myndefni í smáatriðum.
KVIKMyNDASETT
STÓRT KVIKMYNDATJALD —
.(125x125 sm) hvitt meö avörtum kanti og strekkjara upprúll-
aö i málm-aívalning.
KVIKMYNDALAMPI
FYRIR INNIMYNDATÖKU
með 1000W HALOGEN-peru, Ijósmagn 33000 lux.
NÝJA KVIKMYNDASETTIÐ ÞITT —
á eftir að veita þér og fjölskyldunni ómældar á-
nægjustundir með litlum kostnaði, en 15 metra kvik-
mynd kostar ekki meira en 12 litljósmyndir. Með sett-
inu fylgir auk þess stutt kvikmynd svo þú getur strax
prófað nýju sýningarvélina.
— GÓÐA SKEMMTUN —
VIÐ BJÓÐUM ÞÉR ÞETTA
VANDAÐA KVIKMYNDASETT
MEÐ SÉRLEGA HAGSTÆÐUM
SKILMÁLUM:
ÚTBORGUN KR. 48.000 + burðargjald OG
KR. 12.450 A MANUÐI14 MAN.
senou okkur kr. 42.650. í ávlsun, eöa inná Gíróreikn-
ing 50505 og viö sendum þér settið í pósti. Ef þú ert
ekki fullkomlega ánægður með viöskiptin getur þú
skilað settinu, gegn fullri endurgreiöslu, innan 10
daga frá móttöku
Það er innbyggð A-D Ijóssía fyrir útimyndatöku og þú 2ja ára ábyrgð
getur einnig notað UV Ijóssíur með COMET 22. Auk
þess fylgir falleg taska og hálsól.
'BrcndarhoUi 20 - Síini IÖ2S5
Ef þú sendir pöntun þina fyrir 15. apríl sendum
viö þér að auki eina SUPER 8 litfilmu, sem er þin
eign, jafnvel þótt þú ákveðir að skila settinu.
sem aldri líður? Þurfa skatt-
greiðendur ekki að hafa gætur
á „kerfinu"?
Hver kann
að meta
kímnigáfu
Regínu?
— hreinsið af ykkur
óhreinindin,
Eskfirðingar
Olína Hlífarsdóttir, Neskaup-
stað, hringdi:
Ég er nú hvorki málgiöð
manneskja né pennavön, en
skrifin hennar Reginu á Eski-
firði gera mér ókleift að þegja
lengur. Regína virðist hlakka
yfir því að geta úthrópað bæjar-
stjórann sinn, Jóhann Klausen,
og Vögg Jónsson og Kristmann
Jónsson sem allir eru sannir
Eskfirðingar og bera hag síns
byggðarlags fyrir brjósti á
drengilegan hátt.
Hvernig er það með ykkur
Eskfirðinga sem yfirleitt búið í
stórum, myndarlegum, nýtízku
einbýlishúsum, er það virkilega
meining ykkar að troða elztu
borgurum bæjarins í gamlan
timburhjall fast við þjóðveg-
inn, þar sem aldrei yrði friður
fyrir umferðarhávaða nótt né
nýtan dag? Sjálft húsnæðið er
þægilegt eftir því, fyrir svona
stofnun. Getið þið verið þekktir
fyrir slíkt?
Finnast virkilega ekki fleiri
réttlátir menn eða konur en
þessir 3 fyrrnefndu Esk-
firðingar? Ef svo er, hvers
vegna látið þið ekki í ykkur
heyra úr því að búið er að
hrópa þetta pólitiska einstakl-
ingshyggjumál út yfir fjalla-
hringinn ykkar? Kunnið þið að
meta kímnigáfuna hennar
Regínu, Eskfirðingar góðir?
Það er meira en ég kann.
Eskifjarðarbær hefur verið
einn þrifalegasti og hugguleg-
asti bær hér á Austf jörðum í tíð
núverandi bæjarstjóra, honum
og ykkur til sóma. Ég skora á
ykkur Eskfirðinga að hreinsa
af ykkur þessi óhreinindi sem
upp hafa komið hjá ykkur
núna. Ég vona bara að þið berið
gæfu til þess að meta bæjar-
stjórann ykkar að verðleikum
áður en þið missið hann.
A ekkert að sýna
f rá af reki Hreins?
—sjónvarpið sof nað á verðinum
Frjáisíþróttamaður hringdi:
Hvernig er með sjónvarpið?
Ætlar það ekkert að sýna frá
Evrópumeistaramótinu í San
Sebastian þegar Hreinn Hall-
dórsson varð Evrópumeistari í
kúluvarpi? Nú er að verða
hálfur mánuður frá því Hreinn
vann afrek sitt — en ekkert
hefur sézt frá mótinu í íþrótta-
þáttum sjónvarpsins. Skrýtið að
ekki skyldu strax gerðar ráð-
stafanir til að fá myndir frá
mótinu. Það hefði ekki átt að
taka nema tvo til þrjá daga —
og oft hefur verið lagt i kostnað
hjá sjónvarpinu af minna til-
efni.
Þegar Islendingur vinnur
afrek sem vekur heimsathygli
virðist sjónvarpið hafa sofnað á
verðinum. Hálfur mánuður lið-
inn — og ekkert skeður. Hvað á
þetta að ganga lengi?
í fyrra voru sýndar fjöl-
margar keppnisgreinar á
Evrópumeistaramótinu — og
hvers vegna er það ekki hægt
nú? Spyr sá sem ekki veit — en
frjálsíþróttafólk gerir þá kröfu
til sjónvarpsins að það taki sig
nú saman í andlitinu og fái sem
fyrst mynd frá Evrópu-
meistaramótinu á Spáni.
Tillaga
umkrá