Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 11
 DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JUNÍ 1977. r Ofug margföldun Það var ekki lítið um fræði- orðin og línuritin í sjónvarps- þættinum í fyrri hluta maí- mánaðar um skólagöngu unglinga og. aðra framhalds- menntun. Hugmyndafræði, stjórnun, kostnaðarliðir grunn- skólafrumvarpsins var til um- ræðu og mættir voru til leiks tveir frá menntamálaráðuneyt- inu, einn skólastjóri ásamt sveitarstjórnarmanni. í þættinum kom inn í mynd- ina verktæknimenntun, iðn- fræðsla, ,þá kom að samlægum þáttum, og með seinni skipun- um var nefnd samræmingar- nefnd. Hvað fengjum við, sem eig- um börn í skóla eða erum að kosta börn til náms, að ég tali nú ekki um unglinga sjálfa, út úr þessum þætti og öðrum álíka?. Jú, skólaskyldan er orðin níu ár. Framhaldsskólar eiga að vera ein heild — samræmdir framhaldsskólar. Ekki var sleppt að tala um innri þátt skólastarfsins. Námsbrautir eiga nú áð vera miklu sam- hæfðari og sveigjanleiki á milli námsbrauta án tillits til stofnanna. Námsbrautir eiga að spanna átta svið: Almennt bóknáms- svið, búfræðisvið, heilbrigðis- svið, hússtjórnarsvið, listasvið, tæknisvið, uppeldissvið og viðskiptasvið. Þá voru nefndar skrifstofu- og stjórnarbraut o. fl. hugsanlegar leiðir. Nú fer að færast fjör í leik- inn, framhaldsskólar ein heild, samræmd, og eitt gott í viðbót — tengist við atvinnulífið í iandinu. Ekki leit þetta nú leiðinlega út. Ekki kom fram neitt raunhæft um framkvæmd þessa mikla bákns, nema að nú fóru þeir, sem sátu fyrir svörum, að karpa um, að þeir úr menntamálaráðuneytinu ættu ellefu af tuttugu mönnum í ein- > hverju framhaldsskólaráði en sveitarstjörnirnar aðeins einn. En hvað með alla unglinga og foreldra þeirra í dag sem þetta tuttugu manna ráð ætlar að ráða yfir? Eftir þennan þátt var ég litlu nær en gerði mér til fróðleiks næstu daga að athuga mögu- leika — raunverulega — á skólagöngu fyrir unglinga. Ég hringdi í nokkra skóla og fékk umsóknareyðublöð þeirra. Það kom í ljós að þeir skólar sem ég hafði samband við voru skólar sem höfðu verið í boði þegar ég var að leita mér að menntun, eitthvað í viðbót við að fara í hússtjórnarskóla, svara í síma hjá einhverju fyrirtæki og treysta á að einhver kæmi siðar og sæi fyrir mér, fyrirvinnu hugtakið". Hvað skólar eru þá á boðstólum og fyrir hverja? Þeir sem ég leitaði til voru Fóstur- skóli íslands, Hjúkrunarskóli íslands, Vélskóli íslands, Kennaraháskóli íslands, Ljós- mæðraskóli íslands, og lítillega talaði ég við fulltrúa frá Þroskaþjálfaskólanum. Ég náði mér í umsóknareyðublöð, og þar rak ég strax augun I aug- ljósan mun á fyrirspurnum til nemenda I svokölluðum kvennagreinum (ennþá) og í skólum, þar sem karlmenn eru í flestum tilfellum álitnir vera einir um að óska inngöngu og telst til fréttaefnis, ef stúlka stundar þar skólanám, sbr. frétt frá ísafirði um stúlku í Stýrimannaskólanum. Aðal- munur liggur ekki í gamalli hefð atvinnugreinanna eingöngu, heldur er það að hið líffræðilega og hefðbundna starf konunnar sem móður á á einhvern hátt að hefta hana í starfi. Ekki var spurt um hvort umsækjandi í Vélskóla íslands eða í Kennaraháskólanum eigi barn. En aftur á móti er það gert á umsóknareyðublöðum Fósturskóla íslands og má þar vonandi teljast til ávinnings, þar sem kona með eigið barn mun frekar skilja aðrar mæður, sem vilja leita sér menntunar og starfa. í hjúkrunarskólanum er spurt um, í hvaða trúarfélagi umsækjandi sé. Nú er talað um að trúfrelsi sé hér á landi en góðviljaður og skilningsríkur fulltrúi í menntamálaráðu- neytinu taldi að þetta væri kannski vegna aðventista, sem eru með aðra vikudaga helga en þjóðkirkjan og gætu verið meðal umsækjanda. Okkur kom þó saman um að varla kæmi þetta heim og saman við trú- frelsið. Enginn umsækjandi í Vélskóla íslands eða Kennara- háskóla íslands þarf að svara spurningunni: Af hverju viltu verða yélstjóri eða kennari? Slíku þurfa fósturnemar og hjúkrunarnemar að svara. Ljósmæðraskólann taldi full- trúinn í ménntamálaráðuneyt- inu vera eina skólann á landinu sem lokaður væri karlmönnum. Þetta taldi forstöðukonan rangt. Það hefði bara enginn karlmaður spurzt fyrir um skólavist. Vélskóla íslands er alveg sama þótt nemar hans séu móðurlausir því að í umsókn þeirra þarf aðeins að geta nafns föður eða fjárhaldsmanns. Hjúkrunarskóli íslands vill ekki aðeins vita hæð og þyngd nema, hjúskaparstétt eða trúlofun og börn þeirra, heldur skulu vera tveir siðferðisvottar á umsóknareyðublaðinu. Eftir- grennslan mín meðal lækna- nema hefur leitt í ljós að enginn í námi man eftir að hafa þurft að fá tvo menn utan fjöl- skyldu sinnar til að votta um siðferði sitt. Það mætti ýmislegt fleira tína til sem kemur manni óneitanlega undarlega fyrir sjónir á hinum ýmsu umsóknar- eyðublöðum og eru þetta ekki gömul eyðublöð því a.m.k. Hjúkrunarskólinn hefur beygingu á orðinu undir- rituð(aður) á einum stað. Skólastjóri Fósturskóla EIéi Torfadöttir íslands hefur nýlega sagt í einu dagbiaði borgarinnar, að það sé ósk sín, að karlmenn sæktu um skólavist og í viðtali við kennara frá sama skóla í sjón- varpi kom fram sú skoðun að karlmenn kæmu sjálfsagt ekki, af því að mánaðarlaun fyrir fjörutíu stunda vinnuviku væru aðeins níutíu og fimm þúsund krónur. Heldur fannst mér það léleg ástæða er ég hugsa um, hve margir hafa þurft að láta sér nægja minna. Eru t.d. sumir barnaskólakenn- arar ekki lægri? Margar stéttir ná aldrei þessu kaupi í byrjunarlaunum, hvað þá þeim hækkunum, sem eftir fylgja og ýmsum öðrum þáttum starfsins. En ástæður liggja auðvitað fyrir þessu áhugaleysi karl- manna til starfsins. í samtali við menntamála- ráðuneytið fékk ég að vita, hjá fulltrúanum aftur, að skóla- stjórarnir réðu alveg að hann hélt, formum umsóknar- eyðublaða og fyrirspurnum á þeim, svo að þarna mætti Hver er réttur þinn? Nokkur orð um greiðslur sjiíkradagpeninga Undanfarið hafa orðið allmiklar umræður og blaða- skríf um kjör ellilífeyrisþega og hafa þau öll fallið í þá átt að bæta þyrfti kjör þeirra og skapa þeim lífvænlega afkomu- möguleika því í þeirri geigvæn- legu dýrtíð sem nú gengi yfir væri engum fært að lifa sóma- samlegu lífi af þeim lífeyri er honum væri ætlaður af opin- berri hálfu með greiðslum frá almannatryggingakerfinu. Um hlut ellilífeyrisþega í trygg- ingakerfinu verður ekki rætt að þessu sinni þó ærin ástæða væri til, en ef til vill verða því gerð skil síðar. Það er annar þáttur í tryggingakerfinu sem hér verðúr farið um nokkrum orðum og undarlega hljótt hefur verið um, en sennilega hafa menn ekki gert sér al- mennt ljóst hvernig hann verkar. Það er kaflinn um sjúkratryggingar. V. kafli al- mannatryggingalaganna, 37. gr. til 50. gr. og þó einkum þeir þættir hans er fjalla um greiðslu sjúkradagpeninga. í 40. gr. segir m.a. „Allir landsmenn eru sjúkratryggðir í sjúkrasamlagi, þar sem þeir eiga lögheimili. Hjón skulu vera í sama sjúkrasamlagi og með þeim skulu tryggð börn þeirra, 16 ára og yngri. Sama á við um stjúpbörn og fóstur- börn.“ í upphafi 44. gr. segir aftur m.a. „Sjúkrasamlögin greiða sjúkradagpeninga, ef samlags- maður sem er 17 ára og eldri og ekki nýtur elli- og örorku- lífeyris, verður algerlega óvinnufær, enda leggi hann niður vinnu og kaup hans og aðrar vinnutekjur falli niður.“ Þannig kemur 1 ár sem ung- lingurinn nýtur ekki neinna réttinda til sjúkradagpeninga eftir að hann er farinn af fram- færi foreldra sinna og orðinn sjálfstæður þjóðfélagsþegn — skattskyldur til samfélagsins. Hvað þá að hann njóti réttinda til sjúkradagpeninga meðan hann er yngri og í samlagi með foreldri. Reynslan hefur sýnt þeim sem við þessi mál fást að hér er um stórkostlegt óréttlæti að ræða. Samkv. IV. kafla al- mannatryggingalaganna um slysatryggingar, eru t.d. unglingar slysatryggðir við störf er þeir vinna hjá öðrum og taka laun fyrir og samkv. 30. gr. síðustu málsgr. segir m.a.: „sama gildir um börn atvinnu- rekenda í landbúnaði innan 12 ára aldurs“. Það skal skýrt tekið fram að af öllum sem slysatryggðir eru, er greitt sér- stakt iðgjald sem rennur til trygginganna, m.a. til að standa undir kostnaði. Er það mis- hátt eftir áhættu starfsins en reglan er sú að reikna iðgjald af þeim er slysatryggðir eru, bæði börnum og fullorðnum. Eftir að niður voru felld per- sónuiðgjöld til almannatrygg- inganna og nú síðast iðgjald til sjúkrasamlaga borgar enginn sérstaklega með iðgjaldi fyrir þau réttindi sem hann nýtur frá almannatryggingunum samkv. V. kafla, um sjúkra- tryggingar eins og gert er samkv. IV. kafla, um slysa- bætur, eins og áður hefur verið bent á. Kostnað af sjúkratrygg- ingum — sjúkrásamlögum — greiðir ríkissjóður að hluta eða 85% en sveitarsjóður 15%. Ef samræmi væri í þessum tveim þáttum tryggingakerfisins, annars sem er iðgjaldsbundinn en hins sem er óiðgjaldsbund- inn ættu réttindin til bóta- greiðslna að vera hliðstæð i báðum tilvikum, það er t.d. bundin við missi vinnutekna. Við skulum taka hér dæmi til frekari glöggvunar, það er ekkja með 5 börn, 3 drengi og 2 dætur. Hún fær barnalífeyri með börnum sínum sem í dag, 1/3 ’77, er kr. 61.196,- pr. m og mæðralaun kr. 22.778.- eða kr. 83.973.- pr. m. Ekki há upphæð til að framfæra 6 manna fjöl- skyldu af eins og dýrtíðin er í dag. Börnin eru því sett til vinnu eftir því sem tök eru á til að drýgja tekjur heimilisins og öll- um er hollt að vinna. Elsti drengurinn sem er á 16. ári fer á togara en er svo óhepp- inn, að hann fær botnlanga- bólgu og er þvi miður frá verk- um í marga mánuði. Sá næsti, sem er á 14. ári, fær vinnu í landi en er svo óheppinn að hann fótbrotnar í boltaleik með félögum sínum og verður frá verkum í lengri tíma, en sá þriðji, á þrettánda ári, fer sem vinnumaður — léttadrengur — í sveit yfir sumarið. Hann er svo óheppinn að hann dettur af hestbaki í vorsmölun og slasast það mikið, að hann er óvinnufær allt sumarið. Dæt- urnar eru það ungar að þær koma ekki við þessa sögu, þær eru heima. Hver er svo útkoman, hver er samfélagshjálpin? Hvorugur þeirra eluri, sem þó eru aðal fyrirvinnur heimilisins, fær greidda sjúkradagpeninga, þeir eru of ungir. Sá yngsti, sem er slysatryggður, fær greidda slysadagpeninga því hjá bónd- anum eru allir slysatryggðir. Nú mun eflaust einhver segja að svona lagað geti raun- verulega ekki gerzt, þetta sé .dæmisaga og skal það fúslega játað að þetta er samsett dæmi- saga úr tveim atvikum sem fyrir hafa komið en þetta gæti alveg eins verið raunverulegt, því svona atvik eru alltaf að koma fyrir. Nú skulum við taka raun- verulegt dæmi um sjúkradag- peninga, það eru hjón með 2 börn, bæði á bezta aldri og ný- lega komin í eigið húsnæði. Maðurinn veikist og verður óvinnufær í 1 ár. Við skulum athuga afkomumöguleika hans þetta ár og sjá af hverju sam- félagið ætlar honum að lifa. Sjúkradagpeningar eru nú, 1/3 1977, kr. 1.020.- pr. dag eða kr. 362.100,- á ársgrundvelli (10 fyrstu dagarnir eru ekki'gr/) svo eru barnadagpeningar með tveimur börnum kr. 554.- pr. d. eða kr. 196.670.- á ársgrund- velli, samtals eru þetta kr. 558.770,- eða kr. 46.564,- pr. mánuð. Væri hann hins vegar á sjúkrahúsi allt árið væri mánaðargreiðslan kr. 36.506.-. öllum má ljóst vera að af þessu verður tæpast lifað til lang- frama um hvora upphæðina sem er að ræða, hvað þá þegar um ungan mann á bezta aldri er að ræða sem kippt er fyrirvara- laust út úr atvinnulífinu. Hann þarf að borga sína skatta, vexti og afborganir af þeim lánum sem kunna að hvíla á ibúðinni, ef hún á ekki að verða seld ofan af fjölskyldunni, eins og því miður munu vera dæmi til og hann getur einnig þurft að borga af námslánum o.fl. o.fl., sem of langt er upp að telja, fyrir utan það að framfleyta sér og sínum í þeirri dýrtíð sem nú er. Möguleikar hans samkvæmt tryggingakerfinu eru engir aðrir en þeir sem hér hafa verið taldir. Hér vantar okkur vissu- lega meiri sveigjanleika í okkar „kerfi" eins og er fyrir hendi hjá flestum þjóðum sem búa við þróað tryggingakerfi. Þennan sveigjanleika höfum við að nokkru, t.d. í sambandi við ellilífeyri. Þar er t.d. um tekjutryggingu að ræða, eigin kannski byrja á samræmingu framhaldsskólanna. Og þá komum við aftur að þættinum í byrjun maímánaðar í sjónvarpinu. Þar var talað um iengsl við atvinnulífið með meiru en þegar spyrjandinn spurði sveitarstjórnarmanninn hvort hann hefði nokkuð að segja um eða mótmælti að margrædd lög kæmu til fram- kvæmda 1980, eins og áætlunin hljóðaði upp á — Nei, var svar- ið, þeir geta fyrir mér byrjað á morgun ef þeir bara taka sveitastjórnir út sem kostnaðar- aðila. Þetta bar sem sagt allt I mín- um eyrum heldur vott um hálf- unnið verk og framsýnin held- ur hæpin. Á mínum aldri höfum við upplifað bandprjónsaðferð við lestrarkennslu og siðan hljóð- lestur, stafsetningarbreytingar, niðurfelling z o. fl. og mætti telja það til góðs að kennslu- málin séu á sífelldri hreyfingu og í endurskoðun. En er ekki margt ennþá óljóst hjá ráða- mönnum? Ennþá er það erfitt hjá unglingunum og forráða- mönnum þeirra að sjá hvað gerist, hvað verður kennt og framkvæmt. Er þetta ekki bara eins og þegar barnið kom heim og .sagði: „Kennarinn kenndi okkur að deila í dag“ og átti að skila heimadæmunum sam- kvæmt þeirri kennslu. Þegar barnið réði ekki við deilingar- dæmin var spurt: Hvað sagði kennarinn þér um deilingu? Og það svaraði sigri hrósandi á augabragði: „öfug deiling". Ekki hafa foreldrar eða unglingar verið kvaddir til umræðu I sjónvarpssal. En það er áreiðanlega von forráða- manna unglinga og ekki síður ósk unglinganna sjálfra að fá að vita hvar þau standa. Hverjir séu framtíðar- möguleikar um skólagöngu og atvinnu. Unga fólkið hefur ákveðinn vilja, er kjarkmikið og þarf skýr og haldgóð svör. Elín Torfadóttir fóstra. " ~ Kjallarinn Hallgrímur Vilhjálmsson tekjur eða greiðslu úr lifeyris- sjóði, ef hann er fyrir hendi, uppbót á lífeyri í vissum tilvik- um, auk fleiri smáhlunnjnda sem hér verða ekki frekar rakin bví lífeyrismál aldraðra eru kapítuli út af fyrir sig sem vert væri að gera skil í sérstök- um þætti. Hér hefur aðeins verið brugðið upp mynd af einum þætti tryggingakerfisins sem ég tel að þurfi að taka til ræki- legrar endurskoðunar og ráða hið bráðasta bót á, ef við viljum státa okkur af réttlátri og vand- aðri samhjálp með okkar trygg- ingakerfi, sem við á margan hátt vissulega getum. Við verðum bara að sníða af því sárustu agnúana í ljósi feng- innar reynslu alveg eins og gæta verður þess að ekki hlaupi ofvöxtur í suma þætti trygg- ingakerfisins eins og þegar er farið að bera á. Slík endur- skoðun verður ekki gerð með reiknistokk einvörðungu, þótt gott tæki sé, þar er reynslan haldbezta viómiðunin sem við höfum. Af henni verðum við að læra ef vel á að fara. Hallgrimur Vilhjálmsson, tr.vggingafulltrúi, Akureyri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.