Dagblaðið - 04.05.1977, Side 24
LEGSTEINNINN VAR
EKKI í VANSKILUM
— Það var búið að set ja nýjan stein yfir gömlu hjónin
„Legsteinninn sem þið voruð
að skrifa um í Dagblaðinu á
laugardaginn er alls ekki í
neinum vanskilum í garðinum
við Grjótagötu 12,“ sagði
Haukur Magnússon í viðtali við
DB.
„Faðir minn var Magnús
Gíslason, en hann var elztur af
börnum Gísla Magnússonar og
Sigríðar Hannesdóttur. Móðir
mín dó árið 1918 og þá var
okkur börnunum komið fýrir
sínu í hvorri áttinni. Ég var svo
heppinn að ég lenti hjá afa og
ömmu uppi á lofti í Grjótagötu
12. Svo deyr amma árið 1927 og
eins og gengur var settur leg-
steinn á leiðið hennar. Afi deyr
svo 1943 og þá settu börnin
hans sameiginlegan stein fyrir
gömlu hjónin á leiðið þeirra og
legsteinn ömmu var fluttur
heim i garðinn í Grjótagötu.
Við kölluðum steininn sólar-
stein og hann var notaður til
þess að sitja á honum þegar
verið var úti í garðinum. Það er
margur kaffisopinn sem drukk-
inn hefur verið á þessum steini.
Hinn steinninn sem var á
myndinni var aftur á móti úr
tröppunum en áður fyrr voru
dyr á miðri hlið hússins. •
Steinninn við húshornið,
þessi með grópinni í, er ekkert
annað en venjulegur rennu-
steinn eins og þeir gerðust í
gamla daga. Það eru ábyggilega
enn til svona steinar við mörg
hús bæði i Grjótaþorpinu og
víðar,“ sagði Haukur.
Ættfræðin hafði skolazt eitt-
hvað til hjá okkur í greininni á
laugardaginn. Anna Gísladóttir
var sögð gift Ólafi Jónssyni.
Hið rétta er að Anna var gift
Teiti Teitssyni sjómanni. Þau
bjuggu fyrst i Grjótagötunni en
byggðu síðan í Garðastræti og
var Gísli Magnússon hjá þeim
síðustu árin. Hjá þeim var hann
þegar hann lézt.
Olafur var kvæntur Sigríði,
sem var dóttir Magnúsar Gísla-
sonar. Hann var þekktur bif-
reiðarstjóri sem ók í fjölda
mörg ár hjá BSR. Nú er tæpt ár
síðan Ólafur lézt. A.Bj.
Haukur Magnússon kom með
okkur i gamla kirkjugarðinn
við Suðurgötu og sýndi okkur
hinn veglega legstein sem
settur hafði verið á leiði afa
hans og ömmu þegar gamli
maðurinn dó árið 1943.
DB-mynd Bjarnleifur.
Nær þúsund V-lslend-
ingar til „gamla
landsins" í sumar?
—og 750 íslendingar e.t.v. utan til íslendingabyggða
LANI
ÓLÁNI
Kona varð fyrir skellinöðru rétt
fyrir kl. 5 í gærdag. Konan var að
ganga yfir Hverfisgötu á merktri
gangbraut við Hlemm, er piitur á
skellinöðru kom aðvífandi og ók á
hana. Hún slasaðist lítið. DB-
mynd Bjarnleifur.
frjálst, nháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1977.
2100 KM
RALLYí
UNDIR-
BÚNINGI
Meðlimir í Bifreiðaíþrótta-
klúbbi Reykjavíkur eru nú
fyrir alvöru að hugleiða og
undirbúa geysistóra Rally-
keppni hér í haust og verður
akstursleiðin væntanlega 2100
km og keppnistíminn tveir
sólarhringar. Til samanburðar
má geta þess að síðasta nýaf-
staðin Rallykeppni. sem var sú
mesta til þessa, var háð á 350
km vegalengd. Sú næst fyrsta
á 250 km og sú fyrsta á 150 km.
Flestir keppendur voru í
fyrstu keppninni en fæsti'r í
þeirri síðustu, 23 alls, enda var
hún mesta fyrirtækið. Stjórn-
endur klúbbsins draga tvenns
konar lærdóm af þessu.
Annars vegar virðist þetta
vaxa ókunnugum í augum og
margir halda að um sé að ræða
kappakstur upp á líf og dauða
og leggja þvi ekki í málið. Slíkt
er þó misskilningur.
Hins vegar er nú að myndast
harður kjarni Rallykeppenda,
sem innan tíðar er talinn
munu hlaða utan' á sig, líkt og
þróunin er víðast erlendis.
Stórhugurinn á bak við
þessa miklu keppni í haust
stendur í sambandi við áhuga
klúbbfélaga að gera þetta að
árlegum viðburði og lið í
Evrópumeistarakeppninni eða
Norðurlandameistarakeppn-
inni. Ef vel tekst til nú, væri
líklegast ekkert til fyrirstöðu,
að það yrði að raunveruleika
eftir svo sem tvö ár. Kæmu þá
erlendir ökumenn hingað til
keppni.
BR er klúbbur innan Bif-
reiðaíþróttadeildar FlB, en
búið er að .stofna sl.íka klúbba
á Hornafirði, Neskaupstað og á
Húsavík, a.m.k.
Fyrirhuguð leið er ekki
ákveðin, nema hvað ljóst er að
ekið verður a.m.k. einu sinni
yfir miðhálendið, Kjöl eða
Sprengisand.
Fjölda tímavarða þarf við
slíka keppni og er framkvæmd
hennar m.a. háð að klúbbarnir.
úti um land geti lagt lið þar
sem geysilegur kostnaður yrði
því samfara að senda tíma-
verði um verulegan hluta
landsins. Einnig er talið að
Iágmark þurfi 30 keppendur,
helzt miklu fleiri. Ef þessi
atriði ganga upp, ætti ekkert
að vera til fyrirstöðu að þessi
keppni yr'ði að raunveruleika,
þá líklegast fyrstu helgina í
september. -G.S.
Vetrarvertíðinni að Ijúka á Suðurnesjum:
MENN BÚA SIG
UNDIR HUMARINN
Nærri 700 manns hafa
pantað far til Winnipeg í
Kanada í sumar, að sögn Guðna
Þórðarsonar forstjóra ferða-
skrifstofunnar Sunnu. Alls
verða farnar þrjár ferðir á veg-
um ferðaskrifstofunnar í sumar
og áætlað er að fluttir verða 750
ferðamenn til Nýja-lslands í
Kanada.
Vestur-íslendingar koma
hingað með fyrstu ferðinni
þann 29. mai. Sá hópur dvelur
hér væntanlega fram i miðjan
júlí, en þá verður síðasta ferðin
farin vestur. Viking Travel i
Winnipeg skipuleggur hingað
tvær ferðir og verður flogið
með DC-8 vél frá Air Canada
beint til Keflavíkur. Ef full-
bókað verður í þessi flug koma
hingað tæplega 500 manns.
Ekki er vitað enn hverriig sæta-
nýting verður i fluginu á veg-
um Sunnu en ef hún verður
góð, þá má búast við öðrum eins
hópi fólks að vestan. Verða hér
þvi tæplega 1000 manns að vest-
an í sumar, ef að líkum lætur.
Viðbúið er að þeir íslending-
ar sem leggja land undir fót
verði viðlíka margir. Sam-
vinnuferðir hafa skipulagt ferð
til íslendingabyggða í Kanada í
júlí.
1 Lögbergi-Heimskringlu frá
14. apríl er nokkuð rætt um
ferðalög til Islands. Kemur þar
fram að einhver óvissa sé ríkj-
andi varðandi gistingu þeirra
sem leggja leið sína hingað og
eins þeirra sem ætla til Kanada.
Guðni Þórðarson sagði að meiri
hluti þeirra sem kæmu hingað
byggju hjá ættingjum sínum og
eins væri með þá sem færu
utan. Hins vegar væru þeir
aðstoðaðir sem þyrftu á hjálp
að halda vegna gistingar-
aðstöðu. Nokkuð væri um að
fólk skipti um íbúðir, en eins
væri mikil ásókn í að fá fólk frá
Kanada inn á heimili m.a.
vegna fyrirhugaðrar ferðar
heimilisfólks vestur seinna.
Vandræði vegna þessa væru því
hverfandi.
Einnig var sagt frá því í
Lögbergi-Heimskringlu að
Kanadísk yfirvöld hefðu ekki
enn veitt leyfi fyrir þvi að far-
þegar megi fara frá Kanada.
Þau leyfi verði að fást til að
vélar Sunnu geti tekið hópa
sina.
Guðni sagði að þessi leyfi
væru gagnkvæm og væri yfir-
leitt ekki samið um þau langt
fram í tímann. Til þess að vélin
frá Air Canada gæti flogið
hingað þyrfti einnig leyfi. Sem
fyrr segir er þetta gagnkvæmt
svo ef vél Sunnu fær ekki að
taka farþega þá fær Kanada
vélin heldur ekki að fljúga
hingað með farþega sína.
-KP
„Ég held það séu margir
búnir að taka upp net,“ sagði
Rúnar Elíasson, verkstjóri í
Hraðfrystihúsi Sveinbjörns
Árnasonar i Kothúsum í
Gerðum i viðtali við DB í
morgun.
„Þetta hefur verið afar
tregt," sagði Rúnar, „og til
dæmis komu þeir að í gær með
allt niður í 300 kfló. Einn bátur,
180 tonna, kom með talsvert á
sjöunda tonn, mest einnar
náttar fiskur. Það er það lang-
skásta sem ég heyrði um. Jafn-
yel þeir bátar sem lögðu allt í
kringum þennan fengu ekki
bein. Svona gengur þetta. Hann
getur verið á litlum bleyðunt
sem bátarnir sleppa ekki. Svo
er alveg dautt annars staðar.”
Ég held þetta sé dæmið svona
almennt hér um Suðurnesin,"
sagði Rúnar. Hann kvað marga
báta vera farna að huga að
humarvertíðinni sem byrjar
hinn 20. maí, enda yfir engu að
vera í ördeyðunni sem verið
hefur að undanförnu.
BS