Dagblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 12
12
r ^ Simi 40299
ð&B INNRÉTTINGAR
3 nýjar gerðir af eldhúsinnréttingum, fura, hnota og eik.
Uppstilltar á staðnum. — 1-2 mán. afgreiðslufrestur.
Tilboð í eftirtalin verk fyrir Hitaveitu
Suðurnesja verða opnuð á skrifstofu
hitaveitunnar Vesturbraut 10A,
Keflavík föstudaginn 1. júlí 1977.
1. Stofnæð Njarðvík — Keflavík 3.
áfangi kl. 14.00
2. Dreifikerfi Keflavík 3. áfangi kl.
15.00.
>
HITAVEITA
SUÐ URNESJA
GLITRANDI GULL
og glæstir steinar
HU5IÐ
Tökum að okkur að smíða hluti
eftir pöntunum og ytSFtigin
hugmyndum. Fljót og góð
þjónusta. Fjölgum fögrum
gripum - gefið góða gjöf.
Frakkastíg 7,Reykjavík sími 28519
BÍLDEKk
Siluidekk
Heilsóluð dekk
Ný dekk
T0Y0-DEKK
fyrír
fólksbila, vörubíla
ogjeppa
O BÍLDEKK
1 ' BORGARTÚNI 24 — SÍMI 16240
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JtJNl 1977.
17. skoðanakönnun Dagblaðsins: Hvort
teljið þér betri ökumenn, konur eða
karla?
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar:
Karlar betri---------------86 eða 28%%
Konurbetri_________________48eða 16%
Jafngóð___________________129 eða 43%
Óákveðnir_________________37 eða 12%%
„Konurnar eru gætnari en
klaufskari“. (Karl á Akureyri).
„Konur eru karlmannsígildi
í því tilliti sem öðru.“ (Karl í
sveit).
„Æfingin skapar meistar-
ann.“ (Karl á Sauðár-
króki).
„Konurnar eru skapbetri í
umferðinni og um leið
gætnari," (Karl á Reykjavíkur-
svæðinu).
„íslendingar eru allir alveg
hörmulegir ökumenn." (Kari á
Reykjavíkursvæðinu).
„Karlar eru betri, en ég vil
skjóta því að að enginn undir
tvítugsaldri ætti að fá leyfi til
að aka bíi. (Kari á Reykja-
víkursvæðinu).
„Konan mín klessti bílinn
einu sinni, en þá hafði mér
þegar orðið það á tvisvar svo að'
ætli hún hafi ekki vinninginn
sem ökumaður." (Karl á Akur-
eri).
„Þetta er einstaklings-
bundið." (Kona á Patreks-
firði).
„Ef konur hefðu eins mikia
æfingu væru þær jafngóðar, ef
ekki betri“. (Karl á Selfossi).
„Konur lenda sjaldnar í
nokkru." (Kona á Þingeyri).
„Ha, ha! Konur eru betri. Ég
var í meiraprófinu í fyrra.“
(Kona i Þykkvabæ).
„Konur innan við þritugt eru
betri ökumenn en karlar innan
við þrítugt." (Kona á Reykja-
vikursvæðinu).
„Slíkt fer ekki eftir kyni
heldur æfingu og glögg-
skyggni." (Kona á Reykja-
víkursvæðinu).
Þetta eru nokkur dæmi um
svör fólks við spurningunni í
skoðanakönnun Dagblaðsins,
hvort væru betri ökumenn,
konur eða karlar. 330 voru
spurðir, helmingurinn konur
og helmingur á Reykja-
víkursvæðinu. Hringt var í
númer á ákveðnum stað í
hverri opnu í símaskránni.
Hverjum finnst sinn fugl
fagur.
Nærri helmingur svaraði að
hæfni ökumanna færi ekki
eftir kyni. Því mætti segja að
konur og karlar væru jafngóðir
bílstjórar. En áberandi var að
hvort kynið vildi nokkuð halda
fram sínum hlut, þótt flestir,
bæði karlar og konur, veldu
þann kostinn að segja „jafn-
góð“.
Þannig sögðu 49 af 150
körlum, að karlar væru betri
bílstjórar en konur, en aðeins
17 að konur væru betri. Af 75
konum sem spurðar voru á
Reykjavíkursvæðinu töldu 18
konur betri bílstjóra en 17
karla betri.
Flestir í báðum hópum og á
báðumsvæðum, sögðu að kynin
stæðu jafnt um þetta.
Algengt var að fólk segði að
konur væru -gætnari ökumenn
en karlar en klaufskari eða eitj-
hvað í þá átt. Þá kom fram hjá
mörgum, sem studdu karlkynið
að þeir teldu karla betri af því
að þeir einfaldlega hefðu meiri
æfingu, ækju bíl oftar en
konur.
-HH.
Innbrot í Hafnarfirði:
„DAGFARI” Á FERÐ
Bíræfnir þjófar brutust ínn i
þrjár íbúðir við Álfaskeið í
Hafnarfirði um síðustu helgi.
Höfðu þeir þann háttinn á að
þeir völdu sér íbúðir þar sein
dyraumbúnaðurinn er með ein-
földum körmum og einfalt að
losa listana sem halda d.vraum-
búnaðinum. Einnig böfðu allar
þrjár dyrnar hurðarhúna þar
setn t einum húni er bæði
læsing og opnun d.vranna.
Ekkt höfðu þjófarnir mikið
upp úr krafsinu mest 50
þúsund krónur í einni íbúðinni.
Gengu þeir vel uin íbúðirnar til
þess að gera og e.vðilögðu ekki
mjög mikið.
Málið er i rannsókn hjá rann-
sóknarlögreglunni i Hafnar-
firði og vill hún benda húseig-
endum á ao.ganga trygguega
frá d.vrauinbúnaði. Ef listar við
dyr eru vel jímdir er erfitt_að
brjótast inn/ástæðulaust er að
gera innbrmtsþjófum það auð-
veldara með slælegum frágangi
dyraumbúnaðar.
- BH