Dagblaðið - 20.06.1977, Síða 16

Dagblaðið - 20.06.1977, Síða 16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JUNÍ 1977. 16 G íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Olafur Fridriksson sendir knöttinn í netið framhjá Þorsteini Bjarnasyni og jafnar, 1-1 í leik IBK og Breiðabliks. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. ^ UBK 0GIBK DEILDU í KÓPAVOGI — íl.deildígær 1-1 Breiðablik og Keflvíkingar skildu jöfn 1-1 í 1. deild íslands- móstsins í gær á Kópavogsvelli. Heldur var leikur liðanna tilþrifalítill — nánast furðulegt hvað Blikarnir hafa náð sér iiia á strik í sumar eftir að hafa gefið svo góð fyrirheit seinni part síðasta sumars. Lið Keflvíkinga er hins vegar fullt fyrirheita um bjarta framtíð — ungir og leiknir leikmenn, sem með tímanum skipa ÍBK aftur í fremstu röð ísienzkra liða. ÍBK hafði undirtökin i leiknum gegn Blikunum lengst af. Þrátt fyrir það voru Blikarnir svo nærri að skora sigurmark á síðustu mínútunni en Þorsteinn Bjarna- son bjargaði vel skalla frá Heiðari Breiðfjörð. Blikarnir höfðu undirtökin framan af gegn ÍBK — án þess þó að ná að skapa tækifæri. Smám saman komu leikmenn ÍBK meir inn í myndina — og þeir Þórður Karlsson og Ómar Ingvason fljótir og hættulegir. ÍBK náði forustu á 32. mínútu fyrri hálfleiks — Óskar Færseth, leikinn og skemmtilegur bak- vörður, sendi knöttinn vel fyrir mark Blikanna til Olafs Júlíussonar, sem lék laglega á varnarmann og skaut síðan föstu skoti. Knötturinn fór í varnar- mann Blikanna — breytti stefnu og Ómar Guðmundsson, mark- vörður Breiðabliks, fraus. Knötturinn fór í netið, 0-1. iBK náði síðan mun betri tökum á leiknum — og fljótlega í byrjun síðari hálfleiks hefði Þórður Karlsson átt að skora. Hann fékk knöttinn í vítateig Blikanna — hafði tíma til að leggja hann fyrir sig en skot hans fór yfir. Þá komst Ólafur Júlíus- son einn inn fyrir vörn Blikanna eftir mistök varnarmanna — en Þróttur úr Reykjavík sigraði ísfirðinga 3-2 í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu á laugar- dag. Þróttarar skoruðu sigurmark sitt úr ákaflega vafasamri víta- spyrnu á síðustu mínútu leiksins og tóku því bæði stigin — mjög óverðskuldað. Sannleikurinn er að ísfirðingar voru nær sigri —léku mun betur en leikmenn Þróttar og hefðu verðskuldað að minnsta kosti annað stigið — en skammt er á milli sigurs og ósigurs eins og isfirðingar fengu að reyna. Það virtist stefna í öruggan sigur Þróttar því þeir Þorgeir Þorgeirsson og Halldór Arason komu Þrótti í 2-0. En ísfirðingar voru ekki að gefast upp — og þeir jöfnuðu með tveimur mörkum með stuttu millibili. Örnólfur Oddsson var að verki í bæði skipt- in. Svo virtist sem ísfirðingar efldust mjög og ykju .sjálfstraust sitt með mörkunum því þeir tóku leikinn algjörlega í sínar hendur og sóttu stíft. En kapp er bezt með forsjá — ísfirðingar hættu sér of framar- lega í leit að sigurmarkinu, sem svo aldrei kom. Þróttur náði skyndisókn — einum sóknar- Ólafur var ekki nógu fljótur að nýta tækifærið, sem rann út í sandinn. Eftir því sem á leikinn leið náðu leikmenn ÍBK betri tökum — sóknarlotur Blikanna voru máttlitlar. Það kom því á óvart er Blikarnir jöfnuðu. Þeir fengu aukaspyrnu 30 metra frá marki ÍBK. Þór Hreiðarsson renndi knettinum til Heiðars Breiðfjörð — hann skaut föstu skoti að því er þó virtist misheppnuðu. En knötturinn fór til Ólafs Friðriks- sonar, sem renndi knettinum í netið framhjá Þorsteini Bjarna- syni 1-1. Við markið var sem Blikarnir vöknuðu — og litlu munaði að Heiðar Breiðfjörð hefði síðan skorað sigurmarkið á loka- mínútunni eins og áður var lýst. En slíkt hefði verið hrópiegt óréttlæti — Keflvíkingar verðskulduðu stig. Leikinn dæmdi Ragnar Magnússon. manni Þróttar var brugðið — greinilega utan vítateigs. Slakur dómari leiksins dæmdi auka- spyrnu — fór síðan til línuvarðar og dæmdi síðan víti — sem aldrei átti stoð í veruleikanum. Furðu- legt hjá Garðari Guðmundssyni dómara — slökum dómara. Leifur Harðarson skoraði úr vítinu og hið efnilega lið ísafjarðar sat eftir með sárt ennið — bókstaf- lega rændir stigi. Hins vegar geta leikmenn Þróttar gert sér litlar vonir um að komast í 1. deild — ef þeir leika jafn illa og gegn ÍBÍ. Raunar hafa leikmenn Þróttar ekki náð sér á strik í 2. deild — og verða að teliast heppnir að vera með í bar- áttunni. ísfirðingar máttu hins vegar sætta sig við ósigur gegn enn einu „toppliði" — því áður höfðu þeir enn mjög óverð- skuldað beðið ósigur gegn KA á ísáfirði. h.halls. • Snillingurinn Pele skoraði þrennu í gær, þegar Cosmos sigraði Tampa 3-1 í New Jersey. Ahorfendur voru 62.394 — met á knattsp.vrnuleik i USA. KR sótti ekki stig til Eyja — ÍBV vann KR 2-0 Eyjamenn unnu sinn þriðja sigur í 1. deild íslandsmótsins er þeir mættu KR i Eyjum síðastlið- inn fimmtudag. Eyjamenn skoruðu tvívegis án þess að KR næði að svara fyrir sig og löguðu stöðu sína í 1. deild verulega. Eyjamenn fengu óskabyrjun — Tómas Pálsson skoraði sitt fyrsta mark á keppnistimabilinu þegar á þriðju mínútu. Skaut viðstöðu- lausu skoti eftir fyrirgjöf Karls Sveinssonar. Á 15. mínútu bætti Sigurlás Þorleifsson við öðru marki ÍBV — laglegt mark eftir að Öskar Valtýsson hafði leikið laglega á vörn KR og sent á Sigurlás sem skoraði með góðu skoti. ÍBV hafði yfirburði í fyrri hálf- leik — og á 35. mínútu björguðu KR-ingar á marklínu. Til marks um yfirburði ÍBV áttu KR-ingar fyrstu hættulegu sóknarlotu sína á 44. mínútu. Þá skaut Eyja- maðurinn fyrrum — Örn Óskars- son góðu skoti en rétt framhjá. KR-ingar mættu ákveðnir til síðari hálfleiks og á 12. mínútu munaði litlu að KR skoraði. Einar Friðþjófsson ætlaði að senda til Sigurðar Haraldssonar, mark- varðar — en ónákvæmt og Sigurður gerði vel að bjarga. Sigur ÍBV var aldrei í hættu — hann var verðskuldaður og Eyja- menn voru mun ákveðnari en i fyrstu leikjum í 1. deild. Greini- legt að endurkoma Sigurlásar Þorleifssonar hefur fært liðinu sjálfstraust. RS Jafntefli sanngjarnt — þegar Reynir, Sandgerði, og Þrdttur, Neskaupstað, léku í 2. deild „Þetta eru bara þrusarar," og „þeir eiga bara heima í þriðju deild,“ voru setningar sem heyra mátti í leik Reynis og Þróttar á malarveliinum í Sandgerði á iaugardaginn, meðan tauga- spennan var sem mest i upphafi leiksins og hróp og köll leik- manna voru meira áberandi en sjálfur leikurinn. Svo, þegar lengra leið, fóru menn að sinna meira knettinum en köllunum, sérstaklega eftir að Þróttarar höfðu skorað fyrsta mark leiksins. Björgúlfur Halldórsson, fylgdi vel eftir háum knetti sem hrökk af varnarmanni inn á markteig, — þaðan kom Björg- úlfur knettinum í markhornið. Reynismönnum tókst að jafna á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir mikinn darraðardans á marklínu Þróttar þar sem Þórður Marels- son náði að spyrna föstu skoti í marksúluna. Þaðan hrökk knötturinn í þverslá og niður — og inn fyrir línu að mati línu- varðarips — en ekki voru allir jafnsannfærðir um að knötturinn hefði farið allur inn fyrir mark- línu, en ágætur dómari leiksins, Róbert Jónsson, var það, — 1-1. Þótt Reynismenn hafi verið öllu meira með knöttinn var það Magnús Magnússon sem tók for- ustuna fyrir aðkomuliðið, eftir gróf varnarmistök heimamanna. Knötturinn kom frá varnarmanni til Magnúsar, sem stóð fyrir innan Reynisvörnina og skoraði með hnitmiðuðu skoti, 2-1. En Reynismenn létu ekki hug- fallast, — á sömu mínútunni, jafnaði Þórður Marelsson, með fallegu skoti, eftir að hafa fengið knöttinn úr aukaspyrnu, 2-2. Eftir atvikum var jafntefli sanngjörn úrslit, — Þróttarar réðu öllu meira um gang leiksins en Reynismenn áttu fleiri opin færi, — sérstaklega þegar Ari Arason, átti hörkuskot að marki, sem flestir reiknuðu með að hafnaði í netinu. en markvörður Þróttar varði með miklum glæsi- brag. I tilefni af nýendurbættum malarvellinum var kei>pendum og fylgdarliði boðið til kaffidrykkju i félagsheimilinu. -emm. /\LLxaA< 5 Frúarskór íC-DogE breiddum Verðkr.4420. LitUh: Svart Verð kr. 6270.- Litur: Svart. Verð kr. 6750. Litur: Drapp Skósel Laugavegi 60. Sími21270. -h. halls. ísfirðingar rændir stigi í Reykjavík

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.