Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 27.06.1977, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚNl 1977 í * ' £ ' ' '' Illll mmm MS.Hiit.riM, Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Staðan íl.deild Aðcins einn leikur fór fram í 1. deild íslandsmótsins um helgina — Víkingur og ÍBV skiidu jöfn, 0-0 i Laugardal. Staðan í 1. deild islandsmótsins eftir 10 umferðir er nú: Akranes 10 7 1 2 17-6 15 Valur 10 6 2 2 15-8 14 Vikingur 10 4 5 1 9-7 13 Kefiavík 10 4 3 3 12-13 11 Breiðablik 10 4 2 4 13-12 10 ÍBV 10 4 2 4 10-9 10 Fram 10 2 4 4 12-14 8 FH 10 3 1 6 12-19 7 KR 10 2 2 6 14-16 6 Þór 10 2 2 6 11-21 6 Markhæstu leikmenn 1. deildar eru: Ingi Björn Albertsson Vai 6 Kristinn Björnsson ÍA 6 Pétur Pétursson ÍA 6 Sumarliði Guðbjartsson Fram 6 Siguriás Þorleifsson ÍBV 6 Staðan í 2. deild Urslit ieikja í 2. deild Islands- mótsins um heigina urðu; Ármann — Haukar 1-1 KA — Reynir, S 6-3 ísafjörður — Selfoss 1-1 Völsungur — Þróttur, R 1-2 Þróttur, N—Reynir, Ár 2-0 Staðan í 2. deild er nú: KA 7 5 1 1 15-8 Þróttur, R 7 5 1 1 12-7 Haukar 7 3 4 0 9-4 Ármann 7 4 1 2 12-5 Reynir, S 7 3 1 3 12-14 isafjörður 7 2 2 3 7-10 Selfoss 7 2 1 4 6-8 Völsungur 7 2 1 4 7-10 Þróttur, N 7 1 3 3 6-9 Reynir, Ar 7 0 1 6 3-14 Sigurmark lokamínúitu Völsungi frá Húsavík hefur gengið fádæma ilia í ieikjum sinum í 2. deild isiandsmótsins á Húsavík. i gegn um árin hafaHus- víkingar verið erfiðir heim að sækja — í sumar hafa þeir leikið fimm leiki á Húsavík og aðeins hlotið 2 stig. Hins vegar þrjú stig í tveimur leikjum að heima. A iaugardag fengu Völsungar lið Þróttar í heimsókn. Þróttur frá Reykjavík sigraði 2-1 og skoruðu leikmenn Þróttar sigurmark sitt aðeins mínútu fyrir leikslok — nei, lánið leikur ekki við Völsung á Húsavík. Heldur var leikur liðanna á laugardag dapur — enda skilyrði slæm. Rigning og fremur kalt í veðri. Þróttur hafði heldur undir- tökin í fyrri hálfleik og um miðjan fyrri hálfleik náðu leik- menn Þróttar forustu. Þróttur tók hornspyrnu — knötturinn gefinn fyrir og þar skallaði Halldór Ara- son knöttinn, sem lenti í polli og þeyttist áfram og undir Rúnar Bjarnason markvörð 0* *1. Völsungur fékk mjög gott tæki- færi er Hafþór Helgason komst einn inn fyrir vörn Þróttar. Hann hugðist vippa yfir markvörð Þróttar sem náði mjög laglega að slá knöttinn yfir. Þar slapp mark Þróttar sannarlega vel. En Völsungur náði að jafna í síðari hálfleik. Eftir að hafa sótt stíft skoraði Hafþór Helgason er hann skaut viðstöðulaust eftir sendingu fyrir en markið kom á 27. mínútu. Eftir það jafnaðist leikurinn aftur — og virtist stefna í jafntefli. En svo átti ekki að verða. Knötturinn var gefinn fram — þar átti hinn ungi leik- maður Þróttar, Páll Ölafsson í höggi við varnarmann. Hann náði, að sparka upp í loftið — mark- vörður Völsungs hafði öll tök að ná knettinum en hann hikaði og Páll skallaði knöttinn í netið, 2-1. Þróttur fór því heim með dýrmæt stig í baráttunni um sæti i 1. deild að ári — Völsungur verður i ár að forðast fall. Aðeins fimm stig úr 7 leikjum — þar af 5 á Húsavík. St.A. Írinn Eamon Coghlan sigrar í 1500 m hlauplnu i Kaupmannahótn. Tom B. Hansen, Uanmörku (nr. 4), varö annar en de Jesus^Portugai þriðji. ÁgAst Asgeirsson (nr. 5) varð í fjórða sæti í hlaupinu eftir að liafa haft forustuna mestailan tímann. Hraði var mjög lítill framan af og| varð Agúst, því að taka af skarið. Það var ekki fyrr en á síðustu beygjunni að Daninn fór fram úr honum—og hinir tveir fylgdu á eftir irinn er Evropumetstari i ntaupinu. ísland kom á óvart en þaðdugði ekkiíHSfn — írar sterkari en reiknað hafði verið með og íslenzka karla-landsliðið varðaðsætta sig viðfjórða sæti íKaupmannahöfn Íslenzka karlalandsiiðinu í frjálsum íþróttum tókst ekki að ttryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópukeppninnar í Kaupmanna- höfn um helgina. Þrátt fyrir það ivoru mörg stórafrek unnin af Jislenzku keppendunum í Höfn — log þeir komu iangmest á óvart að jlsögn dönsku biaðanna. Afrek Hreins Halldórssonar og Vil- mundar Vilhjálmssonar yljuðu ífjölmörgum áhorfendum — og ;Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobsson urðu sigurvegarar í keppninni. En það nægði ekki þó ivið ættum sterka og fijóta menn. lirar komu okkar á óvart og náðu betri árangri í heiid en reiknað jhafði verið með. Portúgalir voru hinir öruggu sigurvegarar í fimm-landa-keppninni með 74 jstig. Írland hlaut 65 stig. Dan- jmörk 64 stig. island 54 stig og Luxemborg rak lestina með 43 jstig. .Þrjú efstu löndin komust í iutdanúrslit Evrópukeppninnar. Eftir fyrri daginn var spenna Imikil. Portúgal var með forustu 137 stig, Danmörk og Irland höfðu |32 stig. ísland 28 og Lusemborg |21 stig. Hreinn Halldórsson hafði gífur- |lega yfirburði í kúluvarpinu. Var ímörgum metrum á undan næsta jmanni eins og sést á úrslitum ilengst til hægri á síðunni. Hreinn jvarpaði lengst 20.54 metra — þrátt fyrir meiðsli í hné, sem Jgerðu það að verkum að hann gat llítið beitt sér í atrennunni. Vilmundur Vilh.iálmsson, KR, |er orðinn frábær spretthlauoari I— og sannaði það vel í Kaup- jmannahöfn. Hann var annar í 100 |m hlaupinu á 10.3 sek. — sjónar- mun á eftir Luxemborgaranum, sem sigraði i hlaupinu. Þar með jafnaði Vilmundur íslandsmet Hilmars Þorbjörnssonar á vega- lengdinni — og það virðist aðeins tímaspursmál hvenær hann bætir þann tíma. I 400 m hlaupinu varð Vilmundur einnig í öðru sæti. Hljóp á 47.1 sek., svo skammt er nú orðið í íslandsmel Bjarna Stefánssonar. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, háði hörkukeppni við Danann fræga, Jesper Törring, i langstökkinu. Törring sigraði. Stökk 7.48 m en Friðrik Þór varð annar með 7.37 m. í hástökkinu munaði litlu að illa færi fyrir Törring — fyrrum Evrópumeistara í þeirri grein. Hann sleppti 2.04 m en felldi svo tvívegis 2.08 m. í þriðju tilraun stökk hann þá hæð — en lengi nötraði ráin. Hélzt þó f okunum og þar með hafði Törring sigrað. Síðar stökk hann svo 2.12 m. Guð- mundur Rúnar Guðmundsson, FH. varð fimmti í hástökkinu með 1.95 m. Þorvaldur Þórsson, tR, náði slnum langbezta tíma i 400 m grindahlaupi. Hljóp á 55.2 sek., en það nægði ekki nema i fimmta sæti. Erlendur Valdimarsson, KR, stóð vel fyrir sínu í sleggju- kastinu, varð þriðji. Kastaði 57.70 metra. Ágúst Ásgeirsson, ÍR, varð fjórði í 1500 m hlaupinu á 3:50.3 mín. eftir að hafa haft forustu mestallt hlaupið. Sigfús Jónsson ÍR, hljóp 10000 m á 31:15.8 mín. — og í lokagreininni fyrri daginn setti íslenzka boðhlaupssveitin nýtt íslandsmet í 4x100 m boðhlaupi. Hljóp á 41.6 sek. og bætti íslandsmetið fræga frá 1950 á EM í Brussel um þrjú sekúndu- brot. I sveitinni hlupu Björn Blöndal, Magnús Jónasson, Sig- urður Sigurðsson og Vilmundur. í gær sigruðu 2 ísl. kepp- endanna í sinum greinum með glæsibrag. Óskar Jakobsson, ÍR náði sínum langbezta árangri í spjótkasti í ár. Kastaði 74,74 metra — og þann árangur tókst, öðrum ekki að oæta. Erlendur Valdimarsson kástaði kringlunni 57.34 m og var öruggur sigurveg- ari. Þetta voru engan veginn óvæntir sigrar. Alls ekki hjá Erlendí — en að vísu þurfti Oskar að bæta sig mjög í ár til að ná sigri. Það gerði hann líka iétt, pilturinn. Vilmundur vann enn gott af- rek. Varð annar í 200 m hlaupinu, á 21.33 sek og þar sem rafmagns- tímataka var er þetta mun betri tími en gildandi íslandsmet 21.3 sek. Hins vegar var meðvindur aðeins of mikill 2.3 sekúndu- metrar, en má vera 2 sekúndumetrar. Það er þó aðeins tímaspursmál hvenær. Vilmundur bætir met Hauks Clausen á vega- lengdinni — met, sem hann og Hilmar Þorbjörnsson hafa jafnað. Elías Sveinsson, KR, kom mest á óvart í eær. Hann stökk 4.40 m i stangarstökki og bætti árangur sinn verulega. Það nægði í fjórða sætiog árangurinn er hinn^annac bezti, sem íslendingur hefur náð Valhiörn Þorláksson á islandsmetið 4.50 m Friðrik Þór Óskarsson varð þriðji í þrístökki með 15.30 m sem er bezti árangur hans í ár. Jón Diðriksson, UMSB, náði sínum besta tíma í 800 m hlaupi á 1:52.4 mín., en varð þó í fimmta sæti. Ágúst Asgeirsson varð fjórði í 3000 m hindrunar- hlaupi á 9:13.4 mín. og Sigfús Jónsson fjórði í 5000 m hlaupi á 14:51.0 mín. Þá var boðhlaups- sveitin í fimmta sæti í 4x400 m boðhlaupi á 3:26.7 mín. og Jón Sævar Þórðarson, IR, varð í fimmta sæti í 110 m grindahlaupi á 15.81 sek. írinn hljóp 15.80 og Portúgalinn á 15.79 sek. • Valur sigraði Víði, Garði, i Íslandsmótinu í knattspyrnu kvenna 6-0 í gær. FH sigraði þá ÍBK 9-0. • Martin Chivers, fyrrum mið- herji Tottenham og Engiands, skoraði tvö mörk í gær, þegar Servette Genf sigraði Grasshopp- ers, Zurich, 3-0 i 1. deiidinni svissnesku. Lokaumferðin var leikin í gær. Servette og Basle urðu jöfn og efst í keppninni og munu leika aukaieik á þriðjudag í Bern um meistaratitilinn. • Tatiana Storoscheva, Sovét- rikjunum, setti nýtt heimsmet i 400 m grindahlaupi á móti í Karl- Marx-stadt í gær. Hijóp á 55.74 sek. Eldra metið var 56.51 sek., sett af Krystyna Kasperczyk, Póiiandi, 1974. Hún varð í öðru sæti i hlaupinu í gær á 57.09 sek. • Bandarikin sigruðu Vestur- Þýzkaland í landskeppni í frjáis- um íþróttum, sem iauk i Gelsen- kirchen í gær. Stigin 118 gegn 104. 1 kvennakeppninni vann Þýzkaland 84-61. Marga helztu frjálsíþróttamenn vantaði i iið USÁ og þetta er minnsti munur i níu sigrum gegn Þýzkaiandi síðan 1961.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.