Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.06.1977, Qupperneq 28

Dagblaðið - 23.06.1977, Qupperneq 28
Tilraunaþörungavinnsla á vegum heimamanna í sumar: V A| r r mt a m — Ríkiðtekuraðsér Nu a aö treysta r m jib mm m fjárhagshlið a nanaoTiumna „Það varð ljóst um mitt sl. sumar að þangöflun með þeim starfsháttum sem þá voru við- hafðir myndi ekki gera fyrir- tækið arðbært. Hins vegar eru kunnugir menn sammála um að með samstilltri hand- og vél- öflun megi ná nægilegu magni til a.m.k. verksmiðjan geti greitt viðunandi verð fyrir þangið, og jafnvel til að full- nýta hana í framtíðinni. Því gerði stjórnin þær tillögur sl. haust að reyna áframhaldandi rekstur, byggðan á nýjum öflunarháttum, og jafnframt að leita nýrra verkefna til að nýta verksmiðjuna utan þang- vinnslutímans," sagði Vilhjálm- ur Lúðviksson stjórnarfor- maður Þörungavinnslunnar í viðtali við DB í gær. Nýlega var ákveðið að þjappa hagsmunaaðilum málsins saman til að framkvæma til- lögur stjórnarinnar, sem áður eru nefndar. Nýju aðilarnir eru Gufudals-, Reykhóla- og Geira- dalshreppur auk starfsmanna verksmiðjunnar og samtaka þangöflunarmanna. Munu þess- ir aðilar reka verksmiðjuna til reynslu í sumar og tekur ríkis- sjóður á sig fjárhagslega ábyrgð af rekstrinum og yfir- tekur skuldir. Svo sem kunnugt er hefur reksturinn gengið illa og verið með halla hingað til, einkum vegna skorts á heitu vatni og erfiðleika við þangöflun. Til þess að fullnýta versmiðjuna þarf að afla 150 tonna af þangi á dag, en í sumar er í ráði að afla 50 tonna á dag, sem talið er nægilegt til að standa undir rekstrinum að afborgunum og skuldavöxtum slepptum. Svo sem kunnugt er hafa þangskurðarprammarnir hvergi nærri aflað þess magns sem vænzt var. Þegar ljóst var að þeir skiluðu minna en til stóð, voru gerðar tilraunir með handskurð 1974. Þær gáfu ekki góða raun þar sem einn maður aflaði ekki nema 1,5 tonna á dag og hefði því þurft 100 manns til að fullnægja verk- smiðjunni á þann hátt. Þá var tekin ákvörðum um kaup á fleiri prömmum og um leið samið um hærra afurðaverð, en reynsla prammanna fór versn- andi eftir það. Hins vegar voru gerðar nýjar tilraunir sl. haust sem leiddu í ljós að handskurður með aðstoð prammanna við allan frágang þangsins til flutnings skiluðu þrem tonnum á mann eftir daginn. Það fyrirkomulag á einkum að reyna í sumar. Einnig er fyrirhugað að reyna dælingu í borholunum til að auka heita vatnið. Sagði Vil- hjálmur mikinn hug í heima- mönnum til þessa verks. í haust verða svo væntanlega teknar frekari ákvarðanir í ljósi reynslu sumarsins. í vetur voru gerðar tilraunir með að þurrka loðnu í verksmiðjunni og nýta þannig dauðan tíma. Að sögn Vilhjálms er full ástæða til að reyna þann möguleika frekar þar sem sú vinnsla hafi komið fjárhagslega vel út. GS. Tveggja fermetra terta í Skeiðamenn Þetta er áreiðanlega lang- stærsta kaka sem bökuð hefur verið hér á landi, svo það er víðar en í útlöndum, sem hlutirnir eru stórir í sniðum! Þessi kaka var bökuð fyrir 250 manna þjóðhátíðarkaffi sem hrepps- nefnd Skeiðahrepps hélt 17. júni. Bakarinn sem hana bakaði er Andrés Sigmundsson hjá Brauðgerð Kaupfélagsins á Selfossi. 1 kökuna fóru 90 egg, 4 kg af sykri (sem er næstum því ársneyzla hvers íslendings af sykii) og 7 kg dósir af niðursoðnúm apríkósum. Sára- lítið hveiti fór í lostætið, því þetta er svampterta. Tertan er bökuð i þrennu lagi og síðan skeytt saman, en stærðin er 2 fermetrar. Það þurfti fjóra fíleflda karl- menn til þess að bera hana út í flutningabílinn, sem flutti hana upp á Skeið. DB-mynd Kristján Einarsson. -A.Bj. Innf lutningur kei luspi Isbrautanna: SLÍKT ALDREIGERZT ÁÐUR „Það er eðlilegur gangur mála að Sölu varnarliðseigna séu fyrst boðnar til sölu vörur af Keflavíkurfiugvelli, enda vörurnar fluttar tollfrjálst inn í landið,“ sagði Alfreð Þorsteins- son forstjóri Sölu varnar- liðseigna er hann var inntur eftir áliti sínu á innflutningi nokkurra stórgróssera í Reykja- vík á notuðum „bowling"- brautum af Keflavíkurflug- velli. Var frá þessu skýrt í DB sl. þriðjudag, kom þar m.a. fram, að hlutverk Sölu varnarliðs- eigna er einmitt að tryggja, að ríkið verði ekki hlunnfarið við sölu á vörum ofan af Kefla- víkurflugvelli inn í landið. „Ef þeim á Keflavikurflug- velli finnst Sala varnar- liðseigna bjóða of lágt, er þeim heimilt að selja vörurnar sín á milli, eða flytja þær úr landi,“ sagði Alfreð. „Sölu varnar- liðseigna hafa ekki enn verið boðnar umræddar „bowling"- brautir til kaups“. „Bowling“-brautir þessar er ætlunin að flytja fyrst frá Keflavíkurflugvelli til Eng- lands, og þaðan verði þær síðan seldar aftur til íslands. Með því kemur salan á brautunum hvergi nálægt Sölu varnarliðs- eigna eins og vanalegt er, en sala af þessu tagi mun einsdæmi, þ.e. að fyrst skuli flutt frá Keflavíkurflugvelli til Engíands og vörurnar þaðan til íslands. -BH. frjálst, nháð dagblað ■FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1977. Óleystar vinnu- deilur Lítið verður um hvíld hjá Torfa Hjartarsyni ríkissátta- semjara, þótt aðaldeilan sé frá. í meðferð hjá honum eru kjaradeilur sjómanna, blaðamanna, múrara, pípulagningarmanna og veggfóðrara og kjaradeila farmanna er að fara í hendur hans. Samningaþófið mun því halda áfram. -HH. Bflvelta íBiskups- tungum Rúta með 46 Þjóðverjum valt í Biskupstungum rétt um kvöldmatarleytið í gær- kvöld. Komu Þjóðverjarnir hingað til lands með skemmtiferðaskipinu Maxim Gorkí og höfðu brugðið sér í lystireisu austur fyrir fjall. Þrettán farþeganna voru fluttir í slysadeild Borgar- spítalans, og þurfti að sauma tvo þeirra, að sögn Sveins Magnússonar, læknis á slysadeild. Flestir þeirra kvörtuðu undan eymslum og óþægindum og höfðu þá tognað lítils háttar. Var fólk þetta flest á efri árum og hefur vafalaust brugðið við bílveltuna. Allir fóru aftur um borð í skipið að aflokinni skoðun. Rútan er mikið skemmd eftir veltuna, hægri hliðin sem rútan valt á inngengin og stórskemmd. -BH. ÁFRAM RIGNING í REYKJAVÍK —en sólfyrir norðanog austan Daufar vonir eru um sól fyrir höfuðborgarbúa og nágranna þeirra í dag og litlar breytingar sjáanlegar á næstunni samkvæmt upp- lýsingum veðurstofunnar í morgun. Orsök hinnar miklu rigningar undanfarið eru kuldaskil, sem lágu óvenju- lengi yfir landinu. Að sögn veðurstofunnar var þetta þó aðeins venjuleg sumar- rigning, en varð þó alveg óvenjumikil hjá trafossi, þar sem sólarhringsúrkoman fór yfir 100 mm. t dag er gert ráð fyrir hægri SV átt og skúrum sunnanlands og vestan en bjart verður á Norður og Austurlandi. Hitinn verður 10-12 stig á Suðurlandi, en 15 stig f.vrir norðan og austan. -JH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.