Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1977. Laus staða Starta aðstuðarskólast.jóra við Menntaskólann við Hamra- hlíð er laus til umsóknar. Samkvæmt 53. «r. reglugerðar nr. 270/1974, um mennta- skóla, skal aðstoðarskólastjóri ráðinn af menntamála- ráðune.vtinu til fimm ára í senn úr hópi fastra kennara á menntaskólastigi. Umsóknir um framangreinda stöðu ásamt upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. júlí nk. Mcnntamálaráðuneytið, 23. júní 1977. Sundnámskeið Sundnámskeið fyrir börn, fædd 1970 og eldri, verður haldið í sundlaug Fjölbrautaskólans 1. júlí til 27. júlí nk. Innritun í sundlauginni 30. júní kl. 10.00 — 12.00 og 16.00 — 18.00. Námskeiðsgjald kr. 2.400.00 greiðist við innritun. Frœðslustjóri. Hjúkrunarskóli íslands Enn eitt ríkið fær sjálfstæði: Frakkar missa síðustu nýlendu sína í A fríku Nyætt ríki hefur bætzt í hóp sjálfstæðra Afríkuríkja. Það nefnist Djibouti lýðveldið. íbúar landsins eru að mestu leyti af tveim kynstofnum, Afarar og Issas. Þessir tveir ættflokkar hafa löngum eldað grátt silfur sín á milli og er eins líklegt að sjálfstæði - lands' þeirra breyti engu þar um. Djibouti er 49. sjálfstæða ríkið í Afríku. Það hefur verið frönsk nýlenda í 115 ár, sú síðasta, sem Frakkar eiga í álfunni. Landamæri Sómalíu og Eþíópíu liggja að landinu. Það er minnsta lýðveldið í álfunni, aðeins 23 þúsund ferkílómetrar að stærð. Grannríkin Sómalía og Eþíópía gera tilkall til lands í Djibouti, en mikilvægi landsins liggur í því að það liggur að mjóu sundi og þar fara olíu- flutningar um, inn í Rauða- hafið, á leið til Evrópulanda. Almennar kosningar voru í landinu þann 8. maí og yfir- gnæfandi meirihluti kjósenda, eða um eitt hundrað þúsund, vildi slíta sambandinu við Frakka. Fyrsti forseti landsins Hassan Goiled dró að húni fána landsins á miðnætti sl., en hann er grænnt og blár með rauðri stjörnu. Djibouti lýðveldið hefur eng- in verðmæti í jörðu og land- búnaður er ekki mikill. Hafnar- borgir Djibouti er mjög mikil- væg og má segja að tilvera hennar sé hornsteinn sjálf- stæðis landsins. Það verður samt sem áður mjög háð Frakk- landi fyrst um sinn. r V, Eiríksgötu 34 Nokkrar stöður hjúkrunarkennara eru lausar til umsóknar. Fullt starf er æskilegast en hálft starf kemur til greina. Uppl. gefur skólastjóri. Poppmaís fyrirliggjandi Heildverzlun Eiríks Ketilssonar Vatnstíg3 Simi 40299_________ INNRÉTTINGAR Auðbrekku 32, Kópavogi 3 nýjar gerðir af eldhúsinnréttingum, fura, hnota og eik. Uppstilltar á staðnum. — 1-2 mán. afgreiðslufrestur. KAUPMANNASAMTÖK ISLANOS’ Kaupmenn athugið. Kaupmannasam- tök íslands halda almennan félags- fund í kvöld kl. 20.30 í Kristalsal Hótel Loftleiða. Fundarefni: Nýgeröir kjarasamn- ingar. Stjórnin. International H-100 hjólaskófla árgerð 1964 til sölu. 220 hö., góö Cummingsvél, upptekin 1973, sænsk tannaskófla, ca 3,5 rúmmetrar. Sjálfskipt, loftbremsur, 2 glæný dekk og 2 hálfslitin. Sami vinnutaxti og Cat. 966C. Markaðstorgið, Eimolti 8, sími 28590, 74575 kvöldsími. Ó&B Misheppnað bankarán í Austurriki Með nælonsokk yfir hausnum og vopnaðir — eigmkonurnar biðu fyrir utan 'l’veir vopnaðir menn réðust inn í lítinn banka í Salzburg í Austurríki á laugardaginn. Þeir tóku 'gjaldkerann sem gísl og kröfðust um 10 milljóna króna í lausnargjald. Einnig vildu þeir að lögreglan útvegði áer bíl, til að komast undan. Mennirnir héldu gíslinum í 27 klukkustundir og þann tíma reyndu menn að komast að samkomulagi við ræningjana. Loks fór svo að þeir gáfust upp og létu gíslinn lausan. Mennirnir réðust inn í bankann rétt áður en hann var opnaður. Þeir höfðu nælonsokk yfir höfðinu og voru vopnaðir. Þeir eru báðir fyrrverandi fangar, 27 og 30 ára gamlir, frá Austurríki. Þeir ákváðu að gefast upp eftir að lögreglan lét í ljós að hún vissi nöfn þeirra. Eiginkonur mannanna staðfestu það og tóku þátt í því að reyna að fá mennina ofan af tiltækinu. Gíslinn, 21 árs að aldri, hafði gift sig nokkrum dögum áður en þetta gerðist og kona hans og faðir stóðu allan tímann fyrir ut- an bankann meðan á samninga- þófinu stóð. Mennirnir voru margsinnis búnir að hóta því að drepa gjaldkerann, ef þeir fengju ekki peningaupphæðina, sem þeir báðu um. j Þessi atburður gerðist rétt hjál fæðingarstað Mozarts og einá ogj alltaf voru margir ferðamenn þarj til að skoða hús það sem hið frægal tönskáld fæddist í. Lögreglan áttij því í nokkrum vandræðum meðj það að koma í veg fyrir að fólkiðj kæmi of nærri og stofnaði ef tili v.ill lífi sínu í hættu. tsinn sem vio tramieiöum er ekta, segja Bretar og við tslendingar segjum það sama um okkar is. Ætur Bretar halda pvi statt og stöðugt fram að ísinn sem þeir framleiða sé réttur og sléttur ís úr rjóma, éða mjólk^ Það hefur nefnilega komið til tals að löndin innan Efnahagsbanda- lagsins yrðu að merkja vöru — EBE segir Bretum að merkja vörur sínar betur sína eitthvað í átt við: /tstur is,: eða ís sem er óhætt að borða. Þetta taka Bretar ekki í mál og segja að það sé algjör óþarfi að taka það fram að ísinn þeirra sé ætur. Efnahagsbandalagið: verður að athlægi í Bretlandi ef þaö setur svona fáranlegar reglur um merkinu neyzluvara. Bretar verða nefnilega að taka, sig mikið á við merkingar, að' mati Efnahagsbandalagsins, og ísinn er þar ekkert undan- skilinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.