Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 27. jUNl 1977. Hvers vegna var Andrea Þórðar dóttir aðeins höfð upp á punt? Bréf til Dagblaðsins frá Hrafn- kötlu: 10. þ.m. horfði ég á umræðu- þáttinn um áfengismálin sem Einar Karl Haraldsson stjórnaði. Þeir sem þátt tóku í umræðunum voru Andrea Þórðardóttir, forstöðumaður Barnaheimilisins í Reykjadal i Mosfellssveit, Þorvaldur Guðmundsson hótelstjóri, Bjarni Þjóðleifsson læknir og Hörður Zóphaníasson skóla- stjóri. Rætt var um málið vítt og breitt og höfðu karlarnir þarna margt að segja, ,,áttu‘' þeir i rauninni allan þáttinn því að spyrillinn leiddi Andreu næst- um alveg hjá sér en leitaði sí- fellt álits karlanna um ástandið og leiðir til úrbóta í áfengis- málum þjóðarinnar. Loksins, þegar leið að endalokum þáttarins, virtist stjórnandinn allt í einu átta sig á nærveru konunnar og spurði mjög hraðmæltur um álit hennar á þessum málum. Með örfáum orðum tókst henni að koma á framfæri broti af því sem hún hafði til málanna að leggja því að kveðja þurfti í skyndi, ónógur tími til frekari umræðna. Og því spyr ég: Hvers vegna var Andrea Þórðardóttir aðeins höfð upp á punt? í þessum fáu orðum hennar, þegar þættinum var að ljúka, kom fram sú eina sanna og viturlega lausn á þessu vandamáli, en hún er sú að hefja þegar í skólum kynningu, strax á barnaskóla- stlgl, um skaðsemi áfengis, hve mjög það getur spillt heilsunni og orðið mikill hamingjuspillir þegar það er notað í óhófi. Sannarlega hefði ég viljað heyra meira um álit Andreu og reynslu. Karlarnir máttu gjarnan stytta mál sitt, t.d. var samanburðurinn um drykkju- skap hér og erlendis óþarflega langur. Og ýmislegt fleira í þessum umræðuþætti mátti missa sig svo að Andreu hefði gefizt meiri tími til þess að ræða um áfengismálin og úr- lausnir til bóta. Rautt leður Kr. 7980.- Opnum sundhöMina á nóttunni Að sögn bréfritara er ómögulegt að hátta svona úti, auk þess sem fötunum er oft stolið. Lárus skrifar: Hann afi er orðinn gamall og hættur að vinna en hann fer í Sundhöllina á hverjum degi og hefur gert það síðan hún var opnuð. Þegar hann byrjaði voru engin böð í bænum og allir skitugir og fólkið beið í biðröð Millibrúnt leður Kr. 7980.- Gulbrúnt leður Kr. 7980.- Sumar- skór Bránt leður Kr. 7980.- iangt út á Barónsstíg til að fá að fara í bað. Nú smíða menn böð i húsunum sfnum svo maður komist í bað heima og svona gamaldags innisundlaug stendur að mestu tóm nema þegar gömlu mennirnir koma á morgnana. Þess vegna væri það bráðfínt, þegar skrúfað verður ^ fyrir í Nauthólsvíkinni, að lofa okkur að fara í Sundhöllina á nóttunni, þá yrði þar aftur hasar eins og í gamla daga. Sko, maður er ekki alltaí I stuði til að fara heim eftir höllin af mörgum ástæðum. Maður lætur pabba og mömmu ekki sjá allt. Svo er líka bráð ómögulegt að þurfa að hátta svona úti og fötum er stolið. Það er lfka svolítið hinsegin að fara á nærbuxunum ofan i þarna eða bara í engu. Þarna eru líka stelpur, annars væri ekki nærri eins gaman. Þaí væri gott að komast inn svon« klukkan tvö að nóttu og þac. mætti vera opið til klukkan 2 á daginn. Þið ættuð að vita hvað það er fint áð jafna sig eftir smá- djamm í volga læknum og auðveldlega má líka bæta aðstöðuna og hækka hitastigið í Sundhöllinni. Þá þyrfti heidur ekki eins mikið eftirlit, svona einn manr. til aðjrpna skánana og passa að engu sé stolið, það er eittaðal- vandamálið suður frá. Svo þarf kannski að selja inn, en það þarf ekki að vera mikið þvi það er enginn tilkostnaður, aðeins svakaaðsókn. Andrea Þórðardóttir. Það er auðvitað ódýrara ao reka stað þar sem allt er fullt en þar sem allt er tómt ng mest gamait folk með miða fyrir aldraða. Og svo kennt á daginn og æfingar á kvöldin og engir gestir og ríkið borgar allt. Upp með Sundhöllina, unglingarnir inn á nóttunni. / /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.