Dagblaðið - 04.05.1977, Side 23

Dagblaðið - 04.05.1977, Side 23
23 Sjónvarp í kvöld kl. 20,30: „Það verður litið inn í Leik- listarskðla íslands og fylgzt að hluta til með starfsemi hans og rætt stuttlega við skólastjðrann og nokkra nemendur," sagði Andrés Indriðason umsjónar- maður þáttarins Vöku á dag- skrá sjónvarpsins í kvöld klukkan hálfnfu. „Leikfélag Akureyrar kemur einnig fram i þættinum en það sýnir um þessar mundir Afbragð annarra kvenna, ftalska alþýðukómedíu. Svo stendur yfir sýning á íslenzkri grafík í Norræna húsinu. Við lítum inn á þá sýningu og reynt verður að skýra fyrir fólki hvernig hinar ýmsu tegundir grafíkur eru unnar. Sýndur verður hluti myndanna á sýningunni í þættinum. Selma Guðmundsdóttir píanóleikari hélt nýlega slna fyrstu einleikstónleika og ætlum við að ræða stuttlega við hana og hún mun leika litils- háttar. AS-dúr messa sem flutt var i fyrri viku af Filharmóníu og Sinfóníuhljómsveitinni verður einnig kynnt,“ sagði Andrés. Margir hafa eflaust tekið eftir þvi að þulur er hættur að sjást á skjánum í Vöku. Við spurðum Andrés um ástæðuna fyrir því. Hann sagði að sem Vökuþættirnir voru orðnir um áttatiu og formið á þeim alltaf eins þótti mönnum kom- inn timi til að breyta til. Þetta ér hins vegar síðasti þáttur vetrarins og taldi Andrés ósennilegt að næsta haust kæmu nýir herrar og með þeim nýtt skipulag. DS. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1977. Útvarp íkvöld kl. 20,00: Kvöldvaka Hvers vegna sumum beit en <; „Þetta er mjög forvitnilegt mál,“ sagði Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi skóiastjóri á Eiðum þegar hann var spurður um þátt- inn hans í kvöldvöku útvarpsins í kvöld. Þórarinn flytur í henni erindi sem nefnist I slægjunni heima og fjallar hann um sláttu- menn áður fyrr og bitasæld I ljáum. „Þetta hefur verið mönnum hulið í margar aldir og það vakti forvitni mína og fór ég að reyna að finna skynsamlega ástæðu fyrir því hvers vegna sumum mönnum beit vel við slátt en öðrum ekki,“ sagði Þórarinn. „Sögusagnir eins og að lygnum mönnum bíti bezt og að skrattinn; ætti þá sem sveifluðu orfi mikið voru algengar meðal fólks sem útskýringar á þessum hlutum. Þessar skýringar eru þó hvergi nærri nógu áreiðanlegar. Járnið hafði sitt að segja en þó ekki allt. Annað kom til og því mun ég segja frá í þættinum. Ekki er vert að segja frá því í blöðunum hvað það er. Minningar mínar frá þeim dögum sem orf og ljár voru al gengustu sláttuverkfærin verða einnig rifjaðar upp.“ DS. ðrum ekki ^ Sjónvarp Miðvikudagur 4. maí 18.00 Bangainn Paddington. Breskur myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 18.10 Gluggar. Breskur fræðslumynda- flokkur fyrir börn og unglinga. 1. Flugmóðurskip. 2. Silungsveiðar í sundlaug. 3. Flokkun bögglapósts 4. Sólarorka nýtt til vatnsöflunar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.35 Rokkveita ríkisina. Hljómiveitin Arblik. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson, Hló. 20.00 Fróttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagakró. 20.30 Vaka. Þáttur um bókmenntirog listir á líðandi stund. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.15 Tálmynd fyrir tieyríng (L) Breskur framhaldsmyndaflokkur, byggður á sögu eftir F. Tennyson Jesse. 2. þátt- ur. Sagan gerist á þriðja tug aldar- innar. Júlía, sem er einkabarn, hefur lokið skólagöngu og fær vinnu í tísku- verslun. Faðir hennar deyr og móður- bróðir hennar flytur til þeirra mæðgnanna ásamt fjölskyldu sinni. Júlía er einmana og giftist gömlum fjölskylduvini, Herbert Starling, sem er 20 árum eldn en hún. Aðalhlut- verk Francesca Annis, Bernard Hepton og John Duttine. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.05 Stjómmálin frá stríflslokum. Fransk- ur frétta- og fræðslumyndaflokkur. 7. þáttur. Franskt Aisír. Alsirstriðið hófst árið 1956. Fjallað er um stuðning arabaríkjanna við þjóðfrelsisfylking- una í Alsir og Súe/.málið. De (laulle kemst til valda í Frakklandi. Lýst er lilraun andstæðinga hans og nokkurra herforingja lil valdaráns i Alsir 1960 og frá samkomulaginu sem náðist að lokum. Þýðandi og þulur Sigurður Þálsson. 23.05 Dagskrárlok. Skyldi hunum bíta vel að jafnaði þessum? Hann þarf að minnsta kosti að brýna öðru hverju. Sjónvarp íkvöld kl. 21,15: Tálmyndin heldur áfram Framhaldsmyndaflokknum Tálmynd fyrir tíeyring verður fram haldið i sjónvarpinu i kvöld klukkan 21.15. Þátturinn hófst síðasta miðvikudagskvöld í stað Onedínmyndarinnar sem vegna mótbyrs er ekki enn komin. I þættinum á miðvikudags- kvöldið var sagt frá stúlkunni Júliu sem var af frekar ríku fólki komin. Hún var að ljúka skólanámi þegar myndin hófst og fór þá að vinna í tizkuverzl- un þrátt fyrir nokkra andstöðu föður sins. Hann dó nokkru seinna og Júlía og móðir hennar stóðu uppi einar og blankar og neyddust þær til að hleypa föðurbróður Júlíu og fjölskyldu hans inn á heimilið þrátt fyrir mikla andstöðu. Júlía giftist nokkru seinna ekkli nokkrum 20 árum eldri en hún, sem verið hafði fjöl- skylduvinur í mörg ár, í þeim tilgangi fyrst og fremst að komast að heiman. Ekki virtist þetta ætla að verða hamingju- samt hjónaband. Þátturinn er sendur út í lit. DS. uklÆIIJARIiOr LÆKJARGATA 32 ■ PÓSTH.53 'HAFNARFIRÐI • SÍMI50449 Seljum: Málningu — málningarvörur járnfittings — rör Danfoss — stillitœki Allt til hitaveitutenginga. Opið í hádeginu og laugardaga 9-12, nœg bílastœði. Æskulýðs- og íþróttafulltrúi Starf æskulýð.s- og íþróttafulltrúa í Keflavík er laust til umsóknar. Umsóknir sendist til undirritaðs fyrir 23. maí nk. Bœjarstjórinn í Keflavík Suðurnesjamenn, Garðbúar, starfsfólk Flugleiða Kefla- víkurflugvelli Innilegar þakkir fyrir rausnarlegar gjafir og aðstoð við að endurreisa heimili okkar, sem brann þann 31. jan. sl. Guð launi ykkur öllum. Unnur og Magnús Brœðraborg Garði

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.