Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚNl 1977. 13 Keiluspilsbrautirnarofan ^ ^ ^ ^ 3L I---------------------X _ X afKeflavi'kurfiugvelli: DlOð p6SS 20 KOIflðSl ðT landi brott til að komast hingað aftur Keiluspilsbrautir þær er nrfkkrir athafna- og framkvæmda- menn í Reykjavík hafa keypt ofan af Keflavikurflugvelli bíða þessa dagna i vörugeymslu Hafskips i Tívolí eftir því að verða fluttar til Englands. Eins og fram hefur komið í DB í síðustu viku hafa nokkrir fjár- málamenn í Reykjavík keypt tólf notaðar keiluspilsbrautir af Keflavíkurflugvelli af enska fyrirtækinu AFM, sem það fyrir- tæki tók í skiptum fyrir átján nýjar brautir handa Kananum. Allar yörur sem fluttar eru til Keflavíkurflugvallar koma þangað tollfrjálsar og ef flytja á þær af flugvellinum og inn í landið þarf að greiða fyrir vöruna til Sölu Varnarliðseigna, a.m.k. svipaða upphæð og ríkið fengi inn fyrir vöru þessa í toll- og aðflutningsgjöld ef vörurnar væru fluttar inn á venjulegan hátt. Keiluspilsbrautirnar verða hins vegar fluttar til Englands siðan sendar þaðan aftur til íslands og munu því koma hingað til lands eins og hver annar innflutningur. Vonazt er til að þessu ferðalagi brautanna Ijúki nú í haust með þvi að brautirnar verði settar upp í keiluspilssal í Kópavogi. BH Teflt á Lækjartorgi —Taf Ifélagið Mjölnir með auglýsingamót Taflfélagið Mjölnir hyggst í ágústmánuði efna til taflmóts úti undir berum himni. Teflt verður á Lækjartorgi í Reykja- ,vík og verður 40 fyrirtækjum gefinn kostur á því að launa menn fyrir að tefla. Munu tafl- menn vera kirfilega merktir í bak og fyrir með nafni fyrir- tækjanna, auk þess sem nöfn þeirra verða kölluð út yfir torgið. Mun því af þessu hin bezta auglýsing fyrir þau fyrir- tæki sem taka þátt, enda mótið hugsað sem slíkt. Reiknað er með að teflt verði þann 12. ágúst en verði veðrið mjög slæmt verður taflinu frestað til hins 19. Forráða- menn Mjölnis hafa þó fullyrt að taflmennirnir láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna í þeim efnum. Báðir dagarnir, 12. og 19., eru föstudagar og má þvl búast við mikilli umferð í mið- bænum og eykur það enn aug- lýsinguna. Agóðann af þessu sérkenni- lega taflmóti hyggst taflfélagið nota til þess að byggja upp starfsemi fyrir unglinga næsta' vetur. Upplýsingar fyrir þá sem hyggjast tefla er hægt að fá í síma 21337 á daginn og 42768 á kvöldin. í næstu viku verður svo opnuð skrifstofa í Pósthús- stræti 13 þar sem fyrirtæki geta skráð þátttöku. Benda má á að til mikils er að vinna því heildarvinningsupphæð er 400 þúsund krónur. DS Vinnupallur sígurog veldur hræðslu Mönnum sem voru að vinna í palli hangandi utan á húsi við Háaleitisbraut um kaffileytið á laugardag brá heldur en ekki í brún þegar sv.o Ieit út sem annað bandið sem heldur pallinum hefði slitnað. Var pallurinn farinn að hallast mikið og til vonar og vara höfðu íbúar fjölbýlishússins safnað saman teppum og dýnum undir vinnupallinn. En sem betur fer kom ekki til þess að nota þyrfti þennan viðbúnað, vegna þess lögregla og slökkvilið brugðu skjótt við og komu á staðinn. Var mönnunum síðan bjargað úr pall- inum með körfubíl slökkviliðsins. Kom síðan I ljós að annað bandið sem hélt pallinum hafði runnið til og valdið því að pallurinn fór að síga öðrum megin. —BH Bolungarvík: Rangt með farið föðurnafn 1 viðtali við Gunnar Ragnarsson skólastjóra I Bolgunarvík I DB í fyrri viku var farið rangt með föðurnafn hans, var hann sagður Guðmundsson sem er alrangt og leiðréttist hér með. Er Gunnar beðinn velvirðingar a þessum afleitu mistökum. —BH Hnífaátök í vesturbænum Tveir menn særðust litillega i átökum við þriðja mann sem Xeittist að þeim með hnífi sl. föstudagskvöld. Atti þetta sér stað.vestur á Melum og þurfti að flytja alla þrjá í slysadeild eftir átökin. Ekki voru sárin mikil.i einn hafði hlotið áverka á brjósti og annar fengið sár á augabrún. Voru mennirnir við skál og var sá er beitti kutanum fluttur til geymslu hjá lögreglunni. —BH og dásenidir Hínanlals Dusseldorf stendur viö eina af þjóöbrautum Þýskalands — ána Rín. í Rínardalnum eru einhver frægustu vínræktarhéruö Evrópu og fjöldi bæja og borga, sem ferðamaöur þræöir á leið sinni. Þar er t.d. Köln sú sögufræga borg sem kölluð hefur veriö drottning Ránar. Skoðunarferðir með fljótabátum Ránar eru stundir sem aldrei gleymast. Þar ríkir andi aldagamallar menningararfleiöar, og fegurðin heillar líkt og Lorelei foröum. Dusseldorf — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. ^jfSSS^ loftleidir ISLAAfDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.