Dagblaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1977. NÝ BRÚ YFIR LAUGARDALSLAUGINA — SU margan hátt t.d. verður sett í hana hitalögn sem á að koma í veg fyrir frostsprungur. Einnig verður handriðið fest á annan' hátt, þannig að ekki komist vatn niður með rörunum og í steypuna. 1 ár var Sundlaugunum út- hlutað 12 milljónum til viðhalds og endurbóta. Þegar hafa þrjár verið notaðar til að mála innan- dyra. Ragnar bjóst við að viðgerð á brúnni kostaði skilding. kannski 2 til 3 milljónir. Annars sagði hann að það væri alltaf erfitt að segja til um upphæðir sem færu í svona viðgerðir, kostnaðurinn gæti orðið miklu meiri. KP. X » Verið er að gera nýja brú yfir Sundiaugarnar í Laugardal, vegna þess að sú upphaflega var gölluð. DB-mynd Hörður. „Það er greinilegt að brúiri hefur verið gölluð frá upphafi og var orðin hættuleg vegna frost- sprungna sem höfðu m.a. losað um handriðið,“ sagði Ragnar Steingrímsson forstöðumaður Sundlauganna í Laugardal þegar DB grennslaðist fyrir um fram- kvæmdir þær sem nú standa yfir í Laugunum. Ragnar sagði að brúin yrði byggð aftur nákvæmlega eins og sú sem nú er búið að brjóta niður. Það var hafizt handa við fram- kvæmdir fyrir um þremur vikum og áætlað er að ljúka verkinu eftir hálfan mánuð. Þá geta lauga- gestir trítlað um brúna á nýjan leik. Hún verður þá endurbætt á .. " Samnorræn rannsókn á slysum íheimahúsum: HVER ER MESTISLYSA- VALDURINNINNAN VEGGiA HEIMILISINS? „Fjöldi slysa í heimahúsum er mikill hér á landi. Svo er einnig á hinum Norðurlöndun- um. Vaknaði því sú spurning hvort ekki væri hægt að fækka slysum með því að rannsaka hvernig þessi slys bæri að höndum. Sérstaklega ber að hafa það í huga við þessa könn- un hvort einhverjar sérstakar vörur eða tæki gætu reynzt hættuleg. Byrjað er á þessari rannsókn.“ Þetta sagði Eiríka Friðriks- dóttir, hagfræðingur, en rann- sóknin fellur undir verkahring Neytendaverndar og er það Embættismannanefnd í neyt- endamálum á Norðurlöndunum sem vinnur þetta verk. Eiríka vinnur þetta verk fyrir Islands hönd. Rannsókn þessi nær bæði til slysa í heimahúsum og rétt utan við þau á hinum Norður- löndunum. Hér mun hún eingöngu ná til slysa sem verða innan veggja heimilisins. Verður rannsóknin gerð í öllum löndum samtímis. Hún hófst 1. apríl og á að verða lokið 31. október. Slysadeild Borgarspítalans tók á móti nærri 52 þúsund slysatilfellum árið 1975. Var þar um að ræða 29.492 einstaklinga «g komu sumir aðeins einu sinni en aðrir oftar. Árið 1975 eru skrásett 7.732 slys sem orðið höfðu í heima- húsum. Ef reiknað er með að Borgarspítalinn þjóni 100 þúsund manns sýna þessar tölur að af hverjum 100 hafa 8 komið á slysadeild árið 1975. Eiríka sagði að samkvæmt þessum upplýsingum mætti reikna með 4 þúsund slysum á því hálfa ári sem rannsóknin stendur. I rannsókninni verða tekin upp úr slysaskýrslum öll atriði varðandi slys sem orðið hafa í heimahúsum eins nákvæmlega og nokkur kostur er og orsakir skilgreindar. I nokkrum til- fellum getur reynzt nauðsyn- legt að hafa samband við þá sem urðu fyrir þessum slysum og mun fulltrúi rannsóknar- nefndarinnar heimsækja þetta fólk og foreldra ef um börn hefur verið að ræða og spyrja um tildrög. Einnig mun spurt um eftirköst slysanna. Er það von þeirra sem að rannsókn þessari standa að full- trúa þeirra verði vel tekið og upplýsingar veittar. Farið verður með nöfn allra sem algjört trúnaðarmál. Þær upplýsingar sem fást í rannsókninni verða sendar til tölvuúrvinnslu hjá hagstofu Svíþjóðar. Síðan verða allar skýrslur bornar saman og reynt að benda á slysavalda innan heimilisins. Loks er ætlunin að fengnar upplýsingar verði skráðar í handbók, sem væntanlega verður gefin út. -EVI. tír 2 herbergjum og 1 blaði í 24 herbergi og 4 blöð Frjálst Framtak flytur ífélags- skap dagblaðanna orðinn stærsti aðili „Ég taldi mikla bjartsýni að taka á leigu tvö herbergi við Óðinsgötu á sfnum tima er ég tók við útgáfu Frjálsrar Verzlunar,“ sagði Jóhann Briem, fram- kvæmdastjóri Frjáls Framtaks h/f, er hann nú um helgina tók í notkun 400 fermetra eigin hús- næði fyrirtækisins með 25 her- bergjum, eftir tíu ára útgáfustaff- semi. Frjáls Verzlun hefur komið út síðan árið 1939, en stopult þar til Frjálst Framtak við útgáfunni og gefur blaðið út mánaðarléga, yfir- leitt 100 síðna stórt. Markús Örn Antonsson er ritstjóri biaðsins. Starfseminni óx brátt fiskur um hrygg og flutti að Suðurlands- braut 121 stærra húsnæði og í enn stærra að Laugavegi 178. Þar hófst útgáfa Sjávarfrétta, annars sérrits útgáfufyrir- tækisins, sem nú er orðið stærsta útgáfufyrirtæki á sviði sérrita á landinu, með nærri 25 þús. eintaka útgáfu mánaðarlega að sögn framkvæmdastjóra. Sjávar- fréttir eru nú fimm ára og koma ísérritaútgáfu hér mánaðarlega út, álíka stórar og FV: Ritstjóri er Steinar J. Lúðvíksson. Þá^gefur fyrirtækið út iþrótta- blaðið í samvinnu við tSt, sex sinnum á ári og ritstýrir Sigurður Magnússon þvi. Nýjasta sérrit fyrirtækisins er Iðnaðarblaðið og hófst útgáfa þess sl. ár. Ritstjóri þess er Jóhann Briem. útgefandi. I nokkur undanfarin ár hefur fyrirtækið gefið út uppsláttarritið íslenzk fyrirtæki, sem er uppsláttarrit um íslenzk fyrir- tæki. Hrönn Kristinsdóttir rit- stýrir því. Kristinn Benediktsson og Jóhannes Long sjá um Ijósmynd- un fyrir blöðin og um 20 fast- ráðnir starfsmenn vinna hjá fyrir- tækinu undir skrifstofustjórn Olgu Kristjánsdóttur og Kristínar Orradóttur. Hin nýju húsakynni eru að Ármúla 18, aðeins steinsnar frá ritstjórnum fjögurra dagblaðanna við Síðu- múla, eða Blaðsíðumúla, eins og hann er nú kallaður í gamni. -G.S Dvöl i orlofs- hiísum Iðju Iðjufclagar sem hafa hug á að dvelja í orlofshúsum félagsins að Svignaskarði í sumar verða að hafa sótt um hús eigi síðar en mánudaginn 23. maí nk. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16. Dregið verður úr umsóknum sem berast á skrifstofu félagsins 24. maí kl. 17, og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Þeir félagar sem dvalið hafa í húsunum 2 undanfarin sumur koma aðeins til greina ef ekki er fullhókað. Leigugjald verður 9.000 kr. á viku. Sjúkrasjóður Iðju mun hafa eitt orlofshúsanna til ráð- stöfunar handa Iðjufélögum, sem eru frá vinnu um lengri tíma vegna veikinda. Og verður það endurgjalds- laust gegn framvísun læknisvottorðs. Stjórn Iðju Meirihluti starfsfðlks Frjáls Framtaks á nýju skrifstofunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.