Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 7
DAC5BLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNl 1977. 7 Brezhnev forseti? Mörg teikn eru nú á lofti um að Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, muni taka við forsetaembættinu af Pod- gorny, sem nú virðist hafa gjör- samlega dregið sig i hlé. Brez- hnev, sem nú er valdamesti maður landsins, verður þá jafn- framt opinber þjóðarleiðtogi. Ilelzta sönnun upphefðar Brezhnevs þvkir sú að leiðtogi Búlgaríu,Todor Zhivkov, er nú í heimsókn í Sovétríkjunum og í ræðu sinni kallaði hann Brezhnev flokksforingja og leiðtoga þjóðar- innar. Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ IHNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME ALMENNUR KYNNINGARFYRIRLESTUR verður í kvöld að KJAR- VALSSTÖÐUM kl. 20.30. Fjallað verður um áhrif tækninnar á andlegt atgervi, á heilsufar og hegðun. Tæknin er auðlærð, auðæfð, krefst engrar einbeitingar eða erfiðis. Hún losar um djúpstæða streitu, eykur orku og almenna vellíðan. Þetta staðfesta vísindalegar rannsóknir. ÖLLUM ER HEIMILL AÐGANGUR. ISLENZKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ. herbúðum þeirra Hermenn Ródesíustjórnar voru staddir langt inni í Mósambik í morgun. Árás þeirra er nú orðin sú mesta í fjögurra ára striði landsins gegn svörtum þjóðernissinnum. Ródesíu- menn segjast vera að útrýma skæruliðahreiðrum og að þeirn hafi orðið vel ágengt í baráttunni. Arás Ródesíumanna hófst fyrir dagrenningu á sunnUdag. Stjórnandi árásarinnar, Peter Walls hershöfðingi, hélt fund nteð fréttamönnum í gær. Þar sagði Walls, að herliði Ródesíu- manna yrði ekki snúið heint fyrr en þeir hefðu lokið verk- efni sínu að útrýma skærulið- um úr landamærahéruðunt Mósambik og eyðileggja öll vopn, sem til næðist. Walls kvað menn sína hafa eytt fjórum bækistöðvum skæruliða og drepið 32 þeirra. Þá sagði hann einnig, að Ródesiumenn færu nú með stjórn bæjarins Mapai, sem er 75 kílómetra inni í Mósambik. — Allir íbúar bæjarins voru flúnir, er hermennirnir komu þangað. Hershöfðinginn sagði einnig á blaðamannafundinum i gær að flestir skæruliðarnir hafi flúið suðaustur í landið og að Ródesíuhermennirnir hafi ekki veitt þeim eftirför. Þetta er túlkað þannig, að Ródesíumenn hyggist ekki fara lengra inn í Mósambik að þessu sinni. Ekki hafði slegið í brýnu ntilli her- manna Mósambik og Ródesíu að sögn Walls hershöfðingja. Hann kvað menn sína hafa haft nokkrar flugvélar sér til stuðnings, en vildi ekki segja hversu liðntargur hann væri. Hermenn Ródesiu hafa að sögn stjórnandans, Peters Walls, haft árangur sem erfiói í innrás sinni inn í nágrannaríkið, Mósambik. Kurt Waldheim Enn skiptir Barnard um hjarta — þrrtugasta aðgerð þeirrar tegundar íHöfðaborg Læknar við Groote Schuur sjúkrahúsið í Höfðaborg í Suður-Afríku skiptu í þrítugasta skipti um hjarta í manneskju um helgina. Að sjálfsögðu var það sjálfur prófessor Christian Barnard, sem hafði yfirumsjón með verk- inu. Aðgerðin tók fimm klukkustundir. Maðurinn sem fékk annað hjarta er 42ja ára gamall. Hann var áður veill fyrir hjarta. Ekki var gefið upp nafn mannsins, — aðeins að hann væri hvítur Suður- Afríkubúi. fordæmir aðgerðir Ródesíumanna Kurt Waldheim, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, for- dærndi i gærkvöld harðlega árás Ródesíuntanna inn í Mósambik. Hann krafðist þess að Ródesíumenn sneru tafar- laust aftur til síns heima. Waldheim sendi út til- kynningu um málið fljótlega eftir að hann kom til aðal- stöðva Sameinuðu þjóðanna af fundi í París. 1 tilkynningu hans sagði meðal annars: ,,Ég fordæmi harðlega þessa alvar- legu ögrun, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir friðinn í þessum heimshluta.“ Hann bætti því við að þjóðir heimsins gætu ekki liðið ,,slíka óvirðingu við stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna". 1 lok tilkynningar aðalrit- arans sagði að ólögleg ríkis- stjórn Ródesíu yrði (tegar í stað og án skilyrða að kveðja herlið sitt heim frá nágranna- ríkinu. Kurt Waldheim aðalritari Sameinuðu þjóðanna er harð- orður i yfirlýsingu sinni um aðgerðir Ródesiumanna í Mósambik. Bandaríkjamenn tóku svo sannarlega nýútkominni hljóm- plötu með brezku hljómsveitinni Beatles opnum örmum. A þeim rúmlega tveimur vikum sent liðnar eru síðan platan kom út hefur hún selzt í um milljón eintökum. Plata þessi nefnist ,,The Beatles At The Hollywood Bowl“ og var tekin upp á tónleikum hljómsveitarinnar i Los Angeles árið 1964 — á hátindi bítlaæðisins svonefnda. Hún var í þriðja sæti bandarískra vinsældalista um síðustu helgi og er því spáð að hún eigi fljótlega eftir að verða númer eitt. Lengi lifir ígömlum glæðum: Rosasala brtlaplötu íBandaríkjunum Erlendar fréttir REUTER RODESÍUHERMENN ERU ENNINNI í MÓSAMBIK — takmarkið er að drepa sem flesta skæruliða og eyða Stjörnulið Bobby Charlton gegn úrvalsliði K.S.Í. á Laugardalsvelli miövikudaginn 1. júníkl. 20.30 Bobby Charlton, lackie Charlton, Alex Stepney, Jim Callaghan, Terry Cooper, Alan Ball, Brian Kidd, Tommy Smith, Norman Hunter, Ralph Coafes, Peter Osgood o.fl. Einstakt tækifæri til að sjá þessa heimsfrægu knattspyrnumenn leika saman í liði. Forsala við Útvegsbankann í dag, kl. 13-18. Tryggið ykkur miða ítíma Verð aðgöngumiða: Stiíka kr. 1000, stæði kr. 800, börn kr. 300 KRR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.