Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 10
10 DACBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNl 1977. BIADIB hjálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaöið hf. Framkvœmdastjori: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Johannos Reykdal. íþrottir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Svoinn Þormóösson. Skrif stof ustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Droifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aöalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Mynda og plötugerö: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Hvergi má hopa Enginn þingmanna Framsókn- arflokksins mun, aö óbreytt- um aðstæðum, ljá atkvæði sitt til samþykkis því, að samið verði við Efnahagsbandalagið um fiskveiðar innan landhelg- innar, sagði Steingrímur Her- mannsson alþingismaður á fundi Framsóknar- félagsins á ísafirði fyrir skömmu. Þessari yfir- lýsingu ber að fagna í ljósi þess, að enn einu sinni hefur sendimaður Efnahagsbandalagsins, Gundelach, boðað komu sína til íslands til samningaviðræðna. Brezka útvarpið skýrði írá því, að á fundi auðmannasamtakanna, Bilderbergsamtakanna, í Bretlandi fyrir skömmu hefði Harold Lever aðstoðarfjármálaráðherra beðið Geir Hall- grímsson forsætisráðherra um ákvörðun um samningaviðræður. Samtök brezkra útvegs- manna hafa enn í hótunum viö íslendinga um að hindra landanir. I brezkum fjölmiðlum er skýrt frá harmagráti vegna missis veiðanna við ísland. íslendingar vita, hvers vegna Gunde- lach kemur hingað. Fyrir honum vakir að reyna að knýja íslendinga, ef þörf gerist, til að hleypa brezkum togurum aftur inn í landhelg- ina. Hann hefur fyrir löngu nefnt vopnið. Við- skiptasamningi íslands og EBE og þar með tollfríðindum fyrir sjávarafurðir kann að vera hætt. íslendingar verða nú að treysta því, aó ríkis- stjórnin guggni ekki fyrir þessari erlendu ásælni. Hins vegar er rétt að minnast þess, að fyrir jól gáfu íslenzkir ráðherrar margsinnis í skyn, að rétt væri að semja við Efnahagsbanda- lagðið í þá átt, að Bretar gætu veitt hér eitthvað áfram. Þetta skein í gegn í annars þokukennd- um ummælum sumra ráðherranna. Við vitum, hvernig fór. Almenningsálitið knúði ráðherr- ana til að hverfa frá þessu. Fyrir forgöngu frjálsrar umræðu í Dagblaðinu, samþykkta ýmiss konar samtaka og kannski að einhverju leyti vegna afstöðu óbreyttra þingmanna stjórnarflokkanna var ekki látið undan þungum kröfum Breta og Efnahagsbanda- lagsins. Almenningur hefur skömm á því tiltæki for- sætisráðherra að setjast á klíkufund Bilder- bergsamtakanna í Englandi og makka þar meðal annars um iandhelgismálið. Fólk mun nú ekki taka við fráhvarfi frá þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið að undanförnu, um að hafna til- mælum Breta. Ráðherrar mega vita, að almenn- ingur mun ekki sætta sig við Bilderbergtilskip- anir, jafnvel þótt kynni að verða unnt að reka þær niður kok þingmanna. Nauðsynin á að reka útlendinga algerlega úr landhelginni er enn ljósari en áður. ,,Ö11 okkar rök hníga að því að fara ekki yfir 275 þúsund lesta hámarkið,“ sagði Jón Jónsson fiskifræðingur og forstöðumaóur Hafrann- sóknastofnunarinnar í viðtali við Dagblaðið fyrir skömmu. Það væri mikil glópska, ef þessi afstaða fiskifræðinga yrói hunzuð. Almenning- ur kemst hins vegar ekki hjá að vantreysta stjórnvöldum í því efni, miðað við fyrri reynslu. Jafnmikilvægt er að vera á verði, að því leyti er landhelgismálið snýr að útlendingum. Nú er nauðsyn að láta ráðamenn vita, að hvergi má hopa. La Pasionaria og Carrillo eftir að hún kom heim frá Sovétríkjunum eftir 38 ár í útlegð. Spánn: Heim úr útlegð —f jöldi stjórnmálamanna hverfur heim til Spánar til að taka þátt íkosningum 15. júní. Þessa dagana koma margir fyrrum andstæðingar Franco- stjórnarinnar aftur heim til Sþánar. Kommúnistaflokkur- inn hefur fengið leyfi til að starfa í landinu. Hann býr sig nú undir kosningar, sem verða þann 15. júní. Leiðtogar hans eins og t.d. Santiago Carrillo hafa snúið heim til föðurlands- ins. t framboði fyrir flokkinn verður 81 árs gömul kona að nafni Dolores Ibarruri, eða öðru nafni La Pasionaria. Hún hefur verið í útlegð í Sovétrikj- unum í fjöldamörg ár. Miklar öryggis- ráðstafanir La Pasionaria kom með Aeroflotvél til Spánar. Þar biðu hennar um 200 úngir kommún- istar til þess að sjá konuna sem staðið hafði í eldlínunni í borgarastríðinu. Hún var komin til landsins eftir 38 ára útlegð. En aðdáendum hennar varð ekki að ósk sinni að sjá þessa öldnu konu. Hennar var mjög vel gætt og mjög miklar öryggisráðstafanir voru gerðar við komu hennar. Talið er að þær séu þær mestu sem þekkzt hafa undanfarin ár. Sovézkar fréttastofur sögðu frá þvl að La Pasionaria væri að yfirgefa landið. Spánskar fréttastofur sögðu hins vegar að hún kæmi ekki fyrr en viku seinna en tilkynnt var í So.vét- ríkjunum. Þetta var gert tíl að koma í veg fyrir kröftug mót- mæli frá hægri sinnum á Spáni. Ættuð fró Baska- héruðum Spánar Sá Spánn sem hún sér við heimkomuna er mjög frábrugð- inn því landi sem hún yfirgaf árið 1939. Hún yfirgaf heima- landið þegar Franco tók Madrid, en hafði barizt af öllum kröttum gegn honum mörg ár. Gekksi hún fyrir alls konar að- gerðum til að hrella óvininn. T.d. skipulagði hún her kvenna sem barðist við hlið karlmann- anna í fremstu víglinum. Einnig lét hún konur taka þátt í alls konar skærum. Lét hún þær t.d. henda sjóðheitri olíu á menn Francos í baráttunni um Madrid. La Pasionaria er alin upp i Baskahéruðum Spánar. Fjöl- skylda hennar bjó við mikla fátækt og stundum urðu börnin að svelta heilu hungri vegna þess að matur var ekki til. Lífs- skoðun hennar myndaðist að miklulcyti af bernskuminning- um hennar. Iíún gekk í komm- únistaflokkinn árið 1920. Vegur hennar óx mjög hratt innan flokksins og hún varð einn af valdamönnum hans. Henni gekk ekki eins vel i einkalífinu. Hún varð að sætta sig við að geta ekki verið með eiginmanni sínum í fjöldamörg ár. Hann fór frá Sovétríkjunum árið 1972. Fjögur af sex börn- um hennar dóu i bernsku og sonur hennar féll i baráttunni um Stalíngrad í seinni heims- st.vrjöldinni. Hún á eina dóttur á lifi, en hún er gift í Sovétríkj- unum. Eins og fyrr segir hefur La Pasionaria dvalizt í Sovétríkj- unum í fjöldamörg ár. Hún hefur ekki alltaf verið samþykk þeim aðgerðum sem stjórnvöld þar hafa gripið til. Hún gagn- rýndi mjög innrásina í Tékkó- slóvakíu árið 1968. Það er langt frá því að hún sé fylgjandi þeirri línu sem stjórnvöld í Sovétrikjunum boða heldur vill hún að kommúnistaflokkar I Evrópu haldi sinni stefnu og séu ekki háðir flokknum í Sovétríkjunum. í framboði 15. júní La Pasionaria hefur verið valin í framboð í kosningunum 15. júní. Hún er í framboði í sinni gömlu heimabyggð. Hún er álitin eiga mjög góða mögu- leika á að sigra í kosningun- um. Þáttur hennar i þessum kosningum er frekar táknrænn en mikið starf fyrir flokkinn, það gerir aldur hennar. Hún styður Santiago Carrillo og stefnu hans' í þá átt að verða algjörlega óháður Sovétmönn- um. Gömul mynd frá árinu 1938, sem sýnir La Pasionaria halda ræðu. Það má vel vera að koma La Pasionaria veki upp margar og óskemmtilegar minningar hjá mörgum. Hún er í hugum margra Spánverja tákn sjálf- stæðisins sem barizt var fyrir af andstæðingum Francos I borgarastyrjöldinni. Það getur því farið svo að Francoistar tapi fylgi vegna framboðs hennar. Þeir sem yngri eru, og ekki muna eftir konunni sem barðist hatrammri baráttu í borgara styrjöldinni, líta á hana sem tákn fyrir þá tima sem fara í hönd er meira frjálsræði er leyft í stjórnmálum. Hún minn- ir fólk á þá staðrevnd að nú flykkjast þeir heim, sem urðu að yfirgefa heimaland sitt vegna stjórnmálaskoðana sinjia. Sá tími er væntanlega liðinn. Nú koma gamlir leið- togar hinna ýmsu flokka. sem bannaðir hafa verið á Spáni i áraraðir, heim og taka við for- ystuhlutverkum. Ahrif þeirra á kosningarnar koma i ljös i jútii. La Pasionaria og aðrir hennar líkar eiga ef til vill eftir að setja enn dýpri spor i spiinsk stjórnmál en fyrr á árum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.