Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.03.1977, Qupperneq 6

Dagblaðið - 25.03.1977, Qupperneq 6
Cvrus Vance fer til Moskvu i dag Cyrus Vance, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, fer í dag til Sovétríkjanna og ræðir þar við Kremlverja — aðallega um afvopnun, að því er Carter for- seti sagði á blaðamannafundi í gær. Forsetinn nefndi einnig málefni, svo sem Mið- Austurlönd, Suður-Afríku, til- lögur sínar um að binda algjör- lega enda á kjarnorkuvopnatil- raunir, fækkun í Nato og Var- sjárbandalaginu í Mið-Evrðpu og að gera skyldi Indlandshaf að óháðu landsvæði, sem Vance ætti að ræða um. „Aðalmálið verður þó af- vopnun,“ sagði Carter og bætti því við að þar ætti hann við raunverulega afvopnun til til- breytingar. Carter lýsti einnig yfir á blaðamannafundinum trú sinni á að Brezhnev, aðalritari Kommúnistaflokksins, myndi vilja ræða alvarlega við Banda- ríkjamenn þrátt fyrir illsku sína í garð Carters fyrir að skipta sér af mannréttindamál- um í Sovétríkjunum og annars staðar í heiminum. Cyrus Vance ásamt Jimmy Carter, yfirboðara sínum. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977. ————^ Allt fyrir baráttuna Það er svo sem ekki náðugt líf sem þeir lifa, sem nú dvelja á Nýfundnalandi við að mótmæla seladrápinu. Hér á myndinni er selfangari í bak- grunninum, en neðst á myndinni eru tveir selveiðimenn með feng sinn. Þyrlan lenti aftur á móti hlaðin verndunarmönnum í vlgahug og hugðu ýmsir að þarna myndi koma til átaka sem þó varð ekki Deilan var i hámarki í síðustu viku, er myndin var tekin. Alls er leyfilegt að drepa 160.000 selkópa á þessari sela- vertíð. Hins vegar er ekki vitað hve margir kópar láta iífið á árinu, því að aflatölur frá Noregi og Sovétríkjunum eru ekki gefnar upp. Óeirðirá Kanarí- eyjum Að minnsta kosti tveir slösuðust í gær er lögregla á Tenerife á Kanaríeyjum réðst á hóp ungra mótmælenda. Hundruðum saman söfnuðust ungmennin saman í tveimur borgum eyjarinnar, Santa Cruz og Laguna. Ekki er fullvíst hvað olli þessum óeirðum. Að sögn lögreglunnar voru þeir slösuðu strætisvagnstjóri og farþegi hans. Vagninn var grýttur og kveikt í öðrum strætisvagni. Verzlanaeig- endur í borgunum tveimur lokuðu búðum sínum hið bráðasta er óeirðirnar hófust. Fyrr í mánuðinum átti lögreglan í Santa Cruz í höggi við baráttuglöð ungmenni. Byggingaverkamenn og margt starfsfólk í bönkum og verksmiðjum lagði niður vinnu í gær til að styðja málstað mótmælendanna. KAUPUM GÖMLU SKÓNA A 300 KRÓNUR Komdu með gömlu skóna þína, við tökum þá sem 300 kr. greiðslu upp í nýja, gömul gúmistígvél og strigaskó tökum við sem 150 kr. innlegg. Þú kaupir þér nýja skó hjá okkur leggur t.d. fimm pör af gömlum skóm fram sem 1500 kr. og mismuninn greiðir þú í peningum. Hefurðu heyrt það betra ...? SKÓBÚÐIN SUÐURVERI Stigahlíð 45 sími 83225 Er sambúð Kúbu og Bandaríkjanna að batna? Viðræðunefndir frá Banda- ríkjunum og Kúbu hittust í New York í gær til að komast að sam- komulagi um fiskveiðitakmörk og markalínur ríkjanna. Þetta mun að öllum likindum vera í fyrsta skipti sem bein samskipti eiga sér stað milli ríkisstjórna Kúbu og Bandaríkjanna, síðan upp úr sauð í samskiptum þeirra fyrir 16 árum. hann, meðal annars, að hann vildi að samskipti Bandarikjanna við öll þau 16 ríki sem ekki eru í stjórnmálasambandi við Banda- ríkin, bötnuðu sem fyrst. Áður hafði forsetinn reyndar sagt að til þess að eðlileg samskipti milli Kúbu og Bandarikjanna gætu þrifizt yrðu kúbanskar hersveitir að hypja sig frá Angola. íran: Rannsókná jarðskjálfta- svæðunum hraðað Tala látinna í jarðskjálftanum í Suður- íran er nú komin upp i 130. Iranska útvarpið í Teheran skýrði frá því i gær, að hraðað yrði rannsókn úr lofti og láði á þeim svæðum, sem verst urðu úti. Verstu skjálftarnir urðu á þriðjudag, er Iranir fögnuðu nýju pernesku ári. Síðan hafa stöðugt mælzt minni skjálftar sem hafa valdið frekar litlum skemmdum. Stutt tilkynning var gefin út I báðum löndunum í gærkvöld þess efnis að ræðzt hefði verið við og skipzt á skoðunum um nýja lög- gjöf vegna fiskveiða við strendur landanna. Bandarikjamenn og Kúbumenn færðu fiskveiðilandhelgi sína út í 200 mílur fyrr í þessum mánuði. Þar eð Kúba er aðeins í 90 mílna fjarlægð frá strönd Florida er augljóst að 200 mílna reglan gildir ekki á því sundi. Carter Bandarikjaforseti aflétti fyrir viku 16 ára gömlu ferða- banni Bandaríkjamanna til Kúbu. Á fundi með fréttamönnum, sem forsetinn efndi til i gær, sagði Pakistan: Enn krefst stjórnar- andstaðan nýrra kosninga Stjórnarandstæðingar í Pakistan hafa hafnað nýjustu friðarviðræðutillögum Ali Bhuttos forsætisráðherra. And- stæðingar forsætisráðherrans halda enn statt og stöðugt við fullyrðingu sfna um, að þing- kosningarnar fyrr í mánuðinum hafi verið falsaðar og að Ali Bhutto verði að víkja. Stjórnarandstaðan hefur boðað allsherjarverkfall á morgun, þá á nýja ríkisstjórnin að koma saman í fyrsta skipti Eftir tveggja daga fund var átta síðna bréf samið og sent Ali Bhutto, þar sem kröfurnar voru ítrekaðar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.