Dagblaðið - 20.06.1977, Síða 7

Dagblaðið - 20.06.1977, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚNI 1977. Erlendar fréttir Tékkneskur leyniþjónustumaður í viðtali við Sunday Times: Brezhnev að þakka að Dubcek komst til valda Hörð landhelgis- gæzla íBurma: Varðskip sökkti einum togara og tökþrjá Atta thailenzkir fiskimenn fórust og eitt hundað voru teknir til fanga er burmanskt varðskip réðst á fjóra togara undan suður- strönd Thailands. Opinberir embættismenn í Bankok, höfuð- borg Thailands, segja atburðinn hafa átt sér stað síðastliðinn föstudag. Burmanska varðskipið hóf skot- hríð á togarana og sökkti einum þeirra. Hinir þrir voru teknir og færðir til hafnar. Áhafnir þeirra munu allar hafa verið hnepptar í varðhald. Alexander Dubcek átti Brezhnev forseta Sovét- ríkjanna að þakka hinn stutta valdatíma sinn í Tékkóslóvakíu. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði brezka stórblaðsins Sunday Times, þar sem Josef Frolik fyrrverandi yfirmaður i tékknesku leyni- þjónustunni leysir frá skjóðunni. Seint á árinu 1967 hugðist Antonin Novotny þáverandi æðsti maður í Tékkóslóvakíu hreinsa verulega til í kommúnistaflokknum. Alls átti að taka fyrir 1.081 manns, — þeirra á meðal Alexander Dubcek, Josef Smrkovsky, Vaclav Prchlik hershöfðingja og prófessor Otto Sik. Allir voru þessir menn í andstöðu við Novotny og þótti tíðarandinn vera orðinn slikur, að tími væri kominn til mannaskipta í hæstu stöðum flokksins. Brezhnev kom hins vegar í veg fyrir hreinsanirnar. Hann frétti af því, hvað til stóð og hringdi beint frá Moskvu til að hindra Novotny í ætlunar- verki sínu. Vörið eftir að þetta gerðist náði Dubcek völdum í Tékkóslóvakíu. Hefði Brezhnev ekki hindrað Novotny í að hreinsa til í kommúnistaflokkn- um, hefði ekki komið til tilraun Dubecks til að koma á v___ „mannréttinda-kommúnisma“ í landinu, né heldur hefðu herir Varsjárbandalagsins þurft að ryðjast inn í Tékkóslóvakíu eins og frægt varð. Það var tékkneskur blaða- maður, Josef Josten, sem tók viðtalið við Frolik. Hann er landflótta og býr í London. Brezhnev og Dubcek takast í hendur. Mynd þessl var tekin á Bratislava fundinum svokallaða árið 1968. r-ætt um tramtíö Tékkóslóvakíu og fóru umræðurnar fram „í einlægni og góðum féiagsanda“. Það þýðir á austur-evrópsku diplómatamáli, að skoðanaágreiningur hafi verið mikiii. LEIGUBÍLSTJÓRAR FALLAILISSABON Hundruð portúgalskra leigubíl- stjóra söfnuðust saman á laugar- daginn fyrir utan forsetahöllina í Lissabon. Með því vildu þeir vekja athygli á því, að einn félaga þeirra hafði verið myrtur nóttina áður. Jafnframt kröfðust þeir tafarlausra aðgerða lögreglunnar. Leigubilstjórinn, Luis de Almeida, var skotinn í hnakkann, er hann ók um eina af hafnar- borgum Lissabon. Hann er sjöundi leigubílstjórinn í Lissa- bon, sem er myrtur á siðustu tveimur árum. — Enn sem komið er hefur aðeins einn af morðingj- unum náðst. Leigubílstjórarnir telja stjórnvöld og lögreglu ekki reyna eins og æskilegt væri að stemma stigu við þessari ógnun við stétt sína. Hann man sextíu númer Nýr sjálfvirkur simi, Atlas kerfið svokallaða, er kominn á markaðinn. Hann er þeim ósköpum gæddur að geta munað allt að sextíu sima- númer, og hvert þeirra má innihalda tuttugu tölustafi ef þörf krefur. Þetta nýja kerfi er aðallega ætlað þeim sem þurfa oft að hringja í sömu númerin. Þegar símanúmerið, sem á að geyma, hefur verið stimplað inn, nægir aðeins að ýta á takka þess,— þá hringir siminn i það númer. Ennfremur fylgir kerfinu ný símskífa, — með tökkum, — sem flýtir mjög fyrir því að hringja. Atlas kerfið er ekki enn orðið fullkomnara en svo, að sé ekki hringt í eitthvert af númerun- um sextíu, sem eru í geymslu, er hætt við að það gleymist. Hins vegar ,,,man“ kerfið alltaf síðasta númerið sem hringt var í. Safnaðarferð Kirkjufélag Digranesprestakalls efnir til safnaðarferðar sunnudaginn 26. júní. Lagt verður af stað kl. 9.00 að morgni frá safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg og er ferðinni heitið um Hvalfjörð að Hallgrítnskirkju í Saurbæ þar sem guðsþjónusta verður kl. II. Siðan verður farið um Dragháls. Skorradal og llxahryggi til Þingvalla.Nánari upplýsingar í síma 40436 kl. 12-19 til miðvikudagskvölds 22. júní. Stjórnin. Landsins mesta lampaúrval Utanbæjarmenn! Lrtid við íleiðinni LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 — Sími 84488

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.