Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1977. „Mesta mein aldarinnar” Ef einhver aðili misnotar áfengi er við hann að sakast en ekki áfengið, segir bréfritari. Bragi skrifar: Nú undanfarið hafa verið þættir í útvarpi og sjónvarpi undir heitunum „Mesta mein aldarinnar" og „Rikið í ríkinu“ og eiga þeir að fjalla um áfengismál. En það er langt frá því að talað sé almennt um áfengismál í þessum þáttum, heldur er aðeins minnzt á það sem miður fer í sambandi við áfengisneyzlu, samanber að í síðasta útvarpsþætti var upp- taka frá drykkjumannaheimili i Bandaríkjunum og i siðustu sjónvarpsþáttum hefur verið litið inn í fangageymslur lögreglunnar og fjallað um slys í sambandi við áfengi. Það vill oft brenna við að þegar minnzt er á áfengismál skýtur upp í huga fólks drykkjusjúklingar og-eitthvað því verra. Talað er um að u.þ.b. 5% þeirra sem neyta áfengis í einhverjum mæli verði drykkjusjúklingar. Ég er þeirrar skoðunar að tölu- verður hluti af þessum hópi sé fólk, sem hefur farið illa út úr slysum eða á einhvern hátt er óánægt með lífið og fer það því að neyta áfengis og oftast í miklu magni. Ef áfengi væri hins vegar ekki til mundi þetta fólk leita til annarra og verri vímugjafa og jafnvel á annað tilverustig. Þegar ég lít á það sem af. er ævi minnar (sem hefur verið viðburðarík og skemmtileg) verð ég að segja það að skemmtilegustu atvikin eru þegar áfengi hefur verið haft um hönd. Á okkar tæknivæddu öld, þar sem líkamleg áreynsla verður æ ónauðsynlegri, verður til um- framorka í manninum, sem hann eyðir í formi spennu, en á mismunandi hátt þó. Sumir fara í kvikmyndahús og horfa á myndir sem vekja spennu, aðrir aka hratt og enn aðrir fá sér í glas og þar fram eftir götunum, allt eftir því hvað hver og einn velur sér. Það er því fátt sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og t.d. þegar eitthvert kvenfélag skýrir frá samþykkt sinni þess efnis að Haraklur og kommamir Asgeir Beinteinsson skrifar: Það vildi svo til að ég las, en keypti ekki, Vísi hinn 24. mai. Og auðvitað las ég greinina hans Haraldar Blöndal. Hann glottir ísmeygilega framan í okkur á mynd í blaðinu, svona eins og hann gerði í þingþættin- um þegar Sverrir gerði grín að Gylfa í sjónvarpinu. Ekki er ég Alþýðubandalags- maður og ég ýona að ég eigi það ekki eftir, en samt vil ég herinn úr larrtii og ísland úr Nató. Því miður þá hef ég ekki tíma til þess að vera langorður en fyrirsögn greinarinnar er. „Til þess að vera viðræðuhæfur í menningarpartíum“ það er einmitt það Haraldur. Það er sem sagt menningarlegt að vera á móti hersetunni. Þeir menn sem hvað ríkastir hafa verið og eru af andlegum auði voru og eru á móti hersetunni, hvernig ætli standi á því? Þeir menn eru í minni hluta á Islandi sem eiga slíkan and- legan auð, en þeir ganga, hinir ganga ekki. Hinir siðarnefndu hugsa ekki og vilja ekki hugsa fyrr en þeir þurfa að muna hvort x-ið átti að vera fyrir framan eða aftan D-ið. Þeir hugsa ekki fyrr en á kosninga- daginn. Eða eins og Haraldur segir svo skemmtilega i grein sinni. „Og oft er bætt við frómri ósk um, að viðkomandi verði látinn í friði. Hann hafði ekki áhuga á stjórnmálum. Hann hafi aðeins áhuga á að vera í friði með sig og sína fjölskyldu. Sjálfstæðisflokkurinn angri hann minnst og þess vegna styðji hann þennan flokk. Hins vegar geti hann vel endur- skoðað sína afstöðu, ef sjálf- stæðismenn ætli að fara að angra hann eitthvað, — t.a.m. heimta að hann komi á fundi.“ Haraldur Blöndal verður að viðurkenna að baráttunni fyrir sjálfstæði þjóðarinnar vex fiskur um hrygg. Frelsisbarátt- an heldur áfram, því fólki fjölgar sem farið er að hugsa og sá dagur mun koma þegar menn vita að það á ekki að setja x við D. Asgeir Beinteinsson. I' 1 Þeir ganga, sem eiga andlegan auð, hinir ekki. vín eigi stórlega að hækka og jafnvel alveg að banna það, um leið og þær fá sér kaffi og reykja sígarettur í gríð og erg. Eg efast um að þessar sömu konur myndu samþykkja að kaffi og sígarettur ættu að hækka, er þó kaffið drykkur sem alls ekki telst nauðsyn- legur og sígarettan hreinn böl- valdur. Ég ber ekki á móti því að áfengisneyzla hefur margar ljótar hliðar. Ef bifreið er misnotuð þá er við ökumanninn að sakast, ekki bifreiðina sjálfa. Nákvæmlega það sama gildir um áfengi. Ef einhver aðili mis- notar áfengi þá er við þann aðila að sakast, ekki áfengið. Ef áfengi er mesta mein aldar- innar mega allir vel við una. Lóðíii ófrágengin: BÖRNIN HRAKIN ÚTÁ GÖTUNA Raddir lesenda voru beðnar að koma þeirri fyrirspurn á framfæri við stjórn verka- mannabústaða í Kópavogi, hvað liði framkvæmdum við frágang lóðar við blokkir þær í Kjarr- hólma í Kópavogi er þeir stóðu fyrir að byggja 1975. Þegar flutt var inn í íbúðirnar vantaði það ekki að hinir háu herrar í stjórn verkamannabústaðanna létu ljósmynda sig og kvik- mynda í bak og fyrir og gáfu fyrirheit um að nú ætti aðeins eftir að ganga frá lóðinni og yrði það gert fljótlega. En á framkvæmdunum hefur enn, ekkert bólað og leikvangur sá, sem börnum er þar eiga heima er boðið upp á, er gatan og ekkert annað. öllum ætti þó að vera ljós sú hætta sem er samfara leik barna á og við umferðargötur. Oft virðist það svo að ekki dugi minna en dauðaslys til að koma mönnum í skilning um að börnin þurfa sitt svæði til leiks og starfs. Meirl hornablástur í útvarpið Jón Jónsson úr Reykjavík hringdi og mæltist til að meira yrði haft af harmóníkulögum í útvarpinu. Vildi hann heyra meira af gömlu dönsunum og þvíumlíku. Kvaðst hann leika dálítið á nikku sjálfur en að hlusta- á harmonf kumúsík væru hans ær og kýr. Annar útvarpshlustandi vildi óður og uppvægur fá fleiri marsa og göngulög í útvarpið. Af þeim væri aldrei nóg. Vantaði tilfinnanlega kröftuga prússneska marsa með alvöru þýzkum lúðrasveitum. [ Bryndísi Schram og Össuri Skarphéðinssyni svarað ] flestra dómi hafa heppnazt ágætlega. Hverjir eru „flestir"? spyr ég. Ég hef engan af þeim hitt. 2. Össur segir að Ml hafi verið beðinn um að útvega fæði og húsnæði fyrir okkur. Því hafi verið lofað og það staðizt allt. Eg vil þó leyfa mér í fullri vinsemd að benda Össuri á að skátaheimili þeirra Isfirðinga getur varla kallast húsnæði nema í gæsalöppum. 3. Össur segist ekki hafa logið því að mér að við fengjum inni á hóteli. Þetta er rétt, það var ekki Össur. Þörður Ingvi Guðmundsson, einnig fulltrúi í Stúdentaráði, gerði það. Ég hefði þó kosið að Össur tæki á sig þá ábyrgð fyrir hönd Stúdentaráðs þegjandi og hljóðalaust. 4. Ég er sammála Össuri um að hann sjái ilia, fyrst það fór fram hjá honum að nemendur Ml vissu ekkert um hvað þau ætluðu að spvrja. 5. Eg er einnig sammála össuri utn það, að ef nemendur hefðu um það góða hugmynd hvaða grein þeir hygðust nema, væru slíkar ferðir sem þessi óþarfar og styður það einnig skoðun mina um að þarna sé rangt að farið. 6. Össur segir ástæðu þess að við fengum ekki inni á vist Menntaskölans ekki vera drykkjuskap manna í fyrri ferðum heldur próf. Þetta getur meira en verið. En af hverju í ósköpunum sagði össur það þá við okkur? Vita- skuld sá ég enga ástæðu til þess að bera þessi ummæli Össurar undir hann. Hví í ósköpunum skyldi ég ekki treysta því sem hann sagði? 7. össur telur Ml og forystu hans ekki hafa vitað um dýnu- fæð Skátaheimilisins. Hvers vegna sagði hann þeim þá ekki frá því fyrst vandalítið var að útvega fleiri? Hann vissi það allan tímann. 8. össur kvað mig vel hafa getað vaknað tímanlega í morgunmat. Því hef ég þegar svarað. 9. Hvað kemur mér það við þó -Bryndís Schram hafi beitl sér fyrir kvöldvöku, okkur til skemmtunar, fyrst af henni varð ekki. Össur telur einnig ástæðu til að þakka fyrirkaffið sem okkur var gefið. Eg minnist þess þó aldrei að hafa komið á stað, þar sem ekki var að minnsta kosti kaffi í boði handa gestum. Hvað þá fólki, sem kemur í þeim tilgangi einum að gera manni greiða. 10. Össur segir mig eiga að skammast mín. Ég hef aðeins eitt svar við því: Maður líttu þér nær. Reykjavík 24.5. 77. Dóra Stefánsdóttir nemi i félagsfræði. Spurning dagsins Ertu ánœgður með ASÍ forystuna í yfirstandandi kjarasamningum? — Starfsmenn við Sundahöfn svöruðu. Guðmundur Jónsson verka- maður: Það er nú ekki hægt að segja hvernig samningarnir verða. Maður hefur ekki reynslu af öðrum mönnum í forystunni og veit því ekki hvernig þeir myndu reynast, en það mætti þó. vera betri fórysta. Þórður G. Sigfriðsson iyftara- maður: Mér finnst hún ekki ganga nógu vel fram. Mætfi vera harðari í samningunum. Að öðru leyti er ég ánægður með forystuna. Karl Hannesson, kranamaður: Nei, þeir eru ekki nógu harðir. Það ætti bara að setja stræk strax, en ekki gefa vinnuveitendum séns með smástoppum. Sigurður Friðriksson lyftara- maður: Þeir eru allt of lélegir. Þeir ættu að setja meiri kraft i samningana en ekki draga þá allt of lengi. Þór Níelsen verkamaður: Nei, ég er alls ekki ánægður með forystuna. Það er seinagangur f þessu öllu. Ég held að það verði að fara að semja, — það er ekki hægt að lifa á þessum 8 tfmum. Jón Aðalbjörn Kratsch krana- maður: Nei, ég er ekki nógu ánægður með þá. Eg vil mun harðari aðgerðir af hálfu Alþýðusambandsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.