Dagblaðið - 25.03.1977, Side 18

Dagblaðið - 25.03.1977, Side 18
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977. Eiginkonan má gjarnan leika i öðrum kvikmyndum —en rúm- og ástaratriði koma ekki til greina Charles Bronson hefur gefið hinni fögru konu sinni, leikkon- unni Jill Ireland, grænt ljós, að hún megi leika upp á eigin spýtur í kvikmyndunum. En hann leggur blátt bann við því að hún leiki í kynferðis- eða rúmatriðum. „Ekkert kynlíf í myndunum sem Jill leikur í,“ segir Charlie. Nú hafa þau hjónin ákveðið að þau muni ekki leika aftur saman í kvikmynd, ekki í bráð að minnsta kosti. „Þetta er enginn tepruskapur frá minni háifu. Ég kæri mig bara ekki um að Jill sé að leika slík atriði. Við ræðum opinskátt um kynferðis- mál heima fyrir við börnin okk- ar. En við kærum okkur ekki um kynferðissenur á hvíta tjaldinu.“ Ég hef verið beðinn um að leika samfaraatriði í kvikmynd en ég harðneitaði," segir Charlie. „Ég dæmi ekki aðra þött þeir geri það, ég vil bara ekki gera það sjálfur.“ Jill hefur neitað hlutverki sem var of „djarft" að hennar dómi. I myndinni, sem heitir Good Luck Miss Vycoff, átti hún að leika samfaraatriði. „Hvernig dettur nokkrum í hug að maður geti gert mannin- óslitið í átta ár. Hún hefur sannarlegt haft í nógu að snúast. Hjónin eiga fimm ára gamla dóttur en þar að auki eru tvö börn af fyrra hjónabandi hans hjá þeim og tvö börn frá hennar fyrra hjónabandi. En hún hefur leikið I stöku myndum og þá á móti mannin- um sfnum. En það þarf enginn að láta sér detta í hug að Charlie Bronson sé ekki sá sem öllu ræður á heimili þeirra. „Konur og menn eiga ekki að keppa hvort við annað,“ segir Jill. „Þau eiga að lifa saman í sátt og samlyndi.Ég hef aldrei reynt að „máta“ Charlie. Ef ég væri gift manni sem ég fyndi inn á að ég gæti „mátað“ þá myndi ég skilja við hann á stundinni. Annars er ekkert gaman að lífinu án þess að hafa eitthvað til þess að takast á við. Þess vegna horfi ég með vonglöðum augum til framtíðarverkefna minna,“ segir hún. Charlie hefur engar áhyggjur af frama konu sinnar. Honum er sjálfum borgið og stjarna hans hefur aldrei skinið skærar. „Jill hefur verið stjarna frá því að hún var stelpa,“ segir hann. „Hún er mjög sjálfstæð og það er einmitt þess vegna sem ég elska hana svona mikið. Ég vil alls ekki skyggja á hana — og hef aldrei ætlað mér að gera það.“ Charlie er orðinn hálf- þreyttur á fólki sem er sífellt að spyrja hvort hann hafi ekki heimspekilega og gáfulega af- stöðu til kvikmyndanna. „Þetta er bara eins og hver önnur vinna sem ég kann vel við vegna þess að hún er vel borguð,“ segir hann. „Allar myndir sem ég hef leikið í á síðastliðnum sjö árum hafa gefið frá sex upp í tuttugu- faldan gróða í aðra hönd. Mér er alveg sama þótt ég hafi ekki unnið til Óskars- verðlaunanna. Mér þykir miklu meira varið í að fá Golden Globe verðlaunin og vera þar með kjörinn eftirlætisieikari kvikmyndanna. Ég vil leika í myndum sem almenningur vill gjarnan sjá. Ég hef engan áhuga á að fara í leikskóla og hef ekki hugsað mér að gera það. Það er tóm vitleysa. Ég er bara í kvikmynd- um vegna þess að ég fæ það vel borgað,“ segir hann. Hjónaband þeirra Jill og Charlie stendur á mjög traust- um grunni. „Þegar við giftum okkur ákváðum við að fjölskyldan, heimilið og hjónabandið, skyldi ganga fyrir öllu,“ segir Charlie. „Þess vegna komu Jill og krakkarnir með mér þegar ég þurfti að fara eitthvað til kvik- myndatöku. Það var dálítið erfitt á stundum og það varð iíka dálítið dýrt.“ Jill er ákveðin í að snúa sér meira að söng í framtiðinni. Hún ætlar að grafa upp gamla barnasöngva og færa þá í nýjan búning. Síðan ætlar hún að syngja inn á plötur með aðstoð barnanna. Elzti sonur Charlie leikur á píanó og elztu synir hennar leika á píanó og gftar. Þýtt og endursagt A.Bj. Charlie Bronson er einn af „gulldrengjunum“ i Hollywood. Það ganga allar myndir sem hann leikur í. Þarna er hann með hinni fögru eiginkonu sinni JiII Ireland. Þau hafa verið hamingjusamlega gift i átta ár. um sínum slíkt, — að þurfa að horfa upp á mann „gera það“ með öðrum manni,“ sagði Jill. „Ég þurfti ekkert að ráðfæra mig við Charlie, þegar þetta kom á daginn. Ég harðneitaði að taka að mér hlutverkið. Ég kæri mig heldur ekki um að strákarnir okkar sem farnir eru að ganga i skóla þurfi að heyra frá skólafélögum sínum að þeir hafi séð „mömmu þeirra gera það“. í auglýsingamyndunum í nýjustu kvikmyndinni sem þau leika saman í og heitir From Noon Till Three sjást þau Bronson-hjónin hálfnakin í rúmatriði. Það verður líklega seinasta kvikmyndin sem þau leika saman í. „Mig langar til þess að fara mínar eigin leiðir í leiklistar- heiminum,“ segir Jill. „Ég er mjög ánægð með manninn minn. Það er ekkert í sambandi við hann. Nú þegar börnin eru orðin eldri og ég er ekki eins bundin yfir þeim langarmigtil þess að gera meira fyrir sjálfa mig. Mig langar til þess að spreyta mig sem söngvari og leika í mínum eigin kvikmynd- um.“ Jill Ireland hefur verið meira og minna heimavinnandi móðir og húsmóðir nærri Jill og Charlie hafa oft leikið saman í kvikmyndum og þarna slappa þau af á milli atriða. .......................... “ ......

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.